Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
43
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Endaspretturinn
kom of seint
Eins markstap í síðasta leiknum gegn Rúmenum
EFTIR að hafa verið sex mörk-
um undir náðu íslendingarfrá-
bærum endaspretti á lokamín-
útunum í þriðja og síðasta
leiknum gegn Rúmenum, í gær-
kvöldi. Á fjórum mínútum náðu
þeir að minnka muninn úr fjór-
um mörkum í eitt en þar við
sat og Rúmenarfögnuðu sigri,
24:23.
Þegar fjórar mínútur voru til
leiksloka höfðu Rúmenar fjög-
urra marka forskot, 24:20 og
stefndi í öruggan sigur þeirra.
Þorgils Ottar Mathi-
LogiBergmann esen, Guðmundur
Eiðsson Guðmundsson og
skrifar Héðinn Gilsson náðu
að minnka muninn í
eitt mark og íslendingar fengu bolt-
ann þegar rúm mínúta var til leiks-
loka. Þrátt fyrir ákafar tilraunir
tókst þeim ekki að skora, tvö
þrumuskot Héðins hrukku af rúm-
enska vamarveggnum og leiktím-
inn rann út.
Ágæt útkoma
„Þetta var alls ekki nógu gott í
fyrri hálfleik og vömin var léleg.
Auk þess gerðum við mikið af mis-
tökum sem er kannski eðlilegt í
svona leik. Síðari hálfleikurinn var
hinsvegar _góður,“ sagði Héðinn
Gilsson. „Eg er annars ánægður
með heildina og held að tveir sigrar
og eitt tap sé ágæt útkoma í leikjum
gegn Rúmenum,“ sagði Héðinn.
Fyrri hálfleikurinn var slakur og
vömin, sem hefur verið sterkasta
hlið íslendinga í þessum leikjum,
var opin og lítt hreyfanleg. Sóknar-
leikurinn gekk þó þokkalega og
URSUT
Körfuknattlelkur
Fyrri leikur í 8-liða úrslitum f bikarkeppn-
inni f körfuknattleik:
Keflavík - Þór...............133:103
ÍBK: Guðjón Skúlason 36, Sandy Anderson
27, Magnús Guðfinnsson 19, Sigurður Ingi-
mundarson 19, Falur Harðarson 16, Albert
Óskarsson 7, Einar Einarsson 5, Kristinn
Ingólfsson 2, Nökkvi M. Jónsson 2.
Þór: Dan Kennard 39, Konráð Óskarsson
23, Guðmundur Björnsson 12, Eiríkur Sig-
urðsson 8, Jón Ö. Guðmundsson 8, Jóhann
Sigurðsson 8, Bjöm Sveinsson 2, Stefán
Friðleifsson 2, Ágúst Guðmundsson 1.
Knattspyrna
Nokkrir leikir fór fram f Englandi í gær-
kvöld:
3. DEILD:
Crewe - Chester..................0:0
Mansfield - Fulham...............3:0
Preston - Leyton Orient..........0:3
Shrewsbury - Blackpool...........1:1
Swansea - Birmingham.............1:1
Wigan - Bury.....................0:0
4. DEILD:
Carlisle - Exeter................1:0
Doncaster- Lincoln...............0:1
Hartlepool - Southend............1:1
Scunthorpe - Gillingham..........0:0
Wrexham - Rochdale...............1:1
York - Stockport.................0:3
FELAGSLIF
Herrakvöld Víkings
Hið árlega herrakvöld Víkings
verður haldið í Síðumúla 25
föstudaginn 16. febrúar n.k. klukkan
19,30. Dagskrá verður hefðbundin
og ræðumaður kvöldsins verður sr.
Pálmi Matthíasson. Þeir sem hyggj-
ast mæta eru beðnir að tilkynna þátt-
töku í síma 83245. . . , .,
má það þakka vaskri framgöngu
Héðins sem gerði þrjú síðustu mörk
liðsins í fyrri hálfleik.
Island-Rúmenía
23 : 24
Laugardalshöllin, vináttulandsleikur C
handknattleik (3), þriöjudaginn 13.
febrúar 1990.
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 4:4,
6:7:, 8:7, 8:9, 11:11, 11:13, 12:13,
12:16, 12:17, 14:17, 14:20, 16:21,
17:22, 20:22, 20:24, 23:24.
ísland: Héðinn Gilsson 7, Júlíus Jónas-
son 4/3, Kristján Arason 3, Guðmund-
ur Guðmundsson 2, Þorgils Óttar
Mathiesen 2, Sigurður Gunnarsson 1,
Gunnar Beinteinsson 1, Valdimar
Grímsson 1, Jakob Sigurðsson Í og
Óskar Ármannsson 1. Bjarki Sigurðs-
son, Geir Sveinsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson
18 (þar af 5 aftur til mótherja), Leifur
Dagfínnsson.
Utan vallar: 2 mínútur.
Rúmenía: Robert Lice 6, Vasile Stinga
4, Maricel Voinea 3, Cristian Zaharia
3/3, Dumitru Berbece 3/3, Ion Mocanu
2, Comel Durau 1, Marian Dumitru
1, Adrian Ghimes 1.
Varin skot: Vasile Cocuz 14 (þar af
5 afturtil mótheija), Liviu Ianos 1/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Jan Rudinsky og Anton
Mosa frá Tékkóslóvakíu. Höfðu ekki
nógu góð tök á leiknum.
Áhorfendur: 1.800.
Síðari hálfleikur byrjaði afar illa
og Rúmenar náðu snemma sex
marka forskoti. En þá tóku íslend-
ingar við sér og síðustu 22 mínút-
urnar gerðu Rúmenar aðeins fjögur
mörk. íslendingar náðu hinsvegar
ekki að nýta sóknir sínar og það
setti þá greinilega útaf laginu er
Héðinn var tekinn úr umferð.
Héðinn var besti maður íslenska
liðsins og hélt liðinu á floti lengi
vel. Geir Sveinsson og Júlíus Jónas-
son voru sterkir í vörninni, auk
Kristjáns Arasonar og Guðmundur
Guðmundsson og Þorgils Óttar
Mathiesen stóðu einnig fyrir sínu.
Guðmundur Hrafnkelsson er þó
líklega sá leikmaður sem á mest
hrós skilið. Hann hefur tekið við
stöðu Einars Þorvarðarsonar, sem
aðalmarkvarðar liðsins, og átt þijá
mjög góða leiki. Að þessu sinni
varði hann 18 skot og hefur fylli-
lega fyllt skarð Einars.
„Ég hef ekki fundið fyrir neinni
pressu en ég var orðinn nokkuð
þreyttur," sagði Guðmundur eftir
leikinn. „Þetta var ekki nógu gott
og það var of mikið kæruleysi í
fyrri hálfleik. Ég var hinsvegar
ánægður með síðari hálfleikinn og
ég held að liðið sé á réttri leið. Við
megum þó ekki gleyma því að við
verðum að hafa fyrir hlutunum,"
sagði Guðmundur.
Bogdan Kowalzcyk landsliðsþjálfari:
„IVIjög gott að vinna
tvo af þremur“
Bogdan landsliðsþjálfari var
ánægður með ieikina þijá
gegn Rúmenum þegar á heildina
er litið. „Það er mjög gott að vinna
tvo leiki af þremur. Ég er rpjög
ánægður með úrslitin," sagði
hann eftir síðasta leikinn í gær-
kvöldi. „Þessir leikir hafa verið
sérlega góð æfing fyrir okkur,
mikilvægir í undirbúningi fyrir
heimsmeistarakeppnina. “
Bogdan sagðist hafa verið sér-
staklega ánægður með vörnina;
hún hafí verið best í miðleiknum
og einnig n\jög góð í seinni hálf-
leiknum í gærkvöldi. „Miðleikur-
inn var mjög góður hjá báðum
liðum, en enn betri í kvöld,“ sagði
hann eftir þriðja og síðasta leik-
'inn. „Ég var líka mjög ánægður
með að Héðinn lék af aðlilegri
getu i dag,“ sagði þjálfarinn —
en Héðinn gerði sjö mörk.
Bogdan sagði líkamlegu hliðina
vera komna í gott lag hjá íslenska
liðinu; hún væri orðin nægilega
góð fyrir HM, og vömin væri einn-
ig góð sem fyrr segir. „ Við þurfum
hins vegar að laga sóknina, strák-
amir náðu ekki að halda uppi
nógu miklum hraða í sókninni.
Skotin vom heldur ekki nógu góð,
menn einbeittu sér ekki nógu vel.
Hugarfarið var líklega ekki alveg
rétt eftir tvo sigurleiki."
MorgunblaðiS/Einar Falur
HéAinn Gilsson einbeittur á svip í leiknum í gær. Hann stóð sig mjög vel
og gerði sjö mörk.
Ríkistáknið skoríð úr fánanum
Nýr rúmenskur fáni hékk uppi f Laugardalshöllinni meðan þriðji og síðasti
leikur íslands og Rúmeníu fór fram í gær. Á fyrri tveimur leikjunum var
ríkistáknið, sem prýddi fánann á valdatíma Ceausescus, enn á sínum stað en
það var á bak og burt í gær. Að sögn Gunnars Guðmannssonar, forstöðu-
manns Laugardalshallar, var merkið skorið úr og gul pjatla saumið í í staðinn.
„Þetta er líklega táknrænt — sama aðferð og þeir nota andkommúnistamir í
Rúmeníu," sagði Gunnar.
Gunnar sagði að áður en Rúmenamir komu til landsins hefði hann haft sam-
band bæði við rúmenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og íslenska sendiráðið
og fengið þær upplýsingar að ekki væri búið að breyta fánanum opinberlega.
„Við tókum ekki eftir þessu i fyrstu leikjunum. En þegar okkur var bent á
þetta, vildum við að merkið yrði fjarlægt af fánanum," sagði rúmenski leikmað-
urinn Stinga.
Þjálfari Rúmena
bjartsýnn fyrir
Islands hönd
Comel Otela, yflrþjálfari Rúm-
ena, sagðist nokkuð ánægður
með leikinn í gærkvöldi. „Vömin
var góð en sóknarleikurinn hins
vegar ekki nægilega góður," sagði
hann við Morgunblaðið.
Þrátt fyrir tap í hinum leikjunum
tveimur var hann ánægður með
íslandsferðina. ísland væri með
mjög sterkt lið, og viðureignimar
hér á landi hefðu verið mjög góður
liður í undirbúningnum fyrir HM.
„íslendingar verða þó að gæta
sín í vörninni og þeir leika alltof
fast. í heimsmeistarakeppni er tek-
ið mun harðar á brotum í vöm og
ef liðið dregur ekki úr hörkunni er
líklegt að það missi marga leikmenn
útaf,“ sagði Otela.
Otela er greinilega hrifinn af liði
íslands, sagði að ef ekki væri fyrir
Sovétmenn í D-riðli, væri vel hugs-
anlegt að „strákamir okkar" hefðu
átt möguleika á að leika til úrslita
í HM, en þeir mæta Sovétmönnum
í milliriðli ef allt gengur að óskum.
Færi allt eftir bókinni myndu Sovét-
menn verða heimsmeistarar en Ot-
ela sagðist telja íslendinga eiga
ágæta möguleika á því að leika um
3.-4. sætið. Þá sagðist hann reikna
með Austur-Þjóðveijum mjög
sterkum, en Júgóslvar yrðu ekki
eins góðir og oft áður. Júgóslavar
em sem kunnugt er með lslandi í
C-riðli ásamt Spánveijum og Kúbú-
mönnum. í D riðli em Sovétmenn,
Austur-Þjóðveijar, Júgóslavar og
Japanir. Þrjú lið úr hvoram riðli
mætast í milliriðli.
Hvað hans eigið lið áhrærir taldi
Otela eðlilegt að það yrði í 3. sæti
í milliriðli og léki þar af leiðandi
um 5.-6. sæti í keppninni.
KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Þórsarar voru rút-
burstaðir í Keflavík
„ÉG er hræddur um að þetta
sé of mikill munur fyrir okkur
til að brúa, en þó get ég lofað
Keflvíkingum því að þeir verða
að hafa fyrir hlutunum fyrir
norðan í síðari leiknum," sagði
Gylfi Kristjánsson liðsstjóri
Þórsara frá Akureyri eftir að
þeir höfðu verið rótburstaðir,
133:103 í fyrri leik liðanna í
bikarkeppni KKÍ í Keflavík í
gærkvöldi.
Jafnræði var með liðunum fyrstu
mínútumar, en þá datt allur
botn úr leik norðanmanna sem á
köflum vom aumkunarverðir. Þetta
■■■■■■ nýttu heimamenn
Bjöm sér til hins ýtrasta
Blöndal og í hálfleik höfðu
skrifar þeir n£g 23 stiga
forskoti 59:36.
Þórsarar voru mun skárri í síðari
hálfleik og náðu stundum að saxa
talsvert á forskot Keflvíkinga, en
.itHííÍÍsJ ij'jv'j
þeir spmngu á limminu undir lokin
og ömggur sigur heimamanna var
í höfn. Guðjón Skúlason, Sandy
Anderson, Sigurður Ingimundar-
son, Falur Harðarson og Magnús
Guðfinnsson vom bestu menn ÍBK
og samtals skomðu þeir félagar 117
stig í leiknum. Hjá Þór var Dan
Kennard yfirburðamaður og einnig
má nefna Konráð Óskarsson sem
stóð sig vel í síðari hálfleik.
HNEFALEIKAR
James Douglas
heimsmeistari
James Douglas mun halda
heimsmeistaratitlinum í
handknattleik, eftir að hann rot-
aði Mike Tyson í tíundu lotu í
viðureign þeirra í Tokíó. Tvö
heimssambönd af þremur (IBF
og WBA) hafa staðfest það.
Miklar deilur urðu eftir keppn-
ina, en eins og hefur komið fram
þá rotaði Tyson Douglas ( átt-
undu lotu, en dómarinn gerðu
þau mistök að vera tólf sekúntur
að telja, í stað tíu. Hægagangur
dómarans hefur því kostað Ty-
son heismeistaratitilinn.