Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 16

Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 TOKUM UPP DÓSIR Sgjls - að sjálfsögðu! . , ÞJÓDLEIKHUSID Sýningar Þjóðleikhússins hefjast á ný: ENDURBYGGING eftir Václav Havel í Háskólabíói kl. 20.30 fóstudagskvöld, sunnudagskvöld og annan í páskum. eftir Barnes, Ghelderode, Mamet og Ionesco í Iðnó kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld og miðvikudagskvöld. Miðasala í Þjóðleikhúsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og sýningardaga í Iðnó og Háskólabíói frá kl. 19.00. Miðasölusímar: Þjóðleikhúsið: 11200, Iðnó: 13191, Háskólabíó: 22140. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Vísindin viðurkenna NutraSweet sem öruggt sætueftii Bjarni Sigtryggsson „Þar sem aspartam kemur í stað sykurs samræmist notkun þess því markmiði heilbrigð- isyfirvalda að draga úr sykurneyslu.“ eftir Bjarna Sigtryggsson Umsjónarmaður neytendasíðu Morgunblaðsins endursagði nýverið grein eftir bandarískan háskóla- nema, sem birst hafði í þarlendu skólatímariti. Hún samanstóð af bollaleggingum um hugsanlega skaðsemi sætuefnisins aspartam, sem framleitt er undir vörumerkinu NutraSweet. Þar sem umræður um sömu ásakanir stóðu yfir í neyt- endaþætti Sjónvarpsins á dögunum er rétt að eftirtalin atriði séu skýrð: Rannsóknir hrekja sögusagnir Engar sannanir liggja fyrir um skaðsemi aspartam. Það hefur nú verið á markaði í rúman áratug og verið ítarlegar prófað en nokkurt aukefni á síðustu árum. Umkvart- anir, sem hafa borist, eins og um flest aukefni í mat, hafa verið rann- sakaðar en ekki reynst eiga við rök að styðjast. Þvert á móti staðfesta nýjustu rannsóknir það sem fyrir lá, að til þess að h'kur geti orðið á aukaverkunum þurfi neysla að vera svo óhóflega mikil um langt árabil, að útilokað er að slíkt hendi nokk- urn. Það þarf ekki að taka það fram, að slíkt hið sama á við um neyslu allrar fæðu, ekki síst sykurs. GÓÐAR FERMINGAR GJAFIR ULLARPEYSUR Verð frá kr. 3.900,- GESTABÆKUR Verð frá kr. 2.495,- VÆRÐARVOÐIR Verð frá kr. 3.550,- RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI í samantektinni getur að líta ásakanir, sem heyrst hafa lengi, en jafnan verið leiðréttar. Til dæmis þær að minni kröfur séu gerðar til aukefna en lyfja. Því er öfugt far- ið. Þegar nýtt lyf er leyft eru kost- ir þess vegnir á móti hugsanlegum skaðlegum áhrifum. Aukefni í mat mega engin skaðleg áhrif hafa. Ásakanir þær sem þar er að finna og sem einnig voru nefndar í sjón- varpsþættinum, um að neysla drykkja með NutraSweet hjálpi fólki ekki í baráttu gegn aukakíló- unum, eru líka á misskilningi byggðar. Það léttist enginn á því að borða „megrunarfæði“ ef slíkt kemur ekki í stað annarrar fæðu. Ef „diet-drykkir“ eru viðbót við sætudrykki er ekki við árangri að búast. Samræmist heilbrigðismarkmiðum Sú fullyrðing að neysla aspartam valdi hungri í sætan mat er sömu- leiðis þjóðsaga, ein af mörgum sem virðast lifa sjálfstæðu lífi í þýðing- armiðstöðvum ýmissa fjöimiðla. NutraSweet er unnið úr tveimur próteinþáttum, sem er að finna í daglegri fæðu okkar, svo sem ávöxtum, grænmeti og kjöti og líkaminn vinnur úr því á sama hátt. Eins og Jón Gíslason, deildarsér- fræðingur hjá Hollustuvernd sýndi fram á í fyrrgreindum sjónvarps- þætti, þá hafa allar vísindalegar unnar, svonefndar tvíblindar ranr.- sóknir, leitt það í ljós að engin____ hætta er á aukaverkunum vegna venjulegrar neyslu NutraSweet- sætuefnis í mat og drykk. Gegn aukaþyngd og tannskemmdum Tilkoma NutraSweet hefur orðið mörgum kærkomin. Sykursjúkir hafa nú úr fjölbreyttara úrvali fæðutegunda að velja og almenn- ingur getur leyft sér að njóta gos- drykkja án þess að hafa áhyggjur af aukaþyngd eða tannskemmdum af þeim sökum. Þar sem aspartam kemur í stað sykurs samræmist notkun þess því markmiði heilbrigðisyfirvalda að draga úr sykurneyslu, sem þegar er talin allt of mikil hjá okkar þjóð. Aspartam hefur hlotið viður- kenningu heilbrigðisstofnana um \ allan heim. Það hefur ótvíræða kosti fyrir neytendur og því er mikilvægt að færustu sérfræðingar leiði alla | umræðu um það, en hún ekki dreg- in niður á stig kappræðna um hin óljósu „vísindi" sem mörg hver eru | í tísku um þessar mundir. Höfundur ummst kynningarmál fyrir NutraSweet AGí Sviss.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.