Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 TOKUM UPP DÓSIR Sgjls - að sjálfsögðu! . , ÞJÓDLEIKHUSID Sýningar Þjóðleikhússins hefjast á ný: ENDURBYGGING eftir Václav Havel í Háskólabíói kl. 20.30 fóstudagskvöld, sunnudagskvöld og annan í páskum. eftir Barnes, Ghelderode, Mamet og Ionesco í Iðnó kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld og miðvikudagskvöld. Miðasala í Þjóðleikhúsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og sýningardaga í Iðnó og Háskólabíói frá kl. 19.00. Miðasölusímar: Þjóðleikhúsið: 11200, Iðnó: 13191, Háskólabíó: 22140. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Vísindin viðurkenna NutraSweet sem öruggt sætueftii Bjarni Sigtryggsson „Þar sem aspartam kemur í stað sykurs samræmist notkun þess því markmiði heilbrigð- isyfirvalda að draga úr sykurneyslu.“ eftir Bjarna Sigtryggsson Umsjónarmaður neytendasíðu Morgunblaðsins endursagði nýverið grein eftir bandarískan háskóla- nema, sem birst hafði í þarlendu skólatímariti. Hún samanstóð af bollaleggingum um hugsanlega skaðsemi sætuefnisins aspartam, sem framleitt er undir vörumerkinu NutraSweet. Þar sem umræður um sömu ásakanir stóðu yfir í neyt- endaþætti Sjónvarpsins á dögunum er rétt að eftirtalin atriði séu skýrð: Rannsóknir hrekja sögusagnir Engar sannanir liggja fyrir um skaðsemi aspartam. Það hefur nú verið á markaði í rúman áratug og verið ítarlegar prófað en nokkurt aukefni á síðustu árum. Umkvart- anir, sem hafa borist, eins og um flest aukefni í mat, hafa verið rann- sakaðar en ekki reynst eiga við rök að styðjast. Þvert á móti staðfesta nýjustu rannsóknir það sem fyrir lá, að til þess að h'kur geti orðið á aukaverkunum þurfi neysla að vera svo óhóflega mikil um langt árabil, að útilokað er að slíkt hendi nokk- urn. Það þarf ekki að taka það fram, að slíkt hið sama á við um neyslu allrar fæðu, ekki síst sykurs. GÓÐAR FERMINGAR GJAFIR ULLARPEYSUR Verð frá kr. 3.900,- GESTABÆKUR Verð frá kr. 2.495,- VÆRÐARVOÐIR Verð frá kr. 3.550,- RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI í samantektinni getur að líta ásakanir, sem heyrst hafa lengi, en jafnan verið leiðréttar. Til dæmis þær að minni kröfur séu gerðar til aukefna en lyfja. Því er öfugt far- ið. Þegar nýtt lyf er leyft eru kost- ir þess vegnir á móti hugsanlegum skaðlegum áhrifum. Aukefni í mat mega engin skaðleg áhrif hafa. Ásakanir þær sem þar er að finna og sem einnig voru nefndar í sjón- varpsþættinum, um að neysla drykkja með NutraSweet hjálpi fólki ekki í baráttu gegn aukakíló- unum, eru líka á misskilningi byggðar. Það léttist enginn á því að borða „megrunarfæði“ ef slíkt kemur ekki í stað annarrar fæðu. Ef „diet-drykkir“ eru viðbót við sætudrykki er ekki við árangri að búast. Samræmist heilbrigðismarkmiðum Sú fullyrðing að neysla aspartam valdi hungri í sætan mat er sömu- leiðis þjóðsaga, ein af mörgum sem virðast lifa sjálfstæðu lífi í þýðing- armiðstöðvum ýmissa fjöimiðla. NutraSweet er unnið úr tveimur próteinþáttum, sem er að finna í daglegri fæðu okkar, svo sem ávöxtum, grænmeti og kjöti og líkaminn vinnur úr því á sama hátt. Eins og Jón Gíslason, deildarsér- fræðingur hjá Hollustuvernd sýndi fram á í fyrrgreindum sjónvarps- þætti, þá hafa allar vísindalegar unnar, svonefndar tvíblindar ranr.- sóknir, leitt það í ljós að engin____ hætta er á aukaverkunum vegna venjulegrar neyslu NutraSweet- sætuefnis í mat og drykk. Gegn aukaþyngd og tannskemmdum Tilkoma NutraSweet hefur orðið mörgum kærkomin. Sykursjúkir hafa nú úr fjölbreyttara úrvali fæðutegunda að velja og almenn- ingur getur leyft sér að njóta gos- drykkja án þess að hafa áhyggjur af aukaþyngd eða tannskemmdum af þeim sökum. Þar sem aspartam kemur í stað sykurs samræmist notkun þess því markmiði heilbrigðisyfirvalda að draga úr sykurneyslu, sem þegar er talin allt of mikil hjá okkar þjóð. Aspartam hefur hlotið viður- kenningu heilbrigðisstofnana um \ allan heim. Það hefur ótvíræða kosti fyrir neytendur og því er mikilvægt að færustu sérfræðingar leiði alla | umræðu um það, en hún ekki dreg- in niður á stig kappræðna um hin óljósu „vísindi" sem mörg hver eru | í tísku um þessar mundir. Höfundur ummst kynningarmál fyrir NutraSweet AGí Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.