Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 15 góður, sem geislaði af glæsileik og góðmennsku. Hann hafði mikla ánægju af hinu glæsilega heimili sem þau hjónin, hann og Soffía S. 0. Axelsdóttir, höfðu búið sér á Bergstaðastræti 77, var þar tekið á móti öllum sem höfðingjar væru. Hann var mjög barngóður, sem best kom í ljós, er hann var með barnabörnunum. Hann vildi allt fyr- ir þau gera. Skipti þá ekki máli hvort vandamálin voru stór eða smá. Afi á „Bestó“ var til staðar, og þannig var hann við alla, ávallt boðinn og búinn að leysa vandamál þeirra er til hans leituðu, því hann mátti ekkert aumt sjá. Ég á góðar minningar um tengdaföður minn, og mun sakna hans sárt. Það er svo sannarlega skarð fyrir skildi við ótímabært frá- fall hans. Ég veit að Pétur Sigurðs- son er nú genginn fyrir skapara sinn og bið þess að Drottinn veiti okkur öllum styrk til að mæta framtíðinni án hans. Stephanie Scobie Þegar Pétur móðurbróðir er nú horfinn á braut koma margar ljúfar minningar upp í hugann sem ná allt til fyrstu tíðar þess sem þessar línur ritar. Allar geyma þær mynd af glæsilegum manni og góðum dreng, sem frá fyrstu tíð sýndi ungum frænda sínum þá vináttu og alúð, sem seint verður fullþökk- uð. Umhyggja hans kom fram á margan hátt. Góðar voru gjafir hans sem jafnan voru valdar af smekkvísi og höfðingsskap, eigin- leikum sem voru honum í blóð born- ir. Þó var meira virði vinátta hans og sá áhugi sem hann sýndi jafnan á vexti og viðgangi ungs systurson- ar. Pétur var aldrei svo upptekinn við störf sín hjá Haraldi og síðar P&Ó, að hann hefði ekki tíma til að spyija helstu tíðinda af því sem var að gerast hjá frændum sínum og vinum. Pétur kunni alla tíð að meta góða myndlist og átti mikið af fallegum málverkum. Mér er minnisstætt þegar óvænt bárust nokkrar mynd- ir frá Pétri og Diddu konu hans vestur til Bandaríkjanna, þegar ég og fjölskylda mín bjuggum þar í landi um árabil. Þessar rammís- lensku myndir, sem hafa fylgt okk- ur alla tíð síðan, áttu vafalaust sinn þátt í að viðhalda tengslum okkar við fóstuijörðina. Þá eru ekki síður minnisstæðar móttökur þeirra hjóna, þegar komið var heim til ættjarðarinnar í leyfi frá skólan- ámi. Var þá jafnan víst að þau byðu til kvöldverðar, þar sem setið var í góðum fagnaði og spjallað um lífið og framtíðina. Síðar nutum við hjónin þess að fá þau Pétur og Diddu í heimsókn á heimili okkar í Bandaríkjunum. Dagarnir, sem við áttum með þeim í Boston, munu seint úr minni líða. Á síðari árum urðu samverustund- irnar ekki eins langar og vert hefði verið. Um árabil átti ég þess þó kost að líta inn hjá Pétri frænda í P&Ó og spjalla við hann um það sem var að gerast í landsmálunum eða stóð til hjá fjölskyldunni. Ég minnist þess aldrei að hafa hitt hann öðru vísi en glaðan í bragði og oftast með spaugsyrði á vörum. Tilveran var alltaf léttari eftir slíka fundi. Og ætíð kom fram hjá honum umhyggjan fyrir ættmennum sínum og velferð þeirra. Þegar Pétur hætti störfum fyrir tveim árum og dró saman seglin var ég þess fullviss, að hann fengi að njóta ávaxtanna af gifturíku lífsstarfi um mörg ókomin ár. Svo átti þó ekki að verða, þótt engan grunaði að endalokin kæmu með svo stuttum fyrirvara sem raun ber vitni. Það er því með miklum trega og eftirsjá sem við Anna kveðjum nú Pétur móðurbróður minn og þökkum honum vináttu hans og samfylgd. Eftir lifir minningin um góðan dreng, sem fyllti líf annarra birtu. Þorgeir Sveinn Pálsson, 1762-1840 Hundrað og fimmtugasta ártíð eftir Helga Björnsson Hinn 24. apríl 1840 andaðist lækn- irinn og náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson á bænum Syðri-Vík í Vestur-Skaftafellssýlu á síðasta degi /78. aldursárs. Hann hafði þá langa ævi verið mikilsvirtur og ósérhlífinn læknir og fremsti náttúrufræðingur þjóðarinnar. Enginn maður hafði aukið jafnmikið þekkingu um náttúru íslands eftir að Eggert Ólafsson (1726-1768) leið og á þeirri tíð frætt alþýðu meir um náttúrufræði og læknisfræði. Sveinn var afkastamik- ill rithöfundur og ritaði um jarð- fræði, grasafræði og dýrafræði, en merkasta framlag hans til vísinda var á sviði jöklafræði. Hefði hann fengið Jöklarit sitt frá 1794 birt hefði það sett nafn hans á meðal' frægustu vísindamanna í sögu jökla- fræða. En það lá gleymt uns Þorvald-' ur Thoroddsen kom hluta þess á prent í Árbók norska ferðafélagsins 1882-1884. Öll Ferðabók Sveins og fylgirit hennar, Jöklaritið og Eldritið, komu hins vegar fyrst á prent í íslenskri þýðingu árið 1945. I tilefni af því að 150 ár eru frá andláti þessa merka brautryðjanda er hér vakin athygli á merkasta riti hans, Jöklarit- inu, sem hann nefndi „Frumdrög til lýsingar á staðháttum, sögu og eðlis- fari íslenskra jökla“. Jöklaritið Jöklaritið er í þremur meginköfl- um. í fyrsta hluta skrifaði Sveinn almennar hugleiðingar um jökla og jökulár. Hann flokkaði jökla, lýsti útliti þeirra og eðli, greindi frá lag- skiptingu jökulíss, skýrði myndun jökulsprungna og aurkeilna og sagði frá áhrifum jökla á undirlagið og hvernig þeir mola steina og aka á undan sér jökulurðum. Þá gerði hann Sveinn Pálsson. Rauðkrítarmynd eftir Sæmund Hólm, teiknuð 1798. grein fyrir veðurþáttum sem valda jökulleysingu og benti af mikilli skarpskyggni á að hlýir og rakir loft- straumar hafi meiri áhrif en sólgeisl- un á leysingu við sunnanverðan Vatnajökul. Einnig ræddi hann um áhrif jökla á veðurlag, veðráttu og gróðursæld, t.d. skjól af þeim fyrir vindum og hvernig þeir draga að sér úrkomu. I ritinu er einstök lýsing á veðrabreytingum þegar lægðir ganga yfir ísland. Þá lýsti hann jök- ulám, lit þeirra og ágangi við mynd- un grunnstinguls, auk þess sem hann ræddi um hvar upptök ánna væru undir jöklunum. Frásögn af sand- burði jökulánna og skýringar hans á bylgjum, sem í einu vetfangi rísa úr kafinu og þjóta upp árnar lýsa vel innsæi hans og einstakri rithæfni. í öðrum hluta ritsins lýsti Sveinn sérstaklega jöklum á íslandi, jökul- ánum og leiðum um hálendið kring- um jöklana. Þar er sagt frá breyting- um skriðjöklanna, svo langt aftur sem sögur fóru af, en einnig nefndi hann dæmi um snöggar jöklabreyt- ingar, t.d. framhlaup Breiðamerkur- jökuls 1794 og hvemig ísbylgjur fara niður Skeiðaráijökul. Þá vakti hann m.a. athygli á því vandamáli hve fáar ár falla frá Langjökli í hlutfalli við stærð hans. Jöklaritinu fylgdu uppdrættir af fjórum stærstu jöklum landsins: Vatnajökli, Langjökli, Hof- sjökli og Mýrdalsjökli. Réttara kort af norðanverðum Vatnajökli var ekki gert fyrr en á þessari öld. Þessi hluti ritsins var í nærri heila öld besta lýsing á jöklum landsins, u_ns rit Þorvalds Thoroddsens birtust. í þess- um kafla setti Sveinn einnig fram þá stórmerku kenningu að jöklar hreyfist eins og seigfljótandi efni, sem leitar undan halla. Þessi hug- mynd mun fyrst hafa komið fram í riti A.C. Bodier um jökla í Ölpunum frá 1750. Sveinn setti hins vegar fram kenningu sína mun skýrar en Bodier og vissulega óháð honum. Það var fyrst í riti Rendu von Annecy frá 1839 að þessi kenning kom fram jafnskýrt og hjá Sveini. Þriðji kafli Jöklaritsins er um eld- gos í jöklum, jökulhlaup og eyðingu byggðar og annað tjón sem af því hefur hlotist. Þar safnaði hann sam- an miklum fróðleik um sambýli þjóð- arinnar við jökla landsins. Jöklarit Sveins Pálssonar var há- punktur séríslenskrar jöklafræði, sem þróaðist óháð rannsóknum í Ölpunum, og á margan hátt feti framar, jöklafræði, sem byggðist á aldagamalli þekkingu vegna nábýlis íslendinga við jökla og jökulár, sem torvelduðu allar samgöngur og sóttu á lönd þeirra. Höfundur erjarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofhun Háskólans og vinnurað jöklarannsóknum. Mikilvæg undirstaða - felst í þessu litla hylki Ef líkama þinn vantar réttu bætiefnin er hætt við að ýmislegt fari úrskeiðis. Hvernig gengur að vakna á morgnana? Hvað með námsgetuna, þrekið, skapið, hárið, húðina og neglurnar? Pú getur tryggt líkamanum rétta undirstöðu með Magnamín bætiefnahylkjunum. Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum og vertu tilbúin í vorverkin. Magnamín með morgunmatnum - treystir undirstöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.