Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 að því stóðu. Ráku þær mæðgur, Þóra, Hildur og Valgerður, verzlun- ina á Akureyri til ársins 1947 en þá fluttust þær fyrrnefndu suður á eftir Valgerði. Héldu þær Guðrún og Hildur þar heimili með móður sinni til dánar- dags hennar 31. maí 1970, er hana vantaði 2 daga í 91 árs aldur. Þær systur, Guðrún og Hildur, höfðu átt saman mikið menningarheimili í 43 ár, lengst af á Drápuhlíð 32, þegar Guðrún lést. Valgerður giftist Steingrími Þorsteinssyni prófessor 1942 og áttu þau 3 dætur. Létu þær Guðrún og Hildur sér afar annt um þær allar. Guðrún sigldi 1929 til Berlínar. Þar stundaði hún söng- og tónlist- arnám næstu 3 árin. En hún hafði þegið í vöggugjöf ákaflega góða mezzosópranrödd ásamt svo miklu músíkeyra að mig gat undrað stór- lega. Líklega hefur hún haft það sem stundum er kallað absólut músíkeyra, en það er að geta sung- ið alla tóna rétt án hljóðfæris. Eg minnist þess að hlusta á Gúsí spila á píanóið flóknar nótur en syngja jafnframt síbreytilegar raddir við. Eftir 1 árs dvöl heima hélt hún til Svíþjóðar, þar sem hún stundaði söngnám næstu 2 ár. Heimkomin tók hún kennarapróf frá Kennara- skólanum 1940. Voru söngkennsla og almenn kennsla hennar lífsstarf eftir það, fyrst á Akureyri 1940- 1943, síðan í Austurbæjarskóla í Reykjavík, Laugarnesskóla og Hlíðaskóla eftir það. Veit ég dæmi þess, að Guðrún náði meiri árangri í kennsiu en margir aðrir. í Hlíða- skóla æfði hún upp víðfrægan barnakór, sem söng opinberlega og einnig á hljómplötu. Var þetta starf með börnunum henni mjög hugleik- ið. Guðrún stundaði einnig söng- kennslu í einkatímum og tók virkan þátt í tónlistarlífi landsmanna. Hún söng í óperunum Rigoletto, Caval- eria Rusticana og Sígaunabarónin- um. Hún söng einnig einsöng í Messíasi Hándels og Jóhannesar- passíu Bachs. Hún söng opinberlega við mörg önnur tækifæri svo sem oft í útvarpinu. Hun hafði leikhæfi- leika og lék oft með Leikielagi Reykjavíkur, til dæmis Ástu í Skugga-Sveini á 100 ára afmæli afa síns 1935. Hún var einnig mjög bókhneigð, víðlesin tungumála- manneskja og margfróð. Guðrún andaðist hinn 14. apríl 1990 eftir nokkurra mánaða þunga legu og mætti örlögum sínum af sönnum hetjuskap. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd minnar fjölskyldu þakka Gúsí fyrir áratuga hlýju og vináttu við okkur öll. Hún var frænka eins og þær gerast bestar. Halldór Jónsson verkfr. Öll mín uppvaxtarár átti ég tvö heimili. Annað í húsi foreldra minna, hitt hjá Gúsí frænku og Hildi í Drápuhlíð. Þessar tvær kon- ur, listamaðurinn Guðrún og kaup- maðurinn Hildur, svo andstæðar um margt, voru sem ein sál þegar um var að ræða kærleika og umhyggju í garð okkar systurdætra sinna. Við fráfall Gúsíar er sem verði þátta- skil í lífi okkar. Fyrri hluta er lok- ið, sá seinni tekinn við. Gúsí frænka var ekki hversdags- leg manneskja. Heitar tilfmningar og viðkvæm lund mörkuðu líf þess- arar gáfuðu konu. Hún var lista- kona að eðli og menntun, húmoristi sem geislaði af glettni þegar sá gállinn var á henni. En hún gat líka örvænt, og þær stundir voru fleiri þegar vonbrigði og sársauki þess sem ekki gat orðið hvíldu yfir henni. Jafnaðargeðið var aldrei hennar lund. Gúsí bar lotningu fyrir listinni. Óvandaður flutningur fagurra verka var henni nánast guðlast, en hún var líka hrifnust allra þegar listagyðjunni var vel þjónað. Við deildum stundum svolítið um þessi mál, og þá sérstaklega um þörfína fyrir fullkomnun í listinni. En henni varð ekki haggað, hún þráði hinn eina, sanna og hreina tón. Ég kveð látna frænku mína með virðingu og þakklæti. Laufey Steingrímsdóttir Minning: Hulda Sigurðardóttir Fædd 19. nóvember 1934 Dáin 8. apríl 1990 Andlát góðvinar kemur alltaf á óvart, jafnvel þótt þeir hafi átt við vanheilsu að stíða um langa hríð og sjúkdómurinn banvænn. Við stöndum hljóð andspænis því óum- breytanlega sem ekkert fær hnikað, og söknum þess sem áður var. Hún Hulda vinkona mín var fædd á Ólafsfirði en flutti með foreldrum sínum Þórönnu Guðmundsdóttur og Sigurði Sigurpálssyni til Siglufjarð- ar ung að árum. Við Hulda vorum sytkinadætur, en leiðir okkar lágu fyrst saman í Keflavík, en þangað fórum við í atvinnuleit á yngri árum. Með okkur tókst góð vinátta sem ekki hefur rofnað í öll þessi ár. í Keflavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Guðbrandi Sör- enssyni og eignaðist með honum þrjú börn, en þau eru Sigurður, Jón og Vigdís. Við stofnuðum heimili á svipuð- um tíma, og deildum með okkur íbúð um nokkurt skeið, þá var oft glatt á hjalla og aldrei bar nokkurn skugga þar á, og margar ánægju^ stundir áttum við með þeim hjónum í gegn um árin. En leiðir skildu er ég flutti í ann- að byggðarlag og samfundir urðu færri, en eitt var þó ákveðið og það var að halda hvor annarri veislu einu sinni á ári, hvað sem á gengi og við það var staðið allt fram til hins síðasta. Hulda var einstaklega myndarleg húsmóðir og höfðingi heim að sækja, hún bjó sér og sínum fallegt heimili enda var oft gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna. Handavinnukona var hún mikil og eftir hana liggja mörg falleg verk, því alltaf var hún með eitthvað á pijónunum, eins og sagt er. Börnum sínum og barnabörnum hafði hún mikið yndi af og fannst gott að vita af þeim í nálægð og veitti fjöl- skyldan henni mikinn styrk í erfið- um_ veikindum. Ég mun sakna góðrar vinkonu og vottum við hjónin Guðbrandi eiginmanni hennar og ijölskyldu þeirra okkar innilegustu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem Hrönn Albertsdóttir t Móðir mín og tengdamóðir, EYVÖR GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á sjúkradeild Hvítabandsins 21. apríl. Arndfs Þorvaldsdóttir, Haukur Benediktsson. t Elsku litla dóttir okkar og systir, UNNUR LIUA ÓLAFSDÓTTIR, Vindási 2, lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi þann 12. apríl. Guðrún K. Sigurbjörnsdóttir.Ólafur K. Jónsson, fris Ósk Ólafsdóttir. t Faðir okkar PÉTUR FINNBOGASON frá Hjöllum, Tangagötu 19a, Isafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar sunnudaginn 22. apríl. Börnin. t Móðir mín og fóstursystir, KRISTJANA HILARI'USDÓTTIR, Miðtúni 1, Reykjavík, lést í Hvítabandinu 18. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur Björnsdóttir, Vigdís Hansen og fjölskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN EYJÓLFSDÓTTIR, Hátúni 4, lést þann 8. apríl á heimili sínu. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Ólafsson, Lek Ólafsson, Þórstína Ólafsdóttir, Jóhann Karlsson, Eyrún Ólafsdóttir, Reynir Georgsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Dalbraut 25, áður til heimilis í Álftamýri 12, lést í Landakotsspítala 22. apríl. Pétur Guðbjartsson, Geir V. Guðnason, Ásbjörg Húnfjörð, Sigurður Fannar Guðnason, Óla Helga Sigfinnsdóttir, Gunnar Gunnarsson og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 22. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Júlíana Pálsdóttir Sigurða Pálsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLBORG INGIBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR, Stigahlíð 12, lést 7. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Bertel Erlingsson, Sigríður Bertelsdóttir, Jón Friðþjófsson, Erlingur Bertelsson, MargaThome, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR HALLDÓRSSON frummótasmiður, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 22. apríl. Árný Ingvaldsdóttir, Jóna Leifsdóttir, Birgir Guðmannsson, Svanhildur Leifsdóttir, Þorvaldur Hallgrímsson, Kristján Leifsson, Margrét Björnsdóttir, Halldór Leifsson, Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Ásta Leifsdóttir, Gestur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. t Bróðir minn, mágur og vinur, JÓHANN ÁSGRÍMUR GUÐJÓNSSON sjómaður, Hjarðarhaga 56, lést í Landspítalanum 21. apríl. Salóme Guðjónsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir. t Systir okkar, KRISTRÚN SVEINSDÓTTIR, frá Gyllastöðum, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. apríl. Júlíana Sveinsdóttir, Jensína Sveinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Ólafur Sveinsson. t Móðir okkar, SOFFt'A PÉTURSDÓTTIR LÍNDAL, Holtastöðum, verður jarðsett frá Holtastaðakirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 14. Haraldur Holti Líndal Kristín Hjördís Líndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.