Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 3 Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Ungir menn brutust inn í Sjálfstæðishúsið á Siglufirði og unnu þar miklar skemmdir. Þeir brutu meðal annars allar rúður í húsinu. Sjálfstæðishúsið á Siglufírði stórskemmt: Skemmdarvargamir gripnir við spil MIKLAR skemmdir voru unnar á Sjálfstæðishúsinu á Siglufirði aðfaranótt sunnudagsins. Þegar lögreglan kom á staðinn sátu sex ungir menn í húsinu og spiluðu á spil. Fjórir þeirra hafa viður- kennt skemmdarverkin. Sexmenningarnir, sem eru um tvítugt, komust inn í húsið með því að bijóta upp hlera í glugga við hlið útidyrahurðar. „Eftir að þeir fóru inn í húsið skemmdu íjórir þeirra nær allt sem hægt var, til dæmis allar rúður,“ sagði Gunnar Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Siglufirði í samtali við Morgunblaðið. „Það var brotið og bramlað á skrifstofu, í eld- húsi, samkomusal á göngum og salernum.“ Fólk sem býr í nágrenni hússins varð vart við lætin og kallaði á lögreglu. Þegar hún kom á staðinn sátu sexmenningarnir og spiluðu á spil. Við yfirheyrslur játuðu fjór- ir þeirra á sig skemmdarverkin. Mönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi, en Gunnar kvaðst reikna með að þeir þyrftu að greiða háar fjárhæðir vegna skemmda á hús- inu. Skemmdirnar-höfðu ekki ver- ið metnar þegar Morgunblaðið talaði við lögregluna, en til stóð að gera það hið fyrsta. Klæmdist við börn og bauð þeim peninga Handtekinn á leið til stefnumóts við unga stúlku Rannsóknardeild lögreglunn- ar í Keflavík hefur haft til rann- sóknar mál Reykvíkings á fer- tugsaldri, sem grunaður er um að hafa hringt í 8 -11 ára börn á Suðurnesjum, og klæmst við þau. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík þegar hann kom til stefhumóts við stúlku sem hann taldi vera 10 ára og hafði lofað 5 þúsund króna greiðslu fyrir að gera sér ferð í bæinn og hitta sig. Að sögn Johns Hill lögreglufull- trúa í Keflavík hefur lögreglunni í borist töluvert af ábendingum um að hringt sé í börn og klæmst við þau. í því tilfelli sem leiddi til handtöku manns þessa svaraði 18 ára stúlka í símann þegar maður- inn hringdi. Hún áttaði sig á hvað væri á seyði, breytti rödd sinni og þóttist vera 10 ára. Samtalinu lauk með því að hún samþykkti að hitta manninn í Reykjavík. Hann gaf henni lýsingu á bíl sínum og sagð- ist mundu borga henni 5 þúsund krónur fyrir að koma. Stúlkan hafði samband við lögregluna, sem beið mannsins á tilsettum tíma ásamt Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Við yfirheyrslur játaði hann á sig þetta eina atvik. Málið hefur verið sent saksóknara. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans: Stjómarmenn vilja vita hveij- ir buðu í hlutafé Stöðvar 2 Akvörðun um afstöðu til tilboðsins frestað á meðan STJÓRN Eignarhaldsfélags Verslunarbankans fi-estaði því í gær að taka afstöðu til kauptilboðs á 100 milljóna króna hlutafé félagsins í Stöð 2. Gísli V. Einarsson stjórnarformaður félagsins segir að stjórn- armenn hafi viljað fá upplýsingar um hverjir stæðu á bak við tilboðið. Hreppsnefiid Vatns- leysustrandarhrepps: Oheppilegt sambýli flar- skiptabúnað- ar og stóriðju Vogum. HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps telur að loftnets- búnaður vegna Qarskipta sé í óheppilegu sambýli við stóriðju á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd, enda sé svæðið á staðfestu aðal- skipulagi fyrir Suðurnes ætlað undir stóriðju. Póstur og sími hafa verið með hugmyndir um að reisa loftnets- möstur og fleira á Keilisnesi, en á sömu slóðum eru landkostir taldir heppilegir fyrir nýtt álver. I samþykkt hreppsnefndarinnar segir meðal annars: „Hreppsnefnd væntir skilnings pósts- og síma- málastjóra á því sjónarmiði hrepps- nefndar að óviturlegt sé að leggja valið landkostasvæði fyrir stóriðju undir ijarskiptabúnað sem væntan- lega þarf allt önnur skilyrði til trufl- analausrar starfrækslu. Vonast er eftir góðri samvinnu um lausn á þessu máli sem allir hlut- aðeigandi geta verið sáttir við.“ - EG Tilboðið er frá ótilgreindum aðil- um og barst gegnum Jón Magnús- son lögmann. Er boðist til að kaupa allt hlutafé Eignarhaldsfélagsins á nafnverði gegn staðgreiðslu. Til- boðið stendur fram á miðvikudag. Ekki hefur fengist staðfest hveijir standa að tilboðinu. Sýn hf. og fyrri aðaleigendur Stöðvar 2 hafa verið nefndir en bæði Jónas Kristjánsson stjórnarformaður Sýnar, og Jón Óttar Ragnarsson fyrrum sjón- varpsstjóri neituðu því. Gísli V. Einarsson stjórnarfor- maður hefur hvatt til þess að tilboð- inu verði tekið, en aðaleigendur Stöðvar 2, sem mynda meirihluta í stjórn Stöðvarinnar með 4 fulltrúa af 5, hafa mótmælt því. Jóhann J. Ólafsson stjómarfor- maður Stöðvar 2 sagði við Morgun- blaðið að samkvæmt hluthafasamn- ingi, sem gerður var þann 9. janúar sl. milli Eignarhaldsfélagsins ann- ars vegar og aðaleigenda Stöðvar 2 hins vegar, gangi út á samstarf í stjórn félagsins meðan verið væri að byggja það upp og koma fyrir- tækinu á rekspöl, eða til ársins 1992. „Til að standa við þennan samn- ing þarf Verslunarbankinn að tryggja að þessir aðilar haldi stjórn hlutafélagsins á meðan verið er að reisa það við. Ef að þeir selja allt sitt hlutafé geta þeir ekki lengur staðið við samninginn. Hins vegar geta þeir selt hluta af hlutafé sínu i og samt staðið við samninginn við okkur og mér dettur ekki annað í hug en að Eignarhaidsfélagið vilji standa við samninga," sagði Jó- hann. Gísli V. Einarsson sagði við Morgunblaðið, að í ofangreindum samningi hefði þvert á móti verið beinlínis gert ráð fyrir því að hvor aðili um sig gæti selt sinn hlut, gegn gagnkvæmum 14 daga for- kaupsrétti. „Við létum lögfræðing okkar skoða þessa samninga og hann sagði að við gætum tekið hvaða tilboði sem er, að því tilskildu að aðaleigendurnir gætu beitt for- kaupsrétti sínum,“ sagði Gísli. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins tengjast átökin um sölu á hlutafé Stöðvar 2, átökum um stjómarsæti í Eignarhaldsfélaginu, en helstu hluthafar Verslunarbank- ans vilja styðja Harald Haraldsson, sem einnig er hluthafi og stjómar- maður í Stöð 2, til formennsku í félaginu í stað Gísla V. Einarsson- ar. Gísli sagði um þetta, að honum gengi það eitt til að vinna að hags- munum Eignarhaldsfélagsins og Verslunarbankans. Og hann teldi að þeir hagsmunir væm ekki hafðir að leiðarljósi, ef stjórn Eignarhalds- félagsins hafnaði tilboðinu. Hlutafé í Stöð 2 er nú 505,5 milljónir. Þar af á hópur kaup- manna, sem stendur að Fjölmiðlun sf., 250 milljónir króna, fyrri aða- leigendur þeir Jón Óttar Ragnars- son, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson ásamt fleirum, eiga fyrir 155,5 milljónir og Eignar- haldsfélag Verslunarbankans 100 milljónir. Jón Óttar Ragnarsson sagði við Morgunblaðið að þetta mál sýndi enn frekar fram á nauðsyn þess að opna hlutafélagið um Stöð 2 fyrir almenning. „Og það að meirihluti hluthafa hefur ekki skilað inn 85 milljónum króna af hlutaíjárloforð- um sínum, á sama tíma og okkur var þröngvað til að standa við okk- ar loforð, finnst mér sýna að það er óþolandi misrnunun milli hlut- hafa,“ sagði Jón Óttar. Jóhann J. Ólafsson sagðist ekki kannast við að enn vantaði upp á innborgun hlutafjár. Allt hlutafé væri komið inn og búið að greiða það ýmsum lánardrottnum félags- ins fyrir löngu. Jóhann J. Ólafsson vildi ekki upplýsa hvaða niðurstaða hefði orð- ið á rekstri Stöðvar 2 á síðasta ári. Ársreikningum Stöðvar 2 fyrir síðasta ár hefur ekki verið lokað, að sögn Jóhanns, þar sem endur- skoðendur hefðu gert athugasemdir við ýmsa liði. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að tap á rekstri sé vel á annað hundrað milljónir króna. Stöð 2 hefur sagt upp Endur- skoðun hf. sem endurskoðanda fyr- irtækisins, og ráðið Símon Gunnars- son hjá N. Manscher í staðinn. Stað- festa þarf þá ráðningu á aðalfundi. Borgaraflokkur ekki í ftamboð Á stjórnarfundi kjördæmisfélags Borgaraflokksins í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að hætta við framboð í Reykjavík á þeim forsendum að þátttaka Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar alþingismanns í framboði Nýs vettvangs hefði skaðað svo framboðsmál Borgara- flokksins að hin mikla samstaða sem um framboðsmál flokksins ríkti sé nú brostin. Jafnframt var felld tillaga um að styðja framboð Nýs vettvangs. Framboðslisti Nýs vettvangs verður kynntur í dag. Á honum verða m.a. tveir fyrrverandi ráð- herrar, þeir Magnús H. Magnússon og Magnús Torfi Ólafsson. Þá skip- ar Guðrún Jónsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennaframboðsins heiðurssæti listans. Röð 8 efstu í prófkjöri er óbreytt. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins skipa eftirfarandi 9-15. sæti: Pálmi Gestsson leikari, Rut L. Magnússon tónlistarmaður, Sig- urlaugur Magnússon hafnarverka- maður, Ásbjörn Morthens tónlistar- maður, Vilhjálmur Árnason heim- spekingur og Helgi Bjömsson leik- ari. Til stóð að Auður Jacobsen for- maður kjördæmisráðs Borgara- flokksins yrði á listanum, ef flokks- félagið í Reykjavík samþykkti að lýsa yfir stuðningi við Nýjan vett- vang. Auður sagði við Morgunblað- ið, að þrýst hefði verið á sig að taka sæti á listanum en hún hefði hafnað því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.