Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Eldsneyt- jsskortur hamlaði sjúkraflugi Landhelgisgæslunni barst í gær beiðni um að sækja veikan mann á bæ í Langadal í IsaQarð- ardjúpi og héit þyrla Landhelg- isgæslunnar, Sif, af stað frá Reykjavík upp úr kl. 19. Þyrlan lenti á ísaflarðarflugvelli þar sem ætlunin var að taka elds- neyti en þegar til kom var ekk- ^'rt eldsneyti þar að hafa. Þyrlunni var þá snúið til Rifs þar sem tekið var eldsneyti en þá var birtu tekið að bregða og ekki talið ráðlegt að leggja í sjúkraflug- ið að svo búnu. Ákváðu flugmenn- irnir að snúa aftur til Reykjavíkur og var ráðgert að þyrlan héldi af stað í dagrenningu til að sækja sjúklinginn. Steftit að laga- setningu um áburðarverð í Öskjuhlíð á Degijarðar Morgunblaðið/Einar Falur í tiiefni Dags jarðar á sunnudag safnaðist mannfjöldi saman við útsýn- ishúsið Perluna í Öskjuhlíð. Þaðan var gengið um útivistarsvæðið í fylgd með nýútskrifuðum nemum úr Garðyrkjuskóla ríkisins sem fræddu göngumenn um gróður hlíðarinnar sem senn vaknar af vetr- ardvala. Að göngu lokinni þáðu þátttakendur grillaðar pylsur og marg- ir notuðu tækifærið til að litast um í útsýnishúsinu og skoða borgina frá nýjum sjónarhóli. Sjá umfjöllun um Dag jarðar í miðopnu. Haflax hf. höfðar mál gegn Áburðarverksmiðjunni: Mengun frá verksmiðj- unni kennt um fískdauða Áburðarverksmiðjan hafiiar kröfimni og vísar til rannsóknar Vinnueftirlits STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra hefúr lagt til að áburðarverð á þessu ári verði ákvarðað með laga- setningu, en stjórn Áburðar- verksmiðju ríkisins ítrekaði í gær fyrri afstöðu sína um að hækka áburðarverð um 18%. Að sögn Steingríms er líklegt frumvarp um þetta verði lagt fram á Alþingi í dag. Landbúnaðarráðherra átti fund með stjóm Áburðarverksmiðjunn- ar í gær um þá ákvörðun stjórnar- innar að hækka áburðarverðið um 18% í stað 12%, eins og ríkisstjórn- in hafði gefíð bændum fyrirheit um í tengslum við gerð kjarasamn- inga í vetur, en afstaða stjómar fyrirtækisins var óbreytt að lokn- um fundinum með ráðherra. HAFLAX hf., sem elur lax í kvíum í Eiðisvík, milli Viðeyjar og Geld- inganess skammt undan Gufúnesi, hefúr stefnt Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi fyrir bæjarþing Reykjavíkur og krafist um 20 milljóna króna bóta þar sem amm- oníaksmengun frá verksmiðjunni hafí valdið því að um 20 tonn af fiski, aðallega seiðum, drápust í kvíum fyrirtækisins í júlímánuði 1988. Lögmaður Haflax, Skarphéðinn Þórisson hrl., vildi ekki tjá sig um málið, en staðfesti að mál hefði ver- ið höfðað og þingfest í bæjarþingi þann 10. þessa mánaðar. Hákon Bjömsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, hafnar kröfum Haflax og segir ekkert hafa komið fram sem bendi til að mengun frá verksmiðjunni hafi drepið fiskinn. Krafa Haflax er byggð á því að ammoníak hafi lekið eða verið hleypt í umhverfið frá Áburðarverksmiðj- unni á þessum tíma og borist með hafstraumum í kvíarnar. Við rann- sóknir á dauða fískinum fannst amm- oníak í honum, meira en í físki sem rannsakaður var til samanburðar. Sama dag og starfsmenn Haflax urðu varir við að fískur væri að drep- ast í keijunum fundu þeir stækan ammoníakfnyk. Engin önnur skýring hefur fundist á því hvað drap fiskinn. Að sögn Hákonar Björnssonar, framkvæmdastjóra Áburðarverk- smiðjunnar, hafnar verksmiðjan kröfum Haflax enda hafi rannsókn sem Vinnueftirlit ríkisins stóð fyrir á þessu atviki ekki leitt í ljós að mengun frá verksmiðjunni eigi sök að máli. Hákon Björnsson segir að fyrir liggi að ammoníak myndist í hræjum fiska skömmu eftir að þeir drepist og því sé það alls ength sönn- un þess að ammoníaksmengi’H hafí í þessu tilfelli valdið fiskdauðanum. Hann sagði að eftir atvikið hefðu báðir aðilar málsins farið þess á leit við Vinnueftirlit ríkisins að það rann- sakaði málið. Sú rannsókn hefði ekk- ert leitt í Ijós sem réttlæti kröfugerð á hendur verksmiðjunni. Þingflokkur Alþýðuflokksins: Leigiigjald komi fyrir að- gang að fiskistofnunum ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins samþykkti í gær bókun þar sem segir að æskilegt hefði verið að taka nú ákvörðun um að taka upp í áfongum fram til aldamóta leigugjald fyrir afnot veiðiheimilda og feta þannig inn í fyrirkomulag, sem væri í eðlilegustu samræmi við grundvallaryfirlýsingu 1. greinar frumvarps til laga um stjórnun fískveiða, að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóð- Þá bendir þingflokkurinn á að nauðsyn beri til þess að ijúfa tengslin milli skipaogveiðiheimilda til þess að unnt verði að taka tillit til byggðasjónarmiða og ná fram aukinni hagkvæmni í útgerð. „Þetta er innlegg í umræðuna, en alls ekki neinir úrslitakostir," sagði Eiður Guðnason, formaður þing- flokksins, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. I bókun þingflokks Alþýðu- flokksins er bent á að hætt sé við mótsögn milli þess ákvæðis 1. greinar frumvarps til laga um stjórn fískveiða, þar sem segir að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar, og þeirrar framkvæmdar sem 7. grein frumvarpsins og ákvæði til bráða- birgða gera ráð fyrir að höfð séu við úthlutun veiðiheimilda. Telur þingflokkurinn að besta leiðin til að leysa þennan vanda sé að leigu- gjald komi fyrir aðgang að hinni sameiginlegu auðlind. í bókuninni segir að þingflokkur- inn geti fallist á þá málamiðlun að að byggja lausn málsins á frum- varpi til laga um úreldingarsjóð fískiskipa sem er til meðferðar í sjávarútvegsnefnd efri deildár. Hlutverk sjóðsins verði víkkað og hann verði kallaður Aflasjóður, og þær aflaheimildir sem sjóðurinn eignast selji hann á leigu til hæst- bjóðanda eða beiti til byggðajöfn- unar. Auk þeirra veiðiheimilda sem Aflasjóður eignist við kaup á skip- um til úreldingar fái sjóðurinn til ráðstöfunar 10% af úthlutuðum veiðiheimildum fyrsta fiskveiðiárið samkvæmt lögunum. Komi þetta að nokkru til móts við þau sjónar- mið þingflokksins að leigugjald verði tekið fyrir afnot veiðiheim- ilda, og auðveldi einnig að bregð- ast við staðbundnum byggðavanda- málum, sem upp kunni að koma vegna sölu fiskiskipa frá sjávarút- vegsbyggðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.