Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1990 Viðlagatrygging bæt- ir tjónið eftir að aur- skriða féll í Aðalstræti Lyf vegna dýralækninga að verðmæti um 400 þúsund eyðilögðust í aurskriðunni VIÐLAGATRYGGING mun bæta það tjón sem varð er öflug aur- skriða féll á húsið við Aðalstræti 18 síðla fóstudags. Húsið gjör- eyðilagðist og var það rifið á laugardag. Hættuástandi sem lýst var yfir í kjölfar þess að aurskriðan féll var aflýst um miðjan dag á laugardag, en fólk í næstu húsum dvaldi ekki á heimilum sínum nóttina eftir að skriðan féll. Tveir verkfræðingar frá Verkft-æði- stofu Sigurðar Thoroddsen könnuðu aðstæður á föstudagskvöldið að beiðni framkvæmdastjóra Almannavarna á Akureyri og skiluðu þeir umsögn sinn um atburðinn í gær. Haraldur Sveinbjö'rnsson, verk- fræðingur, annar þeirra sem könn- uðu aðstæður eftir að skriðan féll, sagði að mikill snjór væri í brekk- unni ofan Innbæjarins, mun meiri en venja er til. Neðan til í brekk- unni er brún þar sem frost var í jörðu. Vatn, sem bráðnað hefur í brekkunni fyrir ofan, hefur runnið niður brekkuna og einnig rann vatn fram af brúninni við kirkju- garðinn. Vatnið hefur komist niður { gegnum moldarlagið, þar sem þítt var, fyrirstaða myndast þar sem frostið var í jörðu og vatns- þrýstingurinn sprengt sér leið út með þeim afleiðingum að skriðan fór af stað. Umsögn verkfræðing- anna var skilað inn til fram- kvæmdastjóra Almannavarna Ak- ureyrar í gær, en í umsögninni er lagt til að sérfróðir menn á sviði jarðvegsfræða verði fengnir til að kanna aðstæður í brekkunni ofan Innbæjarins. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu koma til Akureyrar í dag til að meta tjónið sem varð er skriðan féll, en Viðlagatrygging mun bæta tjónið þar sem um náttúruhamfar- ir er að ræða. Húsið, sem byggt var árið 1895, var rifið á laugar- dag. Elfa Ágústsdóttir, dýralækn- ir, eigandi hússins sagði að bruna- bótamat hússins hafi verið á bilinu 5-6 milljónir króna. Auk persónu- legra muna voru. í húsinu tæki til dýralækninga og stór lager af lyíj- um. „Ég var nýbúin að fá stóra pöntun af lyfjum, en þau geymdi ég í smá útihúsi vestan við húsið. Þar féll skriðan fyrst og öll lyfjaglösin fóru í mask. Ég gerði heiðarlega tilraun til að leita að þeim í rústunum, en árangurinn var ekki mikill," sagði Elfa. Hún áætlaði að verðmæti Iyíjanna hafi verið um ijögur hundruð þúsund krónur. Auk þeirra voru svo til öll hennar tæki til dýralækninga í húsinu er skriðan fyllti það aur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aldrei hefur jafti mikill fjöldi fólks verið saman komin í HlíðarQalli og sumardaginn fyrsta, en áætlað er að tæplega 3.500 manns hafi verið í fjallinu. Sól, logn og gott veður og færið eins og best verður á kosið, „ekta póstkortaveður," eins og ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða orðaði það. Metdagur í Hlíðarflalli AÐSÓKNARMET var sett i Hlíðarfjalli við Akureyri á sumardag- inn fyrsta, fimmtudag í síðustu viku, en þá er áætlað að um 3.500 manns hafi verið í Qailinu. Veðrið lék við skíðaunnendur, „Hér var ekta póstkortaveður," eins og Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða orðaði það. „Við erum ánægð með þennan dag, þetta er ansi góður puntur yfir vertíðina," sagði ívar. Andr- ésar andarleikarnir, fjölmennasta skíðamót sem haldið er á landinu, stóð sem hæst er aðsóknarmetið var sett og á það stærstan þátt í hversu margt manna var saman komið í Hlíðarfjalli. Stefnt er að því að hafa lyftur opnar fram til 6. maí næstkom- andi. ívar sagði að skíðavertíðin í ár hefði farið seint af stað, en þegar loks fór að snjóa var skammturinn ríflegur. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur í vet- ur, svona í heildina, en veðrið hefur ekki leikið beint við okkur. Ég held ég megi fullyrða að við höfum aldrei fengið heila góða helgi, veðrið hefur ævinlega brugðist annan daginn.“ Píanódeild með tónleika PÍANÓDEILD Tónlistarskól- ans á Akureyri heldur sína 3. tónleika á þessu starfsári annað kvöld, miðvikudags- kvöld 25. apríl, kl. 20.30 á sal skólans. Margir nemendur koma fram á tónleikunum og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á annað hundrað nemendur hafa stund- að píanónám í vetur. Deildin hefur alltaf notið vinsælda og nemendum fjölgað ár frá ári. Sex planókennarar starfa við skólann og sjá þeir um undir- búning tónleikanna. ÚTIHURÐIR Mikið úrval. Sýningarhurðir á staðnum. Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tré-x, löavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trésmiðjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. 91,5 mílljóna króna hagnað- ur af rekstri IJA á síðasta ári Starfsmenn fá orlofsuppbót að upphæð 10 milljónir króna HAGNAÐUR varð af rekstri Útgerðarfélags AJtureyringa á síðasta ári og nam hann 91,5 milljónum króna. Aðalfundur ÚA var haldinn í gærkvöldi þar sem þetta kom firam. Sljórn félagsins lagði til að aðal- fundur tæki ákvörðun um aukningu hlutítflár, sem stjórninni yrði síðan falið að annast framkvæmd á. Fjármögnun á þann máta yki svigrúm félagsins til athaftia og hefði jákvæð áhrif á veltufjárhlutfall. Þá lagði stjórnin til á fundinum að greidd yrði orlofsuppbót til starfsmanna, að upphæð 10 milljónir vegna viðunandi afkomu. Einnig var lögð fram tillaga frá stjórninni um að greiða 3% arð til hluthafa. Pétur Bjarnason formaður stjórn- flutti skýrslu stjórnar á aðalfundin- ar Útgerðarfélags Akureyringa Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Draum a Jðnsmessunött eltir William Shakespeare í Samkomuhúsinu. Frumsýning miðvikudag 25/4 kt. 20.30. 2. sýning fimmtudag 26/4 kl. 20.30. 3. sýning mónudag 30/4 kl. 20.30. Ath.: Aðeins þessar þrjár sýningar. Miðapantanir í síma 24073. um og sagði hann afkomu félagsins viðunandi og efnahagsstöðuna trausta. Ef frá væri taldar rýrar aflaheimildir virtust horfur fram- undan þokkalega. Kvóti félagsins minnkaði um 1.625 tonn á milli ár- anna 1988 og ’89, þar af um 887 tonn af þorski. Þeirri skerðingu mætti félagið með kaupum á kvóta og aðkeyptum afla, þannig að heild- arafli unnin hjá ÚÁ á síðasta ári var svipaður og á árinu á undan. í skýrslu Péturs kom fram að á síðasta ári var fjárfest fyrir 99,4 milljónir króna, stærsti hluti fjárfest- ingarinnar, eða rúmlega 70 milljónir króna var vegna kaupa á bátum og stærðarflokkara í móttöku frysti- húss. Stjóm félagsins lagði fram tvær tillögur fyrir fundinn, í fyrsta lagi að greiða orlofsuppbót til starfs- manna að upphæð kr. 10 milljónir. Með þeim hætti vill stjórn félagsins veita starfsfólki viðurkenningu fyrir gott starf í þágu félagsins. Hver starfsmaður félagsins í fullu starfi fær því um 27 þúsund krónur. Þá lagði stjórnin einnig til að greiddur yrði 3% arður til hluthafa, en arð- greiðslur nema þá samtals 9,9 millj- ónum króna. Pétur sagði á aðalfundinum í gærkvöld að miklar breytingar hefðu orðið á hlutabréfamarkaði á íslandi og hlutabréf í vaxandi mæli orðið raunverulegur valkostur þeirra sem vilja fjárfesta eða binda sparifé sitt um tíma. Stjórnvöld hefðu rýmkað skattaívilnanir til þeirra sem fjár- festa í atvinnufyrirtækjum og áhugi þannig aukist mjög á meðal almenn- ings á hlutabréfakaupum. Akur- eyringar ættu sem stendur ekki kost á því að kaupa hlutabréf með skattaívilnunum í fyrirtækjum á svæðinu. „Það er skoðun stjórnar félagsins að Útgerðarfélagið eigi að nýta sér þá möguleika til fjármögnunar, sem aukinn áhugi almennings á hluta- bréfum gefur,“ sagði Pétur, en stjórnin lagði fram þá tillögu til fundarins að tekin yrði ákvörðun um aukningu hlutafjár og stjórn falið að annast framkvæmdina. „Fjár- mögnun á þennan máta eykur svig- rúm félagsins til athafna og hefur jákvæð áhrif á veltuhlutfall, sem segja má að sé helsti veikleiki í fjár- málum félagsins. Þá telur stjórnin vel koma til greina að skrá félagið á hlutabréfamörkuðum til þess að kanna markaðsverð þeirra og auka álit félagsins út á við,“ sagði Pétur Bjarnason formaður stjórnar ÚA. N ýaldar hr ey fing- in og kristin trú KRISTILEGT félag hcilbrigðis- stétta heldur fund á morgun, 25. apríl, í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju og hefst hann kl. 20.30. Efni fundarins verður „Ný- aldarhreyfingin og kristin trú“. Félagið mun einnig halda fund á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sama dag kl. 15.00 og er hann fyrir starfsfólk sjúkrahússins. Yfirskrift fundarins er „Óhefðbundnar iækn- ingaaðferðir og kristin trú“. Fram- sögumaður á báðum fundunum verð- ur séra Magnús Björnsson, en áð loknu erindi lians verða fyrirspurnir og umræður. Kristilegt félag heilbrigðisstétta (KFH) er alþjóðleg þverkirkjuleg samtök kristinna einstaklinga. Markmið þeirra er að biðja fyrir sjúklingum, starfsfólki og starfsemi heilbrigðisstofnana og vekja athygii á boðskap Jesú Krists á þessum vettvangi. Séra Magnús var áður prestur á Seyðisfirði, en er nú starfsmaður KFH. Allir eru velkomnir á fundinn í. safnaðarheimilinu. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.