Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Pétur Sig’urdsson kaupmaður - Minning Fæddur 23. júní 1918 Dáinn 13. apríl 1990 Elskulegur vinur okkar er látinn, Pétur Sigurðsson, kaupmaður og fyrrverandi eigandi Herradeildar P&Ó. Hann lést í Landspítalanum j)rettánda þessa mánaðar eftir stutta legu, sjötíu og eins árs. Pét- ur var yndislegur maður, hann var giæsilegur, hann hafði allt það sem prýða má einn mann. Góður, trygg- ur og vinur vina sinna. Við hjónin ásamt Pétri og Diddu réðumst í það að byggja hús saman á Hagamel 33. Bjuggum við saman í um það bil 20 ár, við á fyrstu hæð en þau á annarri hæð. Það var mikill sam- gangur á milli okkar og kærleikur í ríkum mæli. Öll þessi ár var sam- komulagið svo gott að aldrei bar skugga á. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur og okkur oft boðið upp í gleðskap. Þá var sameignarmaður Péturs, Oli, og mágkona mín þar einnig. Óli spilaði á píanóið og við tókum lagið. Pétur var sérstakiega músíkalskur maður og hafði góða og fallega söngrödd. Einnig hafði hann mikið yndi af ljóðum og kunni mörg þeirra utan að. Það var unun að hlusta á hann fara með kvæði, röddin djúp og falleg og framburð- urinn skýr svo að maður naut þess að hlusta á hann. Pétur var sérstaklega barngóður og börnin okkar hændust mjög að honum og þóttu vænt um hann. Það er mikil eftirsjá í slíkum manni og mestur er söknuðurinn hjá hans góðu konu, börnum, tengdabörnum og bamabörnum. Eg bið Guð að blessa minningu Péturs Sigurðsson- ar og votta ástvinum hans öllum samúð mína. Anna Linnet FRÍSPORT oúncM, íafísiít Amerískir körfuboltabolir, aldrci meira úrval, ný módel. • Boston Celtics Verð kr. t400,- • Barkley • NBA (All Star) 1990 • Dominique Wilkins • Chicago Bulls • Magic Johnson • Detroit • Isiah Thomas • Los Angeles Lakers • Joe Montana úr ameríska fótboltanum. Húfur, verð kr. 1.050,- (Jordan, Magic, Isiah Thom- as, Dominique Wilkins). Veifur, verð kr. 370,- (Jordan, Magic, Isiah Thomas) Límmiðar, verð kr. 150,- (Jordan, Isiah Thomas, Dominique Wilkins, Larry Bird, Charles Barkley) Maður aprílmánaðar: Magic Johnson All Star leikmaöur 1990 Allar Magic Johnson vörurmeð 10% afslætti. Amerískir íþróttagallar fyrir börnin, framtíðarleik- mennina. íþróttagallar frá 6 mánaða. Mikið úrval, gott verð. Gott úrval affótboltum. Verð frá kr. 950.- Ég minnist látins vinar og læri- meistara, Péturs Sigurðssonar kaupmanns. Það var í desembermánuði 1973, að ég réði mig til starfa hjá þeim félögum Pétri og Óla í Herradeild P & Ó. Það var þá, að okkar fyrstu kynni hófust, kynni er áttu eftir að móta lífsleið mínk. Það voru einstakar móttökur sem 19 ára síðhærður menntaskólapiltur fékk á jafn virðulegum stað. Ég fann það fljótt, að ég var velkominn ekki eingöngu sem starfsmaður heldur einnig sem félagi. Án þess að vita það þá, hófst þarna nýr þáttur í lífi mínu. Nýr þáttur í mennt minni til lífs og þroska. Þáttur sem átti einnig eftir að móta lífsskoðanir mínar og per- sónu. Pétur lét mann glöggt finna, að það voru engin 36 ár, sém skildu okkur að. Hann hafði áhuga á öllu því, er að mér og okkur strákunum í búðinni sneri. Hann var okkur sem félagi og jafningi en samt sem leið- togi og við bárum virðingu fyrir honum. Hann var sem faðir og uppfræðari. Allir þeir menn sem störfuðu undir handleiðslu Pétur, mótuðust af hans sterka persónuleika og hlýja viðmóti. Margir þeirra hafa valið sér verslunarstörf sem lífsstarf líkt og hann. Pétur var búinn öllum þeim mannkostum, sem sérhver maður getur óskað sér. Dyggðir á við hátt- prýði, ráðvendni, hógværð, ein- lægni, góðsemi og heiður voru til dæmis nokkur af aðalsmerkjum hans. Hann var rómaður af öllum þeim sem umgengust hann og fág- aðri og betri framkomu getur vart hugsast hjá nokkrum manni og mun seint gleymast. Pétur var frumheiji í mótun herratísku á íslandi, bæði með þeirri vöru, sem hann valdi til sölu í versl- un sinni og einnig og ekki síður með smekkvísi sinni í klæðaburði. Hann var fyrirmynd margra á þann hátt. eftirLars Erik Johansson Að undanförnu hafa nokkrir íslenskir fjölmiðlar íjallað um sætu- efnið aspartam (NutraSweet). Ástæða er til að ætla að fullyrðingar sem settar hafa verið fram um eigin- leika sætuefnisins og aukaverkanir valdi hinum almenna neytanda áhyggjum og sérstaklega þeim sem neyta matar og drykkjar sem sættur er með aspartam. í þessari grein verður því leitast við að tilgreina nokkrar staðreyndir sem sýna að aspartam er skaðlaust og án auka- verkana. Fyrst öiTá orð um hvað aspartam er. Aspartam (vöruheiti Nutra- Sweet) er sett saman af tveim gerð- um amínósýra — asparagínsýru og fenýlalaníni. Amínósýrurnar eru tveir af byggingarþáttum í venjulegu eggjahvítuefni og finnast frá nátt- úrunnar hendi í kjöti, kornmat og mjólkurafurðum. í meltingunni brotnar aspartam niður í byggingar- þætti sína og fer út í blóðið. Aspartam er mjög sætt. Það er um 200 sinnum sætara en sykur og því þarf aðeins hverfandi magn af því til að ná sama sætustyrk og i þegar sykur er notaður. Aspartam j er því svo gott sem hitaeininga- I laust. Þegar það brotnar niður í ! meltingunni myndast örlítið magn af metanóli, en það magn er mun minna en er til dæmis í ávaxta- og grænmetissafa. Meira en 250 milljónir manna í 80 löndum neyta aspartams. Þar á meðal eru Bandaríkin, Kanada, Jap- an, Ástralía, Evrópubandalagslöndin og Norðurlönd. Aspartam var fundið upp árið 1965 og áður en það var viðurkennt til neyslu var það rann- Ég er þakklátur fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast svo góðum manni og miklum persónuleika. Hann átti sinn stóra þátt í að móta mig sem einstakling, var mér hjálpfús og minn lærimeistari í skóla lífsins og leikreglum þess. Ég er honum ævin- lega þakklátur og minnist hans með hlýhug og söknuði. Ég óska honum veifarnaðar á þeirri leið, sem hann hefur nú lagt út á. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar varðveita hann og blessa að eilífu. Eiginkonu hans Diddu, börnum, barnabörnum, tengdafólki og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Megi minning hans lifa að eilífu. Guðmundur Blöudal Pétur Sigurðsson, vinur minn og starfsfélagi, er látinn. Hann varð tæplega 72 ára að aldri. Það var árið 1932 sem fundum okkar bar saman. Ég, ellefu ára drengur, var ráðinn sem sumar- sendill hjá verslun Haraldar Árna- sonar í Reykjavík. Drengurinn var svolítið kvíðinn, að fara á svo virtan vinnustað, smeykur við hið óþekkta. Fleiri sendlar voru fyrir á staðnum, en einn þeirra skar sig úr. „Ég heiti Pétur“, sagði hann og bauð mig velkominn með hlýju handtaki vináttunnar. — Sú vinátta brást aldrei. Einhvern veginn finnst mér nú að örlagadísir hafi frá þeirri stundu byijað að spinna okkur vef. Vef vináttu og starfs sem entist í 58 ár. í minningunni er Haraldarbúð, eins og hún var kölluð síðar, í sér- flokki sem vinnustaður, átti sér fáa líka. Þetta var samfélag fólks, sem lagði sig allt fram til að verslunin mætti dafna og blómgast. Allt frá sendisveini og til húsbóndans sjálfs var náið samband trausts og vin- áttu. „Garðurinn var vel ræktaður", upp úr þessum garði spruttum við Pétur. Nú er þessi „garður" að mestu fallinn í gleymsku og þær sterku stoðir að falla frá sem studdu okkur á þroskabrautinni. Einn af þeim kvaddi okkur nýlega, það var vinur okkar, Sveinbjörn Árnason. Pétur er sprottinn upp af stórri fjölskyldu, einn af fímmtán systkin- sakað í hartnær tvo áratugi í 100 mismunandi vísindarannsóknum. Ekkert eitt efni fæðunnar hefur gengist undir jafn viðamiklar rann- sóknir áður en eftirlitsskyldir aðilar hafa heimilað það. Öryggi aspartams er staðfest af mörgum óháðum vísindalegum stofnunum og aðilum og er, svo dæmi séu tekin, viðurkennt af eftir- litsaðilum í öllum ríkjum Norður- landa, vísindanefnd Évrópubanda- lagsins um matvæli, sérfræðinga- nefnd Alþjóða heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) um aukefni og af bandarísku matvæla- stofnuninni (FDA). Ovefengjanlegar niðurstöður Rannsóknirnar sem gerðar hafa verið á aspartam eru með öðrum orðum svo margar og svo viðamikl- ar að niðurstöðurnar sem staðfesta öryggi þess verða ekki dregnar í efa. Samt sem áður gerist það stundum að einstaka aðilar vefengja að það se skaðlaust. Það hefur einmitt gerst á íslandi á síðustu vikum. ísland er hvorki eina né fyrsta landið þar sem örj'ggi aspartams hefur verið dregið í efa. í Banda- ríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, svo nokkur dæmi séu nefnd, hefur umræða af þessum toga komið upp áður. Það er mörgum neytendum keppikefli að eiga völ á mat og drykk sem sættur er með hitaein- ingasnauðum sætuefnum og því er Iíklegt að þessi umræða valdi ein- hveijum þeirra — ónauðsynlegum — áhyggjum. Einstakir vísindamenn — alls ekki margir og aðallega banda- rískir — hafa sem sagt gagnrýnt aspartam. Margir Ijölmiðlar, einnig um. Auðlegð þessara stóru fjöl- skyldu var ekki í veraldlegum auði, fjölskyldan sjálf var þeirra auður. Hús þeirra var byggt á bjargi. Hús staðfestu, kærleika og reglu- semi. Einn dýran arf kom Pétur með frá föðurhúsum, að kunna að meta góða list, list ljóðsins, list söngsins. Hann elskaði fagrar listir, fínna andardrátt ljóðsins, voldugan tón söngsins, boðskap leikverksins og ekki síst fegurð og tign mynd- verksins. Án þessara þátta hefði honum þótt lífið fátækt og snautt. Það hefði vantað lífsfyllinguna. Söngrödd hafði Pétur góða, hlýj- an baritón. Einna best naut hann sín í faðmi náttúrunnar, eftir góðan gleðiríkan útiverudag. Kvöld- stemmning í veiðihúsi, við fagra veiðiá eða í fjallakofa upp við jökul- rætur. Árið 1956 byggðum við nokkrir ferðafélagar fjallaskála upp undir Tindfjallajökli, Tindfjallasel. Þang- að fórum við, þessi hópur ferða- langa, á hveijum páskum í mörg ár. Skáli þessi stendur enn og er nú í umsjá Flugbjörgunarsveitarinnar. Bjartur og fallegur dagur er lið- inn, við erum allir komnir heim í selið okkar. Tunglskinsbjört nóttin fyrir utan, inni hlýtt og gott — eitt kertaljós á borði — við sitjum í rökkrinu. Það suðar í prímusi, vind- urinn gnauðar á þekjunni, gluggar hrímloðnir. Það er páskadagskvöld, helgistundin tekur okkur alla, ljóð lesin, sálmar sungnir. „Hærra minn Guð til þín“ hljómar út í hrímkalda nóttina. Rödd Péturs bar af. Félagslíf var ríkur þáttur í starfi „Opinberar eftirlits- stofnanir og óháðar vísindastofnanir hafa rannsakað aspartam niður í kjölinn. Allar stofiianirnar hafa kom- ist að jákvæðri niður- stöðu. í þessu samhengi er fróðlegt að vitna í nýlegar yfirlýsingar eftirlitsstofnana í Dan- mörku og Svíþjóð um aspartam.“ evrópskir, hafa hent fullyrðingar þeirra á lofti. Oft hafa þessar full- yrðingar verið settar fram sem al- mennar vísindalegar staðreyndir. Ekkert er Ijær sannleikanum. Opinberar eftirlitsstofnanir og óháðar vísindastofnanir hafa rann- sakað aspartam niður í kjölinn. All- ar stofnanirnar hafa komist að já- kvæðri niðurstöðu. I þessu sam- hengi er fróðlegt að vitna í nýlegar yfiriýsingar eftirlitsstofnana í Dan- mörku og Svfþjóð um aspartam. Engin áhætta Öryggi aspartam var til umræðu á árinu 1987 í Danmörku. Hollustu- vernd danska ríkisins (Levneds- middelstyrelsen) fór þá á ný ofan í saumana á vísindalegum rann- sóknum á aspartam. Niðurstaða stofnunarinnar var að „notkun as- partams sem aukefnis í fæðunni er hættulaus með öllu“. Skýrslan birt- ist í heild í fréttaefni dönsku holl- ustuverndarinnar, Publikation nr. Sætuefiii eru skaðlaus - Péturs. Hann starfaði innan Frímúrarareglunnar á íslandi, var félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur, einn af stofnendum Lionsklúbbsins Ægis og um nokkurt skeið formað- ur kaupmannasamtakanna. í trún- aðarstörf var hann skipaður eins og meðdómari í sjó- og verslunar- rétti. Varaformaður verslunarráðs- ins var hann um tveggja ára skeið. Árið 1959 stofnuðum við Pétur Herradeild P&Ó, í Austurstræti 14. P og Ó stóðu fyrir upphafsstafi í nöfnum okkar, herradeild er arfur frá Haraldarbúð. Við störfuðum lengst af við afgreiðslustörf í herra- deild Haraldarbúðar. Þetta var á þeim árum sem innflutningur var að verða fijáls, höftin afnumin. Gróskumikill tími framundan fyrir verslun eins og okkar. Okkur var mjög vel tekið og eignuðumst við marga góða vini í gegnum starfið. Við rákum verslunina í 27 ár og var allur sá tími góður og gjöfull. 1986 seldum við verslunina og er hún rekin áfram undir sama nafni. Árið 1945 giftist Pétur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Soffíu S.Ó. Axelsdóttur. Börnin urðu tvö, þau Pétur Axel og Þuríður Elísabet. Barnabörnin orðin sex. Eins og áður hefur komið fram urðu samverustundirnar 58 ár. Efst í huga mínum er þakklæti. Þakk- læti fyrir það, að við hjónin skildum fá að hafa þau Pétur og Diddu að vinum, í svo mörg ár, vináttu sem aldrei bar skugga á. Margar góðar og gleðiríkar stundir höfum við átt á þeirra fal- lega heimili. Pétur var barn sumarins, barn birtunar. Hann fæddist 23. júní 1918, Jónsmessubarn. Didda mín, við Gulla erum með ykkur í sorginni, Guð styrki ykkur. Dagsverkinu er lokið, megi hið skærasta ljós lýsa honum vegferð- Það er með örfáum orðum, sem mig langar til að minnast tengda- föður míns. Kynni okkar hófust árið 1974, er ég kynntist og síðar giftist syni hans, Pétri Axel. Ég mun ekki rekja ættir tengdaföður míns né störf, það munu mér fróð- ari menn gera. Pétur Sigurðsson var drengur 144, Juni 1987. Hliðstæð eftirlitsstofnun í Svíþjóð er Statens Livsmedelsverk. Hún gefur út tímaritið Vár Föda (Fæðan okkar). í sjötta tölublaði 1988 er svar við spurningunni: „Er eitthvert sannleikskorn í fullyrðing- um um að sætuefnið aspartam geti haft blindu og aðrar skaðiegar aukaverkanir í för með sér?“ Sömu fullyrðingu var einmitt nýlega varp- að fram í íslenskum fjölmiðlum. Sænska hollustuverndin segir í svari sínu meðal annars að „sam- kvæmt því sem vitað er um það magn af maurasýru*) sem þarf að vera til staðar í blóðinu til að hætta á sjóntruflunum skapist er það al- veg fráleitt að þetta magn geti safn- ast í blóðið við neyslu á aspartam sem aukefnis í fæðunni. Annars er metanól frá náttúrunnar hendi í ferskum ávöxtum og grænmeti. Sumir ávaxtasafar innihalda meira laust og „bundið" metanól en finnst í drykkjarvörum sættum með as- partam, svo dæmi sé tekið“. Að síðustu segir sænska holl- ustuverndin í svari sínu: „Sam- kvæmt mati hollustuverndarinnar er heilsunni engin hætta búin við eðlilega neyslu á matvælum sættuin með aspartam.“ Eftirlitsskyldir aðilar á vegum hins opinbera í öllum löndum gæta þess að fylgjast náið með vísinda- legum rannsóknum sem gerðar eru á aukefnum í mat. Ekki er ólíklegt að umræðan um aspartam leiði til þess að yfirvöld séu nákvæmari en ella þegar þau kynna sér vísindaleg- ar rannsóknir og niðurstöður þeirra. Því má telja fullsannað að aspart- am sé öruggt og hættulaust til neyslu. Ilöfundur starfar hjá Alþjóða sætuefnasambnndinu Inlernational Sweeteners Association, Stokkhólmi. > ) ) i ) ) ) ) \ ) ) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.