Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VlDSKlPn/AIVlNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 29 SAMNINGUR —Frá undirritun samningsins milli Kaup- mannasamtaka íslands og Vátryggingafélags íslands. Aftari röð f.v. Hilmar Pálsson, framkvæmdatjóri vátryggingasviðs VÍS, Guðni Þor- geirsson, skrifstofustjóri K.Í., Héðinn Emilsson, deildarstjóri á markaðs- sviði VÍS, Sigurður Sigurz tryggingaráðgjafi á markaðassviði VÍS og Örn Gústafsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs VÍS. í fremri röð frá vinstri eru Guðjón Oddsson, formaður K.Í., Axel Gíslason, forstjóri VÍS og Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri K.í. Auglýsingar Ennfremur segir að sameigin- legt kynningarstarf sé þegar hafíð. Unnið sé að kynningarbæklingi fyrir félagsmenn KÍ, þar sem kynntar verði allar greinar trygg- inga, sem VÍS bjóði verslunum, einstaklingum og heimilum. Tryggingarráðgjafar VÍS munu taka þátt í fundum Kaupmanna- samtakanna og kynna samninginn. Var samningurinn kynntur á aðal- fundi Kaupmannasamtakanna í Eyjafirði 31. mars sl. Sjávarútvegur MAREL hf. og Hugtak hf. hafa um nokkurt skeið unnið að því að auðvelda störf fiskmats- manna, sem hingað til hefur fylgt mikil vinna, sem felst m.a. í því að handreikna hefur þurft allar matsnótur, að því er segir í frétt lrá fyrirtækjunum. Hefur Marel útbúið sérstaka vog, Hrá- efhisvog, þar sem matsmaður vigtar og skráir beint inn allt mat og stærðardreifingu á aflan- um. Hugbúnaður frá Hugtaki hf. vinnur síðan úr öllum skrán- ingum frá voginni. Eru niður- stöðurnar því næst sendar inn í Torfa, aflaupgjör fiskiskipa. Er markmiðið að koma upplýs- ingum um afla og meðalþyngd til skila á tölvutæku formi með bein- tengingu voga og hugbúnaðar. í fréttinni segir einnig að með þessu vinnufyrirkomulagi auðveldist starf matsmanna og í mörgum til- vikum geti sparast mannskapur við vigtun og mat. Beinn flutning- ur á niðurstöðum frá vog í aflaupp- gjörsforrit leiði til þess að öll með- höndlun á pappír sé úr sögunni og innsláttur á gögnum á öðrum stöð- um verði ekki nauðsynlegur, sem leiði til þess að minni líkur verði á villum við útreikninga og inns- Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! lætti. Þannig liggi gögn s.s. vigtar- skýrslur, reikningar, uppgjör VSK, uppgjör veiðiferðar o.fl. fyrir um leið og upplýsingar hafi verið unn- ar í móttöku. Frekara samstarf Marels og Hugtaks er í gangi og vinna fyrir- tækin að margvíslegum verkefn- um, sem öll snúa að frekari teng- ingum vél- og hubúnaðar. Segir í fréttatilkynningu, að markmiðið sé að gera allar skráningar sjálfvirkar og búa til heilsteypt upplýhsinga- net fyrir fiskvinnslu. Halldór Guðmundsson formaður SÍA HALLDÓR Guðmundsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofúnnar Hvíta hússins, var endurkjörinn formaður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa á árlegum aðalfúndi SÍA fyrir nokkru. Á fundinum var rætt um fagleg vinnubrögð á auglýsingastofum og ímynd stofanna út á við Ölafur Ingi Ölafsson á íslensku auglýsingastofunni var kosinn vara- formaður og Hallur Baldursson á Yddu gjaldkerk Meðstjórnendur voru valin þau Ottó Ólafsson á Sameinuðu auglýsingastofunni go Valgerður Sigurðardíottir á P&Ö. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum ræddu fundarmenn ímynd auglýsingastofa og fagleg vinnubrögð. Halldór Guðmundsson segir að meðal annars hafi verið rætt um meintan hugmyndastuld í auglýsingum. „Við teljum að ef eitt- hvað er reyni menn að forðast að^ líkja eftir öðrum við gerð auglýs- inga. Þegar sagt er að auglýsingar séu líkar eða beinlínis stolnar, býr oft mikil vanþekking að baki.“ Hall- dór segir að ekki sé óeðlilegt að teiknarar eða hönnuðir komist að svipuðum niðurstöðum án _þess að vita hver af öðrum. Akveðnir straumar séu ráðandi á hveijum tíma og stuðli að þessu. Tryggingar Samstarfssamningur Kaup- mannasamtakanna og VIS UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Kaup- mannasamtaka Islands og Vátryggingafélags Islands. Megin mark- mið samningsins er að bæta tryggingavernd og kjör félagsmanna KÍ á sviði vátrygginga. Segir í frétt frá VIS að þessu markmiðið ætli samningsaðilar að ná m.a. með því að efla forvarnir fyrirtækj- anna með nútíma hátæknibúnaði. Hagræðing vegna starfa Sskmatsmanna Samvinnuverkefni Hugtaks og Marels f i) ii m, ii it n ? Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára börn að sumardvalarheimilinu Kjarnholtum í Biskupstungum Á sjötta starfsári okkar bjóöum viö upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá: Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökuro.fl. V E R 1 vika 15.800 kr., 2 vikur 29.800 kr. Staðfestingargjald fyrir 1 viku 5.800 kr., 2 vikur 9.800 kr. Systkinaafsláttur: 1 vika 1.200 kr., 2 vikur 2.400 kr. I I VI A B I L : 27.maí - 2.júní (1 vika) 3.júní — 9.júní (1 vika) 10-júní - 16.júní (1 vika) 17. júní - 23. júní (1 vika) 24. júní - 6. júlí (2vikur) 8. júlí - 14.júlí (1 vika) 15.júlí — 21.júlí (1 vika) 22. júlí - 3. ágúst (2 vikur) 6. ágúst - 12. ágúst (1 vika) 12.ágúst - 18.ágúst (1 vika) Innritun fer fram á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði Sími 65 22 21 TENTE VACNHJOL OG HÚSGAGNAHJÓL Úrvals vestur-þýsk hjól frá fíngérðustu húsgagnahjólum og til burðarmestu iðnaðarhjóla. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.