Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990 Minninff: jGuðrún S. Þorsteins- dóttir söngkennari Fædd 5. júlí 1911 Dáin 14. apríl 1990 Guðrún Þorsteinsdóttir fyrrver- andi söngkona og söngkennari er látin og margþætt hæfileikaharpa hennar hljóðnuð. Fyrir réttum tutt- ugu og fimm árum flutti ég í ná- býli við Guðrúnu, nánar tiltekið í -^fama hús, og hef búið þar síðan. Ég vissi þá ytri deili á henni en þekkti hana ekki. Þessi umræddu ár höfum við sameiginlega lagt stein við stein traustra kynna og vináttu og að þeim liðnum get ég með sanni sagt að Guðrún sé einn glæsilegasti og eftirminnilegasti persónuleiki sem ég hef kyr.nst. Gáfur hennar og meðfætt listfengi vísuðu henni ungri á framabraut, sem henni var þó ekki léð að ganga til enda. En lærdómur og reynsla þeirrar lífsleiðar skilaði sér síðar í því starfi hennar að tónmennta æskufólk og þá einstaklinga aðra, er til hennar leituðu. Meðal annarra hæfileika var *~(juðrún gædd óvenju miklu næmi. Næmi fyrir öllu í umhverfi sínu, einkum fegurð, kærleika og listum, ekki síst tónlist. Hún elskaði fegurð- ina í hverri mynd, sem hún birtist og samþætti hana daglegu lífi sínu. Og hún trúði á kærleikans mátt. Hárnæm vitund hennar um tónlist og meðferð hennar ásamt um- burðarlyndi lífsviskunnar voru mér fávísri sífelld opinberun og lærdóm- ur, sem ég verð henni ævinlega þakklát fyrir eins og annað í okkar - áarsælu kynnum. Asgerður Jónsdóttir Lítil minningarbrot sem ég skrifa sem kveðju og þakkarorð. Nú er langt síðan ég sá Guðrúnu Þor- steinsdóttur í fyrsta sinn svo að ég muni eftir því. Ég var þá drengur innan við fermingu. Það var fyrsta leikhúsferðin mín. Leikfélag Reykjavíkur sýndi þá „Skuggasvein“ eftir Matthías Joch- umsson. Heima hjá foreldrum mínum var mikið rætt um leikritið og hveijir færu með hlutverkin. Þetta leikrit Matthíasar tengdist föðurafa, sem kunnur hafði orðið um Suðurland fyrir leik sinn og túlkun á sjálfum Skuggasveini. Ég hlakkaði mikið til. Ætla mætti að útilegumennirnir með Skuggasvein í fararbroddi hafi hrif- ið huga minn mest. Ég hafði yndi af að lesa um forna afreksmenn og vopnaburð þeirra. Það fór samt þannig að aðrar persónur leikritsins hrifu mig miklu meir. Söngur og leikur Ástu og Haraldar grópuðust djúpt í huga mér. Ég man þau ennþá vel. Guðrún Þorsteinsdóttir lék og söng þar hlutverk Ástu í leikritinu eftir afa sinn, séra Matthías. Hún var falleg ung stúlka með ljóst hár. Nokkrum árum síðar urðum við Guðrún samferða, sem kennarar við Laugarnesskólann í Reykjavík, um tíma. Þá kenndi hún tónlist og söng við skólann. Síðar lengst við Hlíða- skólann. Guðrún bar þann persónuleika að jafnvel baldnir og erfiðir nem- endur báru fulla virðingu fyrir henni og dáðu hana sem vitran og góðan kennara, gæddan ríkri manngæsku og næmleika. Það er mikið þrekvirki að kenna stórum hópi barna söng og að bæta þar við allri þeirri vinnu sem þarf til að æfa barnakór. Guðrún náði mjög góðum árangri á þessu sviði og munu margir minnast þess að hafa heyrt barnakór undir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdóttur syngja í íslenska útvarpinu. Tónlistargáfa Guðrúnar var næm, heyrnin og kunnáttan fóru saman, svo að ár- angurinn varð mjög góður. I byrjun febrúar si. gekkst Guð- rún undir erfiðan nýrnauppskurð. Hún náði ekki heilsu aftur, svo að hún gæti farið út. Þrátt fyrir veik- indi sín bar hún sig sem hetja og hélt fullri reisn viturleika og skýrr- ar hugsunar fram á andlátsstund. Hún hafði stundum lesið úr verk- um afa síns, m.a. síðasta sálminn sem hann orti. Undurfögur vers. Á sjúkrahúsinu fór Guðrún með þessi vers utanað, sér og öðrum viðstödd- um til uppbyggingar. Sunnudaginn 1. apríl var fagur dagur í Reykjavík. Ökkladjúpur snjór lá eins og mjúk voð yfir öllu. Sólin skein í heiði. Birtan var mik- il. Ég gekk upp á Landspítala til að líta við hjá Gúsí. Þá var hún sitjandi á setustofu deildarinnar. Umvafin þessari miklu birtu, bros- andi og glöð fagnaði hún mér. Hvítar hærurnar og glaðlegt brosið báru ekki vott um þjáning eða kvíða. Þó vissi ég að hún hafði rætt við lækna sína og vissi að hveiju dró. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Guðrúnu. Það er vissulega ástæða til að segja: „Guði sé þökk fyrir sigurinn sem fæst fyrir Jesúm Krþst." Ég þakka guði fyrir minningarn- ar um Guðrúnu og bið hann um að blessa og styrkja systur hennar, Hildi og Valgerði, sem nú kveðja kæra eldri systur sína. Ahrær raín augu, eilífa ijós, svo sjáandi sjái blindur, hvernig pðs augu geta stafað yfir allt myrkur eilífri dýrð! Bjarni Ólafsson Mig langar til þess að minnast elskulegrar frænku minnar, Gúsí, eins og við kölluðum hana, nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar um þana eru frá sumardvöl hennar í Árdal í Borgarfirði, en þar var ég strákur í sveit. Þar bjuggu Jón Jónsson og kona hans Halldóra Hjartardóttir. Ekki vissi ég um upphaf kynna þeirra Gúsíar og Halldóru. En þarna kom Gúsí í sumarleyfi sínu, dvaldi nokkrar vikur og gekk að sveita- störfum sér til hressingar. Þetta fólk var alit listfengt. Jón var alþekkt Borgarfjarðarskáld og Halldóra var bæði hagorð og söngv- in. Það var því auðsætt að Gúsí var aufúsugestur á þessu heimili, þó að við pjakkarnir hefðum nú tak- markaðan skilning á kveðskap og söngmennt. Þó sáum við að þær sátu oft á skrafi vinkonurnar meðan við sýsluðum við bústörf með Jóni bónda. Ekki skal ég neita því, að við pollarnir hefðum stundum held- ur viljað vera inni og láta þær fara út í staðinn í okkar puð, sérstaklega þegar rigndi. A bænum var þýzkur vinnumað- ur, sem var gamall vígstöðvaher- maður frá Rússlandi. Ég bablaði við Rheinold á ensku, sem ég hafði lært hjá ömmu minni Sigríði í einka- tímum. Hinn strákurinn, Oddur Benediktsson, hafði gengið á Landakotsskóla og því lært ensku fyrr en gerðist í öðrum skólum. Jón bóndi hafði verið í Ameríku og tal- aði ensku. Halldóra var einnig mælt á enska tungu og danska. En Gúsí kom og bætti um betur því hún gat líka talað við vinnu- mann á fljúgandi þýzku. Og sænsku kunni hún einnig reiprennandi. Tel ég víst að þarna í Árdal hafí verið mjög stöndugt heimili hvað varðar tung'umál um þessar mundir. Ardalur stóð við þjóðbraut þvera og var þar gestkvæmt. Þangað kom ótrúlegur fjöldi innlendra merkis- manna, auk margra útlendinga. Þangað komu, vinnumanni til ánægju, þó nokkrir þýzkumælandi gestir, fyrir utan Gúsí. Faðir minn kom stundum í heimsókn, en hann hafði stúderað í Darmstadt uppúr 1930. Ég man líka eftir að píanó- kennari minn, Albert Klahn, hinn þýzki hljómsveitarstjóri, kom ásamt konu sinni, Guðrúnu. En Albert var stríðshetja úr fyrra stríði. Þetta voru eftir á að hyggja býsna merki- legir straumar, sem þarna mættust á íslenzku sveitaheimili og margt fólk langt að rekið. En lífið er að heilsast og kveðj- ast. Tíminn ber alla með sér og þetta heimili í Árdal er nú „en Saga blot“ eins og amma mín Hedvig orðaði það þegar hún rifjaði upp gamla tíma. Réttirnar nálguðust og sumarstrákar fóru sína leið út í buskann eins og haustvindarnir. Eftir að ég var kominn heim frá námi í föðurlandi þeirra Rheinolds og Alberts Klahn meira en áratug síðar og hafði eignast fjölskyldu, hittum við Gúsí oftar og systur hennar. Þá kynntist ég henni auð- vitað öðru vísi og tókst með okkur ágætur kunningsskapur. Það vakti athygli mína hversu afskaplega frændrækin hún var og hvað hún lét sér úmhugað um allt sem okkur viðkom.’ Ég frétti það til dæmis utan að mér, að hún legði það á sig, að lesa allt sem ég lét flakka á prenti. Hún taldi það greinilega skyldu sína að fylgjast með hvað hann frændi sinn væri að skrifa. Ekki veit ég hvort henni líkaði sjálfri betur eða verr. En útífrá er ég viss um að hún hefur haldið uppi vörnum fyrir mig. Hún stóð með sínu fólki, það var á hreinu. Guðrún Sigríður fæddist 5. júlí 1911, dóttir afabróður míns, Þor- steins Skaptasonar, prentsmiðju- og ritstjóra á Seyðisfirði og konu hans Þóru Matthíasdóttur. Þóra hafði stundað hannyrða- og mat- reiðslunám í Danmörku. Á heim- leiðinni 1907 kom hún við á Seyðis- firði og hitti Þorstein þar. Þau gengu að eigast 1910 og stofnuðu bú á Seyðisfirði. Þar fæddust syst- urnar Guðrún, Hildur, 1913, og Valgerður, 1914. Þorsteinn andaðist skyndilega 1915. Þóra brá þá búi og settist að hjá foreldrum sínum, séra Matt- híasi Jochumssyni og konu hans Guðrúnu Runólfsdóttur, að Sigur- hæðum á Akureyri og bjó þar til 1925, að báðum foreldrum sínum látnum. Þá keypti hún hús á móti Tómasi Björnssyni bæði fyrir sig og dætur sínar og hannyrðaverzlun sína, sem hún hafði stofnsett 1919. Síðar flutti hún verzlunina í hús Odds Thorarensen. Ekki þarf að efast um að tengslin við skáldjöfur- inn séra Matthías hafa haft áhrif á systurnar ungu, þann áhuga þeirra á menningarverðmætum og listum, sem hefur fylgt þeim alla tíð. Allar dætur sínar sendi Þóra til mennta erlendis og á heimilinu sat menningin ávallt í öndvegi sem ekki er að undra, slíkir stofnar sem AUGLYSINGAR SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Hafnfirðingar Spilakvöld Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði verður haldið fimmtudag- inn 26. apríl í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu 29. Spiluð verður félagsvist og hefst spilamennskan kl. 20.30. Hafnfirðingar, fjölmennum. Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfirði. Dalvíkingar Boðað er til fundar með stuðningsmönnum D-listans í sæluhúsinu fimmtudaginn 26. april kl. 20.30. Fundarefni: Stefnumótun fyrir kom- andi kosningar og önnur mál. D-listinn. Hvatarfundur Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur morgunfund í Val- höll laugardaginn 28. apríl frá kl. 10.00-12.00. Fundarefni: Dagvistarmál. Framsögumenn Anna K. Jónsdóttir formaður stjórnar dagvistar barna í Reykjavík og Sigriður Sigurðardóttir fóstra. Kaffi og rúnstykki á boðstólum. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Mosfellingar Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins að Urðarholti 4, verður opin á næstunni þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00- 21.00 og laugardaga kl. 14.00-18.00, sími 667755. Fólk er hvatt til að líta inn og taka þátt í kosningastarfinu. Alltaf heitt á könnuni. Stjórnin. Seltirningarl Þriðjudaginn 24. apríl opnum við kosningaskrifstofu okkar að Austur- strönd 3, 3. hæð. Fyrst um sinn verður hún opin kl. 17-19 virka daga og kl. 14-17 um helgar. Sími 611220. Lítið inn - alltaf heitt á könnunni. Stjórnin. Akranes kosningaskrifstofa Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa í Sjálfstæðishúsinu, Heiðar- gerði 20. Starfsmaður Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Opið fyrst um sinn frá kl. 14-17 virka daga. Fólk er hvatt til þess að líta inn. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík Fulltúaráðsfundur verður að Hringbraut 92, efri hæð fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20.30. Fundarefni: Fjármál - húsnæðismál - stefnu- skrá. Mætum vel og stundvíslega. Stjoirn fulltrúaráðsins. Sjálfstæðisfélagið Óðinn Selfossi boöar til almenns félagsfundar í nýja Sjaitstæoishúsinu á Austur- vegi 38, Selfossi, þriðjudaginn 24. apríl nk. og hefst hann kl. 20.30. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga kynna stefnuskrána og ræða málefni bæjarins. Félagar hvattir til að mæta stundvísle-ia og taka virkan þátt í kosn- ingabaráttunni. Stjórn Óðins. Félagslíf I.O.O.F. Rb.1 = 1394248-9.0. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS □ EDDA 59902447 - 1 □ HAMAR 59904247 - Lokaf. □ SINDRl 59902447 - Lf. □ HELGAFELL 59904247 VI 2 Flóamarkaður verður í sal Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2, í dag og á morg- un miðvikudag. Opiö kl. 10.00- 17.00 báða dagana. Mikið úrval af góðum fatnaöi. Komið og gerið góð kaup. ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Myndakvöld miðviku- daginn 25. apríl Á miðvikudaginn verður mynda- kvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Hjálmar Bárðarson mun sýna myndir úr bók sinni „Hvítá frá upptökum til ósa". Sýndar verða bæði lit- og svarthvítar skyggnur ásamt kortum og teikningum. Þetta verður því óvenju áhugaverð og fræðandi myndasýning. Tengist hún ferð- um sem Ferðafélagið skipulegg- ur I ár, m.a. síðari hluta afmælis- göngunnar og gönguleiðinni frá Hvítárnesi til Hvergvalla. Kaffi- veitingar í umsjá félagsmanna í hléi. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Aðgangur kr. 200.-. AD-KFUK Afmælisfundur KFUK í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2b. Fjöl- breytt dagskrá. Inntaka nýrra meðlima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.