Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 91.tbl. 78. árg.__________________ '________________ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíuhreinsimarstöd- inni í Litháen lokað Vilnius. Reuter. BYRJAÐ var að loka einu olíu- hreinsunarstöð Litháens vegna skorts á hráolíu í gærmorgun, fimm dögum eftir að sovésk Króatía; Þjóðernis- sinnar búast við stórsigri Zagreb. Reuter. ÞJÓÐERNISSINNAR virtust í gær ætla að binda enda á 45 ára alræði kommúnista í júgóslavneska lýðveldinu Króatíu með stórsigri í þing- kosningunum sem fóru þar fram á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til þess að Króatíska lýðræðissambandið, flokkur þjóðernissinnaðra hægrimanna, fengi meirihluta þingsæta. „Eg er viss um að 70 af hundraði frambjóðenda okkar bera sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna. Við erum þegar farnir að huga að myndun stjórnar án samstarfs við aðra flokka,“ sagði Jusig Manolic, varaformaður flokks- ins. Leiðtogi flokksins, Franjo ■ Tudjman, hefur lofað að beita sér fyrir aukinni sjálfstjórn Kró- atíu og jafnvel aðskilnaði frá Júgóslavíu. Hann hefur krafist landsvæða af nágrannalýðveld- inu Bosníu-Herzegovínu og átt í deilum við leiðtoga Serbíu, stærsta lýðveldisins, sem vilja halda í miðstýringu frá Belgrað. Umbótasinninn Milan Kucan, frambjóðandi kommúnista, var kjörinn forseti nágrannalýðveld- isins Slóveníu í kosningum á sunnudag. Embættið er valda- lítið en kosningabandalag hægri- og miðflokka bar sigur úr býtum í þingkosningum í lýð- veldinu fyrir tveimur vikum. stjórnvöld stöðvuðu olíuflutninga til hennar. Bílaumferð hefur minnkað veru- lega í Litháen frá því sovésk stjórn- völd gripu til efnahagsþvingana gegn Litháum. Tekin hefur verið upp skömmtun á bensíni og fær hver bílstjóri aðeins 30 lítra á mán- uði. Talið er að fleiri verksmiðjum verði lokað á næstu dögum vegna hráefnisskorts og verður þá starfs- mönnum þeirra að öllum líkindum sagt upp. Arkadíj Maslenníkov, talsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs, sagði að sov- ésk stjórnvöld væru ekki að reyna að knésetja Litháa og myndu ekki fara fram á að þeir drægju sjálf- stæðisyfirlýsinguna frá 11. mars til baka. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, fagnaði þessari yfirlýsingu og sagði að tekið yrði tillit til hennar þegar Bandaríkja- stjórn tæki ákvörðun um hvernig bregðast skyldi við efnahagsþving- unum Sovétmanna. Clayton Yeutt- er, landbúnaðarráðherra Banda- ríkjanna, útilokaði í gær að bann yrði lagt við kornsölu til Sovétríkj- anna. Sjá: „Greinum ekki á milli ...“ á bls. 22. Þýsku ríkin; Keuter Skálmöld íNepal fjórir menn biðu bana í Kathmandu, höfuðborg Nepals, í gær er lögregla hóf skothríð á reiða mótmælend- ur, sem höfðu ráðist á tugi lögreglumanna og orðið að minnsta kosti tveimur þeirra að bana. Á myndinni sjást mótmælendur sparka í lögreglumenn en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að grafa undan bráða- birgðastjórninni, sem tók við völdum í landinu fyrir fimm dögum. Mótmælendur gengu berserksgang um götur borgarinnar í um átta klukkustundir. Útgöngubann var sett í höfuðborginni vegna óeirðanna og var lögreglunni heimilað að skjóta á þá sem virtu það að vettugi. Mörkín lögð aðjöfiiu gagnvart almenningí Bonn. Keutcr. VESTUR-þýska stjórnin lét í gær undan kröfúm Austur-Þjóðveija og samþykkti að breyta launum, ellilífeyri og að hluta næstum verðlausu, austur-þýsku sparifé í vestur-þýsk mörk á genginu einn á móti einum. Austur-þýska stjórnin hefúr fagnað þessari ákvörðun en vestur-þýski seðla- bankinn hefúr varað við vaxandi verðbólgu í kjölfar hennar. „Ákvörðun stjórnarinnar er til marks um, að hún telur sig ábyrga fyrir efnahagslegri og félagslegri þróun í báðum hlutum Þýskalands og stöðugleika marksins," sagði Dieter Vogel, talsmaður vestur- þýsku stjórnarinnar, en þegar tíðind- Hamborgarar á afinæli Leníns Moskvu. Frá Páli Þórliallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „VIÐ stóðum i þrjá klukkutíma í biðröðinni eftir hamborgaranum en það var þess virði,“ sagði kona um fertugt er hún kom út af McDonalds-hamborgarastaðnum við Púshkín-torg í miðborg Moskvu um kvöldmatarleytið á sunnudag ásamt dóttur sinni og móður. Það er sagt að eftir að McDonalds-staðurinn var opnaður hafi biðröðin við grafhýsi byltingarleiðtogans Vladímírs Leníns á Rauða torginu styst. Það kom einnig í þ'ós á sunnudag er haldið var hátíðlegt að 120 ár voru liðin írá fæðingu Leníns að biðröðin við hamborgarastaðinn var lengri en við grafhýsið. Biðröðin á Púshkíntorgi var á að giska 500 metra löng á þessum hátíðisdegi. Það má því nærri geta að bitinn hafi verið vel þeginn og mátti sjá marga rogast út með hamborgara og annað góðgæti í stórum bréfpokum. „Þetta mætti nú vera aðeins ódýrara," sagði konan. „Ég borgaði 36 rúblur fyr- ir okkur þijár sem er þriggja daga kaup.“ Þótt ásóknin í vestræna skyndi- bitann vekti athygli aðkomu- mannsins kom ekki síður á óvart hversu mikið var gert úr afmæii Leníns. Víða á opinberum bygging- um voru stórar myndir af leiðtog- Frá McDonalds-hamborgarastaðnum í Moskvu. Reuter anum og dagblöðin undirlögð af minningarorðum um hann. Þó sagði fréttamaður sovéska sjón- varpsins að í fyrsta skipti í manna minnum hefði ekkert minnismerki verið afhjúpað á afmælisdegi Leníns. „1 dag heldur hver maður upp á þennan dag eins og samvisk- an býður honum," bætti frétta- maðurinn við. Hann lét þess og getið að Lettar hefðu fremur kosið að halda upp á Dag jarðarinnar í stað þess að helga hann minning- unni um Lenín. in spurðust féll gengi marksins nokkuð og verð á vestur-þýskum hlutabréfum lækkaði einnig. Seðlabankinn vestur-þýski vildi, að goldið yrði eitt vestur-þýskt mark fyrir tvö austur-þýsk að undanskil- inni takmarkaðri sparifjárupphæð en Bonnstjórnin ákvað að kaupa allt sparifé upp að 4.000 mörkum á nafnverði. Volker Rúhe, fram- kvæmdastjóri Kristilega demókrata- flokksins, CDU, flokks Kohls kansl- ara, sagði í gær, að samkvæmt þessu gætu hjón með tvö börn breytt 16.000 austur-þýskum mörkum (um 580.000 ísl. kr.) í jafn mörg vestur- þýsk og fengju eitt fyrir tvö að auki. Ríkisstjórn de Maizieres hefur einnig farið fram á, að launa- og eftirlaunagreiðslur til Austur-Þjóð- veija verði hækkaðar til að vega upp á móti minni niðurgreiðslum en Bonnstjórnin er treg til þess. Óttast hún, að það gæti riðið austur-þýsk- um fyrirtækjum að fullu. Launatekj- ur Vestur-Þjóðveija eru nú þrisvar sinnum meiri en bræðra þeirra í austurhlutanum jafnvel þótt mörkin séu lögð að jöfnu. Skuldum austur-þýskra fyrir- tækja verður breytt á genginu eitt mark á móti tveimur en þar sem þau eru flest skuldum vafin væri það í raun þeirra hagur, að raunverulegt gengi, um eitt á móti fimm, fengi að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.