Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 1
LES NEGRESSES VERTES 12-13 ALLT TIL ANDSKOTANS A MORGUN! 6-7 SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 BLAÐ SUMARIB1936 TÖKU BRESKU SKÁLDIN W.H. AUDEN 06 LOUIS MACNEICE SÉR FERDÁHENDUR TIL ÍSLANDS. Á SAMA TÍMA VORU NOKKRIR AF ÞEIRRA NÁN- DSTU VINUM AD SFINNA EINN ÞÉTTRIDNASTA VEF FUBDR- LANDSSVIKAÍ SÖGU DRESKU ÞJÚÐARINNAR. eftir Svein Guðjónsson LÍFIÐ í höfuðstað sögueyjunnar norður í Dumbshafi erfremur fábrotið þessa sumardaga 1936. Áhrifa kreppunnar miklu gætir enn og daglegt lif bæjarbúa snýst aðallega um brauð- stritið og að eiga til hnífs og skeiðar frá degi til dags. Menn- ingarlif í slíkum bæ er að vonum ekki fjölskrúðugt, en þó eru bókmenntir í heiðri hafðar samkvæmt aldalangri hefð í landinu. Það vekur þvíforvitni bæjarbúa þegartvö ungskáld úr iandi Shakespeares ganga á land við komu Dettifoss frá Hull í byrjun sumars. Skáldin ungu, W.H. Auden og Louis MacNeice, hafa yfir sér framandi fas ungra menntamanna og heimsborgara úr háborg lærdóms og menningar á Eng- landi, Oxford. Það kvisast líka fljótt út að þeir séu hingað komnir til að skrifa bók um land og þjóð og fyrir bragðið njóta þeir velvildar bæjarbúa, ef til vill umfram það sem gerist og gengur með útlendinga. Hitt vita færri, að það er fleira en skáldgyðjan sem tengir þessa ungu menn traustum böndum, þar sem við sögu koma forboðnar ástir og róttækar stjórn- málaskoðanir. Þeir Auden og MacNeice fara raunar ekkert í felur með stjórnmálaskoðanir sínar og öllum má vera Ijós samúð þeirra með stjórnarháttum Stalíns í Ráðstjórnarríkjun- um. En þeir eru sjálfsagt fáir, sem láta það hvarfla að sér að hér séu elskendur á ferð, enda sjaldnast talað upphátt um slíka hluti í þessu norðlæga kotríki á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.