Morgunblaðið - 27.05.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.05.1990, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 mann sem ferðafélaga. Ég kastaði fram einni af þessum grófu hending- um: When baby’s cries grew hard to bear I popped him in the Frigidaire. I never would have done so if I’d know that he’d be frozen stiff. My wife said „ George, I’m so unhappé, Our darling’s now completely frappé.“ „Eftir tuttugu mínútur hafði pilt- urinn snarað vísunni, sem er að því ég best fæ séð vel frambærileg út frá bókmenntalegu sjónarmiði," seg- ir Auden: Grenjar kenja krakkinn minn ég kasta honum í snjóskaflinn. Ég þetta meðal fljótast finn, þá frýs á honum kjafturinn. En siðan kveinar kerlingin, að króknað hafi anginn sinn. Skólapilturinn, sem Auden nefnir hér til sögunnar, hefur að öllum líkindum verið Ragnar Jóhannesson, síðar kennari og skólastjóri á Akra- nesi, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Auden nefnir hann með nafni í bókinni og getur sérstaklega hag- mælsku hans. Sjálfur hefur Ragnar lýst þessu ferðalagi í tímaritsgrein fyrir allmörgum árum. Bók þeirra Auden og MacNeice, „Bréf frá íslandi", er bráðskemmti- leg aflestrar ekki síst vegna þess hversu vel hún lýsir tíðarandanum hér á landi á fjórða áratugnum og hvernig lífíð hér kemur útlendingum fyrir sjónir, svo og hugleiðingum þeirra félaga um lífið og tilveruna. Kaflana stíla þeir til nokkurra vina sinna og í þeim síðasta, ljóðinu „Their Last Will and Testament", sem þeir setja upp sem eins konar erfðaskrá, eru leyndardómsfullar til- vitnanir til ýmissa þekktra persóna og stjómmálamanna frá þessum tíma, svo og til vina þeirra og kunn- ingja. MacNeice arfleiðir þar meðal annars fornvin sinn, Anthony Blunt, að eintaki af verkum Karls Marx, 1.000 sterlingspundum á ári ogmynd eftir Holman Hunt: Sir Anthony Blunt, eftirlitsmaður með málverkasafni krúnunnar, ásamt hennar hátign Elísabetu II Bretadrottningu í saftihúsinu árið 1959. Item I leave my old friend Anthony Blunt A copy of Marx and £1.000 a year And the picture of Love Locked Out by Holman Hunt Á meðan á íslandsferðinni stóð hafði MacNeice reyndar hugsað til Blunt vinar síns og sent honum gáskafengið póstkort með mynd af „innfæddum pilti“ og þessum tvíræðu skilaboðum: „Maður, sem ekki viil láta nafns síns getið, sendir Kings (College) afar fallegan hlut í október á þessu ári. Nafnið er Imp- ey.“ - Menn hafa getið sér þess til, að þetta kort, svo og tilvitnunin í „Their Last Will and Testament“, þar sem Blunt er opinberlega bendl- aður við marxisma, bendi til að vin- skap þeirra MacNeice og Blunts hafi verið lokið þegar hér var komið sögu. Ef til vill var MacNeice afbrýðisamur því að á þessum tíma stóð Blunt í ástarsambandi við Guy Burgess og sitthvað fleira munu þeir hafa brallað um þessar mundir, eins og síðar kom í Ijós. Síðasta bréf sem vitað er til að MacNeice hafi sent Blunt er dag- sett 31. október 1936 og eftir það nefnir hann Blunt aldrei á nafn í skrifum sínum. En Blunt sat ekki auðum höndum þessa dagana og næstu ár á eftir og skal nú sögunni vikið til háskólabæjarins Cambridge á Englandi. Samfélag postulanna Það er fundur í „Samfélagi post- ulanna", félagsskap innvígðra há- skólamanna í Cambridge. Umræðu- efnin eru heimspeki og stjómmál á líðandi stundu, uppgangur nasism- ans í Þýskalandi og hvemig best sé að spoma við þeirri ógnvænlegu þró- un sem á sér stað þar í landi. Af málflutningi sumra má ráða að kenn- ingar Marx séu eina von mannkyns- ins og stjórnkerfi kommúnista í Sov- étríkjunum sú bijóstvörn sem best muni duga á þessum viðsjárverðu tímum. Þessar skoðanir eiga tals- verðu fylgi að fagna þótt menn séu engan veginn á einu máli í þessum efnum. Til að komast í hóp „postulanna" þurfa menn að hafa sannað ágæti sitt með einhverjum hætti — hafa sýnt fram á „andlega yfirburði" og í hópi þeirra sem hallast að því að hjá Karli Marx sé að finna svar við vandamálum mannlegs lífs eru menn, sem margir hveijir hafa getið sér orð fyrir afburða námsárangur í Cambridge á umliðnum árum. Þar má meðal annars finna skáldið Hugh Sykes Davies, listunnandann Ant- hony Blunt, stærðfræðisnillinginn Alister Watson, hugsjónamennina Julian Bell, L.H. Long, J.P. Astbury, Andrew Cohen, P.D. Proctor og Ric- hard Llewellyn-Davies. í þessum hópi er líka Guy Burgess, maður með geislandi persónutöfra þrátt fyr- ir fremur ruddafengna framkomu, sem afleiðingu af ótæpilegum drykkjuskap og lítt dulinni samkyn- hneigð. Slík hreinskilni var þó fátíð á þessum árum því ekki einasta var samkynheigð talin siðferðilega svívirðilegt athæfí að almenningsáliti heldur einnig bönnuð með lögum að viðlagðri þungri refsingu. Það hefur þó lengi verið opinbert leyndarmál í Bretlandi, að undir sléttu og felldu yfirborðinu hafi sam- kynhneigð þrifist í talsverðum mæli meðal menntaskóla- og háskólastúd- enta, enda hafi skólakerfið, með að- skildum heimavistarskólum fyrir telpur annars vegar og drengi hins vegar, beinlínis stuðlað að einhverri reynslu af slíku tagi. Menn ættu samt að varast allar alhæfingar í þeim efnum þótt hitt sé ljóst, að á fjórða áratugnum virðist hómósexsú- alismi hafa verið býsna algengur í háskólabæjunum Oxford og Cam- bridge og því hefur verið haldið fram, að á tímabili hafi slíkar tilhneiginar beinlínist liðkað til fyrir mönnum að komast í „Samfélag postulanna" í Cambridge. í upptalningunni hér að framan höfum við áþreifanleg dæmi um menn sem heimfæra má þá kenn- ingu upp á og það er einnig athyglis- vert að fjórir úr þessum hópi, Blunt, Burgess, Watson og Long urðu síðar uppvísir að njósnum í þágu Sovétríkj- anna og aðrir þrír, þeir Llewelyn- eftir Svein Guðjónsson ORÐRÓMUR UM stórfellda svikastarfsemi innan bresku stjórnsýslunnar, einkum í utanríkisþjónustunni og leyni- þjónustunni, hafði lengi verið á sveimi áður en nokkuð var aðhafst að gagni. Það var eins og ménn vildu ekk- ert af þessu vita ogsumum vísbendingum var beinlínis stungið undir stól. I því sambandi hafa menn gert því skóna að háttsettir embættismenn hafi verið viðriðnir njósnir í þágu Sovétríkjanna allt frá miliistriðsárunum og í Bandaríkjunum höfðu menri talsverðar áhyggjur af þessari þróun. Þar í landi var stundum haft í ftimting- um að besta ráðið til að koma upplýsingum til Sovét- manna væri að segja Bretum firá þeim. Seint á fimmta áratugnum þótti sýnt að við svo búið mátti ekki standa og eftir að nokkrar trúverðugar vísbendingar um alvar- legan leka höfðu komið upp á yfirborðið hófst eftir- grennslan sem fljótlega tók að bera árangur, þótt vissu- lega hefði mátt standa þar betur að málum, eins og síðar hefur komið á daginn. Blunt slappar af yfir glasi eftir blaða- mannafundinn 1979, þegar hann hafði ver- ið sviptur ærunni og aðalstign. Flóttinn til Moskvu Snemma á sjötta áratugnum höfðu böndin borist að tveimur starfsmönn- um utanríkisþjónustunnar, þeim Guy Burgess og Donald Maclean, en sá síðarnefndi var um skeið sendiráðs- ritari í breska sendiráðinu í Washing- ton og bjó meðal annars yfir mikil- vægum upplýsingum hvað varðaði samskipti landanna í öryggismálum og kjarnorkumál. Með ótrúlegum klaufaskap klúðraði breska leyni- þjónustan framkvæmdinni við hand- tökuna með þeim afleiðingum að þeir Burgess og Maelean gengu henni úr greipum og tókst að flýja til Sovétríkjanna í maí 1951. Sagan segir að jafnvel þótt Kim Philby, sem var háttsettur innan MI6 deildar bresku leyniþjónustunnar, hafi varað þá við hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir flótta þeirra hefðu starfsmenn bresku leyniþjónustunn- ar verið látnir vinna um helgi. í stað þess að handtaka Burgess og Macle- an á föstudegi ákvað MI5 að bíða þangað til á mánudag, en þá voru fuglarnir flognir. Þegar hér var kom- ið sögu hafði grunur einnig fallið á þá Philby og Blunt en þeim tókst að sannfæra menn um sakleysi sitt og það var ekki fyrr en áratug síðar að þeir voru afhjúpaðir. Fljótlega eftir flótta þeirra Burg- ess og Macleans fóru að hlaðast upp vísbendingar um stórfellda mold- vörpustarfsemi innan bresku leyni- þjónustunnar en einhverra hluta vegna var þeim að mestu stungið ■undir stól. í ljósi þess sem síðar kom á daginn hafa menn að vonum velt því fyrir sér hvers vegna yfirmenn leyniþjónustunnar brugðust svo seint og illa við þessum visbendingum og í framhaldi af því hafa getgátur ver- ið uppi um að jafnvel hinir hæst settu yfirmenn þjónustunnar hafi verið flugumenn Sovétmanna á þessum tíma. Um tíma lágu bæði sir Roger Hollis, yfirmaður MI5, og aðstoðara- maður hans, Graham Michell, undir grun, en við yfirheyrslur tókst þeim báðum að hreinsa sig af öllum áburði. Ekki voru þó allir sáttir við þau Philby (í miðið) ásamt enn ein- um njósnara Sovétmanna, George Blake, við útimálsverð á sveitasetri Philbys skammt fyrir utan Moskvu. Fimmta kona hans (rússnesk) og kona Blakes eru einnig á myndinni. Philby var boðinn velkominn til Sovétríkjanna yfir þvera forsíðu dagblaðsins Isvestia. í fyrir- sögn segir: „Halló, félagi Philby.“ málalok, þar á meðal njósnaveiðarinn Peter Wright. Ein þeirra vísbendinga sem tengdi Blunt við Cambridge-njósnahringinn kom frá rithöfundinum Christopher Isherwood, þeim hinum sama og W.H. Auden tileinkaði kvæði sitt „Ferð til íslands“ og prentað var í títtnefndri reisubók þeirra Audens og MacNeices, „Letters from Ice- land“. Vegna slælegrar frammistöíu bresku leyniþjónustunnar ákvað alríkislögreglan bandaríska, FBI, að kanna ítarlega öll hugsanleg tengsl innan Bandaríkjanna við þá Burgess og Maclean, strax eftir flótta þeirra 1951. Ritari í breska sendiráðinu, sem unnið hafði fyrir Burgess, minntist þess við yfirheyrslu að Burgess hefði nokkrum sinnum haft samband við rithöfundinn Christoph- er Isherwood sem þá var búsettur í Los Angeles. Isherwood, sem er þekktastur fyrir að vera höfundur skáldsögunnar „Goodbye to Berlin", sem er fyrirmynd söngleiksins „Cab- aret“, hafði flutt til Bandaríkjanna frá Englandi árið 1939 ásamt góð- kunningja okkar, skáldinu W.H- Auden. Fylgir það sögunni, að hvor- ugur þeirra hafi gert hina minnstu tilraun til að leyna kynferðislegu sambandi sínu eða vinstri sinnuðum stjórnmálaskoðunum í nýjum heim- kynnunum. Christopher Isherwood

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.