Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
C 7
harðræði sem var næstum búið að
ganga af þjóðinni dauðri."
Endalok hinnar gömlu
bændahugsjónar
„Ég hef verið að vinna við þýð-
ingar að undanförnu," hélt Böðvar
áfram, „og svo hef ég verið að basla
við að skrifa skáldsögu. Það hef
ég ekki gert fyrr, en síðustu mánuð-
ir hafa farið í það verk. Sagan fjall-
ar um efnivið sem mig hefur lengi
langað að glíma við, fólkið úti á
landsbyggðinni. Ég þekki þetta vel
frá mínum heimahögum, endalok
hinnar gömlu bændahugsjónar, sem
er orðin að vonleysispuði, hart líf
og langur vinnudagur með litilli
gleði. Þá er nú til lítils barist ef það
er ekkert til að hressa upp á
mannlífið. Eitthvað byggi ég á
minni reynslu og því sem ég hef
séð. Hitt er að fremur má segja að
ég sé að læra að skrifa skáldsögu
og það kostar miklar sveiflur og
átök. Stundum langar mig helst að
henda öllu í ána og ritvélinni á eft-
ir. Fyrir skömmu kom út eftir mig
heima ljóðakver, en ég hef lítið
gert að því í langan tíma að yrkja
söngtexta. Yrkingarnar koma
svona í gusum, en því miður hefur
vísnagerð setið á hakanum vegna
þess líklega að hér er enginn vett-
vangur fyrir vísnakvöld."
Mig hlýtur að hafa dreymt
þessa vísu
Ég hermdi upp á Böðvar vísuna
landfleygu sem hann orti um Olaf'
Ragnar Grímsson þegar honum
skaut á sínum tíma fremur hratt
upp á stjörnuhimin Alþýðubanda-
lagsins: Uti í skafli flokkur frýs, /
fána sviptur rauðum. / Ólafur
Ragnar Grímsson grís / gekk af
honum dauðanum.
„Mig hlýtur að hafa dreymt þessa
vísu, ég hefði aldrei getað ort svona
sjálfur," svaraði Böðvar og brosti.
„Ég var nú með Ólafi Ragnari í skóla
og hann sýndi f ljótt á sér þá hlið sem
menn verða nú að búa við. Við sömd-
um stundum revíur og þá var Ólafur
Ragnar gjarnan til dæmis bæði for-
sætisráðherra og útvarpsstjóri, því
hann vildi fljótlega stjórna öllu og
öllum. Annars er það úr uppeldinu
að kveða fast að orði. Maður er alinn
upp við það að allt sé að fara til
andskotans. Bændur á Hvítársíðunni
voru alveg vissir um það að á morg-
un færi allt til andskotans, hvern
einasta morgun. Á fullorðinsárum fer
maður að velta því fyrir sér hvort
það sé bara ekki þokkalega gott
ástand að vera að fara til_ andskot-
ans. Laklega er það rétt að Islending-
ar hafa lifað um efni fram, en þeir
kunna þjóða best að skulda í fram-
kvæmdum. Ég hef hins vegar lítið
fylgst með þessum daglegu tilþrifum
heima upp á síðkastið, en það er víst
að atvinnuleysi er það allra versta
sem nokkur þjóð getur lent í.“
Ég spurði Böðvar að því hvað
hann segði um ummæli úr vinahópi
hans að hann væri að upplagi og
gerð eins og margir tærir og sannir
sveitamenn, en hefði lent í kaupstað-
arferð og ekki náð áttum.
„Það er sennilega ekki alveg rangt
að ég hafi farið í kaupstaðarferð og
lent í villum. Kyrrstaðan í sveitinni
er svo ótrúleg og heimurinn utan
þess hrings er svo óendanlega langt
í burtu. Eg var 9 ára þegar ég svaf
fyrst utan heimilis. Nú eru börnin á
faraldsfæti miklu fyrr, en í því sem
ég vinn þá er ég í rauninni að vinna
heima, því heimaslóðin er svo rík í
mér þótt maður verði auðvitað aldrei
ósnortinn af því umhverfi sem maður
er í hverju sinni. En ég hef vissulega
sveitamannslegt mat á verðmætum
og er seinn að tileinka mér nýjung-
ar, því ég er mjög tortrygginn gagn-
vart nýjungum. Eg hugsa að ég sé
síðasti rithöfundurinn á landinu sem
vinn á ritvél. Mér líka svo vel tengsl-
in við gamla tímann.
í ársbyijun fór ég heim til Is-
lands í tvennum tilgangi, með
fullfrágengið bókarhandrit og til
þess að reka smiðshöggið á leikritið
um ævi Tryggva Emilssonar. Ég
tók að mér að skrifa leikgerð um
ævi Tryggva fyrir Leikfélag Akur-
eyrar og það hafði lengi verið mér
tilhlökkunarefni að koma heim og
þá ekki síst til Akureyrar. Þar átti
ég heima í 6 ár og næst því að
vera Borgfirðingur er ég Akur-
eyringur. Það er góður staður, gott
fólk, óskaplega mikið af góðu fólki
og ekki er það verra að náttúran í
kring um Akureyri er svo fögur.
Um bókarhandritið sem ég hafði
með heim til þess að sýna útgef-
anda er það að segja að málið gekk
upp og Iðunn mun gefa út bókina
Bændabíti sem fjallar um misjafnt
hlutskipti bændastéttarinnar og
bændasamfélagsins. Um þessar
mundir vinn ég að þýðingum fyrir
Ríkisútvarpið hvern dag frá morgni
og til síðdegis, en þá fer ég út að
hlaupa í mig langlífi og lífsham-
ingju og einnig til að bjarga buxna-
strengnum því það var óskaplega
óheppiieg blanda að fara eftir jólin
í Danmörku í þijár vikur til íslands
í hangikjötið, hákarlinn, pönnukök-
urnar og allt hið góða.“
Langt frá því að íslensk þjóð
sé að verða ólæs
„Nei, ég er ekki með leikrit í
smíðum. Eg byijaði að vísu á einu
sl. vor, en hætti eftir viku og síðan
hefur það verið lokað niðri í skúffu.
Það er erfitt að skrifa leikrit nema
það sé beðið eftir því og maður sé
þannig í slagnum. Það er einnig er-
fitt að skrifa leikrit sem verður gð
liggja í 3-4 ár í bið eftir skoðun. Ég
er svolítið ragur við að skrifa leikrit
af þessum ástæðum, því maður hefur
ekki efni á að skrifa allt of mikið
efni fyrir handritageymslur hjá bó-
kaútgefendum. Það er einnig vissu-
lega svolítill fjötur um fót varðandi
tengsl við bókaútgefendur að búa
erlendis, því okkar ágæta þjóð tekur
ekki mark á sendibréfum, eins og
þú veist, því maður fær aldrei svar.
Ágætur Ámeríkani sagðist vera bú-
inn að finna ráð til þess að fá íslend-
inga til þess að svara sér. Ráðið
væri að senda telefax, því strax
næsta dag væri óbrigðult að það
kæmi svar, því íslendingar væru svo
hrifnir af tækninýjungum. Ætli það
væri ekki ráð að senda nýju bókina
mína heim á telefax, þá kæmi hún
líklega út daginn eftir. Kannski er
maður bara óþolinmóðari í fjarlægð-
inni, en mér sýnist þó að bókaútgáfa
á íslandi sé af þeim krafti að það
sé langt frá því að þessi þjóð sé að
verða ólæs. Ennþá er þó þetta undar-
lega fyrirkomulag að ekki er hægt
að gefa út bók nema á haustin. Það
er gott að lesa á vetrum, það segir
sig sjálft, því það er nóg annað að
gera við hugann á björtum sumar-
nóttum.“
íslendingar eiga að efla
púlsinn utan frá
í stað einángrunar
Við vikum talinu að þeim hræring-
um sem eiga sér stað um þessar
mundir í stjórnmálum á heimsvett-
vangi.
„Margrét Thatcher er ægilega klár
stjórnmálaleiðtogi og hún virðist
hörð í því að sporna gegn því að
Efnahagsbandalagið eyðileggi
breska stílinn. Það er skemmtilegt
að fylgjast með baráttu hennar gegn
því að embættismenn og peninga-
stofnanir semji öll mikilvægu frum-
vörpin fyrir stjórnmálamenn. Hún
vill að þeir sem hafa valdið frá kjós-
endum vinni þessi verk af fullri
ábyrgð og neitar til dæmis að bank-
ar í Brussel eða Sviss verði látnir
ráða ferðinni í stefnu efnahagsmála.
Þá hefur það verið ævintýralegt að
upplifa breytingamar í Austur-
Evrópu þetta haust, Mér finnst stór-
kostlegt að upplifa á stuttum tíma
allt það sem gerst hefur, hvernig
hrunið á sér stað. í apríl 1968 var
skellt á Vorið í Prag. Það kostaði
Tékkóslóvakíu 20 ár í þróun og Aust-
ur-Þjóðveijar voru farnir að líta á
múrinn sem eðilegan hlut. Gorbatsjov
hefur séð hvað var að gerast í Sov-
ét. Þetta kerfi gekk fyrst eftir stríð,
en síðan hefur verið þessi glæpa-
starfsemi sem yfirgekk amerísku
kreppuárin og félagslega réttlætið
varð verra en franska byltingin.
Sennilega hefur Gorbatsjov tekist að
koma í veg fýrir borgarastríð í Sov-
étríkjunum, en þróunin er hafin og
henni verður ekki snúið við aftur.
Hins vegar eru þjóðernishreyfing-
amar ótrúlegar og kemur ekki til
af góðu. Mál vom lokuð inni í
sprengjuheldum skápum en þegar
rifurnar opnast flæðir allt út. Ég er
mjög sáttur við þá þróun mála sem
er í heiminum og maður verður ham-
ingjusamur þegar maður hugsar um
það og sér hvað kalda stríðið var
óeðlilegt og hindraði alla eðlilega
hugsun. Við íslendingar þurfum _að
huga að mörgu. Þjóðerniskennd ís-
lendinga er sterk eins og hjá öllum
eyþjóðum. Þrátt fyrir alla tækni er
ísland eyja langt úti í Atlantshafi
og jafnvel Englendingar hugsa líka
eins og eyjamenn. Þjóðernisrembing-
ur er hins vegar af hinu illa. Menn
geta haft metnað fyrir hönd þjóðar
sinnar, en fyrst og fremst verða
menn að vera menn á eigin verðleik-
um. Tungumál okkar er bæði styrkur
og veikleiki. Það er á sinn hátt fjöt-
ur um fót að vera fæddur í íslensku
málsamfélagi og þurfa að læra öll
þessi mál. Það er þægilegt að vera
Breti eða Bandaríkjamaður með allt
tal á ensku. Jafnvel Frakkar eiga í
miklum erfiðleikum þótt þeir skilji
það ekki sjálfir, eða vilji ekki skilja
það. Það er skemmtilegt viðfangs-
efni, menningarlega, íslenska sam-
félagið, hvernig hægt er að gera allt
sem við gerum eins fá og raun ber
vitni. Ég held að það sé grundvallar-
atriði fyrir íslendinga til þess að
halda sérkennum sínum, að efla
tungumálakennslu, ef la púlsinn utan
frá í stað einangrunar. Það hefur
einnig mikla þýðingu efnahagslega
og markaðslega. Öruggasta leiðin til
þess að fá vinnu í öllu atvinnuleysinu
í Danmörku um þessar mundir er
að kunna tungumál, ekki ensku og
þýsku, heldur ýmis önnur mál og
hvað verður nú með þróunina í Aust-
ur-Evrópu þegar markaðirnir opnast
þar, þá þarf fólk með tungumála-
kunnáttu til þess að selja framleiðslu
frá Vestur-Evrópu. Styrkur íslend-
inga á að vera að keyra fast fyrir
opnum tjöldum, en standa vel að
okkar sérkennum. Norræna sam-
vinnan er af hinu góða, en við þurf-
um í öllu að veija og rækta okkar
sérkenni.
ERT ÞÉ í HÍISGAGKALEIT?
Ný sending af sófasettum og hornsófum
í áklæði, leðri eða leðurlúx.
Glæsileg húsgögn á hagstæðu verði.
Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75
6LÆSILEGT 2JA ÁRA FISKISKIP TIL SÖLII
M.S. Lisa Maria T-12-T Tromsö, Noregi, DNV +1A1,
37,5 metra línu og netaveiðiskip, byggt 1988, Portúgal,
með 32.000 króka autoline-búnaði, frystingu 24 tonn/24
tíma, fullkominri vinnslubúnaður (Baader) fyrir heilfryst-
ingu, flakafrystingu og saltfiskvinnslu. Aðalvél 1100 hest-
öfl. Skipsskrokkur hannaður til breytinga í togveiðiskip.
Nánari upplýsingar gefa:
Halfdan Eilertsen, Tromsö, Noregi, sími 9047-83-85530,
Úlfar Ármannsson, Vélorka, Reykjavík, sími 621222, hs.
52245.
Christiania Bank og kredidkasse,
Grönnegt 80, Tromsö, Norge.
ÚTSÝNISHÚS
Á ÖSKJUHLÍÐ
verður til sýnis almenningi
sunnudaginn 27. maí fró il 14,00-17.00.
Hilaveilo Reykjavíkur