Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
Þórólfiir Baldvin
Hilmarsson — Minning
Fæddur 23. maí 1972
Dáinn 16. maí 1990
Það er komið kvöld, vinnudegi
lokið og annar bíður eftir okkur að
morgni. Klukkan losar miðnættið,
úti berjast sumar og vetur í grá-
móskulegu frostinu, vetur konung-
ur reynir enn að halda völdum með
klóm sínum.
Dyrabjallan glymur, á tröppun-
um stendur séra Bjöm og segir
okkur þær hörmulegu fréttir að
bróðursonur minn, Þórólfur Baldvin
Hilmarsson, sé látinn. Það er eins
og veturinn í dauðateygjunum grípi
um hjarta mitt og kremji það mis-
kunnarlaust saman.
Þessi ungi piltur, sem kvaddi
okkur fyrir þremur dögum, fullur
af gleði og tilhlökkun. Nú átti að
halda á erlenda grundu og fagna
velheppnuðum prófum. Til útlanda
hafði Tóti aldrei komið áður. Tóta
vannst aldrei tími til að skoða hinar
fögru lendur Spánar. Strax á fyrsta
degi, er honum kippt í burtu frá
okkur í einu af hinum voðalegu slys-
um. Enn eitt af glæsilegum ung-
mennum okkar íslendinga fallið í
valinn nú á örskömmum tíma. Mað-
ur spyr almættið hvers vegna, en
fær ekkert svar. Ég spyr aftur al-
mættið af hveiju allt þetta unga
fólk, meðan sjúk gamalmenni, södd
lífdaga biðja Himnaföðurinn dag
eftir dag og ár eftir ár, að taka sig
til sín. Hinir öldruðu fá ekkert svar
og það fæ ég ekki heldur.
Þórólfur eða Tóti eins og hann
var oftast kallaður, vorbarnið okk-
ar, var velgefinn myndarpiltur, og
hefði orðið átján ára 23. maí, ef
hann hefði lifað. Tóti var allur í
mótorsporti og áttu vélsleðar og
vélhjól mikil ítök í honum. Einnig
spilaði hann á píanó og hljómborð
enda mjög músíkalskur. Tóti samdi
líka lög á hljóðfærin sín. Ég var
stödd uppí Ámesi daginn áður en
hann lagði af stað. Eitt af því
síðasta sem ég heyrði Tóta segja
við foreldra sína var „við bræðumir
förum í fjósið í fyrramálið, en þið
sofið og hvílið ykkur“, sem auðvitað
var þegið með þökkum.
Núna skoðar Tóti þær strendur,
sem eru trúlega fegurri en hann
óraði nokkurn tíma að erlend lönd
LJÓSMYNDA-
ALBÚM frá Múlalundi...
... velgeymdar verða
\ minningarnar
enn ánægjulegri.
éfy Múlalundur
MK SiMI: 62 84 50
io
Z
3
□
2
z
z
>
5
Til sölu
JCB traktorsgrafa árgerð '89 með
Servo og öllum besta búnaði.
Veneri traktorsgrafa árgerð '85.
Góð vél.
Upplýsingar hjá sölumönnum.
HEKLAHF
■ I Laugavegi 170-174 Sími 695500
Caterplllar. Cat og tB eru skrásett vörumerkl.
0 CATERPILLAR
VFIR 40 ARA FORYSTA A ISLANDI
gætu verið . Ég trúi að á strönd-
inni hinumegin hafi afi Hermóður,
Steingrímur langafi og Sigríður
langamma beðið eftir honum og
fylgt honum um hin nýju heim-
kynni sín, alla leið að borði Drottins.
Guð gefi Tóta góða heimkomu í
framtíðarstaðinn. Ég vona að hans
fyrsta og síðasta utanlandsferð hafi
ekki valdið honum vonbrigðum.
Guð styrki ykkur bróðir, mág-
kona, Hermóður Jón, Ámi Pétur,
Ester Ósk, amma Jóhanna, amma
Gerður og afí Jón.
Guð hjálpi okkur öllum.
Sigga frænka
„Grátum ekki, munum heldur.“
Munum allt fagurt sem fyrir augu
brá, alla yndishljóma er oss barst
til eyrna, allt það góða sem við
nutum, munum það, gleðjumst af
því en grátum það eigi.
Þessar línur úr ritsafni Theodoru
Thoroddsen hjálpa okkur að bægja
frá þeirri þungu sorg er kvaddi
dyra þegar drengur í æskuljóma
var skyndilega og vægðarlaust hrif-
inn burt, fjarri foreldrum og heima-
byggð.
Þórólfur Baldvin, „Tóti“, var
elsta barn foreldra sinna, Áslaugar
Önnu Jónsdóttur og Hilmars Her-
móðssonar, fæddur 23. maí 1972
og hefði því orðið 18 ára sl. miðviku-
dag. Ólst hann upp í Árnesi ásamt
þremur systkinum, Hermóði Jóni,
Árna Pétri og litlu systurinni Ester
Ósk. Naut hann þar í uppvextinum
ástríkis foreldranna og ömmu Jó-
hönnu og afa Hermóðs, sem lést
fyrir allnokkrum árum.
Tóti var að eðlisfari dagfarsprúð-
ur og hægur, en jafnan stutt í bros-
íð þótt undir byggi létt lund. Sam-
viskusemin var honum í blóð borin
og vildi hann vinna foreldrum og
búi sem mest og best. þegar hann
kom heim í helgarfrí úr skóla var
sjálfsagt að ganga í verkin. Þá
hafði tónlistargáfan ekki látið hann
ósnortinn, lék hann á píanó og
hljómborð og um tíma æfði hann
hljómsveit ásamt félögum sínum.
Nábýli er á Nesjabæjum og sam-
gangur mikill á milli frændsystkina
á Iíku reki. Varla leið sá dagur að
þeir frændur Tóti og Völli Snær
þyrftu ekki að hittast og ræðast
við þegar báðir voru heima. Nú
verður þess sárt saknað að heyra
ekki drepið létt á dyr og brosmildan
dreng spyija eftir frænda sínum.
En æskuárin voru fljót að líða
við leik og starf. Eftir tveggja ára
nám á framhaldsbraut við Lauga-
skóla skyldi að loknum prófum
haldið á vit ævintýra á suðlægum
slóðum ásamt skólafélögum. Til-
þakrennur
ryðga ekki!
Einfaldar í samsetningu,
þarf ekki að líma.
# AIFASORG i
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755
hlökkun og eftirvænting ríkti í huga
piltsins sem nú bjó sig til ferðar til
framandi landa í fyrsta sinn. Fjöl-
skylda og frændlið gladdist með,
engan grunaði að þetta yrði jafn-
framt sú hin síðasta á þessari jörð,
honum var ætluð önnur og lengri
för.
Fyrir aðeins mánuði komu ætt-
ingjar og vinir saman til að gjeðj-
ast með yngsta bróðurnum, Árna
Pétri, á fermingardaginn. Það var
sól og vor í lofti eftir langan og
strangan vetur. En aftur dimmdi
yfir og þennan sunnudag stöndum
við klökk og orðvana.
Megi algóður Guð styrkja for-
eldra, systkini og ástvini alla ásamt
ferðafélögunum ungu sem urðu fyr-
ir þungbærri reynslu. Um leið og
við þökkum ungum vini samfylgd-
ina sendir Völundur Snær góðum
frænda hinstu kveðju. Fjölskyldan
í Álftanesi kveður Þórólf Baldvin
með þessum ljóðiínum:
Skært hann skein
skein eigi lengi.
Þá varð dimmt í dal,
er andi drottins
af upphæðum
blés á hið bjarta ljós.
(Sveinbj. Egilsson)
Halla L. Loftsdóttir
Hann var vorsins barn og það
fylgdi honum birta og sólskin. Hann
fæddist á björtum vordegi og dó inn
í vornóttina á morgni lífs síns. Sól-
in skein fyrst þegar ég sá hann í
fangi mömmu sinnar, mánaðar-
gamlan, státinn strák. Þá strax var
hann með bros á vör og bros í
óvenjuskýrlegum, dökkum, stórum
barnsaugum. Ég var þá að koma
úr minni fyrstu sólarlandaferð. Þeg-
ar ég kvaddi hann síðast var hann
að fara í sína fyrstu.
Hann kom með sólskin með sér
að norðan, suður til Reykjavíkur
og mikinn ferðahug. Þessi eini dag-
ur sem hann stansaði hér var falleg-
asti sólardagurinn á þessu vori. Við
fórum saman í bæinn og hann gerði
síðustu útréttingar fyrir langþráða
ferð á vit sólar og ævintýra. Það
síðasta sem hann bað mig um var
að koma við í verslun með mótor-
hjólafatnað. Hann langaði að líta á
verðið ef honum dytti í hug að
kaupa sér eitthvað slíkt á Mailorca.
Á eftir fórum við heim og spjölluð-
um saman. Hann sagði mér frá
framtíðaráformum sínum. Eftir að
hafa lokið bóknámsbraut fram-
haldsskólans á Laugum hugði hann
á menntaskólanám og nokkrir
Tlutonct/
Heílsuvörur
nútímafólks
möguleikar komu til greina. Við
spjölluðum um tungumálaáhuga
hans og dálítið um tónlist, svo sett-
ist hann niður við píanóið og spilaði
fyrir mig. Hann endaði á „Yest-
erday“. „Ég er mikið búinn að
pæla í þessu lagi, en ég er ekki
alveg nógu ánægður með útsetning-
una hjá mér ennþá. Ég þarf að laga
hana betur seinna,“ sagði hann.
Hann var kröfuharður á sjálfan sig
og dreymdi stóra framtíðardrauma.
Hann spilaði lagið aftur, leikandi
og yndislega og ég gat ekki heyrt
neina galla á útsetningunni hans.
Tónarnir fylltu stofuna mína, sólin
skein inn um gluggann á þennan
fallega dreng og grannir fingur
hans dönsuðu á nótnaborðinu. Ég
hugsaði með mér hve gaman það
væri að vera ungur og hæfileikarík-
ur og eiga allt lífið framundan, fullt
af fyrirheitum. Hann var svo glaður
og fullur tilhlökkunar að það geisl-
aði af honum. Þegar við kvöddumst
óskaði ég honum góðrar ferðar og
bað hann að fara varlega. Hann
lofaði því og lofaði að koma aftur
þegar hann kæmi til baka og segja
mér ferðasöguna. „Já, já, ég lofa
því, það er engin spurning," voru
hans síðustu orð. En sú spurning
var stærri en okkur óraði fyrir.
Ferðasaga hans var stutt. Áður
en tveir dagar voru liðnir var hann
allur. „Guði hefur vantað góðan
dreng,“ sagði langamma hans þeg-
ar ungir, efnilegir menn létu lífið.
Verðum við ekki að reyna að trúa
því að einhver tilgangur sé með því
að hrífa burtu dreng sem er elskað-
ur og virtur? Dreng sem lífið virðist
brosa við og er búinn góðum gáfum
og hæfileikum?
Elsku Tóti okkar var frumburður
Áslaugar Onnu Jónsdóttur frá
Fremstafelli og Hilmars Hermóðs-
sonar, bróður míns, sem um sama
leyti og hann fæddist voru að byija
búskap ásamt foreldrum okkar í
Árnesi. Tóti varð strax sannkallað-
ur sólargeisli á heimilinu. Hann
dafnaði vel og varð fljótt bústinn
og brosmildur. Rétt ársgamall var
hann nær altalandi og fljótlega upp
úr því var hann byijaður að læra
vísur. Snemma kom í ljós hve Tóti
var flugnæmur og hafði mikla tón-
listarhæfileika. Amma hans, Jó-
hanna, hafði gaman af að hlúa að
þessum gáfum og kenna honum
þulur og vísur sem hann ýmist þuldi
eða söng hástöfum með sinni fal-
legu rödd. Það myndaðist sterkt
samband milli þeirra tveggja sem
alla tíð hélst og var hann auga-
steinn ömmu sinnar. Þegar hann
var lítill raulaði hún við hann þul-
una „Tótagælu“ sem byijar svona:
Brátt mun birtan dvína,
bjartar stjömur skína.
Litla kollinn labbakútur
leggur í ömmu fang.
Úti blómin blunda,
bíða vorsins funda
undir mjúkri mjallarvoð
og mosa um foldarvang. (J.Á.S.)
Seinna leitaði Tóti hjá ömmu
sinni fróðleiks og lesefnis og eins
hjá afa og ömmu í Felli, þar sem
hann var kærkominn gestur og
dvaldi oft um lengri eða skemmri
tíma í góðu yfirlæti. Fimm ára gam-
all var hann orðinn fluglæs og far-
inn að lesa bækur. Hann var ekki
hár í loftinu þegar hann burðaðist
með Grettissögu úr bókaskáp ömmu
sinnar í fyrsta skipti og las hana
spjaldanna á milli. Grettir var mað-
ur að hans skapi og las hann Grettlu
margsinnis.
Þegar Tóti var á þriðja árinu
eignaðist hann bróður, Hermóð Jón,
og tveimur árum síðar bættist sá
þriðji við, Árni Pétur, sem nú er
nýfermdur. Bræðurnir þrír voru
samrýndir, en Tóti og Hemmi áttu
Arshátíðir eru okkar fagl
Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,-
Dansleikur að hætti Óperukjallarans
fyrir smærri fyrirtæki og hópa.
t
Opnunartími: Opið frá kl. 18.00
þriðjudaga - miðvikudaga - fimmtudaga - föstudaga - laugardaga