Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 C 9 Arnbjörg Halldórs dóttír - Minning Fædd 4. október 1903 Dáin 13. maí 1990 þó meira sameiginlegt á seinni árum. Þeir voru báðir í Laugaskóla og höfðu báðir mikinn áhuga fyrir mótorhjólum. Tóti var jafnan gæt- inn og brýndi varkárni fyrir bræðr- um sínum, sérstaklega Arna Pétri, sem var að byrja á þessari íþrótt líka. „Gættu að þér á gatnamótum, ef þú ferð á hjól, þau eru varasöm- ust,“ sagði hann við yngri bróður sinn skömmu áður en hann fór í hina örlagaríku ferð. Þessi orð eru eins og forspá fyrir því að einmitt á þannig stað mætti hann örlögum sínum. Vélhjólaáhugann sameinaði Tóti áhuganum fyrir náttúruskoðun. Hann var náttúrubarn og vildi fræð- ast um umhverfið, sögu þess og jarðfræði. Honum þótti vænt um sveitina sína og sagði við Hermóð bróður sinn nýlega að hvergi á jörð- unni vildi hann eiga heima nema í þessum dal. En vænst þótti honum um fjölskyldu sína, pabba, mömmu, bræður sína og Ester, litlu systur, enda er fjölskyldan samhent. Allir hjálpast að við útiverk jafnt og inni- verk og njóta saman hvíldar og samveru eftir því sem kostur er. Oft var glatt á hjalla vi.ð eldhúsborð- ið hjá stóru fjölskyldunni í Arnesi og leituðu margir þangað félags- skapar. Vonandi kemur sá dagur að gleðin ráði þar aftur ríkjum. Tóti átti drjúgan þátt í samheldni fjölskyldunnar. Hann var hjálpsam- ur og hlýr og vildi öllum gott gera, ekki síst litlu systur sem hann var óþreytandi við að spjalla og leika við bæði úti og inni. Samband hans við foreldrana var sterkt og ein- lægt. Þau áttu trúnað hans og traust og hann þeirra og hann not- aði hvert tækifæri til að rétta þeim hjálparhönd. Hann var handlaginn, samviskusamur og harðduglegur til allrar vinnu og skemmtilegur fé- lagi. Hann hafði gott vald á íslensku máli og skringileg orð og gaman- mál léku honum á tungu, enda var hann vinsæll og félagslyndur. En Tóti var ekki allra vinur. Hann hafði heita, öra lund, var tilfinn- inganæmur og fljótur að skipta skapi. En hann var alltaf heill í afstöðu sinni, kom til dyranna eins og hann var klæddur og kunni ekki að þykjast. Hann lét strax í ljós hvað honum líkaði og hvað honum líkaði ekki og stóð fast á skoðunum sínum. Stundum gat það komið honum illa en flestir virtu þessa eiginleika hans enda hafði hann ríka réttlætiskennd og var eðlilegast að ganga um með bros á vör, glettnis- glampa í augum og gamanyrði á takteinum. Honum var eiginlegt að miðla öðrum af lífsgleði sinni og þeim fróðleik sem hann var stöðugt að afla sér. En Tóti var bókhneigð- ur og haldinn miklum fróðleiks- þorsta. Hann var fljótur að læra en vildi síður eyða tíma í að liggja yfir því sem honum þótti skipta litlu máli. íslendingasögurnar, ferða- bækur og jarðfræði þóttu honum mun meira freistandi lestrarefni en þurrar námsbækur. Hann hafði líka afstöðu til tónlistarnámsins. Oft fannst honum það tefja fyrir sér að lesa nótur og spila æfingar. Hann þurfti ekki að heyra lag nema einu sinni til að geta spilað það á píanóið og því fylgdi þá líka sá kostur að hann gat ráðið útsetning- unni sjálfur. Töluvert fékkst hann líka við að semja lög. „Yesterday all my troubles seem- ed so far away,“/í gær virtust vandamálin víðsfjarri. Þetta var kveðjulag og uppáhaldslag Tóta míns.. í gær brosti lífið við okkur, í dag virðist það hrunið til grunna. Á morgun verðum við að reyna að byija að byggja það upp að nýju, á annan hátt en fyrr, einum færri. Aldrei verður það eins gott og skemmtilegt og það var áður en við verðum að reyna að hjálpast að við að gera það bærilegt aftur. Aldrei framar eigum við eftir að sitja sam- an í stofunni hennar ömmu og hlusta á Tóta spila á píanóið, aldrei framar á hann eftir að spila fyrir okkur jólasálmana á aðfangadags- kvöld og aldrei framar sjáum við hann þeysa í hlað á hjólinu sínu eða snjósleðanum, snara sér af og bjóða litlu krökkunum eina bunu. En minningamar tekur enginn frá okk- ur og sá dagur kemur vonandi að þær gleðja okkur en ekki græta. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín,“ segir Kahlil Gibran í Spámanninum og sannarlega var Tóti gleðigjafi. Kveðja mín til elsku Tóta er ástarþökk fyrir að glæða líf okkar litum um nær 18 ára skeið. Hjartans þökk frá Hillu frænku og Jafet, og frá Jóhönnu og Ara Hermóði sem litu á hann eins og stóra bróður. Við geymum hann öll í minningunni. Hildur Hermóðsdóttir Hann er dáinn. Það var eins og slökkt væri á öllu, þegar hringt var í mig og mér sagt að hann Tóti væri dáinn. Tómleikinn yfirtók mig. Ungur drengur, aðeins 18 ára, í blóma lífsins, lagði upp í skólaferða- lag til Mallorka, en átti ekki aftur- kvæmt. Eins og hendi væri veifað er lífshjól hans stöðvað. Svo snöggt og fyrirvaralaust. Engin orð ná að skýra þann sársauka, sem verður hjá okkur sem eftir stöndum. Minningar hrannast upp, góðar minningar sem sefa sorgina. Ég kynntist Tóta fyrst fyrir þremur árum þegar hann hóf nám í Laugaskóla. Mér leist strax vel á hann og okkur varð fljótt til vina. Tóti stundaði nám við Lauga- skóla í þijá vetur, og allan þennan tíma var vinskapur okkar mikill. Við áttum margar ánægjustundir sem seint munu líða mér úr minni. Það er erfitt að kveðja þennan unga og káta dreng. En ég er Guði þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Tóta á þessari stuttu lífsævi hans. Ég vil senda foreldrum hans, þeim Hilmari og Ásu, systkinum og vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Guðný Jóna Valgeirsdóttir Ég vaknaði hress á fimmtudags- morguninn og hugsaði um að ég gæti verið á Mallorka með gömlu skólafélögunum ef ég hefði haldið áfram í skóla. Stuttu seinna var mér sagt að hræðilegt slys hefði átt sér stað kvöldið áður úti á Spáni. Tóti hefði látist í umferðar- slysi. Ég vildi ekki trúa þessu. Hann var svo hress rétt áður en hann fór, hlakkaði svo til að skemmta sér með krökkunum. Við kynntumst fyrst fyrir þremur árum er við vorum bæði í 9. bekk á Laugum. Vinskapurinn varð þó ekki mikill það árið. Það var ekki fyrr en í vetur sem kynnin urðu náin og á tímabili mjög náin. Hann var oftast nær hress og í góðu skapi. Tóti kom oft í heimsókn til mín í vetur og var þá margt spjall- að og gert. Jú, það eru margar góðar minningar sem maður getur hlýjað sér við í sorginni. Ég vona að þessi stutta grein geti hjálpað foreldrum, systkinum og frændfólki í sorginni. Ég votta ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Valgeirsdóttir Óttist ei, sú hönd er mild og hlý sem hvarmi þreyttum lokar hinsta sinn þá nóttin dvinar, dagur rís við ský, og dauðinn hann er’besti vinur þinn. (Séra Sveinn Víkingur) Sunnudaginn 13. maí sl. lést á sjúkrahúsinu á Akureyri, Arnbjörg Halldórsdóttir, Ásabyggð 13, Ak- ureyri, 86 ára að aldri. Eg vil minn- ast frænku minnar í nokkrum orð- um. Hún fæddist á Seyðisfirði 4. október 1903. Foreldrar voru Hall- dór Stefánsson, þá deildarstjóri við pöntunarfélag Fljótdalshéraðs, síðar alþingismaður og forstjóri Brunabótafélags íslands og Björg Halldórsdóttir frá Skriðuklaustri í Fljótsdal. Börn þeirra Bjargar og Halldórs urðu fimm. Ragnhildur Björg, f. 14. apríl 1902, dáin 17. desember 1950; Arnbjörg, f. 4. október 1903, d. 13. maí 1990; Stefán, f. 16. október 1905, d. 18. febrúar 1917; Halldór, f. 19. apríl 1907, d. 15. júní 1957; og Pétur Stefán, f. 12. maí 1911, sem er sá eini sem enn er á lífi af þeim systkinum. Arn- björg missti móður sína árið 1921. Halldór, faðir hennar, kvæntist síðar Halldóru Sigfúsdóttur frá Borgarfirði eystra. Þeirra börn eru: Ragnar Stefán, áður forstjóri Ál- versverksmiðjunnar í Straumsvík og Herborg, fjármálastjóri ískrafts. Arnbjörg lauk námi á Eiðaskóla 1923. Síðan lá leiðin til Svíþjóðar á húsmæðraskóla í Tama. Á Eiða- skóla mun Arnbjörg hafa kynnst manni sínum, Olafí Tryggvasyni frá Arndísarstöðum í Bárðardal. Ólafur var mjög leitandi maður og síðari hluta ævinnar var hann orð- inn þjóðkunnur vegna dulrænna hæfileika og hjálpar við sjúka. Árið 1933 .byggðu þau nýbýli í landi Arndísarstaða og voru þar næstu 10 árin. Eftir það fluttu þau sig töluvert um set, að Veisu í Fnjóskadal. Tvö ár bjuggu þau í Mávahlíðinni í Reykjavík. Síðan á býli stutt frá Akureyri, Hamra- borg. Árið 1959 byggðu þau hús í Ásabyggð 13 á Akureyri. Ólafur lést 27. febrúar 1975. Arnbjörg hefur síðan dvalið í Ásabyggð 13. Þórunn, dóttir hennar, hefur dval- ist hjá hénni um allnokkurt skeið og annast móður sína. Börn Ólafs og Arnbjargar em: Halldór, úrsmiður, f. 28. júlí 1928, d. 2. september 1984, ekkja hans Oddný Laxdal. Þeirra börn em Jón Laxdal, kennari, Ólafur, fiskifræð- ingur, Halldór, úrsmiður á Akur- eyri; Björg, f. 3. nóvember 1930, handavinnukennari, gift Jósep Kristjánssyni, bifvélavirkja. Þeirra börn eru Guðbjörg Inga, kennari, Ólafur, stúdent MA, Jóhanna Elín, stúdent MA, Ragnhildur Björg, verslunarmaður; Jóhann Tryggvi, f. 26. nóvember 1935, bóndi, Krónustöðum, kvæntur Ingibjörgu Valgarðsdóttur. Þeirra börn eru Þór, bóndi að Krónustöðum, Eyja- firði, Arnbjörg, hjúkmnarnemi við Háskólann á Akureyri, Ingibjörg, förðunarmeistari frá skólanum Elegans International VMA í Los Angeles í Bandaríkjunum, Tryggvi, bóndi að Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, íris, nemi í Verkamenntaskólanum á Akureyri á heilsubraut, Sif, nemi í Verk- menntaskólanum á uppeldisbraut; Þórunn, f. 19. ágúst 1943. Hún giftist Martin Berkofsky, tónlistar- manni. Þau slitu samvistir. Arnbjörg var ötul og starfsöm. Fyrir utan heimilisstörfin vann hún talsvert utan heimilisins. Hún var hreinskilin og launsmjaður fannst ekki í hennar munni. Ég held að dugnaður og atorka Ólafs hafi átt vel við hana. Framkvæmdir fyrri hluta búskapar þeirra voru með ólíkindum. Það hlýtur að hafa ver- ið henni óblandin ánægja að sjá dugnað barnanna og barnabarn- anna. Öll geta þau af sér góðan þokka, eru í einu orði sagt fyrir- myndarfólk. Kynni mín af Arnbjörgu voru sérstaklega geðþekk. Hún minnti mig mjög á Ragnhildi, systur sína, sem ég dvaldi að mestu hjá frá 2-5 ára aldri í Vopnafirði og á Reyðarfirði. Ég sá Arnbjörgu fyrst þegar við móðir mín, sem var móðursystir hennar, heimsóttum hana árið 1938 í Lyngholti í Bárðardal. Arnbjörg og fjölskylda hennai gerðu allt fyrir okkur, fengu meðal annars Sigurð Lúther á Fosshóli til að keyra okkur á markverða staði í nágrenninu, svo sem Langa- skóla o.fl. Hún bauð mér í jóla- heimboð að Veisu í Fnjóskadal þegar ég var fjarri foreldrahúsum við gagnfræðaskólann á Akureyri. Ég gæti talið svo margt fleira en ég hafði það alltaf á tilfinningunni að hún vildi greiða götu mína. Ég vil aðeins nefna til viðbótar að ég heimsótti hana á Akureyri sumarið 1964, ásamt konu minni og þremur bömum, 4-7 ára göml- um. Hún kom brosandi til dyra og sagði: „Verið þið öll velkomin." Við dvöldum hjá henni í þijá ógleymanlega daga, þar sem hún gerði allt til að gleðja börnin, kveikti kertaljós til að gera há- tíðlega. Börnin sögðu eftir heim- sóknina að það hefði verið eins og jólin hefðu verið komin í húsið. Og nú er hún farin, farin þang- að sem ættingjar og vinir taka á móti henni, þangað sem sjúkir fá bata og þjóðir frið. En minningin lifir um Árnbjörgu frænku, hún lifir áfram engilbjört. Ég og fjölskylda mín flyt hennar nánustu samúðarkveðjur. Við för- um nærri um hvað þau hafa misst. Valgeir Þormar Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerft og val legsteina. I S.HELGAS0NHF STEINSMIÐJA SKEMMUVB3I 48'SiMI 76677 LEGSTEINAR GRANÍT- MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík veröur haldinn fóstudaginn 1. júní á Hótel íslandi og hefst með borðhaldi kl. 19. Miðasala verður í anddyri Hótel íslands þriðjudaginn 29. rnaí og miðvikudag- inn 30. maí kl. 16.00-18.00 og fimmtudaginn 31. maí kl. 16.00-19.00. Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15,101 Reykjavík. Frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vegna námskeiða veturinn 1990-91. Sækja verður um skriflega fyrir 1. júlí. Eyðublöð liggja frammi í Pennanum í Hallarmúla og Austurstræti 18. Skólastjóri. STUDENTAFAGNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.