Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
Grænu blókonurnar:
Les Negresses Vertes: „Madonna kom með Warren
Beatty á tónleika hjá okkur í Los Angeles og það getur verið að við
spilum inná næstu plötu hennar..
ALLIR ERU GRÆNIR
INNVIÐ BEINIÐ
eftir Hallgrím Helgason / myndir: Bernharð
Valsson / vafaatriði: Haraldur Jónsson
Franska hljómsveitin „Grænu blá-
konurnar", Negresses Vertes,
kemur eins og kunnugt er hingað
til lands til að leika á Hótel ís-
landi á Listahátíð. Eins og nafnið
gefur til kynna er sveitin sú hress-
ilegasta og frumlegasta sem fram
hefúr komið í poppinu í langa tíð.
Hún var stofhuð í 19. hverfí í
París í september árið 1987 af
nokkrum góðum vinum og kunn-
ingjum - sem áður höfðu einkum
starfað í sirkusum og kabarettum
en lítið fengist við tónlist. í fyrra
kom siðan út fyrsta plata hljóm-
sveitarinnar, Mlah, sem vakti
strax mikla hrifningu meðal kaup-
enda svo nú eru grænu blákon-
urnar allvel þekktar í flestum
popplöndum heims.
♦
Aregnvotum miðvikudags-
morgni Parísarborgar náðum
við tali af einni Blákonu á vinaleg-
um hverfisbar á æskuslóðum hljóm-
sveitarinnar í 19. hverfi, á homi
Úrks- og Flandursgötu. Matthías
heitir harmóníkuleikarinn sem
smeygir sér inn undan regntjaldinu
og pantar sér rautt sykurvatn áður
en viðtalið hefst, myndarlegur ung-
ur maður nývaknaður og lítt rakað-
ur með rödd sem rúnuð er af löng-
um tónleikum og partíum á eftir.
ítalskur í aðra ættina.
— Hvemig byijaði þetta allt
saman hjá ykkur?
„Við vorum nokkrir vinir sem
höfðum verið að fást við ýmislegt
tónlistartengt í gegnum árin, starf-
að í sirkus og svona, og ákváðum
að koma saman til að gera eitt-
hvað, bara eitthvað. Við vissum
ekkert nákvæmlega hvað það yrði.
Það var engin skýr hugmynd tii í
byrjurr. Við vorum alls ekkert með-
«o c
ra .
bJD >-
rí 'ctj
n >
k J°
tfl cuO
Morgunblaóiö
ræóir vid tvo
óven julega f ull-/
trúa tónlistarinn-
ar á næstu Lista-
hátíó í Reykjavik
vitaðir um það að spila án raf-
magnshljóðfæra eða semja nýja
franska músík, þetta þróaðist allt
bara einhvernveginn. Fyrsta æfíng-
in var í september ’87 og nú erum
við ellefu manns í grúppunni og
allt gamlir vinir, sumir jafnvel
bræður og einnig eru þarna tvenn
hjón. Flest erum við frá París en
þriðjungur þó frá Suður-Frakk-
landi, La Camargue."
— Og kunnið þið ekkert á hljóð-
færin?
„Nei flestir kunnu ekki neitt, ég
byijaði t.d. ekki að spila á harm-
óníkuna fyrr en þarna á fyrstu
æfíngunni. Gítarleikarinn okkar og
trompetarinn voru þó eitthvað bún-
ir að vera í tónlist. En allir vorum
við viðsvanir. Við ákváðum sem
sagt bara að gera eitthvað saman,
en vissum ekki alveg hvað það yrði.“
— Og þessi leikræni bakgrunnur
ykkar, kemur hann fram í tónleika-
haldinu?
„Já, því fyrir okkur hefur fólk
ekki bara eyru'heldur líka augu,
nef og munn. Við eldum fyrir áhorf-
endur! Við ætlum að kenna Islend-
ingum að borða almennilegan mat!
Nei, grínlaust, þá ganga tónleikar
okkar ekki eingöngu út á tónlistina,
hún nægir engan veginn ein sér.
Músíkin er ekki allt. Ef maður ætl-
ar að ná einhveijum tökum á fólki
verður maður að ná á því heljartök-
um, höfða til líkamans alls. Og að
þessu Ieytinu erum við alveg ein-
stakir í okkar röð.“
— En hvernig varð þessi
stíll ykkar til?
„I byijun vildum við geta spilað
hvar og hvenær sem var og þess
vegna keyptum við okkur akústísk
hljóðfæri, til að vera lausir við allar
þessar innstungur og allan þennan
tækjaburð. En síðan þróaðist
stíllinn okkar bara útfrá þessu,
hægt og rólega, það var aldrei
nein ákveðin föst hugmynd fyrir
hendi. Á þessum tíma vorum við
líka búin að fá nóg af þessu
endalausa rokki og róli, þessum
endalausa trommuslætti. Okkur
langaði til að vera rokkarar án
þess að spila rokktónlist. Og þá
vorum við líka búnir að vera að
hlusta mikið á klassíska tónlist,
sígaunamúsík og arabíska.
Áður höfðu sumir okkar verið
í pönkhljómsveitum hér í París,
svona uppúr 1980, en það dæmi
kláraðist um ’84 og við fórum
í sirkusinn og gítarleikarinn fór
heim til sín í sveitina og á þess-
um stöðum urðum við fyrir
nýjum og ferskum áhrifum.
Við vildum sem sagt spila lif-
andi músík, útá götum og inná
litlum börum eins og þessum
hér og strax og við vorum til-
búnir með þijú lög var haldið
af stað. Við spiluðum þá
gjarnan þessi þijú lög'trekk
í trekk þvf annað kunnum við
ekki. En það var mikill munur
að vera laus við allan tækja-
burðinn og flórmoksturinn í
sirkusnum, allt þetta puð sem
fylgir nútíma tónleikahaldi.
Þarna vorum við mættir og
hver maður bara með sína
léttu tösku, einn léttan gítar
og litla sneriltrommu, í
mesta lagi harmóníka. Engir
bakverkir meir. Ekkert af
þessu rafmagnsdóti."
— En hvernig er þetta
núna þegar þið spilið fyrir
10.000 manns?
„Jú, jú, þá notum við
auðvitað sánd-sístem og í fyrstu
olli það það okkur nokkrum erfið-
leikum, en nú er allt í lagi.“
— Gekk það auðveldlega fyrir
ykkur að fá plötusamning?
„Já, þeir voru strax allir að
kvabba í okkur um að gefa út plötu
en við vildum ekki gera það strax,
ekki fyrr en við værum komnir með
virkilega gott efni. Við viljum ekki
flana að neinu í því sambandi og
t.d. gerum við allt núna sem við
getum til að draga gerð næstu
plötu. Það eru allir að pressa á
mann, útgefendur, blaðamenn,
mamma og amma, alltaf að spyija
„Hvenær kemur platan, hvenær
kemur platan?“ Maður verður dálít-
ið nervös þegar maður hugsar um
hana, því ekki viljum við valda fólki
vonbrigðum.“
— Slóguð þið strax í gegn hér í
Frakklandi?
„Nei, ekki fyrr en Bretarnir voru
búnir að fatta okkur, þá fyrst tóku
Frakkar við sér. Fyrsta hljómleika-
ferðin var um England og gekk
mjög vel og platan einnig, fékk
góða dóma. Hér í Frakklandi fékkst
hinsvegar og fæst enn lítið spilað
af okkur í útvarpi vegna þess hve
textarnir eru svæsnir og opin-
mynntir. Við tölum um götulífið,
barina og alla karakterana í kring-
um okkur, eins og t.d. þenna afa
gamla sem situr þarna (Matthías
bendir á næsta borð þar sem situr
gamall refur yfír sínum kaffibolla),
hann hefur aldrei farið út fyrir
þetta hverfí, aldrei niður í bæ, aldr-
ei séð Notre Dame eða Louvre.
Hann var slátrari hér ofar í
götunni í ein 50 ár en situr nú bara
hérna á barnum allan daginn. (Sá
gamli stendur upp og staulast fram-
hjá borðinu okkar inn í matsalinn
þar sem hann hlammar sér niður
og pantar sér rétt dagsins.) Textar
okkar eru sem sagt allir sannir,
segja sannar sögur. Öll tónlist þarf
að vera sönn, fyrst og fremst sönn,
við viljum ekkert blöff. En samt er
auðvitað mikið af þessu hreint
rugl, því sjálfir erum við allir svo
ruglaðir, í raun erum við allir algjör-
ir hálfvitar.”
— Hvenær kemur næsta plata
út, svo maður spyiji eins og mamma
þín?
„Ég veit það ekki, við förum
kannski inn í stúdíó í ágúst og þá
kemur hún kannski út í október en
maður veit aldrei. Málið er að við
viljum ekki gera slæma hluti, við
viljum vanda okkur, fólkið á það
skilið."
— Munuð þið einhverntíma
syngja á ensku?