Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 13

Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 C 13 „Já, það getur vel verið en það yrði þá ekki til þess eins að ná til fleira fólks, heldur bara af því að það yrði gaman að syngja á ensku. En fyrst verðum við þó að kenna söngvaranum almennilega ensku. “ — En Madonna, hefur hún haft samband? „Já, það hefur komið til tals að við spilum eitthvað inná næstu plötu hennar og e.t.v. gerum við það, það fer eftir því á hvaða hátt það yrði. Hún kom með Warren Beatty á tónleika hjá okkur í Los Angeles og var bara ánægð held ég, hún fór að vísu áður en dæmið kláraðist en það var bara vegna þess hvað þetta er frægt. En það er auðvitað plús þegar svona mann- eskja er að hlusta á mann og er ánægð, þetta er prófessjónal dama.“ — Veistu eitthvað um ísland af viti? „Já, já, það er heitt vatn þama, Geysirarnir allir eða hvað, er það satt þetta með þá?“ — Já, já það er allt vaðandi þarna í Geysirum. Og svo eigum við konu fyrir forseta, Vigdísi, sem er einmitt góð vinkona Mitterrands. „Þið verðið endilega að biðja hana að vera góða við hann Franc- ois, því hann er dáldið tæpur kall- inn. Annars er ísland e.t.v. full norðarlega fyrir mann eins og mig. Ég vil helst vera í sólinni allt árið, ég þoli ekki þetta veður hér (bendi út um regnblautan gluggann). Ég vil helst vera við Miðjarðarhafið og við spilum líka þannig músík, Mið- jarðarhafsmúsík, þetta er latneskur strengur hjá okkur. Mamma er líka frá Ítalíu, en ég er fæddur hér í París og í Frakklandi verða allir að búa í París, þetta er bara þann- ig. Hér mun ég deyja.“ — Heldur þú að harmóníkan eigi eftir að auka vinsældir sínar? „Já, harmóníkan er næst-vinsæl- asta hljóðfæri í heimi nú þegar, á eftir gítamum. Harmóníkuspil er iðkað í öllum heimsálfum, í Suður- Afríku, Asíu, Rússlandi, hún er alls staðar. Hún er eins og lítið meðfæri- legt píanó. Og nú er hún að koma aftur í rokkinu, með okkur og The Pogues og fleiri böndum. Nú er allt að verða meira blandað úr öllum áttum, meira umburðarlyndi í loft- inu, þetta eru „nineties", annar tími. Okkar tími, okkar áratugur." — Hvað hlustar þú einkum á? „Allt, því gæðin eru ekki háð stíl eða tegund tónlistarinnar. Það er gott og vont í öllum stefnum. Gott rokk, slæmt rokk, góð Gipsy- músík og slæm. Svo þannig hlusta ég á Edith Piaf, The Ramones, Jacques Brel, The Sex Pistols, allt gott. Hver liðsmaður hljómsveitar- innar er ólíkur hinum, hlustar á annað, sumir meira fönkí en aðrir eins og gerigur. Jass-, sígauna-, arabísk-, afrísk-tónlist, allt eru þetta áhrif. Allar Blákonurnar eru með frönsk vegabréf þó í æðum renni blandað blóð, í mínum dáldið ítalskt, einn er spanjóli, annar alsír- ingur, og trompetleikarinn pólsk- ur.“ — Hvaðan fenguð þið þetta nafn, „Negresses vertes"? „í raun var það sagt okkur til háðungar. Þetta skeði á heitu sum- arkvöldi í sveitinni, við vorum að dansa og syngja og svona þegar einhver lurkur kemur þar að, ein- hver svona skógarhöggsmaður og bendir til okkar og segir: „Hei þið þarna grænu blákonur (grænu negrakellingar) snautið burt og það strax!“ Þetta var sem sagt móðgun sem við snerum uppí andstæðu sína, virt og dáð og frægt nafn. Eftir á fórum við svo að sjá allskon- ar merkingar í þessu nafni, grænu vonina í því svarta og bara þetta litarugl, eitthvað sem táknar að allir erum við eins, svartir, hvítir sem grænir. I raun erum við allir grænir innvið beinið. En þetta er auðvitað klikkað nafn, það er vegna þess að við erum allir svo klikkaðir.“ — Einhver skilaboð að lokum, til íslenskra áhorf- og heyrenda? „Nei, því við erum engir sendi- boðar, við höfum engan boðskap fram að færa. Ég segi bara halló við alla þarna norður frá og klæðið ykkur vel!“ Salif Keita: ALLS STAÐAR LANDAMÆRI NEMAITONLIST eftir Hallgrím Helgason / myndir: Bernharð Volsson EINN af gestum Listahátíðar að þessu sinni er hinn hvíti blökku- maður (albínói) frá Malí, Salíf Keita, sem leika mun ásamt 11 manna hljómsveit sinni á Hótel Islandi þann 11. júní. Salif er fer- tugur að aldri og því gamall í tónlistarhettunni, hefur fengist við söng frá því á 7. áratugnum, bæði í heimalandi sínu og einnig í París þar sem hann hefur búið frá árinu 1984. Hann er fæddur inn í eina af voldugustu ættum lands síns en var þó snemma út- hýst úr þeim aðli sökum litar síns. Ekki bætti drengurinn úr þeirri skák sinni þegar hann fór að Skta við gítar og ól hann mann sinn að mestu leyti á börunum í bænum þar sem tónlistarferill hans hófst. Þá hafði hann hrakist frá skólanámi vegna útlits síns og ýmissa annarra erfíðleika, t.d. var og er sjón Salífs nokkuð takmörk- uð. ♦ IAfríku er lífíð ein tónlist, óbeint verða þar allir tónlistarmenn, músíkin er allt um kring og mjög hversdagslegur hluti af lífinu.“ seg- ir Salíf okkur, Keita, þar sem hann situr í maíheitri skrifstofu umboðs- manns síns í Vinsennuhverfi í jaðri Parísar. Klæddur í þjóðlega mussu og stuttar buxur úr sama hvítfjólu- bláa efninu haliar hann sér berfætt- ur aftur í lágum sófa og dæsir létt af einshverskonar vanlíðan tónlist- armanns sem ekki getur sungið fyrir okkur en þarf að tala. Hárið er fléttað aftur um höfuð og auga- steinarnir titra létt í hveiju augna- ráði. Það var árið 1970 sem Keita stofnaði fyrstu hljómsveit sína og hóf að leika hina hefðbundnu af- rísku tónlist sem æ síðan hefur verið honum vörumerki. í tvö ár æfðu þeir sig áður én fyrsta hljóm- platan leit dagsins ljós, en frá 1972 hefur hann gefið út þetta 15-20 plötur. „Engar tvær eru eins, þær eru allar hver annarri ólíkar," segir hann. En tvær þær nýjustu eru þó einna nútímalegastar og meira tæknivæddar. Það eru plöturnar „Soro“ sem út kom árið 1987 og þykir mikið meistarastykki og síðan „Koyan“ sem út kom í fyrra hjá Island-fyrirtækinu. „Það er gott að vera hjá Island og gaman að vita til þess að þarna var Bob Marley þegar hann var og hét. En hvaðan sækir Keita áhrif í tónlist sína? „Tónlist er aldrei ókeypis, maður fær aldrei neitt gefins, maður verður bara að hlusta á allt og það er einmitt það sem ég geri, ég hlusta á alla heimsins músík. Öll tónlist gefur mér áhrif. I Malí forðum daga ólst maður upp við alla tegund tónlistar á börunum, maður kynntist þar fljótt öllum stefnum. Þeir voru að spila salsa, blús og ryþma, djass og djingó." Salíf Keita á sér því enga sérstaka uppáhaldstónlist. „Öll tónlist er góð.“ Þó hann sé nú búsettur í París fer Salíf heim til Malí á hveiju ári og dvelur í eina 3 til 4 mánuði. Hann kveðst vera mjög vinsæll þar heima fyrir tónlist sína, enda sé þar allt mun auðveldara viðfangs. „Hér í París var miklu erfiðara að koma sér áfram, hér þarf maður að þekkja alla, a.m.k. rétta fólkið. Hér er þetta hreinn og beinn show-bis- ness, miklu stærri hringiða og tekur því lengri tíma.“ En 'í París' finnst honum þó gott að vera, enda sé þar allt að gerast og skemmtileg blanda ólíkra strauma í geijun. „í París ríkir mjög alþjóðlegt og gott and- rúmsloft og þar er gott að vinna,“ segir Salíf og fær sér aðra síga- rettu. Tónlist Salífs Keita er einskonar blanda af hefðbundinni afrískri þjóðlagatónlist og vestrænum áhrif- um. Þetta er tónlistarstefna sem þróast hefur einkum í nýlendum Frakka í Afríku. Þar hefur orðið skemmtilegur samruni aldagamall- ar hefðar og nýrrar tísku. Smám saman laumuðust vestrænu raf- magnshljóðfærin inn á milli uppá- búinna trumbuslagara og uppí rímnasöngvarann var kominn hljóð- nemi. „Þjóðleg vestur-afrísk tónlist er að mestum hluta til upprunnin frá Malí. í gömlu ríkjunum, Seneg- al, Fílabeinsströndinni og Gíneu, ríkir mjög svipuð tónlist og í henni má heyra sterk áhrif frá Malí.“ Eins og fólk þekkir eflaust hefur áhugi á „heimshorna-tónlist" svo- kallaðri (world-music) aukist mjög að undanförnu og nýir markaðir opnast fyrir menn úr ólíkum heims- hornum, menn frá „minnihlutum heimsins“, menn eins ~ og Salíf Keita. Virðist þessi áhugi koma í kjölfar einhverskonar stöðnunar og andleysis í hinu venjubundna vest- ræna poppi og þó einkum rokki þar sem ekkert nýtt hefur í raun gerst síðan 1979. Breska nýbylgjan er löngu uppþornuð og Bretland virð- ist vera að missa höfuðstöðvar ný- skapandi tónlistar í Evrópu yfir til Parísar þar sem hver hljómsveitin á fætur annarri kemur fram á heimssviðið. Allt frá Gipsy Kings, Negresses Vertes, Mano Negra til Rays Lema og Salífs Keita, og margir fleiri virðast vera á leiðinni. Hinn etníski áratugur er runninn upp þar sem þjóðleg og sveitaleg tónlist blífur, þar sem allir og gjöró- líkustu hlutir eiga góða samleið og 1000 blómin fá loks að blómstra. Blómaskyrtur jafnvel aftur komnar í tísku. Þetta er andinn að baki „heimshorna-tónlistinni" og að- spurður kveðst Salíf Keita einmitt tilheyra þeirri stemmningu. „Já, ég hef fundið vel fyrir þessum aukna áhuga og sjálfur er ég hinn full- komni „heimshorna-tónlistarmað- ur“.“ En segja má að eftir útkomu „Soro“-plötunnar ’87 hafi hann fyrst orðið verulega vinsæll. Nu orðið fer hann í hljómleikaferðir um alla Evrópu og á síðasta ári fór hann í fyrstu Japans-ferð sína þar sem honum var óhemju vel. tekið. „Þar trekkti hann betur að en sjálf- ur Johnny Clegg,“ eins og umbo- ðsmaðurinn orðar það, sem nú er kominn fram til okkar að loknu löngu símtali. Framundan er síðan fyrsti Bandaríkjatúrinn þar sem beðið mun eftir Keita með eftir- væntingu á meðal nýlegra aðdá- enda hans. „Þetta er kannski ekki neinn meirihluti bandarískra kjós- enda, en sólfd og góður hópur,“ segir umboðsmaðurinn og er nú kominn með alskegg. En að Ameríkuför lokinni koma þeir sem sagt til íslands, Salíf og allir hans ellefu menn, sem sumir eru að vísu mjög myndarlegar blökkukonur sem syngja bakraddir. Keita kveðst hlakka til komu sinnar enda viti hann ekkert um landið og enn rninha um þjóðina. „Þetta verð- ur bara ein stór uppgötvun fyrir mig.“ En er hann ekkert hræddur við~ að spila fyrir svona norðarlegt fólk, fólk sem ekki er beint frægt fyrir fótamennt og rúmbutakt? Og er heldur svona þunglamalegt í hreyfingum sínum og tæpt á útvort- is gleði? Tekst Salíf að láta íslend- inginn dansa? „Tónlistin er alheimstungumál, þar heyrast allar tungur. Takturinn nær tökum á fólki eða ekki. Það getur að vísu stundum verið erfitt að fara svona á milli heimsálfa og stundum verður fyrir manni einn heljarstór veggur, frosinn veggur. En með reynslu sinni á maður sem atvinnutónlistarmaður í mörg ár að geta brotið þennan vegg niður.“ Þá er viðtalið við þennan rólynda og allt að því hlédræga mann á enda. Og þá virðist glaðna örlítið yfir honum þegar hann stendur upp til að kveðja, feginn að vera laus við þessa ljóshærðu albínóa og eskimóa ofan af íslandi. Að nokkr- um myndum smelltum sem Salíf verst með því að bera hönd fyrir andlit sér, spyijum við söngvarann um skilaboð til væntanlegra áhorf- enda sinna á íslandi. „Það liggja landamæri í öllu nema tónlist. Fyrir 6 árum fór ég frá Afríku til Frakklands og nú er eins og Afríka og Frakkland sé eitt og sama landið fyrir mér því tónlist- in er mitt sanna heimili. Og þetta sama gerist þegar ég nú held til íslands. Þá fer ég að heiman til að fara heim.“ Við kveðjum Salíf Keita og um- boðsmann hans og höldum út i heit- an maídaginn þar sem við vonum að sem flestir' unnendur nýrrar og óvæntrar tónlistar fjölmenni á Hót- el ísland 11. júní til að hlýða á þennan einstæða söngvara ogy hljómsveit hans og e.t.v. dansa með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.