Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
HUGVITSMADURINN
Risabyssa íraka: draumurinn um stærstu byssu heims.
Tilraunastarf (á Barbados laust eftir 1960): Harp-byssan var fyrir-
myndin.
við geim- og háloftarannsóknir átti
fyrirtækið að framleiða margra
þrepa flugskeyti og gervihnetti, sem
skjóta átti með öflugri fallbyssu, og
fallbyssuskot. Starfsemin fór fram
á afskekktum búgarði á landamær-
um Vermont og Kanada.
Á næstu 10 árum fékk SRC níu
milljónir dollara fyrir margvísleg
verkefni, sem fyrirtækið vann að
fyrir Pentagon. Árið 1972 fékk dr.
Bull einkaleyfi á skoti í langdræga
fallbyssu og hóf fjöldaframleiðslu.
Markaðsdeild var komið á fót í
Brussel til að ná samningum við
NATO í samvinnu við stórt, belgískt
skotfærafyrirtæki, Pouderies Reuni-.
es de Belgique (PRB). Með tíð og
tíma varð nákvæm og langdræg
sprengjuvarpa Bulls, sem hann end-
urbætti stöðugt, eitt helzta vopnið
í heijum írana, íraka, ísraelsmanna,
Suður-Afríkumanna og andstæðra
fylkinga kristinna manna og múha-
meðstrúarmanna í Beirút.
Svo mikilvægur var dr. Bull talinn
þjóðaröryggi Bandaríkjanna að
bandaríska þingið samþykkti 1972
frumvarp frá Barry Goldwater, þar
sem honum var veittur borgararétt-
ur 10 ár aftur í tímann. Þar með
gat hann fengið aðgang að fleiri
leyndarmálum en áður, staða hans
batnaði og hann gat einbeitt sér að
æ flóknari tilraunum.
Sala til Suður-Afríku
Árið 1974 tilkynnti SRC að fyrir-
tækið hefði gert samning um fram-
leiðslu á 50.000 155 mm skotum
og það ár voru ísraelsmenn meðal
viðskiptavina SRC. Fyrirtækinu
virtist ganga vel, en raunar átti það
við fjárhagserfiðleika að etja og
skuldaði bandarískum banka. Erfið-
leikana mátti sumpart rekja til þess
að Bandaríkjaher hóf eigin rann-
sóknir á langdrægum fallbyssum og
hætti að fjármagna tilraunir Bulls.
Suður-Afríkumenn komu Bull til
bjargar. Á árunum 1976-1979 seldi
hann þeim mikið af skotum og
sprengjuvörpum, þótt bandarísk lög
bönnuðu það, og naut aðstoðar ísra-
elsmanna og hernaðarráðgjafa, sem
starfaði fyrir CIA og kom við sögu
stríðsins í Angola. Suður-afrískt
ríkisfyrirtæki, Armscor, sem annast
hergagnaöflun, keypti 20% hlut í
SRC 1977. Auk þess tryggðu
Suður-Afríkumenn sér einkaleyfi
Bulls og önnur leyfi.
Árið 1979 tilkynntu Suður-
Afríkumenn að þeir hefðu sjálfir
smíðað langdræga fallbyssu, sem
þeir nefndu G-5. Starfsmenn SRC
kölluðu hana hins vegar „fallbyssu
Einkarekstur
Árið 1968 fór Bull út í einkarekst-
ur. Hann stofnaði fyrirtækið Space
Research Corporation (SRC) með
stuðningi rafeinda- og ráðgjafafyr-
irtækis Arthurs D. Littles, Bronf-
man-fjölskyldunnar og fleiri fjár-
sterkra aðila og skráði það í Delaw-
are í Bandaríkjunum, en bækistöðv-
ar þess voru í Quebec. Fyrirtækið
hlaut fjárhagsstuðning frá Banda-
ríkjaher og í stjórn þess sátu meðal
annarra Arthur Trudeau hershöfð-
ingi, sem áður hafði stjórnað
vísindarannsóknum bandaríska
hersins, og Richard Bissel, sem
hafði verið annar æðsti maður CIA.
Auk þess sem SRC átti að fást
RISABYSSUNA
Ágimd varð dr. Gerald Bull, hjálparmanni íraka, að bana
Eitt síðasta verk dr. Bulls áður
en hann lézt var að halda fyrirlestra
um „Parísar-fallbyssurnar" og þá
hafði hann fundið stuðningsmann,
sem ætlaði að gera honum kleift
að fullkomna Harp-byssuna, sem
hann hafði boðið til sölu í þijá ára-
tugi. í bók hans er nákvæm lýsing
á Harp-byssunni og hugmyndum
um breytingar á henni ásamt upp-
dráttum og teikningum. Þessar hug-
myndir koma heim við lýsingar á
risabyssu þeirri, sem írakar eru nú
langt kömnir með.
Bull hafði takmarkalausan áhuga
á starfi sínu og honum hefur verið
þannig lýst að hann hafi verið
ákafamaður og átt auðvelt með að
hrífa aðra með sér. Gamall sam-
starfsmaður hans segir að hann
hafi verið „höstugur, harðfylginn
og mjög hægrisinnaður". Aðrir
sögðu seinna að hann hefði kært
sig kollóttan um til hvers vopn hans
væru notuð og verið tilbúinn að
starfa fyrir hvern sem væri, svo
framarlega sem hann fengi vel borg-
að. Þó hlaut hann að vita að írakar
beittu efnavopnum og kepptu að því
að koma sér upp kjarnorkuvopnum
þegar hann gekk í þjónustu þeirra.
Dr. Gerald
Bull: myrtur
í Brussel.
A BAK VID
GERALD W. BULL var snillingur í gerð hergagna. Hann var orðinn
doktor í Iofteðlisfræði aðeins 22 ára. Þegar hann var 32 ára var
hann orðinn einn helzti skotfræðingur bandaríska landvarnaráðuneyt-
isins, Pentagons. Þegar hann gat ekki lengur lifað aftekjum sinum
af framleiðslu hergagna fyrir Bandaríkjamenn sneri hann sér að ólög-
legum viðskiptum og 52 ára að aldri var hann hnepptur í fangelsi
fyrir ólöglega sölu hergagna til Suður-Afríku.
Imarz var dr. Bull myrtur á
hóteli í Brússel, 62 ára að
aldri. Ættingjar hans lýstu sök
á hendur ísraelsku leyniþjón-
ustunni, Mossad. Þremur vik-
um síðar lögðu brezkir tollverðir
hald á hluta í átta stálrör, sem írak-
ar virtust ætla að nota sem hlaup
í gríðarstórar fallbyssur til að ógna
erkióvinum sínum, ísraelsmönnum
og írönum. Flestir voru sammála
um að dr. Bull væri eini maðurinn
sem hefði getað hannað slíka risa-
byssu, sem var ætluð til að skjóta
fiugskeytum. Hann varð illræmdur
eftir dauða sinn, en hlaut þá loks
þá viðurkenningo fyrir störf sín og
rannsóknir, sem hann hafði lengi
sótzt eftir.
Hugvitsmaðurinn á bak við írösku
risabyssuna var Kanadamaður,
fæddur í Ontario 1928. Móðir hans
var af frönskum
ættum og lézt
þegar hann var
þriggja ára,
yngstur níu
barna. Faðir
hans, sem var
lögfræðingur, fór frá fjölskyldunni
og Bull ólst upp hjá frænda sínum
og frænku. Bull fylltist brennandi
löngun til að skara fram úr og það
kann að hafa verið skýringin á því
að hann varð yngsti doktorinn, sem
brautskráðst hafði frá háskólanum
í Toronto að sögn Davids Pallisters
í The Guardian, sem hér er einkum
stuðzt við.
Næstu 10 ár vann Bull að áætlun
um stýriflaugar við kanadíska stofn-
un, sem fékkst við hergagnarann-
sóknir, Carde, í Valcartier í Quebec.
Þar hlaut hann mikið lof fyrirtækni-
legan undirbúning að smíði fall-
byssu til að skjóta mannlausum loft-
förum og var kallaður „ungi flug-
skeytasnillingurinn". Pentagon fékk
augastað á honum og laðaði hann
til samstarfs 1955, þegar hann var
27 ára gamall.
Harp-byssan
Þegar Kanadastjórn takmarkaði
herútgjöld 1961 hætti Bull störfum
hjá Carde og gerðist forstöðumaður
rannsóknarstofnunar McGill-
háskóla í Montreal í geimvísindum.
Kanadíska landvarnaráðuneytið og
Bandaríkjaher stóðu straum af
kostnaði við rekstur stofnunarinnar.
Undir stjóm Bulls var hafizt
handa um áætlun, sem gekk undir
nafninu Harp, en með þeirri skamm-
stöfun var átt við háloftarannsókn-
ir. Eitt markmið þessarar áætlunar
var að smíða margra þrepa flug-
skeyti og skjóta því með stórri og
öflugri fallbyssu. Tilraunir með
slíkar fallbyssur
fóru fram á eynni
Barbados á
Karíbahafi, í
Quebec í Kanada
og í Yuma, Ariz-
ona, í Banda-
ríkjunum. Áætlunin var lögð á hill-
una 1967 og þá hafði Bull sett
heimsmet með því að skjóta Mart-
let-flugskeyti í 112 mílna hæð frá
Barbados.
Harp-fallbyssur Bulls urðu úreit-
ar þegar öld raunverulegra stýri-
flauga gekk í garð. En risafallbyss-
ur áttu hug hans allan og hann
dáðist að þýzka vopnaframleiðand-
anum Alfred Krupp, sem tryggði
Prússum sigurinn í stríðinu við
Frakka 1870-1871 með fallbyssum
sínum. Bull heillaðist af byssum
Krupps og afkomenda hans og lýsti
þeim ásamt öðrum höfundi í lítt
kunnri bók, The Paris Guns, sem
kom út fyrir tveimur árum.
■ ERLENDh
HRINCSIÁ
eftir Guðm. Halldórsson