Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
C 15
TeheranQ
IRAK
SAUDl
ARABÍA
KUWAI
Hormuz-
^Ksund
RiadhQ
SKOTM
í sjónmáli
Gerry Bulls“ sín í milli. Leyndarmál-
ið um samvinnu Bulls og Suður-
Afríkumanna spurðist fljótt og hann
var dæmdur í hálfs árs fangelsi
1980 fyrir ólöglega hergagnasölu
til Suður-Afríku.
Sama ár urðu fyrirtæki SRC
bæði í Bandaríkjunum og Kanada
gjaldþrota, en skrifstofan í Briissel
hélt velli. Þegar Bull kom úr fang-
elsinu var hann fullur beiskju, en á
næstu árum endurreisti hann fyrir-
tæki sitt og fluttist til Brússel, þar
sem hann tók upp samvinnu við
Pouderies Reunies de Belgique.
Þrátt fyrir fangavistina virðist
Bull hafa átt auðvelt með það á
næstu árum að fá leyfi émbættis-
manna í Bandaríkjunum, Evrópu og
Afríku til þess að miðla tækniþekk-
ingu sinni frá bækistöð hins nýja
fyrirtækis síns í Belgíu til landa í
Þriðja heiminum. Hann varð vell-
auðugur og eftirsóttur í Þriðja heim-
inum., en var þó gramur vegna þess
að hann taldi sig ekki fá nógu mik-
inn stuðning við hugmyndir sínar á
Vesturlöndum.
Viðskipti um allan heim
Dr. Bull og Suður-Afríkumenn
stórgræddu á sölu endurbættra fall-
byssna til Austurríkis, Kína, Taiw-
ans og fleiri landa. Sum þessi við-
skipti önnuðust fyrrverandi starfs-
menn ísraelsku leyniþjónustunnar
og hergagnasalar, sem fengu um-
boðslaun.
Síðan Bull samdi við kínverskt
fyrirtæki hefur kínverski herinn
verið búinn 155 mm sprengjuvörp-
um, WA 821, sem eru nákvæm eft-
irlíking af sprengjuvörpum, sem
Bull hannaði fyrir austurríska fyrir-
tækið Noricum. Nokkrir starfsmenn
Noricum hafa verið leiddir fyrir rétt,
gefið að sök að hafa selt írönum
fallbyssur og kúlur í Persaflóastríð-
inu, og yfir stendur rannsókn í
málum annarra starfsmanna, sem
eru grunaðir að hafa útvegað írök-
um vopn. Fyrirtækið mun hafa sa-
mið um að selja Bull-sprengjuvörpur
um allan heim, þar á meðal 72 til
Saudi-Arabíu, 100 til Nígeríu, 200
til íraks og 140 til írans.
Her Júgóslavíu samdi við fyrir-
tæki dr. Búlls um að endurbæta
sovézka 130 mm byssu, M-46, sam-
kvæmt tillögum þess til að gera
hana langdrægari. Sams konar
breytingar voru gerðar á miklum
birgðum íraka af M-46. Einkaleyfi
Bulls virðast enn vera í eigu Suður-
Afríkumanna, því að í fyrra var til-
kynnt að Chilemenn hefðu samið
við Suður-Afríkumenn um leyfi til
að framleiða G-5-fallbyssur og nýja •
tegund, G-6.
Irakar hafa keypt sprengjuvörpur
og eldflaugaþjónustu frá SCR. Eld-
flaugaáhugi Iraka vaknaði fyrir al-
vöru um 1985, þegar Persaflóastríð-
ið varð að blóðugum skotgrafahern-
aði og þeir ákváðu að nota gífurleg-
ar olíutekjur sínar til að komast
yfir fyrsta flokks hergögn, fá hæfa
vísindamenn til starfa til að miðla
af sérfræðiþekkingu sinni og taka
fullkomnustu tækni í sína þjónustu.
írakar hófust þegar í stað handa
um endurbætur á sovézkum Scud-
flaugum, sem þeir áttu, til þess að
geta hæft Teheran og Bull dróst inn
í æ nánara samstarf við þá. Böndin
munu hafa verið treyst þegar írakar
fóru til Suður-Afríku 1987 til að
skoða sprengjuvörpur Bulls.
í Evrópu komu Irakar á fót sam-
tökunum Consen Group, sem höfðu
bækistöðvar í Zug í Sviss og Monte
Carlo, til að kaupa stjórnkerfi, flug-
skeytahreyfla og eldflaugaeldsneyti
í Evrópu. Rannsóknir á þessum við-
skiptum standa yfir í Svíþjóð, Ítalíu
og Vestur-Þýzkalandi.
PRB, samstarfsaðili Bulls í
Belgíu, útvegaði eldsneyti. í Bret-
landi keyptu Irakar vélsmiðjur. Stór
hluti fjármagnsins til þessara kaupa
var tryggður með ólöglegum lánum
í útibúi ítalska bankans BNL í Atl-
anta, Georgíu. í fyrra leiddu þessar
lántökur til enn eins bankahneykslis
á Ítalíu.
íraskur vígbúnaður
Brezk yfirvöld vissu vel um starf-
semi Bulls. Þegar hann gekk í félag
með írökum í fyn-a til að kaupa
ónotaða hergagnaverksmiðju í Belf-
ast var umsókn þeirra um lán hafn-
að. Grunur lék á að verksmiðjan
yrði notuð til að smíða hluta í eld-
flaugar og upplýsingar á því sviði
eru leynilegar. Vesturveldin hafa
reynt að koma í veg fyrir að írakar
komi sér upp eldflaugum til að
skjóta kjarnaoddum — ef til vill á
ísrael — og afskiptin af verksmiðj-
unni í Belfast mörkuðu upphafið að
endalokum Bulls og fyrirtækis hans.
írakar hafa gert mikið átak til
að efla herafla sinn síðan samið var
hnakkpnn. Mórðinginn snerti ekki
20.000 dollara, sém Buil hafði á sér
í reiðufé. SKÓmmu áður hafði Bull
verið varaður við því að Mossad
sæti um líf hans vegna starfs hans
í þágu íraka og mörg rök virðast
hníga að því að það sé rétt, þótt
ísraelsmenn neiti öllum ásökunum.
Til þess að tryggja öryggi sitt
hafa ísraelsmenn lagt á það mikið
kapp í um 10 ár að afstýra því að
Arabar komi sér upp kjamorku-
vopnum eða fullkomnum eldflaug-
um. Fyrir níu árum eyðilögðu þeir
kjarnaofn, sem írakar höfðu keypt
af Frökkum. Einu ári áður hafði
einn helzti kjarnorkuvísindamaður
íraka, Egyptinn Yahia e) Meshad, •
verið myrtur í íbúð sinni í' París.
Hann hafði séð um kaupin á kjarna-
ofninum af Frökkum.
í maí 1988 var bifreið í eigu þýzks
framkvæmdastjóra Consen-hópsins,
Ekkehardt Schrotz, sprengd í loft
upp í Monte Carlo. Böndin bárust
að Mossad, sem hefur einhveija
reyndustu tilræðismenn heimsins á
sínum snærum.
ísraelska leyniþjónustan bendir á
að fleiri en hún kunni að hafa haft
ástæðu til að myrða dr. Bull. írakar
kunni til dæmis að hafa komizt að
sambandi hans við CIA og óttazt
að hann hafí átt að afla vitneskju
um kjamorku- og efnavopnaáætlan-
ir þeirra fyrir Bandaríkjamenn. Auk
þess hafi Bull stutt báða aðila í átök-
um á mörgum stöðum í Þriðja heim-
inum og skrá um hugsanlega tilræð-
ismenn hans mundi fylla heila bók.
Langlíklegast þykir þó að Mossad
hafi komið Bull fyrir kattarnef.
írakar virðast geta lokið við
smíðina á risabyssunum, þótt þeir
hafi misst hæfasta manninn til að
fullgera hana. Fyrirtæki Bulls í
Briissel, sem samdi um kaupin á
stálrörunum í Bretlandi og lék þar
með á brezk stjómvöld, hefur verið
lýst gjaldþrota ásamt útibúum þess
í nokkmm löndum. Sonur Bulls,
Michel, fer huldu höfði og óttazt
hefur verið um öryggi starfsmanna
SRC. Michel Bull sagði nýlega að
fyrirtækið hefði fengið svo slæmt
orð á sig að hann „gæti'ekki fengið
10 dollara lán, þótt ég reyndi."
Harp-geimbyssa: Dr. Bull (til vinstri) ásamt Jean Lesage, forsætisráðherra Quebec, (1965).
Vopnast af kappi: Saddam Hussein.
um vopnahlé I Persaflóastríðinu
1988. Saddam Hussein íraksforseti
hefur virzt haldinn þeim metnaði
að ráða lögum og lofum í Araba-
heiminum. írakar beittu efnavopn-
um óspart í ófriðnum og síðan hon-
um lauk hafa þeir lagt mikla áherzlu
á að koma sér upp kjarnorkuvopnum
og líffræðilegum vopnum sam-
kvæmt hergagnaáætlun sinni. Yfir-
maður áætlunarinnar er Hussein
Kamel, iðnaðar- og hergagnaráð-
herra og tengdasonur Saddams
Husseins.
I desember tilkynnti Kamel að
írakar hefði skotið 48 lesta, þriggja
þrepa eldflaug, AJ Abed, frá al-
Anbar-geimrannsóknarstöðinni.
Vestrænir hermálasérfræðingar
fylgdust með skotinu af myndbands-
spólu og drógu í efa að tilraunin
hefði heppnazt, en þóttust vissir um
að eldflaugin hefði ekki verið af
gerðinni Condor-2, sem írakar
höfðu unnið að smíði á ásamt Egypt-
um og Argentínumönnum.
Argentínumenn og Egyptar
munu nú hafa dregið sig út úr áætl-
Farmurinn sem Bretar lögðu
hald á: hlutar í byssuhlaup í átta
kössum.
uninni, en írakar virðast hafa hald-
ið henni áfram, enda lögðu þeir til
megnið af fjármagninu. Sama dag
og eldflauginni var skotið skýrði
Kamel frá smíði tveggja landflauga,
sem eiga að draga 1.200 km —
lengra en til Teheran og Tel Aviv.
Á mörkunum er að Condor-2 dragi
svo langt.
Þess vegna virðist hafa verið þörf
fyrir „Gerry Bull-byssu“, sem er til-
tölulega ódýr í framleiðslu, þótt stór
sé. Rörin frá Bretlandi voru einn
metri í þvermál, en tilraunaaðstaða
virðist góð í írak. Samkvæmt frétt-
um þaðan hafa írakar komið sér
upp sérhönnuðum skotpalli og ein
tilraun virðist þegar hafa farið fram,
en byssuhlaupið mun hafa sprungið.
Á útmánuðum reyndi dr. Bull að
útvega írökum stálrör svipuð þeim
og voru notuð í Harp-áætluninni
forðum.
Morðið á hótelinu
Þannig stóðu málin þegar dr.
Bull var myrtur í Brússel 22. marz.
Þegar hann steig út úr lyftunni á
hóteli sinu og gekk að íbúð sinni
skaut maður vopnaður skambyssu
með hljóðdeyfi hann tvívegis í
Rzr
SOVET-
R í K I N
Miöjarbar- xfjr / sýrland
haf LtBANt^P
BAG
KaírÓQ ^^tl/jÓRDANÍA^^-
IÍGYPTALAND
mBm
•; Æ- '-S
wmBmmamammBmm