Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 29

Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 C 29 „Ég reyni fyrst og fremst að minna á að þama sé verk að vinna,“ seg- ir hún. Hun bendir á að karlar hafí öld- um saman ráðið því hvernig mann- kynssagan hafi verið rituð og helst glitti í hlut kvenna í þeim skrifum þegar einhver kona hafí verið of- jarl eða kannski bara jafningi karla í grimmd eða stjómkænsku, ellegar haft áberandi fmmkvæði í ástamálum. „En það er ekki sú kvennasaga sem skiptir máli, nema síður sé,“ segir hún. „Flest svið mannlegs lífs em vettvangur kvenna á einn eða annan hátt og ætti saga þeirra hvarvetna að koma fram. Á einu sviði, við fjölg- un mannkynsins, er framlag kvenna margfalt á við framlag karla, bæði að því er varðar tíma og orku, en þar er einmitt rótin að allri þeirri skekkju sem er á stöðu kvenna og karla á menning- arsvæði okkar.“ Tíðar gestakomur Safnið hefur einu sinni fengið styrk úr sérstökum sjóði Seðla- bankans og árlega fjárveitingu frá hinu opinbera í nokkur ár, um 65 þúsund krónur á síðasta ári. Auk þess hefur safnið nokkmm sinnum fengið allstóran styrk úr Þjóðhát- íðarsjóði og hefur hann verið not- aður til að kosta vinnu við skrán- ingu efnis. Það eru tíðar gestakomúr hjá Kvennasögusafni Islands á Hjarð- arhaganum. Þangað koma nemar á flestum skólastigum, blaða- menn, fræðimenn, skáld og rithöf- undar, margir færandi hendi og gefa safninu rit sín. Erlendir gest- ir eru einnig margir og lífleg bréfa- skipti við erlend söfn af sama tæi. Arið 1986 veitti Háskóli íslands Önnu Sigurðardóttur heiðursdokt- orsnafnbót fyrir ritstörf hennar og fræðimennsku, fyrstri íslenskra kvenna. Tölvuskráning vel á veg komin Bókasafnsfræðingarnir Kristín Björgvinsdóttir og Martha Hildur Richter hafa nú um eins árs skeið unnið að tölvuskráningu Kvenna- sögusafns íslands. Það verk er unnið á vegum áhugahóps um varðveislu safnsins og felst í því að skrá efni: bækur, tímarit, smá- prent, myndir póstkort og úrklipp- ur. Efni safnsins hefur hingað til verið skráð á svonefnt spjaldskrár- kerfi, en verður nú gert tölvutækt vegna þess að fyrirhugað er að fella safnið sem sérdeild inn í Þjóð- arbókhlöðu eins og gert var ráð fyrir í stofnskrá þess. „Við erum svo til búnar að skrá allt erlenda efnið,_“ segir Kristin Björgvinsdóttir. „I haust er svo ætlunin að hefjast handa um að skrá innlenda efnið sem er miklu meira að vöxtum. Það er mikill fengur í því sem Anna hefur hald- ið til haga og efnisumfangið með ólíkindum." / i Vargfuglar langtum of margir Til Velvakanda. Mig langar til að þakka kærlega höfundi þáttanna Fuglar landsins er komið hafa í Sjónvarp- inu öðru hveiju í vetur og verið bæði fróðlegir og skemmtilegir, þótt ór.ákvæmni hafí þar nú gætt á stundum, ekki síst varðandi svart- baka, skúma og sílamáva, erþjarma svo gengdarlaust að mörgum fugla- tegundum víða um land hin síðustu ár að til útrýmirigar leiðir í sumum tilfellum, ef svo heldur fram sem horfir. Það tilheyrir sko engri „fá- fræði“ að bera sér þau orð í munn, þótt reyndar kvæði nú við annan tón í fyrmefndum texta, æ ofan í æ. Sömuleiðis er það gersamlega út í hött að þessir hræðilegu vargar „hreinsi til“ í ríki náttúrunnar, held- ur skilja þeir eftir sig dauðann við hvert fótmál og ganga svo illa frá mat sínum að engu tali tekur. Hér í nágrenninu var mikið fuglalíf þegar ég var barn — og ráunar allt fram undir 1960, en þá fór að síga á ógæfuhlið — og nú er svo komið að varla sést önd við hreiður á vorin nema í stöku tilfell- um. Að sjálfsögðu kom örninn við sögu í þeirra ágætu myndaseríu og þar kvað við sama tón, enginn skað- valdur, fremur hið gagnstæða. Á 'þessu kann ég lítil skil en treysti Breiðfirðingum til að kveða upp sinn dóm þar að lútandi. Þeir hafa aldrei gert sig bera að neinni „fá- fræði“ hingað til. Auðvitað lifa þessir fantar allir sem einn eftir lögmáli allsheijar, ef svo mætti segja, en fjöldi þessara er kominn langt yfir þau takmörk sem eðlilegt má teljast, og þyrfti að fækka á garðanum heldur betur, svo jafn- vægi komist á að nýju. Að stríðala þessa bragðarefí allan veturinn út í gegn, og lengur þó, til þess eins að tveir til þrír hausar verði á hveiju kvikindi þegar vorar, nær vitanlega ekki nokkurri átt. Ég get ekki skilið við þesar fáu línur án þess að nefna skúminn al- veg sérstaklega, til áréttingar því sem hér að framan hefur verið á drepið, því hann er slíkur „Kaífas" að engu tali tekur — og mætti benda hinum svonefndu „sport“veiði- mönnum á að þar er veiður á ferð enda kjöt þessara blóðhunda mjög gott. Ritað í fullri alvöru 4. maí 1990. Valtýr Guðmundsson, Sandi. Til sölu Fjord Dolphin 775, 24 fet, árg. '89. Búinn öllum tækum. Upplýsingar gefur Ingvar í síma 685018 og á kvöldin í símum 6721 18 og 625176 eftir kl. 20.00. Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára. Útreiðartúrar, kennsla um hesta og hestamennsku. Viðurkenningarskjal ílokin. 10 daga námskeið með fullu fæði: 1. 14. júní-23. júni 2. 26. júní-5. júlí 3. 10. júlí — 19. júlí 4. 24. júlí-2. ágúst 5. 7. ágúst-16. ágúst 6. 20. ágúst-29. ágúst Verð kr 27.500.- Skemmtikvöld, grillveisla, sundlaug o.fl. o.fl. Nánari upplýsingar eru veittar hjá FERÐABÆ, Hafnarstræti 2, sími 623020. FLOTBRYGGJUR úrsjóþolnu áli og „jetfloat" floteiningum úrLapolen 52612. • Staðlaðar einingar • Létt og auðveld uppsetning • Styrktarstaðlar miðaðir við íslenska veðráttu Hentugar fyrir: Sveitarfélög, fiskeldisstöðvar, sportveiðimenn og sumarbústaðaeigendur. Nýtast sem: Bátabryggjur, flotprammar, göngubrýr, fóðurpallar, veiðibryggjur o.s.frv. o.s.frv. Vönduð framleiðsla - varanleg lausn - virk fjárfesting Vélsmiðjan Þór, Suðurgötu 9, ísafirði, sími 94-3711 Söludeild, Faxafeni 10, sími 91-689355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.