Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
C 31
nSkál, herra Auden.“ — Tómas Guðmundsson lyftir glasi og Auden dreypir á. Gunnar Gunnarsson og
Sigurður Nordal fylgjast með.
Skrafað viö
skáldið. Til
vinstri sést í
baksvipinn á
Tómasi Guð-
mundssyni,
standandieru
Vilhjálmur Þ.
Gíslason,
Gylfi Þ.Gísla-
son og Ragnar
Jónssoní
Smára. Við
borðið sitja
Sigurður
Nordal, Stein-
grímur J. Þor-
steinsson og
Þórbergur
Þórðarson,
sem virðist
láta sér fátt
um finnast. ..
SÍMTALID...
ER VIÐ ÁSUKOLKA, HJÁ AFSÁ ÍSLANDI
Fjörutíuogtveir hingaö,
hundraÖogfimmtíu utan
25450
Skrifstofa AFS á íslandi, góðan
dag.
— Góðan dag, Andrés heiti ég
Magnússon og er blaðamaður hjá
Morgunblaðinu, við hvern tala ég?
Ég heiti Ása Kolka.
— Hvað fara margir íslenskir
krakkar á ykkar vegum til útlanda
í ár?
Þetta eru um 100 nemar, sem
fara í ársdvöl, um 50, sem fara í
sumardvöl.
— Og hvert fara krakkamir helst?
Þetta dreifíst um allar jarðir.
Núna er verið að leggja í hann til
suðurálfu, það er að segja landa
eins og Ástralíu, Hondúras, Costa
Rica, Chile, Bólivíu, Brasilíu og
Thailands, svo nokkur séu nefnd. I
haust fara síðan krakkar til Evrópu
og Bandaríkjanna og fleiri landa.
— En hvað er vinsælast?
Ástralía hefur verið ofarlega á
blaði að undanfömu og Bandaríkin
em alltaf mjög vinsæl. í Evrópu
hefur Ítalía mest aðdráttarafl, en
áður vom það Þýskaland og Frakk-
land. Rómanska Ameríka er einnig
orðin mjög vinsæl.
— Þegar fólk er að sækja um að
komast utan sem skiptinemar, veit
það þá hvert það vill fara eða er
það að skjóta út í loftið?
Það er náttúmlega voða misjafnt
eftir fólki. Sumir hafa alveg
ákveðnar hugmynd-
ir, en hjá öðmm er
þetta óljósara. I
umsókninni er það
beðið um að merkja
við þrjú lönd, sem
það hefur mestan
áhuga á að fara til
ef framboð tiltek-
inna ríkja skyldi ekki
anna eftirspum.
— Þú nefnir um-
sóknina. Er þetta
ekki talsverð skriff-
innska?
Jú, óneitanlega.
Umsækjendur þurfa
að byija á svonefnd-
dri frumumsókn, en
hún felst aðallega í
ritgerð, sem krakk-
amir þurfa að rita
um sjálfa sig. Með
ritgerðinni þurfa að fylgja einkunn-
ir tveggja síðustu ára. Þeir, sem
komast í gegn um þetta þurfa síðan
að leggja inn framhaldsumsókn.
Þá þurfa þeir að fara í ýtarlega
læknisrannsókn, fá umsögn fjöl-
skyldu og kennara og svo framveg-
is, auk þess sem ritgerð þeirra er
þýdd yfír á ensku. Þeir, sem sækja
um ársdvöl, eru síðan heimsótt af
sjálfboðaliðum AFS til viðtals —
bæði við umsækjendur og fjölskyldu
þeirra.
— Kostar þetta ekki morð fjár að
fara svona?
Nei, það finnst mér ekki. Þetta
er svona svipað og uppihaldið héma
heima. í ár er þátttökugjaldið um
300.000 krónur og þá er allt innifa-
lið: námskeið hér heima, ferðir fram
og til baka, skólagjöld, námsbækur
og svo framvegis. Fósturfjölskyldan
ytra sér um fæði og húsnæði.
— En hvað um útlendinga, sem
koma hingað.
Það hefur tíðkast í mörg, mörg
ár. Núna í ár koma 42 ársnemar
hingað. Þeir em frá löndum eins
og Ástralíu, Ghana, Bandaríkjun-
um, Belgíu, Þýskalandi og svona
gæti ég haldið áfram.
— Og hvernig gengur að fínna fóst-
urfjölskyidur?
Það er nú aðalstarfíð hérna. Við
erum búin að fínna fjölskyldur fyr-
ir rúma einn þriðja og
erum að.
— Dvelja krakkarnir
hér í Reykjavík eða
líka úti á landi?
Þau dreifast yfír-
leitt talsvert, því eina
skilyrðið er að það sé
framhaldskóli í pláss-
inu.
— Segðu mér svona
að lokum, hefur þú
sjálf verið skiptinemi?
Já, reyndar. Ég
fór fyrir 20 árum til
Costa Rica og hef
búið að því síðan.
Þetta er mjög þrosk-
andi og stórkostleg
lífsreynsla, sem ég
vildi ekki vera án.
Frjálsræði íslendinga var aukið
í vor. Stjórnarráðið getur ekki
lengur bannað þeim að skjóta
héra. Lögin um friðun þeirra nr.
23 frá 1914 eru úr gildi fallin.
Árið 1914 voru sumir hræddir
um — eða við þessa skepnu.
Þetta mál er svo til komið, að
maður, velviljaður íslandi,
Theodor Havsteen, eigandi að stór-
býlinu Maglegaard við Hróarskeldu
hefir boðist til að gefa og flytja hing-
að til lands lifandi héra frá Noregi
eða Færeyjum, til að koma hér upp
stofni nýrra veiðidýra," sagði Is-
landsráðherrann og þjóðskáldið
Hannes Hafstein á fundi neðri deild-
ar 4. júlí 1914. Skáldið gerði grein
fyrir því að skoðanir væru skiptar
um þessi dýr en hann héldi: „Skepn-
ur þessar séu fremur meinlausar,
að minsta kosti skaðlitlar íjarri
bæjum, og að miklu fremur megi
verða búbætir að þeim fyrir
marga." Að tillögu Skúla Thorodd-
sens þingmanns Isfirðinga var kosin
nefnd til að afla upplýsinga um
þessa dýrategund.
Álit nefndarinnar var ekki
ótvírætt. Þar kom fram að sumar
erlendar bækur um þessi dýr teldu
' þau geta verið „mjög skaðleg“ fyrir
sveitabændur og einnig var ljóst að:
„Þá leita þeir oft á nóttum inn í
kálgarða og eru sólgnir í kál.“ At-
huganir leiddu einnig í ljós að þeir
nöguðu börk af tijám. Því var leitað
álits skógræktarstjóra, Agner Fran-
cisco Kofoed-Hansen, sem sagði
skógræktarmenn álíta að hérar
gætu valdið usla en: „Hvergi mundu
menn óska, að missa hjeranna, þó
að þessi dýr stundum geti gert
skaða.“ Skógræktarstjóri mælti
með að þessi tilraun yrði fram-
kvæmd hið fyrsta. Þingnefndin
mælti því með frumvarpinu.
í umræðum á Alþingi komu fram
ærið skiptar skoðanir, t.d. taldi Ein-
ar Arnórsson þingmaður Árnes-
inga, hérana skaðsemdardýr sem
hefðu tæpast annað sér til gildis
en vera góð til átu og fullnægja
veiðigleði fylgismanna frumvarps-
ins en aftur á móti taldi Hannes
Hafstein: „Alt of mikil hérahræðsla,
að halda að landauðn stafi af því,
að þessi litla og ómannýga skepna
flytjist hingað." Héravinir vísuðu
einnig til þeirrar gleði og ánægju
sem þessi dýr veittu íbúum ná-
grannalandanna.
Betri úldinn
Það einkenndi nokkuð umræður
að rnargir þingmenn viðurkenndu
fáfræði sína í hérafræðum og ekki
síður að þeir brigsluðu kollegum
sínum um fávisku. T.d. taldi Guð-
mundur Eggerz þingmaður Sunn-
mýlinga héraféndur jafnvel rugla
samati hérum og kanínum. í loka-
umræðu um hérafrumvarpið í efri
deild 7. ágúst 1914 hafði Björn
Þorláksson konungskjörinn þing-
maður sig mjög í frammi. Hann
kvaðst hafa farið á stúfana og aflað
sér upplýsinga. Björn sagði hérana
skjótt geta orðið að landplágu enda
myndi gefandinn Theodor Havsteen
efalítið velja einhveija af hinum
harðgerðari hérategundum til land-
náms í landi frænda síns Hannesar
Hafsteins. Hérarnir myndi tímgast
hér ört og benti á að dýralífí á ís-
FRÉTTALfÓS
ÚR
FORTÍD
Toifiindin
veíðibráð
Héradeilur 1914
1«*I4 Liic um friftur hrra.
N- ■ I. pr. S: KUno- pciur iikxcót.' .■• h
: n.« »kub iri&A: vcn aokiwr hluia a» eíu »11: jnö
29.
.... Il»l I
H0S6DHQLADI
landi væri öðruvísi farið en í ná-
grannalöndum. Héma myndi ein-
ungis refurinn vera náttúrulegur
óvinur hérans, hann hefði heyrt því
fleygt að tófan myndi þá hætta að
leggjast á lömb en: „Þetta tel jeg
íjarstæðu. Þótt hjerakjötið sje talið
lostætt, þá myndi lágfóta ekki lítils-
virða lambakjötið okkar fyrir það.“
Bjöm taldi héra eflaust vera vel
æta. Hafði reyndar ráðfært sig við
konu eina um matreiðsluvísindi:
„Þeir þola ekki einungis langa
geymslu, heldur batna við það, að
í þá slái, eða þeir úldni, alveg eins
og er með rjúpur. Þegar á að mat-
reiða þá, eru þeir látnir liggja í
mjólk eitt dægur og því næst steikt-
ir í mjólk. Og svona tilbúnir þykja
þeir heldri manna matur.“
Héravinir báru hærri hlut á Al-
þingi; fmmvarpið var samþykkt í
báðum deildum, en einhverra hluta
vegna hefur blaðamaður Morgun-
blaðsins ekki orðið var við héra í
íslenskum veiðilendum. Landsmenn
hafa lagt sér til munns svonefndán
„falskan héra“; n.k. ofnbakaða kjöt-
köku. En ef einhveijum skyldi nú
lánast að veiða skepnuna ósvikna,
og vildi ekki notfæra sér leiðbein-
ingar Björns Þorlákssonar, gæti
eftirfarandi uppskrift orðið að
gagni:
Hráefni: 2 kg héri, 60 g flesk, 2 tsk.
salt, 60 g snyörlíki, V2 I iryólk, 1/2
1 vatn. / Sósa: 30 g siryörlíki, 30 g
hveiti, 6 dl soð af héranum.
Að endingu: 1/2 dl rjómi, 1 tsk. rifs-
hlaup, sósulitur, salt?, ögn af timian?
Fláið hérann og hreinsið hann vel.
Bijótið varlega hrygginn innan frá
og losið um lærin í liðunum, einnig
innan frá. Spikdragið hiygginn og
lærin á ská út frá hryggnum hvort
sinu megin. Nuddið kjötið með grófu
salti. Brúnið hérann við um 250 gráð-
ur celsíus í u.þ.b. 15 min. Lækkið þá
hitann í 150 gi'áður og hellið blöndu
af vatni og mjólk yfir. Sjóðið hérann
í u.þ.b. 1 1/2 itlst. Búið síðan til upp-
bakaða sósu úr soðinu, kryddið með
salti, timian og rifshlaupi. Notið sósu-
lit ef þurfa þykir. Bætið ijómanum út
i síðast og látið ekki sjóða eftir að
hann er kominn í.