Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C
122. tbl. 78. árg._____________________________ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990_______________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovétríkin:
Noregur:
Jeltsín kveðst geta
samið við Gorbatsjov
Moldavar viðurkenna sjálfstæði Litháens
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, nýkjörinn forseti Sovétlýðveldisins Rússlands, kvaðst
í gær vonast til þess að geta rætt við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta
og sagði að þeir gætu jafiiað ágreining sinn. Þing Sovétlýðveldisins
Moldavíu, viðurkenndi í gær formlega rétt Litháa til að stofna sjálf-
stætt ríki.
Jeltsín sagði á rússneska þinginu
að hann væri þeirrar skoðunar að
forsetarnir tveir ættu að hafa mark-
visst samstarf. „Ég tel að við efnum
til viðræðna og jöfnum ágreining
okkar án þess að það komi niður á
sjálfræði Rússa eða markmiðum
okkar,“ hafði sovéska fréttastofan
TASS eftir rússneska forsetanum.
Jeltsín hafði daginn áður kynnt kröf-
ur sínar um að Rússland hlyti aukið
Kanada:
Neyðarfiind-
ur um klofti-
ingshættuna
Ottawa. Reuter.
BRIAN Mulroney, forsætis-
ráðherra Kanada, boðaði í
gær til neyðarfúndar í Ottawa
á sunnudag, þar sem reynt
verður að koma í veg fyrir
að sambandsríkið klofiii
vegna tungumáladeilna.
Mulroney hefur að undan-
förnu reynt að fá þijú af tíu
ríkjum Kanada til að viðurkenna
sérstöðu Quebec-ríkis, þar sem
mikill meirihluti íbúa er frönsku-
mælandi. Það hefur honum ekki
tekist og hefur hann aðeins þrjár
vikur til að- leysa deiluna.
„Ágreiningurinn er enn mikill.
Því varð ég að boða forsætisráð-
hei'ra ríkjanna á minn fund,“
sagði Mulroney.
Sjá frétt á bls. 22.
sjálfræði og dregið yrði úr miðstýr-
ingu frá Kreml.
Vytautas Landsbergis, forseti Lit-
háens, kvaðst í gær efins um að
Míkhaíl Gorbatsjov og George Bush
Bandaríkjaforseti næðu samkomu-
lagi sem stuðlað gæti að lausn deil-
unnar um sjálfstæði Litháens. Hins
vegar gæti kjör Borís Jeltsíns í emb-
ætti forseta Rússlands stuðlað að
stefnubreytingu hjá Kremlveijum í
Litháensmálinu, þar sem hann væri
algjörlega andvígur efnahagsþving-
unum sovéskra stjórnvalda gegn Lit-
háum.
Talsmaður Þjóðarfylkingar
Moldava skýrði frá því í gær að þing
Moldavíu hefði samþykkt með 194
atkvæðum gegn 29 að viðurkenna
rétt Litháa til að stofna sjálfstætt
ríki. Þingið lét einnig í ljós þá ósk
að Moldavar gætu tekið upp stjórn-
málasamband við Eystrasaltsríkið.
Reuter
Leiðtogar risaveldanna, þeir George Bush Bandaríkjaforseti og
Míkhaíl S. Gorbatsjov, Jeiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, við
upphaf fundar þeirra í Washington í gær. Hleypt var af 21 fallbyssu-
skoti Sovétleiðtoganum til heiðurs við komu hans til Bandarikjanna.
Telja að ol-
ían endist til
ársins 2035
Osló. Reuter, dpa.
STJÓRNENDUR norska olíufyr-
irtækisins Statoil telja að nægi-
leg olía sé við strendur Noregs
til að Norðmenn geti haldið
áfram oliuvinnslu sinni langt
fram á miðja næstu öld.
Statoil stóð fyrir rannsókn á olíu-
svæðunum við strendur Noregs í
fyrra. Niðurstöður hennar benda til
þess að Norðmenn geti unnið olíu
í Norðursjó í 45 ár til viðbótar, eða
sex árum lengur en fyrri áætlanir
fyrirtækisins gerðu ráð fyrir.
„Við teljum að í Norðursjó sé 25%
meiri olia en áætlað hefur verið,“
sagði Arild Steine, talsmaður Stat-
oil. Fyrirtækið telur að hægt verði
að vinna 28,43 milljarðj fata í
Norðursjó, þar af komi helmingur-
inn frá svæðum, þar sem engin olía
hefur fundist til þessa.
Norðmenn eru mestu olíufram-
leiðendur Vestur-Evrópu á eftir-
Bretum og vinna um 1,7 milljónir
fata á dag.
Fundur leiðtoga risaveldanna í Washington:
Bush lofar þátt Sovétleiðtog-
ans í umskiptunum í Evrópu
Washington. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
GEORGE Bush, forseti Banda-
ríkjanna, bauð sovésku forseta-
hjónin, Raísu M. og Míkhaíl S.
Gorbatsjov, velkomin til Banda-
ríkjanna í glampandi sól á syðri
grasílötinni við Hvíta húsið í
Washington í gærmorgun. í
stuttum ræðum sem leiðtogarnir
Tölvu-
stýrður
vín-
blandari
Vestur-þýski
menntaskólanem-
inn Markus Krastel
sýnir hér
tölvustýrðan
vínblandara, sem
hann vonast til að
hljóti fyrstu
verðlaun í
samkeppninni
„Æska og tækni“,
sem haldin er
' árlega í Frankfurt.
Ungi maðurinn
hefur samið forrit,
sem getur séð um
blöndun 39
mismunandi
hanastéla.
Búnaðurinn er
afrakstur
þrotlausrar vinnu í
hálft ár.
Reuter
fluttu, lögðu báðir áherslu á mik-
ilvægi samvinnu ríkjanna til að
draga úr spennu í heiminum.
Bush sagði þá greina á um ýmis
málefiii og nefndi sem dæmi
sjálfstæðiskröfúr Litháa. Öll
heimsins vandamál yrðu ekki
leyst á fjórum dögum en Bush
kvaðst búast við að eiga gagn-
lega vinnufúndi með forseta Sov-
étríkjanna.
Bush forseti sagði m.a. í ávarpi
sínu að hann vonaðist til að leið-
togafundurinn í Washington reynd-
ist sögulegt skref í átt til sameining-
ar Evrópu þar sem sérhvert land
nyti öryggis og friðar. Viðstaddir
fögnuðu er Bandaríkjaforseti
ávarpaði Gorbatsjov og sagði: „Þér,
herra forseti, eigið mikið hrós skilið
fyrir þátt yðar í þessum sögulegu
umbreytingum. Þær breytingar sem
þér hafið komið á í heimaiandi yðar
eru einnig- lofsverðar." Gorbatsjov
ræddi í ræðu sinni um þær miklu
breytingar sem átt hefðu sér stað
í heiminum á undanförnum árum
og bætt samskipti risaveldanna.
„Múrarnir sem áður skildu þjóðirnar
eru að hrynja til grunna. Skotgraf-
ir kalda stríðsins eru óðum að
liverfa sem og hin blinda þoka for-
dóma, vantrausts og fjandskapar."
Athygli vakti að Gorbatsjov vék
sérstaklega að því að hann og sov-
éska sendinefndin væntu þess að á
fundinum yrðu stigin þýðingarmikil
skref í átt til svonefnds START-
samkomulags um fækkun lang-
drægra kjarnorkuvopna en talið er
að leiðtogarnir undirriti sérstaka
yfirlýsingu um stöðu þessara við-
ræðna í dag, föstudag'
Leiðtogarnir munu eiga fjóra
formlega fundi í Hvíta húsinu áður
en þeir halda til Camp David,
sveitaseturs Bandaríkjaforseta i
Maryland, ásamt eiginkonum sínum
á laugardag: Þar er ætlunin að
þeir hvílist og eigi einkasamræður.
Fyrirhugað er að þeir undirriti
samning um stöðvun framleiðslu
efnavopna í dag, föstudag. Hins
vegar hafa samningaviðræður um
fækkun hefðbundinna vopna ekki
gengið eins vel og vonast var til
eftir fund leiðtoganna á Möltu í
byrjun desember auk þess sem þeir
eru á öndverðum meiði hvað varðar
sameiningu Þýskalands og aðild
þess að Atlantshafsbandalaginu
(NATO). Gorbatsjov gaf þó í Skyn
í gærkvöldi að leiðtogarnir gætu
jafnað þann ágreining á fundinum
í Washington.
Framtíð fiskeldis
talin björt í Noregi
LÍKLEGT er, að eftir 20 ár verði aftaksturinn af þorskeldinu í
Noregi orðinn jafii mikill og af þorskveiðunum nú. Kemur þetta
fram i nýrri spá um þróun hafbeitnrmála þar í landi og er framtíð
þorsk- og lúðueldis talin sérstaklega björt. Norska blaðið Aften-
posten greindi frá þessu nú í vikunni.
Snorre Tilseth, yfirmaður haf-
beitardeildar Hafrannsóknastofn-
unarinnar í Björgvin, segir, að það
sé aðeins spurning um tíma hve-
nær þorskeldið verði jafn mikil-
vægt veiðunum sjálfum og hann
bindur jafnvel enn meiri vonir við
lúðueldið. Hann spáir því, ■ að
þorskeldisstöðvarnar verði orðnar
150 eftir tíu ár og lúðueldisstöðv-
arnar 100. Telur hann, að eftir
önnur tíu ár verði þorskeldisstöðv-
arnar orðnar 700 talsins og fram-
leiði þá samtals 170.000 tonn eða
jafn mikið og nemur þorskveiðum
Norðmanna á þessu ári.
Tilseth segir, að eldisþorskur-
inn verði samkeppnisfær við villta
fiskinn jafnt í verði sem gæðum
og þá ekki síður eldislúðan þegar
leyst hafi verið ýmis vandamál
varðandi klakið. „Það er enginn
vafi á, að hafbeitarstöðvarnar
munu valda byltingu innan sjávar-
útvegsins og hafa mikil og góð
áhrif á afkomu fólks i strand-
byggðunum," segir Tilseth.