Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JUNI 1990 Leiklistahátíð í Hveragerði um hvítasunnuna I tilefni af 40 ára afmæli sínu gengst Bandalag íslenskra leikfélaga fyrir leiklistahátíð í Hveragerði dagana 31. maí til 4. júní. Hátíðin hófst með leiksýningu leikhópsins Perlunnar, Síðasta blómið, í gærkvöld. Þá var farið í skrúðgöngu frá Hótel Örk að Tívolí þar sem leikfélag Keflavíkur flutti söngleikinn Gretti. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts; Tæplega 100 manns sagt upp störfum Akraiiesi Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi hefiir sagt upp stórum hluta starfsmanna sinna vegna verkefhaskorts og taka uppsagnirnar gildi á næstu mánuðum. Alls er hér um að ræða tæplega 100 manns sem, eins og nærri má geta, er stórt áfall fyr- ir atvinnulíf á Akranesi og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Jósep Þorgeirsson, fram- hvers mætti vænta. Þetta er mark- Ákveðið að skipta SÍS upp í hlutafélög Eig-nir seldar og- deildir lagðar niður náist ekki hagnaður Á FUNDI stjórnar Sambands félag samvinnumanna sem hafi ræmingar og eignastjómunar en íslenskra samvinnufélaga í gær hlytverk stefnumótunar, sam- fáist ekki við rekstur. var samþykkt tillaga að ályktun til aðalftindar Sambandsins í næstu viku. Lagt er til að álykt- að verði á þann veg að deildum Sambandsins verði breytt í hlutafélög eftir starfsgreinum, auk þess sem steftit verði að því að hlutafélögin verði til að byrja með, að minnsta kosti, í helmingseign Sambandsins. Áhyggjur Sambandsstjórnar virðast einkum beinast að tveimur deildum þess, þar sem sérstaklega er gerð tilaga að ályktun um Verslunardeildina og Jötunn: „Gera skal sérstakar ráðstafanir bæði skipulags- og rekstrarlegs eðlis, til að snúa við taprekstri Verslunardeildarinnar og Jötuns. Takist það ekki verði eignir þeirra seldar og deildimar lagðar. niður.“ í fimmtu grein tillögu Sam- bandsstjórnar er lagt til að Sam- bandið verði rekið sem samnefn- ari félagsheildarinnar og forystu- kvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög lítið væri um verkefni hjá fyrirtækinu og alger óvissa um framtíðina. „Sumarið hefur yfirleitt verið okkar besti tími og því er nú um að ræða mjög óvenjulegt ástand. Hvað næstu misseri varðar get ég aðeins sagt það að ráðgjafa- fyrirtækin sem vinna ýmsa forvinnu fyrir skipaeigendur, hafa lítið að gera í þessum efnum og því er ég svartsýnn." Jósep sagði að þeir hefðu þó boðið í nokkur verk að undanfömu en svo virtist að hjá mörgum út- gerðum fylgdi ekki hugur máli þeg- ar á hólminn væri komið. „Ég get nefnt nokkur verkefni sem við höf- um átt gott tilboð í en síðan er skyndilega hætt við framkvæmdir. T.d. buðum við nýlega í endurbætur á skipi og var aðeins eitt tilboð lægra en okkar og kom það frá Póllandi. Þar var um að ræða al- gert undirboð, því Pólveijarnir buðu 27,7 milljónir á móti 48 milljónum frá okkur. Aðrar stöðvar sem buðu í verkið, bæði innlendar og erlend- ar, voru hærri. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver vinnur þetta verk eða hvort það verður unnið. í annan stað má nefna að við buðum í viðgerðir og endurbæt- ur á skipi frá Vestmannaeyjum ásamt tveim öðrum innlendum aðil- um. Við áttum lægsta boðið en höfum síðan engin svör fengið um aðurinn í þessari iðngrein og okkar fyrirtæki getur ekki staðið undir slíku.“ Þess má að lokum geta að í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur aðeins einu sinni áður verið um fjöldauppsagnir að ræða. Það var í lok síðasta árs en þá fékk skipa- smíðastöðin hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson í gagngerar end- urbætur og viðgerðir og er því verk- efni nú að verða lokið. Eftir það er aðeins um að ræða minniháttar tilfallandi verkefni að sögn Jóseps. J.G. Listahátíð sett í dag ELLEFTA Listahátíðin í Reykjavík verður sett í Borgar- leikhúsi í kvöld kl. 20.30. Davíð Oddsson, borgarstjóri, setur há- tíðina og Valgarður Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar, flytur ávarp. Við setninguna munu María Gísladóttir og Malcolm Burn dansa atriði úr balletinum Don Quixote, Sigrún Eðvaldsdóttir og Sinfón- íhljómsveit íslands leika Carmen- fantasíunna eftir Sarasate með og Sinfóníuhljómsveitin frumflytja tónverk eftir Leif Þórarinsson undir stjórn Petri Sakari. Stefán Geir Gunnarsson, deildarstjóri tollgæslunnar í Vestmannaeyjum: Engiiin ísfiskur fluttur út án leyfis frá Aflamiðlun Gámavinir hafa flutt helmingi meira í þessari viku en þeir hafa heimildir fyrir frá Aflamiðlun STEFÁN Geir Gunnarsson, deildarstjóri tollgæslunnar í Vestmannaeyjum, segist hafa fengið fyrirmæli um að enginn ísfiskur verði fluttur út annar en sá sem leyfí heftir verið gefið út fyrir Irá Aflamiðlun. Gámum verði ekki skipað út nema slík leyfi séu í lagi. Hann segir að Gámavinir hafi þegar flutt út 70,4 tonn í þessari viku, þó þeir hafi einungis haft leyfi til þess að selja á erlenda markaði 33 tonn. Þeir geti því ekkert flutt út í dag. Þá sagði hann að átta gámar með ísfisk hefðu komið með Esjunni til Eyja frá Aust- Ijarðahöfnum. Þeim ætti að skipa út í dag, en tilskildar útflutnings- heimildir frá Aflamiðlun hefðu ekki fylgt þeim. Allar líkur væru því á að þ'eir yrðu kyrrsettir í Eyjum. Aflamiðlun og deilurnar um ís- fiskútflutninginn voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. „Það var farið yfir í hvers hlut Verðlagsráð: Bensínverð hækkar um 4,4% en olíuverð lækkar Á FUNDI Verðlagsráðs í gær var samþykkt að heimila 4,4% hækkun á blýlausu bensíni, og olíufélögin hafa ákveðið 4,0% hækkun á súper bensíni. Samþykkt var að lækka verð á gasolíu um 5,4% og verð á svartolíu um 6,4%. Þá samþykkti Verðlagsráð 4% hækkun á se- menti, 3,5% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi og 2,8% hækkun á ökutaxta leigubifreiða. Verð á blýlausu bensíni hækkar úr 49,90 krónum lítrinn í 52,10 krónur samkvæmt ákvörðun Verð- lagsráðs, eða um 4,4%. Olíufélögin ákváðu í gær að hækka verð á sú- per bensíni úr 54,40 krónum lítrinn í 56,60 krónur, eða um 4,0%, en verðlagning á því er frjáls. Gasolía lækkar úr 16,80 krónum lítrinn í 15,90 krónur, og verð á svartolíu lækkar úr 12.400 krónum tonnið í 11.600 krónur. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Verðlagsstofnun er ástæðan fyrir þessum breytingum verðbreytingar sem orðið hafa á erlendum mörkuðum og einnig staða innkaupajöfnunarreiknings. Hann sagði að heimiluð hafi verið hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi vegna kostnaðar- hækkana sem orðið hefðu, meðal annars á eldsneyti, og jafnframt tapreksturs á undanfömum árum, en Flugleiðir höfðu óskað eftir 6% hækkun. Bandalag leigubifreiða- stjóra fór fram á að fá að hækka ökutaxta um 7,4%, en leyfð var 2,8 hækkun vegna kostnaðarhækkana, sem orðið hafa síðan taxtarnir hækkuðu síðast. „Þessar ákvarðanir Verðlagsráðs eru fyrst og fremst teknar á grund- velli erlendra eða innlendra hækk- ana sem orðið hafa, en það hefur verið haldið verulega aftur af þeim,“ sagði Guðmundur. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagðist telja þessar hækkanir afleitar, en stjórn Dagsbrúnar hafði skorað á Verð- lagsráð að leyfa ekki verðhækkanir. „Ef það á að nást sá árangur að stöðva þessa óðaverðbólgu þá verða fyrirtæki einnig að leggja á sig, en ekki aðeins launafólk. Þarna er ver- ið að tefla í tvísýnu ef farið verður yfir rauða strikið 1. september og aftur um áramót, en þá er þetta allt komið í hættu. Þess vegna þarf ríkið jafnt sem fyrirtæki að taka á sig ákveðna hluti, eins og launafólk gerir, og leggja sig fram um að halda sig innan rauðu strikanna." kæmi að framfylgja reglum. Það var skipst á skoðunum urn það og málið skýrt, en það er að sjálfsögðu í höndum dómsmálaráðuneytis og á ekki að þurfa að gefa fógetanum í Eyjum fyrirmæli," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra. Sigurbjöm Svavarsson, formaður stjórnar Aflamiðlunar, segir að verð á mörkuðum hér á landi hafi verið mjög hátt á þorski frá áramótum, yfirleitt yfir 80 krónur kílóið. Verð á mörkuðum í Bretlandi hafi verið 1,22-1,23 sterlingspund eða um 125 krónur kílóið, en frá því verði þurfi að draga varlega áætlað 15-18% vegna kostnaðar af útflutningnum og 15% til viðbótar vegna kvóta- skerðingar. Hann sagði að stjóm Aflamiðlun- ar hefði ákveðið í gær að frá og með úthlutun í næstu viku yrði í auknum mæli tekið mið af árangri útflytjenda á erlendum mörkuðum, þannig að fremur yrði úthlutað til þeirra sem hefðu náð góðum ár- angri og fengið hátt verð. Sigurbjörn sagði að bæjarfóget- inn í Vestmannaeyjum hefði í gær óskað eftir yfírliti frá Aflamiðlun yfir veitt útflutningsleyfi í yfir- standandi viku. Hann vonaðist til þess að menn myndu sjá að sér og tollyfirvöldum tækist að hafa út- flutninginn í samræmi við heimildir. Sjá viðtöl við fískvinnslufólk í Verstmannaeyjum á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.