Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 13 STRENDUR Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Anna S. Björnsdóttir: Strendur. 1990. Greinilega hefur mikil vinna verið lögð í þessa bók, það sér lesandinn um leið og hann tekur hana sér í hönd: fallegir stafír á góðum pappír, uppsetning textans nánast hnökra- laus og engar stingandi mál- eða rit- viilur. Nokkrar myndir eftir Lis Jo- hansen auka enn á ytri þokka. Allt er þetta mikilvægt og laðar lesand- ann að. Bókin skiptist í þrjá nokkurn veg- inn jafnstóra hluta sem nefnast Snjór, Dagarnir hlaupa og Norður- ljós. Flest ljóðin eru stutt og bera eina mynd, eina tilfinningu. Lítið er reynt að sveigja tunguna í ókunnar áttir, málbeitingin er jarðföst, orðin fara ekki krókaleiðir. Allt um kring geð- þekk hógværð. Sum ljóðin eru nákvæmlega sorfin og fáguð, hljóma eins og spakmæli (Vor, Þögn). Eitt ljóðið heitir Trúboð og geymir líkingamál sem gengur upp: Sálfræðingar ættu að vinna eins og trúboðar. Óplægðir akrar í sveitum landsins. Verst hvað fáir létu skírast. Draumur er örstutt ljóð en getur eftir atvikum þanist í risastóra tvílita mynd: Svartur sandur. Það snjóar. Brothættur svarthvítur sandur. Nokkur ljóð eru borin úppi af sér- kennilegu næmi fyrir tilverunni. Nefna má sem dæmi Þrá og Eftir- sjá. í því seinna langar mælandann „að halda/ í andartakið" en „það koma alltaf önnur/ falleg/ sjálfstæð/ og óafturkallanleg“. Bestu ljóðin í þessari bók spretta af djúpri tilfinningu sem þegar best lætur nær að endurvakna í vitund lesandans. Allmörg ljóð vantar hins vegar lokahersluna, neistann til að kveikja í lesandanum. Ég nefni sem dæmi Hjálp og Gróa sár. Stíllinn þar er of saklaus, einfaldur og átakalaus miðað við átök, flækju og sekt yrkis- efnisins. Ljóðormur hinn níundi Bókmenntir Friðrika Benónýs Tímaritið Ljóðormur er hið eina sinnar tegundar hérlendis en í því bi'rtast einvörðungu ljóð og efni sem þeim tengist. Fyrir nokkru kom út níunda hefti Ljóðorms og er þar að finna ljóð eftir ýmsa höfunda, þekkta og óþekkta. Einnig er í ritinu íslensk þýðing á grein T.S. Eliot: „Félags- legt hlutverk ljóðlistar" og ritdómar um tvær ljóðabækur. í Ljóðormi birtast bæði frumsamin ljóð og þýðingar og meðal ljóðanna í níunda heftinu er þýðing Karls Guðmundssonar á harmljóði Federic- os Garcia Lorca, „Saknaðarljóð um Ignacio Sánchez Mejías", kraftmikil og þaulunnin þýðing, sem eflaust á eftir að fjölga enn íslenskum aðdá- endum Lorca. Af íslensku skáldunum ber þau Steinunni Sigurðardóttur og Sigfús Bjartmarsson að mínu mati hæst. Ljóð Steinunnar eru tvö, hrein og bein við fyrstu sýn, en í þeim er andrúm einsemdar og óhugnaðar, sem sækir lengi á hugann. Svipaðs óhugnaðar gætir í ljóðum Sigfúsar. Þar er fátt sem sýnist og fortíð og nútíð, líf og bókmenntaarfur fléttast saman í hvassar myndir sem skilja lesandann eftir með gæsahúð á sál- inni. Tveir nýliðar eiga einnig forvitni- leg ljóð í heftinu. Berglind Sigurðar- dóttir á ljóðaflokk sem nefnist „Til- brigði við stef“ og er undarlega sterkur í látleysi sínu og Símon Jón Jóhannsson á nokkur meinfyndin ljóð, þar á meðal þennan skemmti- lega útúrsnúning: VögguUóð (Tileinkað einstökum feðrum) Sofðu litla lukkutröll ljúfur ertu og sætur. Pabbi geymir gullin öll, geislabyssu og He-man höll. En vakir yfir vídeói um nætur. Það er margt sem mamma veit, minn er hugur þungur. Nýleg bamalögin leit, lofuð er þar mæðrasveit. En ég mun reynast rembusvín og-pungur. Sofðu ljúfur, sofðu rótt. Seint mun best að vakna. Aðeins þessa einu nótt í örmum pabba sefur rótt. Einnig feður finna til og sakna. Aðrir sem ljóð eiga í heftinu eru: Álfheiður Lárusdóttir, Sveinn Ein- arsson, Þórdís Richardsdóttir, Þóra Elfa Björnsson, Anna S. Björnsdótt- ir, Einar Ólafsson, Stefán Snævarr, Jóhann S. Hannesson og þýska skáldið Ludwig Soumagne á eitt ljóð í þýðingu Franz Gíslasonar. Ekki er rúm hér til að fjalla um ljóð hvers og eins fyrir sig, en í heild eru gæði ljóðanna meiri en oft áður í Ljóðormi og styrkir það þá skoðun, seyn heyrst hefur hvíslað, að íslensk ljóðagerð sé nú í uppsveiflu. Eysteinn Þorvaldsson þýðir ritgerð T.S. Eliot frá árinu 1943, Félagslegt hlutverk ljóðlistar, þar sem hann reif- ar stöðu ljóðlistarinnar í menningu þjóða og þau áhrif sem hún hefur. Gott innlegg í þá umræðu um menn- ingu og sjálfstæði sem blossað hefur upp með jöfnu millibili undanfarin ár. Að lokum eru í þessu níunda hefti Ljóðorms tveir ritdómar eftir Þórð Helgason um ljóðabækur þeirra Geir- laugs Magnússonar og Björns Þor- steinssonar ítrekað og Kver sem er. Síðan Bókaútgáfan Iðunn tók að sér fjármögnun útgáfu Ljóðorms hafa myndlistarmenn verið fengnir til að gera kápur ritsins og í þetta sinn er kápumyndin eftir Tryggva Ólafsson. Ýmsir voru í upphafí vantrúaðir á að tímarit sem birti eingöngu ljóð ætti langa lífdaga fyrir höndum. Nú eru þó komin út níu hefti og það tíunda langt komið í vinnslu og von- andi verður Ljóðormur fastagestur í íslenskri tímaritaútgáfu um langa framtíð. Á því er full þörf og ef ein- hveijir efast enn um gildi þess að íslensk ljóðskáld hafi sem besta möguleika á að koma sér á fram- færi má benda þeim efasemdaseggj- um á að lesa títtnefnda ritgerð Eliots. Leiðrétting I Morgunblaðinu í gær var sagt að skólagarðar borgarinnar væru ætl- aðir börnum fæddum 1972—1982, en þar átti að standa að þeir væru ætlaðir börnum fæddum 1977— 1982. Metsölubladá hveijum degi! Kantor á Listahátíð eftir Sigurð Pálsson Ég fæ ekki orða bundist. Einstæð- ur leikflokkur er væntanlegur á Listahátíð. Leikhús Cricot 2 frá Póll- andi undir stjórn Tadeuszar Kantors og sýnir hér fjórum sinnum. Fyrir tilviljun komst ég að því á söluskrif- stofu Listahátíðar að enn eru til mið- ar á þessar sýningar og hafði skrif- stofan þó verið opin í þijá fjóra daga. I öllum venjulegum borgum seljast miðar upp á fyrsta korterinu á sýn- ingar Kantors. Þetta er fjölmennur flokkur (um þijátíu manns) og í öðru lagi einkar eftirsóttur, þannig að trú- lega er þetta eina tækifærið sem Islendingar fá til þess að sjá Sýningu sem Kantor stjórnar. Hann er reynd- ar kominn á efri ár (fæddur 1915) og leiksýningamar svo nátengdar hans persónu, þráhyggjudraumum og sköpunaraðferðum að leikhúsið Cricot 2 mun trúlega leggjast af eft- ir hans dag. Þessi staðreynd gerir komu þessa hóps ennþá sjaldgæfari atburð en ella. Tadeusz Kantor er upphaflega myndlistarmaður og leikmyndahönn- uður, stofnaði Cricot 2 árið 1955 og gekk lengi vel talsvert útfrá hug- myndum framúrstefnumanna á öðr- um og þriðja tug aldarinnar, einkum Marcel Duchamps. Hugmyndir hans og aðferðir hafa þróast stöðugt og má greina nokkur skeið eða tímabil sem of langt mál er að gera grein fyrir hér. Þó Kantor sé reyndar alls ekki einn þeirra sem vilja útrýma leik- textanum úr leikhúsinu er textinn í sýningum hans ekki vélin sem knýr vagn sýningarinnar eins og yfirleitt er venjan. Þetta veldur því að tungu- málaerfíðleikar eru ekki alvarlegir í sýningum hans. Það má segja að þær byggi mjög á samspili og nánast samruna myndlistar (í víðtækasta skilningi, gjörningalist innifalin), tónllistar og leiklistar og úr þessu Tadeusz Kantor verði undarlega sterk sviðslist. Og stjórnandinn, Kantor sjálfur, gengur um sviðið og stjórnar sköpunarverki sínu jafnharðan og það verður til. Það er einhver sterkasta leikhús- reynsla eða upplifun sem ég hef orðið fyrir að sjá Wielepole, Wielep- ole sem var næstsíðasta sýning Kantor-hópsins og heitir eftir fæð- ingarbæ hans. Það er einmitt þessi sterka upplifun sem fólk um heim allan er að sækjast eftir. Þetta gerir Cricot 2-leikhúsið eitt eftirsóknar- verðasta leikhús í veröldinni. Þetta er ekki upplifun fyrir innvígða eða útlærða heldur fyrir allt fólk sem trúir á lífið t leikhúsinu. Höfundur er rithöfundur. BRESKI 06 ÍSLEHSKI ÖKNINIi KYNNA: HAGÆDA FJALLAHJOL FRÁ á einstöku kynningarverói i ALVÖRU FJALLAHJÓL: INFERNO: 21 gíra smelligírar (þrepskiptir). Shimano 200 GS búnaður: Bio-Pace keðju- hjól, öflugar gaffalbremsur, sérhertar álfelgur, grind úr Reynolds 501 Kró- molý-stáli (léttara og sterkara en venjulegt hjólastál). Stellstærðir: 17“, 18“ og 20“. Litur: Gult/grænt (tvílitt). Verð kr. 35.950,- stgr. FIREBALL: 21 gfra smelligírar (þrepskiptir). Shimano 200 búnaður: Bio-Pace keðju- hjól, öflugar gaffalbremsur, sérhertar álfelgur, grind úr Reynolds 500 kró- molý. Stellstærðir: 17“, 18“ og 20“. Litur: Hvítt/neonrauðgult (tvílitt). Verð: kr. 32.850,- stgr. CÖTUFJALLAHJÓL - Þau bestu á markaónum VOLCANIC: 18 gíra, smelligírar (þrepskiptir), Shimano Tourney gírskiptar (götufjalla- hjólgírar), öflugar gaffalbremsur, sérhertar álfelgur, grind úr háþanþols- stáli. Stellstærðir: 18“ og 20“. Litir: Hvítt, neongrænt. Verð kr. 26.980,- stgr. SÉRVERZLUN Í 65 ÁR ÖRNINNL Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.