Morgunblaðið - 01.06.1990, Page 17
17
myndin byggist á því að brimaldan
beri sand upp að garðinum að vetri
til þannig að hafaldan brotni síður
á tanganum. Þessir hugmyndir eru
I allar á frumstigi enn sem komið er
og koma ekki til framkvæmda fyrr
en að undangengnum viðamiklum
| straummælingum og rannsóknum á
fleiri fyrirbrigðum í ósnum. Á næstu
dögum skýrist hvort opinbert fjár-
| magn fáist til að hrinda af stað
rannsóknaráætlun í þessu skyni
sem áætlað var að hæfist á næsta
ári. Rannsóknaráætlunina annast
Vita- og hafnamálastofnun og fleiri
innlendir aðilar. Úrvinnslu gagna
annast danska straumfræðistofn-
unin DHI í stærðfræðilíkani.
Danskur prófessor í hafnarmann-
virkjagerð, Per Bruun, er kominn
til landsins og heldur hann fyrirlest-
ur á ráðstefnunni á Ilótel Höfn í
næsta mánuði, en hann hefur kynnt
sér Hornafjarðarós sérstaklega og
lagt fram róttækar tillögur til úr-
bóta.
^ Hugmyndir hafiisögumanns
Ekki eru heimamenn allir á eitt
sáttir um ágæti tillagna Hafna-
I málastofnunar, en flestir eru þó
þeirrar skoðunar að aðgerða sé
þörf. Sigfús Harðarson, hafnsögu-
) maður, segist telja að í framtíðinni
komi stærri skip alls ekki inn í
minni hafnir hér á landi. „Suður-
fjörutangi fór í sundur á svipuðum
stað og núna árið 1948, en þá voru
stærstu skip í flota Hornfirðinga
eins og bátarnir eru núna. Þá voru
skip heldur ekki tekin inn að nóttu
eins og nú er gert,“ sagði Sigfús.
„Við höfum farið þess á leit við
hlutaðeigandi aðila að stærri skip
sem eru að lesta saltfisk eða aðrar
vörur í höfnum allt í kringum landið
komi fyrst hingað, þegar þau eru
ekki fullhlaðin. Annars hlýtur
framtíðin að vera sú að stærri skip
komi alls ekki inn á þessar litlu
hafnir heldur fari minni skip, nokk-
urs konar smalaskip, til móts við
flutningaskipin og lesti vörur í þau.
Eins og samkeppnin er hörð í þess-
) um flutningum þá fer of mikill tími
í að sigla inn á alla fírði og víkur
til að lesta einhverja smáslatta. Ég
' sé fyrir mér að við landið verði
nokkrar aðalhafnir, til dæmis
Reykjavík, ísafjörður, Akureyri,
Reyðarfjörður og Vestmannaeyjar,“
sagði Sigfús.
Hann sagði að sér litist vel á
rannsóknaráætlun Hafnamála-
stofnunar, þetta væri í fyrsta sinn
sem einhver veruleg hreyfing kæm-
ist á málið. Honum leist ekki jafn
vel á hugmyndir um byggingu sjó-
varnagarða við utanverða innsigl-
inguna, þar sem hætta væri á því
í brimi að gijót bærist inn í innsigl-
ingarrennuna.
Hafnarvogin í Hornaijarðarhöfn
gegnir veigamiklu hlutverki í at-
vinnulífi bæjarins. Sjófarendur
leggja þangað leið sína ef tvísýnt
er með veður því þar hafa þeir að-
gang að upplýsingum um ölduhæð
og dýpt í innsiglingunni af tölvu-
skjá. Oldumæli hefur verið komið
fyrir skammt fyrir utan innsigling-
una svo að sjófarendur geti fylgst
með ástandi sjávarins. Þá er þar
aðsetur hafnsögumannsins og
starfsmanna hafnarinnar. Sigfús
sagði að ástand innsiglingarinnar
hefði lagast mikið að undanförnu
og ættu nú skip af flestum stærðum
greiða og áhættulausu leið inn í
Hornafjarðarhöfn.
Texti og myndir:
Guðjón Guðmundsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Rækjuvinnsla haf-
in að nýju í Keflavík
Keílavik.
BRÆÐURNIR og útgerðarmennirnir Þorsteinn og Orn Erlingssynir
hafa nú hafið vinnslu á rækju í Keflavík. Rækjuvinnslan er í hús-
næði Fiskverkunarstöðvar Axels Pálssonar þar sem rækja var unnin
í 8 ár lrá árinu 1980, en 2 síðustu ár
Þorsteinn Erlingsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að rækja yrði
unnin af 4 bátum, Erni KE og Erl-
ing KE, sem væru á veiðum fyrir
norðan og lönduðu á Skagaströnd,
en þaðan væri aflanum ekið til
Keflavíkur, og tveir bátar, Búrfell
KE og Geir Goði GK, yrðu við veið-
ar fyrir sunnan.
Þeir bræður Þorsteinn og Örn
hefúr verið lítil starfsemi þar.
verkuðu fisk í salt í vetur og varð
einn bátur þeirra, Búrfell KE, með
aflahæstum bátum á Suðurnesjum,
fékk 1.010 tonn á vertíðinni. Bátar
þeirra hafa veitt og landað rækju
fyrir norðan á sumrin en nú ákváðu
þeir að vinna aflan heima og hafa
um 20-30 manns í vinnu við að
verka rækjuna.
BB
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Þorsteinn Erlingsson, annar eigandi Saltvers, í húsakynnum Fisk-
verkunarstöðvar Axels Pálssonar í Keflavík þar sem hann hefúr nú
hafið vinnslu á rækju.
MYSLUBRAUÐ
Mysla: Blanda af korni,
hnetum, hunangi og fræjum.
Mysla: íslenska orðið fyrir „musli“.
Ný tegund af Myllusamlokubrauði úr myslu
MYLLAN
færir þér máltíð af akrinum