Morgunblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
25
Ásta Sigurbjörnsdóttir
Gámaútflutningur í Vestmannaeyjum:
Fólkið í landi á móti
frjálsum ótflutningi
UM FÁTT er meira rætt í Vestmannaeyjum þessa dagana, en gámaút-
flutning á fiski. Sjómenn og útgerðarmenn eru óánægðir með að mega
ekki flytja út meiri afla, en þeir sem starfa að fiskverkuninni í landi
virðast almennt á móti því að útflutningur verði gefinn algerlega frjáls.
Fólk er þó ekki á móti því að fiskur sé fluttur út í gámum, en telur sjó-
menn verða að fara að settum reglum, sem aðra.
„Mér finnst að það eigi að ríkja
algert frelsi á þessu sviði og að þeir
fái að setja allt í gáma,“ sagði Ásta
Sigurbjörnsdóttir, trúnaðarmaður í
Fiskiðjunni hf. Ásta taldi nóg fram-
boð vera á hráefni fyrir fískvinnsl-
una, nú væri svo reyndar orðið að
konur væru hættar að vinna nokkra
yfirvinnu, því allt færi beint í skatt-
inn; því væru í raun fáir eftir nema
skólafólk. Ásta sagði að mjög slæmt
hljóð væri í fiskvinnslufólki í dag;
launin væru skammarleg og skatt-
arnir háir. „Ef þeir fyrir sunnan vilja
að meira sé unnið í landi af aflanum
verður annaðhvort að koma til launa-
hækkun eða skattalækkanir, nema
hvort tveggja sé.“
Ásta benti einnig á að það hefði
sýnt sig í Vestmannaeyjum að frelsi
í útflutningi leiddi ekki til verðhruns.
„Með því að takmarka sölurnar er
verið að letja sjómenn til þess að
draga fiskinn úr sjónum,“ sagði Ásta.
að vinna allan aflann í húsi,“ sagði
Linda Ævarsdóttir, fiskverkakona
hjá ísfélaginu hf.
Linda taldi að fiskvinnslan í landi
ætti að ganga fyrir varðandi hráefni
og þegar eftirspurn í landi væri full-
nægt, mætti flytja út fisk í gámum.
Taldi Linda að vegna þessa væri ein-
hver stjórnun á útflutningi nauðsyn-
leg, en hún kvaðst ekki hafa neina
skoðun á því hvaða form væri heppi-
legast.
Nóg hráefni
„Ég er alfarið hlynnt útflutningi,"
sagði Sigríður Ingólfsdóttir, físk-
verkakona hjá ísfélaginu, en tók það
jafnframt fram að hún væri sjó-
mannskona. Sigríður benti á að nóg
væri af hráefni í landi fyrir átta tíma
vinnu hjá fiskvinnslufólki og það vildi
ekki vinna lengur; allt annað færi í
skattinn.
Tryggja þarf nóg hráefhi
Of mikið flutt út
„Of mikið af fiski hefur farið út
í gáma, þannig að hráefni til vinnslu
hefur minnkað stórlega," sagði Sig-
urgeir Siguijónsson, yfirverkstjóri
hjá Fiskiðjunni hf. Benti Sigurgeir á
að hráefni hefði minnkað á vertíðinni
frá því sem verið hefði í fyrra. Taldi
hann ljóst að fiskvinnslustöðvar í
Eyjum hefðu getað tekið á móti mun
meiri afla á þessari vertíð en raun
bar vitni. Benti hann til dæmis á að
aðeins hefði verið unnið í dagvinnu
í frystingarsal í vetur.
„Ég skil sjómenn að því leyti að
okkar verð er ekki samkeppnisfært
miðað við það sem gerist erlendis,
en menn verða að átta sig á því að
auðlindir þjóðarinnar eru ekki bara
fyrir sjómenn. Þeir verða að athuga
að tillit verður að taka til fiskvinnslu-
stöðvanna í landi og fiskverkafólks-
ins, sem þarf hráefni og getur ekki
keypt.það á sambærilegu verði og
kaupendur erlendis, eigi að halda
rekstri og vinnu uppi.“
Sigurgeir sagði að lengi mætti
deila um fyrirkomulag á stjórnun
útflutnings. Hugsanlega mætti fall-
ast á útflutningskvóta á hvern bát,
en þá væri umdeilanlegt hvort hann
ætti að vera framseljanlegur eða
ekki. Frelsi í útflutningi kæmi hins
vegar ekki til greina.
Fiskyinnslan gangi fyrir
„Eins og stendur er nóg af hrá-
efni í landi, þannig að það er ekkert
því til fyrirstöðu að afli verði fluttur
_ úr landi. Við megum aldrei við því
„Ég hef nú ekki verið á sjó síðan
gámaútflutningurinn hófst, en ég er
hins vegar þeirrar skoðunar að sjó-
menn eigi að hafa tækifæri til þess
að fá gott verð fyrir fiskinn," sagði
Einar Sigurfinnsson, brýningarmað-
ur hjá ísfélaginu. Hann benti hins
vegar á að það væri ekki nóg að sjó-
menn hefðu hlunnindi; slíkt ætti
einnig að eiga við um fiskverkunar-
fólk. Ætti það í raun að fá bónus
fyrir að vinna aflánn. Einar taldi
rétt að stjórnun væri á útflutningi,
en spurning væri hvort slík stjórnun
ætti að vera rammpólitísk. Hags-
munaaðilar ættu að stjórna útflutn-
ingnum og fiskverkendur í landi
ættu að eiga aðild að þessari stjórn-
un.
Einar benti á að hráefnisskortur
hefði oft komið upp í vetur, þannig
að fólk hefði oft verið sent heim um
miðjan dag. „Það er forgangsatriði
að nóg sé af fiski í landi, þó þannig
að hann liggi ekki undir skemmdum.
Það hlýtur að vera hægt að stjórna
þessu þannig að allir geti verið án-
ægðir.“
Útflutningskvóti rétta leiðin
„Ég er alls ekki hlynntur frelsi í
útflutningi og mér þætti útflutn-
ingskvóti eðlilegur hlutur," sagði Þór
Vilhjálmsson, verkstjóri í Vinnslu-
stöðinni hf. Þór sagði að flestir væru
sammála um að ekki væri unnt að
stöðva útflutning á fiski en að það
yrði að hafa stjórn á honum. Þetta
væri ekkert einkamál þeirra sem
hefðu kvóta.
Þór sagði að menn hefðu verið
ágætlega settir með hráefni frá eigin
skipum og skip þeirra fengju að setja
í einn gám á viku. Væri friður hjá
sjómönnum hjá Samtogi sem á
Vinnslustöðina. Þór sagði að almennt
hefði ekki verið nóg hráefni fyrir
fiskvinnsluna í Vestmannaeyjum. Is-
félagið hefði til að mynda oft þurft
að senda fólk heim um miðjan dag
vegna verkefnisskorts. „Þetta er
einsdæmi á vertíð í Vestmannaeyj-
um,“ sagði Þór.
Hefðu mátt flytja út meira
„Það er ekki nokkur vafi að það
er nauðsynlegt að hafa einhverja
stjórn á útflutningnum, annars er
allt í stjórnlaúsri kaos,“ sagði Eyjólf-
ur Martinsson, forstjóri Isfélagsins
hf. Eyjólfur sagði fiskvinnslumenn
síður en svo vera á móti útflutningi,
en vildu stjórnun á honum. Kvaðst
Eyjólfur vera hlynntari aflamiðlun
en útflutningskvóta.
Eyjólfur benti á að þó of mikið
hefði verið flutt út af fiski hefði verð-
inu verið haidið uppi. „Það er því
spurning hvort heimildin hefði ekki
mátt vera hærri. Hann ítrekaði að
það verð sem í boði væri' erlendis
væri það hátt að innlendir fiskverk-
endur væru alls ekki samkeppnisfær-
ir.
Eyjólfur sagði að hráefnisstaðan
hefði verið frekar slæleg á ver-
tíðinni, hún hefði þó skánað nokkuð
í mars og verið nægjanlegt framboð
upp frá því. Hann sagði að nægjan-
leg vinna hefði verið hjá Isfélaginu;
þarna spilaði inn í að fólk væri treg-
ara en áður til þess að vinna yfir-
vinnu; bæri það fyrir sig háa skatta.
Tíðarandinn væri einnig breyttur.
Úm þá fyrirætlan gámaútflytjenda
að setja fisk í gáma þrátt fyrir bann
Aflamiðlunar sagði Eyjólfur að menn
yrðu að fara að lögum og reglum.
„Ég er á móti því að fólk taki lögin
í sínar hendur."
Sjómenn fari að lögum
„Það gengur ekki að gefa útflutn-
inginn fijálsan; einhver stjórnun
verður að vera og er ég mest hlynnt
útflutningskvóta," sagði Hulda Ást-
valdsdóttir, eftirlitsmaður í Vinnslu-
stöðinni. Hulda taldi að stjórnun á
útflutningi ætti að taka mið af því
hversu mikið væri unnt að vinna í
landi. Hulda taldi að nógur fiskur
hefði verið í boði; samt hefði verið
minna að gera en í fyrra.
Fiskur liggur ekki undir
skemmdum
„Þetta er mjög viðkvæmt mál,“
sagði Viðar Einarsson, framleiðslu-
stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. „Það
er gott mál að flytja út óunninn fisk,
fáist mjög gott verð fyrir hann, en
Sigríður Ingólfsdóttir
Viðar Elíasson
Petra Ólafsdóttir
það verður að vera í hæfilegu magni,
þannig að verð hrynji ekki og til
þess að næg hráefni séu í landi.“
Um þær ásakanir að fiskvinnslu-
stöðvarnar borguðu seint og illa sam-
anborið við hina erlendu kaupendur
sagði Viðar að almenna reglan væri
sú í Eyjum að greitt væri fyrir fisk-
inn einni til tveimur vikum eftir lönd-
un. „Þegar litið er til þess tíma sem
tekur að flytja fiskinn út með gámum
og að úti er greitt tveimur til þremur
dögum eftir afhendingu, er ljóst að
greiðslutíminn ræður ekki úrslitum.
Það sem hins vegar ræður úrslitum
er verðið, því vinnslan hér keppir
ekki við það háa verð sem í boði er
erlendis."
Um offramboð á fiski sagði Viðar
að hvorki þeir né fæstir aðrir fisk-
verkendur hefðu dottið um útgerðar-
menn sem ekki hefðu getað losnað
við afla. „Þeir hafa ekki iátið heyra
í sér.“
Viðar mótmælti því að fiskur lægi
undir skemmdum hjá fiskvinnslunni
í Vestmannaeyjum. Taldi hann þetta
vera helber ósannindi og mjög ómak-
leg ummæli, sem gerðu ekkert annað
en að skaða þá sjálfa, því ljóst mætti
vera að um leið og slíkur orðrómur
eða ummæli fæni á kreik, væru þau
komin til vitundar viðskiptaaðila er-
lendis.
Frekja leiðir af sér illt verra
„Gámaútflutningurinn á ekki að
vera fijáls," sagði Jóhann Jóhanns-
son, verkstjóri í Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja. „Það verður að vera
stjórn á þessu til að tryggja gott
verð á erlendum mörkuðum og til
að tryggja nægjanlegt framboð á
hráefni." Ekki kvaðst Jóhann hafa
trú á útflutningskvóta, afiamiðlun
væri líklega betur til þessa fallið.
„Aflamiðlunin á að ganga upp ef
rétt er að málum staðið," sagði Jó-
hann og benti á að þrátt fyrir að
Eyjamenn hefðu farið yfir sína heim-
ild, hefði verð ekki fallið. „Bendir
það til þess að þeir hefðu að skað-
lausu getað fengið meira magni út-
hlutað."
Um aðgerðir sjómanna sagði Jó-
hann að slíkt ætti ekki að eiga sér
stað. Menn yrðu að fara að settum
reglum og frekja myndi bara leiða
af sér illt verra.
Frystihús til sýnis
„Ég missi atvinnuna ef útflutning-
urinn verður gefinn fijáls,“ sagði
Petra Ólafsdóttir, fiskverkunarkona
í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja.
„Myndi þetta enda með því að frysti-
húsin yrðu bara til sýnis fyrir al-
menning."
Einar Sigurfinnson
Jóhann Jóhannsson
Jón Kjartansson
Petra taldi það rétt vera að nóg
framboð væri á hráefni nú um stund-
ir, en það væri hins vegar ljóst að
fyrr á vertíðinm hefði oft verið skort-
ur á hráefni. í janúar og febrúar
hefðu margir setið heima á fasta-
kaupi. Kvaðst Petra ekkert hafa á
móti útflutningi svo lengi sem hann
leiddi ekki til atvinnuleysis. Ekki
hafði hún mótað sér neina skoðun á
því hvaða stjórnunarfyrirkomulag
væri það besta; það yrði bara að
tryggja vinnu í landi.
Fáheyrð dólgslæti
„Menn hafa verið afar tvístígandi
í þessu máli, enda ekki rétt að þess-
artvær stéttir, sjómenn og fiskverka-
fólk, séu að lýsa stríði á hendur hvor
annarri," sagði Jón Kjartansson, for-
maður Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja. Jón taldi það ljóst að með aukn-
um gámaútflutningi hefði verulega
hallað á fiskverkafólk. Vinna hefði
minnkað verulega í fískvinnslu og
tekjumöguleikar minnkað. Benti
hann á að frá því að gámaútflutning-
ur hefði hafist 1984, hefði ársverkum
í fiskvinnslu fækkað úr 788 í 572.
Væri þetta orðinn alger vítahringur,
þar sem ekki væri næga vinnu að
hafa í greininni, sem leiddi aftur til
þess að erfiðara væri að manna
vinnslustöðvarnar.
„Þjóðin virðist halda að Vest-
manneyingar séu samhljóða í þessu
máli, en svo er ekki. Við hjá verka-
lýðsfélaginu höfum bent á að fisk-
verkafólkið sé jafnmiklir eigendur
að fiskinum í sjónum og eigi jafnan
rétt til afnota af þessari auðlind og
útgerðarmenn og sjómenn."
Jón fordæmdi fyrirhugaðar að-
gerðir sjómanna sem fáheyrð dólgs-
læti.
Ekki gat Jón tekið undir hug-
myndir utanríkisráðherra um út-
flutningskvóta; vistist sér sem ráð-
herrann vissi ekki hvað hann væri
að tala um. „Það er nóg braskað svo
ekki sé farið að braska með þetta
líka,“ sagði Jón og benti á að allir
aðilar hefðu lýst sig andsnúna út-
flutningskvóta. Jón taldi rétt að
reyna áfram aflamiðlunina; hún hefði
ekki fengið nægjanlegan tíma t.il að
sanna sig. Reyndar hefðu menn ver-
ið í þeirri trú í ráðgjafarnefnd vegna
fiskveiðistjórnunar að aflamiðlunin
ætti ekki bara að taka til sölu erlend-
is, heldureinniglandana innanlands.
Jón taldi þau rök Gámavina að
ekki væri nægjanlegur vinnuafli í
landi til þess að vinna hráefnið sem
annars færi í útflutning lítilvæg; í
janúar og febrúar hefði verið at-
vinnuleysi og verkefnaskortur, en
san\t hefði verið fjutt út.