Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 27
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JUNI 1990
Sovésk rannsóknarskip í Reykjavíkurhöfh
Tvö sovésk rannsóknarskip liggja við festar á Faxagarði í Reykjavíkur-
höfn. Skipin hafa um þriggja mánaða skeið verið við hafrannsóknir á
Indlandshafi og Atlantshafí og héðan er förinni heitið á morgun til
Norður-íshafs. Þaðan halda þau til Hamborgar þar sem skipveijar hafa
í hyggju að kaupa notaðar vestur-þýskar bifreiðar og flytja þær til
heimahafnar í Kalíníngrad, en þeir fá að flytja bílana sér að kostnaðar-
lausu til Sovétríkjanna.
Umferðarráð:
Hugo Löhr situr fyrir svörum:
Guðmundur Ágústsson
skipaður formaður
Flug Þjóðverja yfir
Islandi á stríðsárunum
Á Hótel Loftleiðum klukkan ellefu á morgun
í VIÐTALI í Morgunblaðinu
þann 6. maí sl. sagði Hugo Löhr
frá könnunarflugi Þjóðverja yfir
íslandi á árunum 1942 til 1943.
Hann tók sjálfur fjöldann allan
af loftmyndum yfir íslandi á þessum
tíma. Megnið af þeim myndum er
enn til og eiga Landmælingar ís-
lands eintök af sumum þeirra. Þess-
ar myndir eru einu loftmyndirnar
sem til eru af vissum svæðum lands-
ins frá þessum sögulega tíma. Hugo
Löhr er í stuttri heimsókn á íslandi
og mun á laugardag klukkan ellefu
f.h. sitja fyrir svörum á fundi í saln-
um Báru á Hótel Loftleiðum. Öllum
sem áhuga hafa er velkomið að
spyrja Löhr um könnunarflug Þjóð-
veija yfir íslandi á stríðsárunum. Hugo Löhr
Dómsmálaráðherra hefur skipað Guðmund Ágústsson alþingismann
formann Umferðarráðs til næstu þriggja ára í stað Valgarðs Briem
hrl., sem áður gegndi formennsku í ráðinu um árabil. Jafnframt hefur
Olafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu verið skip-
aður varaformaður ráðsins.
Samkvæmt umferðarlögum til-
nefna 18 aðilar, ýmsar stofnanir og
félög, fulltrúa til setu í Umferðar-
ráði. Þeir sem nú skipa ráðið, auk
formanns og varaformanns, eru: Ing-
ólfur M. Ingólfsson, Brynjar Valdi-
marsson, Hallgrímur Gunnarsson,
Guðjón Andrésson, Davíð Á. Gunn-
arsson, Ólafur Ólafsson, Stefán Agn-
ar Finnsson, Baldvin Ottósson, Böðv-
ar Bragason, Guðmundur Þorsteins-
son, Þórarinn Hjaltason, Helga Jó-
hannsdóttir, Reynir Sveinsson,_ Jón
Þórisson, Rögnvaldur Jónsson, Ólaf-
ur Einarsson, Páll Svavarsson. Full-
trúi Bifreiðaskoðunar íslands hefur
ekki verið tilnefndur.
Framkvæmdastjóri Umferðarráðs
er Óli H. Þórðarson.
Úr nýjustu mynd Háskólabíós
„Siðanefnd lögreglunnar".
Háskólabíó
sýnir „Siða-
nefnd lög-
reglunnar“
ÓIi H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, býður Guðmund
Ágústsson, nýjan formann Umferðarráðs, velkominn til starfa á skrif-
stofu ráðsins.
HAFIN er sýning á kvikmyndinni
„Siðanefnd lögreglunnar" í Há-
skólabíói í leikstjórn Mike Figgis.
í aðalhlutverkum eru m.a. Rich-
ard Gere og Andi Garcia.
Dennis Peck er í lögregluliði Los
Angeles-borgar. Samstarfsmaður
hans, Van Stretch, er ákærður fyrir
að standa að handtöku á ólöglegan
hátt og Raymond sem hefur með
höndum rannsóknir á lögreglumönn-
um og ákærur á hendur þeim, verður
ljóst að eitthvað gruggugt er á seyði.
Raymond og Amy, samstarfsmaður
hans, komast að því að Dennis er
þrígiftur og borgar fyri-verandi kon-
um sínum ríflegan lífeyri. Van
Stretch kemst að því að Dennis held-
ur við konu Raymonds með vitneskju
Van Stretch. Dennis gefur vinum
sínum í undirheimunum skipun um
að drepa Van Stretch til að upp um
hann komist ekki. Svo fer að til loka-
uppgjörs kemur milli Raymonds og
Dennis.
Afinæliskveð]a:
Ingibjörg Jóhanns-
dóttir frá Löngumýri
í dag verður merkur íslendingur
áttatíu og fimm ára. Þeir eru sjálf-
sagt ekki margir nú á dögum, sem
njóta svo tengsla sinna við heimili
eða starfsstað, að nægilegt sé að
geta nafns viðkomandi og staðar-
ins. En einn af þeim er Ingibjörg
fyrrverandi skólastjóri og menning-
arfrömuður á Löngumýri.
Ingibjörg Jóhannsdóttir ann fæð-
ingarstað sínum og heimabyggð
einlæglega og hefur unnið þrekvirki
í krafti þessa kærleika síns og
áhuga. Hún hóf merki staðarins
hátt á loft, er hún hóf starfrækslu
húsmæðraskóla á Löngumýri og
hafði sitt fram um staðarval, enda
þótt öðrum þætti ýmsir aðrir staðir
í Skagafirði koma vel til greina.
Þegar húsmæðraskólar hættu að
njóta hylli og urðu ekki jafnnauð-
synlegir og fyrr, svipaðist hún um
og velti fyrir sér, hvar hún ætti
helst að láta muna um sig til góðs.
Heppnaðist henni þá í hugsjóna-
gleði sinni að tengja staðinn trú
sinni og hollustu við þjóðkirkjuna.
Á þeim krossgötum lágu leiðir okk-
ar fyrst saman. Mér var boðið í
kaffi heim til Ásmundar Guðmunds-
sonar biskups og frú Steinunnar,
og vildi hann eitthvað ræða við mig
og taldi þýðingarmikið. Þegar upp
var lokið á Laufásvegi 75 og ég
leiddur í stofu, sat þar höfðingleg
kona á íslenskum búningi, sem hún
bar fagurlega og af miklum þokka.
Þetta var Ingibjörg á Löngumýri
og vildu þau Ásmundur ræða við
mig um að starfa fyrir norðan þetta
síðasta sumar mitt fyrir embættis-
próf og skyldi ég veita forstöðu
námskeiðum fyrir ungar stúlkur.
Mér leist nú ekki alls kostar á
verkefnið, og ekki síst sökum þess
að ég hafði ætlað mér að nota
sumarið til að búa mig undir loka-
prófið og spara mér þannig einn
vetur við námið. En þegar Ingibjörg
leggur eitthvað fyrir, eru þeir fáir,
sem ekki beygja sig undir vilja
hennar. Og þegar vilji hennar teng-
ist Löngumýri og eflingu starfs
þar, þekki ég engan, sem snýr baki
við henni og þverskallast við óskum
hennar. Þannig fór mér og ég hélt
norður í byrjun sumarsins 1954.
Ingibjörg var alltaf við hendina, hún
hafði ákveðnar hugmyndir um það,
hvernig tengja ætti saman trúar-
fræðslu og ættjarðarást með sterku
ívafi frá sögu lands okkar og þjóð-
ar. Hún er einlæg bænaköna og
bænheit og kann að fela allt Guði
og leiða aðra á fund hans, svo að
bænin verði þeim eðlilegur tjáning-
armáti og tenging við Drottin og
kirkju hans. Ég naut því sumarsins
í nánd Ingibjargar ekki síður en ég
fengi tækifæri til að miðla þeim
ungu stúlkum, sem mér var falin
forsjá fyrir.
Síðar færði Ingibjörg Þjóðkirkju
íslands, sem hún ann fölskvalaust
og af dýrmætri hugsjónagleði,
Löngumýri að gjöf og skyldi þar
starfað í þeim anda, sem Ingibjörg
hefur hrifist af og starfað eftir. Og
nú hefur margur maður sótt Löngu-
mýri heim og þeir verða enn fleiri
um framtíð. Það er fyrirhugað að
reisa enn fleiri byggingar, svo að
fleiri geti komið á þennan friðsæla
stað og uppbyggst þar. Þykir sum-
um í stórt ráðist um framkvæmdir,
en þeir sem hafa kynnst Ingibjörgu
og stórhug hennar, sem þekkir
hvorki hik né uppgjöf vita það vel,
að Löngumýri mun áfram færa
bæði ungum sem öldnum mikla
blessun og tengja þá þræði, sem
Ingibjörg hefur ofið og þjóð nýtur.
Ég þakka því Ingibjörgu frá
Löngumýri ekki aðeins kynni, sem
ná jafnlangt til baka og raun ber
vitni og það, sem ég hef fengið að
ausa af nægtabrunnum þekkingar
hennar og hugsjónagleði, heldur
færi ég henni þakkir í nafni kirkj-
unnar allrar og þar með íslenskrar
þjóðar.
Og nú Ieitar hugurinn á þessum
degi ekki aðeins norður að Löngu-
mýri f Skagafjörð, heldur líka að
Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu
Skjóli hér í Reykjavík, þar sem þær
eiga góða hvíldardaga Ingibjörg og
Björg Jóhannesdóttir, en svo hafa
þær staðið dyggilega saman, að
vart verður önnur nefnd án þess
hin komi í hugann.
Um leið og ég áma Ingibjörgu
heilla og þakka starf hennar ára-
tugina alla, sem hún hefur gengið
í fararbroddi, þá bið ég henni og
Björgu og hugsjón þeirra blessunar
Guðs og fel þær forsjón hans, sem
þær hafa svo dyggilega og einlæg-
lega þjónað.
Ólafúr Skúlason
Ingibjörg er að heiman.
31. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 90,00 78,00 83,49 15,953 1.332.023
Smáþorskur 56,00 56,00 56,00 1,858 104.048
Ýsa 115,00 V79.00 98,17 6,103 599.186
Smáufsi 27,00 27,00 27,00 0,163 4.401
Karfi 40,00 37,00 37,85 2,858 108.198
Ufsi 39,00 39,00 39,00 0,780 30.427
Steinbítur 45,00 45,00 45,00 0,487 21.915
Koli 50,00 45,00 48,46 0,571 27.670
Langa 50,00 31,00 45,67 0,263 12.010
Lúða 260,00 215,00 241,71 0,363 87.740
Steinbítur 59,00 55,00 55,57 0,587 32.621
Keila 31,00 25,00 25,08 0,783 19.641
Skata 10,00 10,00 10,00 0,011 110
Samtals 77.32 30,782 2.379.990
FAXAMARKAÐUR hf. í I Reykjavík
Þorskur 90,00 70,00 84,97 45,577 3.872.590
Undirmál 53,00 19,00 49,08 0,391 19.191
Ýsa 137,00 79,00 98,82 16,214 1.602.295
Skötuselur 175,00 175,00 175,00 0,115 20.125
Karfi 43,00 40,00 40,30 4,443 179.032
Ufsi 45,00 19,00 43,95 118,195 5.194.475
Steinbitur 60,00 33,00 54,43 0,0659 35.870
Skarkoli 55,00 48,00 48,92 2,936 143.635
Langa 55,00 45,00 53,45 2,050 109.562
Lúða 290,00 125,00 201,38 1,279 257.570
Skata 70,00 70,00 70,00 0,069 4.830
Rauömagi 95,00 95,00 95,00 0,033 3.135
Grásleppa 12,00 12,00 12,00 0,034 408
Keila 26,00 26,00 26,00 0,179 4.654
Samtals 59,57 192,173 11.447.372
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 71,00 77,74 7,059 548.749
Ýsa 100,00 60,00 88,12 13,498 1.189.420
Karfi 45,00 36,00 37,65 0,191 7.191
Ufsi 35,00 35,00 35,00 0,014 490
Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,155 4.030
Langlúra 31,00 27,00 29,16 1,045 30.471
Langa 10,00 10,00 10,00 0,073 730
Lúöa 265,00 255,00 260,04 0,119 30.945
Skarkoli 50,00 39,00 47,53 3,349 159.170
Sólkoli 73,00 73,00 73,00 0,298 21.754
Karfi 38,00 33,00 36,07 2,576 92.944
Keila 10,00 5,00 5,95 0,630 3.750
Þorskur 88,00 55,00 75,98 62,859 4.776.173
Keila 26,00 10,00 18,80 ~ 1,452 27.300
Skötuselur 114,00 82,00 106,62 0,013 1.386
Langa 45,00 10,00 44,42 0,807 35.846
Lýsa 25,00 25,00 25,00 0,024 600
Skötuselur 345,00 335,00 337,12 0,132 44.500
Gellur 56,00 45,00 48,87 0,672 32.838
Skata 70,00 56,00 68,91 0,192 13.230
Undirmál 50,00 40,00 47,81 3,474 166.089
Humar 1.395,00 735,00 1 .117,85 0,330 369.998
Blandað 20,00 20,00 20,00 ' 0,407 4.070
Svartfugl 35,00 35,00 35,00 0,020 700
Öfugkiafta 28,00 28,00 28,00 1,187 33.236
Ufsi 38,00 30,00 34,96 8,114 283.635
Samtals 72,49 108,692 7.879.245