Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
Grýtubakkafrreppur:
Ný sundlaug tekin
í notkun fljótlega
Grenivík.
STÓR stund nálgast nú óðum
er íbúar Grýtubakkahrepps taka
Vorverk í
fullum gangi
Ytri-Tjörnum.
VORVERKIN eru nú í fúllum
gangi hér í Ongulstaðahreppi.
Niðursetning á kartöflum gengur
vel og margir bændur eru komn-
ir vel á veg með áburðardreif-
ingu.
Hiti hefur farið í 20 stig suma
daga og hefur grasspretta þar sem
tún eru óskemmd tekið mikinn kipp.
Jörð kom svo til klakalaus undan
snjó í vor, sem er óvenjulegt. A flat-
lendistúnum ber töluvert á kali og
er það meira en verið hefur hér um
slóðir í fjöldamörg ár. Er þar senni-
lega um að kenna miklu fannfergi
sem lá á túnum samfleytt í þrjá til
fjóra mánuði.
Benjamín
í notkun nýja sundlaug á
Grenivík. í júlímánuði 1988
hófst bygging sundlaugarinar á
lóð skóíans og er stefht að opnun
hennar um miðjan júní.
Hér er langþráð ósk að rætast
því gamla sundlaugin í Gljúfurár-
gili sem vígð var 17. júní 1944
hefur síðustu ár verið ónothæf þó
reynt hafi verið að hafa þar sund-
námskeið. Engin sundkennsla fór
samt fram í lauginni í fyrrasumar.
Nýja sundlaugin er 16,66 metrar
á lengd og 8 metrar á breidd og
er hún hituð upp með 20 gráðu
jarðhita sem skerpt er á með
varmadælu.
Hér er þó aðeins um fyrsta
áfanga að ræða, því seinna er
meiningin að byggja íþróttahús og
batnar þá öll aðstaða til íþróttaiðk-
ana í hreppnum enn frekar. Það
er áreiðanlegt að margir eru farn-
ir að hlakka til að fara í heita
pottinn og fá sér sundsprett í nýju
lauginni.
Haukur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Horft útífrelsið
i
Sæplast á Dalvík:
Starfsmenn fá 5% hækk-
Frá sjávarútvegdeildinni
á Daivík - VMA
Innritun í 1. og 2. stig stýrimannadeild-
ar og í fiskiðnnám er til 15. júní.
Upplýsingar hjá eftirtöldum aðilum:
Skólinn, símar 96-61380 og 96-61381.
Skólanefndarformaður, sími 96-61355.
Skólastjóri, sími 96-61 162.
Yfirkennari, sími 96-61860.
Skólastjóri.
$umar’90
Sól
★ Sjáið glæsilega stórsýningu á sumarhús-
gögnum, fellihýsum, garðvörum, útilegu-
vörum, grillvörum, leiktækjum o.fl. o.fl.
★ Kynning og tilboðsverð á íslensku grill-
kolunum.
★ Vönduð gasgrill á sýningarverði aðeins
kr. 13.950.
★ Komið og gerið góð kaup. Bragðið á
sumardrykknum Mix og meðlæti.
★ Opið laugardag 13.00-18.00.
Opið hvítasunnudag 13.00-18.00.
Opið annan hvítasunnudag 13.00-18.00.
★ Ókeypis heimkeyrsla á vörum alla sýning-
ardagana.
greiðsluskilmálar.
Sýningarsalur Höldurs sf.,
Tryggvabraut 10.
un hætti þeir að reykja
ÞEIR starfsmenn Sæplasts hf. á Dalvík sem slökktu í vindlum
og vindlingum í síðasta sinn í gær og hættu þar með að reykja,
hlutu tvöfaldan ávinning af, því auk þess sem þeir hættu þar með
að spilla heilsu sinni hafa stjórnendur fyrirtækisins ákveðið að
veita öllum þeim starfsmönnum sínum sem ekki reykja 5% launa-
hækkun.
Pétur Reimarsson fram-
kvæmdastjóri Sæplasts hf. sagði
að stjórnendur fyrirtækisins hafi
Iengi velt því fyrir sér á hvem
hátt þeir gætu gert vinnustaðinn
algjörlega reyklausan og frá því í
vetur hefði verið stefnt að 1. júní
í því sambandi. „Við höfum ákveð-
ið, að allir þeir starfsmenn sem
ekki reykja í fyrirtækinu fái 5%
launahækkun. Við höfum þann
háttin á að starfsmenn skrifa und-
ir samning við fyrirtækið þar sem
þeir skuldbinda sig til að reykja
ekki hér,“ sagði Pétur.
Um tuttugu manns vinna að
jafnaði hjá fyrirtækinu og sagði
Pétur að um helmingur starfs-
manna hefði reykt, en nú hefðu
allir starfsmenn skuldbundið sig
til að hætta að reykja á vinnu-
stað. Síðdegis í gær var haldinn
fundur með starfsmönnum þar
sem málið var kynnt og þar hélt
Halldóra Bjarnadóttir, starfsmað-
ur Krabbameinsfélags Akureyrar
erindi.
„Tilgangurinn með þessu er
margþættur, af reykingum stafa
óþrif, við erum með mikið af eld-
fimumbrennanlegum efnum í hús-
Nokkrir afmælisárgangar hafa
einnig átt saman ánægjulegar
inu og þeir sem eru að reykja í
tíma og ótíma eru ekki að sinna
sínum störfum á meðan,“ sagði
Pétur.
Vilji starfsmaður hætta að
reykja, en er ekki tilbúinn til þess
nú er fyrirtækið tilbúið að veita
honum ákveðinn aðlögunartíma,
en Pétur sagði að í raun væri
ætlast til að allir starfsmenn hættu
reykingum og þeim sem ekki væru
tilbúnir til þess væri bent á að
leita fyrir sér á öðrum stöðum með
atvinnu.
stundir á eftir þar sem sem ýmis-
legt hefur verið rifjað upp og göm-
ul kynni endurnýjuð. Hafa sumir
jafnvel komið langt að og átt
ógleymanlega endurfundi við gamla
félaga og vini.
Að þessu sinni eru eldri sem
yngri enn minntir á að nota hvíta-
sunnuhátíðina til að minnast ferm-
ingar sinnar og hugleiða mikilvægi
þeirrar viljayfirlýsingar sem gefin
var á fermingarstundinni. En sér-
staklega er vænst þátttöku þeirra
sem eiga tíu, tuttugu, þijátíu og
Ijörutíu ára fermingarafmæli, en
það eru árgangarnir fæddir 1936,
1946, 1956 og 1966.
Akureyrarkirkja verður 50 ára
síðar á þessu ári, en kirkjan var
vígð 17. nóvember 1940. Af því til-
efni hafa miklar framkvæmdir átt
sér stað bæði við kirkjuna sjálfa sem
og umhverfi hennar. En stærsta
verkefnið er þó bygging hins nýja
safnaðarheimilis í brekkubrúninni
sunnan og austan við kirkjuna og
hefur það þegar verið tekið í notkun
að hluta.
Morgunblaðið/Rúnar ]>ór
Héldu hlutaveltu
Þau Einar Þór Ingólfsson, María Huld Ingólfsdóttir og Sigurlaug Ýr
Einarsdóttir héldu hlutaveltu fyrir skömmu og söfnuðu þannig 1.201
krónu, sem þau afhentu Dvalarheimilinu Hlíð til ráðstöfunar.
Fermmgarafinæli
í Akureyrarkirkju
TIL FJÖLDA ára hefúr það verið siður í Akureyrarsókn að kalla
til eldri fermingarbarna á hvítasunnunni og hvetja til kirkjugöngu.
Margir hafa tekið þeim tilmælum vel og fjölmennt til hátíðarguðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag kl. 11 og notið þess að
eiga helga stund í fermingarkirkjunni.
(Fróttalilkyuninvj