Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 37

Morgunblaðið - 01.06.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 37 Hjónaminning: Stefanía Jensdóttir Pétur Finnbogason Fædd 5. ágúst 1893 Dáin 22. apríl 1972 Fæddur 2. maí 1894 Dáinn 22. april 1990 Þann 2. maí sl. var til moldar bor- inn í Ögurkirkjugarði Pétur Finn- bogason fyrrum bóndi á Hjöllum í Ögurhreppi en hann andaðist 22. apríl sl. á Sjúkrahúsi ísafjarðar eft- ir stutta legu. Pétur var fæddur á Þórðareyri í Skötufírði 2. maí 1894 og var því tæpra 96 ára gamall, þegar hann lést. Foreldrar Péturs voru hjónin Finnbogi Pétursson á Litlabæ í Skötufirði og kona hans, Soffia Þorsteinsdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap á Litlabæ. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt stórum systkinahópi við hin ýmsu hefðbundnu störf til sjós og lands, eins og tíðkaðist á vestfírskum heimilum í þá daga. I foreldrahúsum vandist hann mikilli eljusemi, nýtni og hirðusemi á öllum sviðum og mun óefað oft á lífsleið- inni hafa þurft á þeim eiginleikum að halda. Á Litlabæ var stundaður sjór jöfnum höndum við búskapinn, og var svo á öllum bæjum við Skötu- fjörð, sem var talinn fisksælastur þeirra fjarða er skerast suður úr Djúpinu. Var honum enda oft líkt við handraðann í „Gullkistunni“ eins og ísafjarðardjúp var gjarnan nefnt. Þann 27. október 1917 kvæntist Pétur ■ Stefaníu Jensdóttur, sem fædd var á Oddsflöt í Grunnavíkur- hreppi 5. ágúst 1893. Byijuðu þau þá búskap á Litlabæ, með foreldrum Péturs og síðar einnig með Krist- jáni bróður hans. En Kristján átti fyrir konu Guðbjörgu systur Stef- aníu konu Péturs. Það segir sig sjálft, að þröngbýlt muni hafa verið á Litlabæ fyrir þijár ijölskyldur, bæði hvað hús- næði snertir og jarðarafnot, enda er Litlibær ekki kostarík jörð, og reyndar byggð út úr annarri jörð, Hvítanesi. En eins og fyrr segir var það sjórinn, sem öllu bjargaði. Árið 1929 kaupir Pétur jörðina Hjalla sem er hinumegin við Skötu- fjörðinn, gegnt Litlabæ og flytur þangað með fjölskyldu sína, en þá voru bömin orðin sjö. Það verður ekki sagt með réttu að Hjallar séu kostarík jörð, frekar en Litlibær. Búskaparskilyrði eru þar takmörkuð og fóðrar jörðin ekki nema 2-3 kýr og 50-60 ijár. Samt sem áður var jörðin Pétri notadrjúg og olnbogarými miklu meira en á Litlabæ, enda búnaðist honum alla jafna vel á Hjöllum, innan um alla steinana. Bæjarstæðið á Hjöllum er líklega með því sérkennilegasta, sem gerist á öllu landinu, og þótt víðar væri leitað. Bærinn stendur eiginlega í miðri íjallshlíð á mjóum hjalla, en vel grösugum. Sjávargatan má heita snarbrött og aðeins fær gang- andi manni. Öll aðföng varð að bera á bakinu frá sjónum. Að vísu var lagður vegur eiginlega bakdyra- megin síðar meir, en það var ekki fyrr en Pétur var farinn frá Hjöll- um, sem sú framkvæmd kom til sögunnar. Eins og fyrr segir byggð- ist lífsafkoma manna við Skötu- fjörðinn öðrum þræði á sjávarafla, og var það reyndar þannig víðast í djúpinu. Fljótlega lét Pétur smíða fyrir sig góðan dekkaðan bát, sem hann nefndi „Helgu". Þessi bátur átti eftir að verða Pétri mikið happaskip. Og á honum réri Pétur síðan alla sína formannstíð. Það var líka passað vel upp á að „Helgu“ væri vel við haldið, og. þar voru allir hlutir í lagi, bæði vél og bát- ur, enda byggðist afkoma ijölskyld- unnar að miklu leyti á þessu at- vinnutæki. Pétur var mikill og far- sæll sjómaður, og á sjónum var hugur hans allur, ef svo mætti að orði komast. Hann var fæddur sjómaður. Eftir að Pétur eignaðist Helgubátinn voru honum allir vegir færir. Sótti hann sjóinn vítt og breitt um allt djúpið, þar sem fiskurinn gaf sig best til hverju sinni. Gat þó stundum orðið nokkuð langsótt, jafnvel út á Bolungarvíkurmið, eða undir Grænuhlíð, þegar sá „guli“ lét standa á sér að ganga í Djúpið. Á þessum árum var töluverð útgerð í Ógurhreppi, sérstaklega úr Ögur- nesi og Ögurvík, enda oft ágætt fiskirí innum allt djúp. Eingöngu voru það línuveiðar, sem voru stundaðar. Pétur á Hjöllum stóð að mörgu leyti vel að vígi í sinni sjósókn með alla sína frísku og duglegu stráka sem vanist höfðu volkinu frá blautu barnsbeini, enda síðar meir eftir- sóttir sjómenn á stóru bátunum í veiðistöðum utanvert við Djúpið. Óefað hafa líka dætur Péturs ekki látið sitt eftir liggja, þegar mikið lá við. Á þessum árum var venju- lega fiskmóttaka i Ögurvík eða Ögurnesi, en á stríðsárunum síðari varð oftast að fara með fiskinn til ísafjarðar í fiskmóttökuskip, sem fluttu hann til Englands. Voru það tímafrekar ferðir, en menn höfðu gjarnan samstarf hver við annan og skiptust á um að fara ferðirnar. Árið 1959 hætti Pétur búskap á Hjöllum og flytur til ísaijarðar enda var nú svo komið að 'fiskigengd hafði mjög minnkað í djúpinu. Pétur var ekki í neinum vafa um orsakirnar til þeirra ' miklu um- skipta. Hið skefjalausa og sífellda botnvörpuskrap, sem rækjuveiðun- um fylgdi, taldi hann aðalskaðvald- inn, enda fór það svo að fiskur lagð- ist alveg frá í djúpinu og má heita að þar hafi verið dauður sjór síðustu tvo-þijá áratugina. Þegar Pétur flytur frá Hjöllum, kaupir hann sér lítið hús á Isafirði og býr þar vel um sig. Stundaði hann róðra á Helgubátnum í nokkur ár. Á ísafirði voru aðstæður allt aðr- ar og betri en á Hjöllum, a.m.k. þurfti hann ekki að byija á því þegar hann fór á sjóinn að klöngr- ast niður Hjallabakkana bratta og sleipa oft í kolniða myrkri. Aðstæð- ur að öðru leyti voru líka allt aðr- ar, svo sem með afsetningu aflans og fleira. Þegar Pétur hætti endan- lega róðrum, settist hann síður en svo í helgan stein, það átti ekki við hann. Hann fór þá að vinna í Norður- tanganum hf. við fiskflökun og hvað sem fyrir kom og þótti liðtæk- ur í besta lagi, þótt farinn væri að eldast. Þeim Stefaníu og Pétri varð 9 barna auðið og komust átta þeirra til fullorðins ára. Einn dreng, Jens, misstu þau 8 ára að aldri. Af börn- um þeirra hjóna fluttust fímm til Reykjavíkur og staðfestust þar, en þau voru Hallgrímur, en hann var elstur barna og er nú látinn, Hulda Júlía og Sigrún, sem eru tvíburar, Jens og loks Helga, sem er yngst systkinanna, fædd 1932. Þijú barna þeirra hafa átt heima hér vestra en þau eru Finnbogi sem var næstelstur, átti heima á ísafirði en lést á síðastliðnum vetri. Kristján bóndi í Svansvík í Reykjafjarðar- hreppi og loks Steingrímur bóndi á Garðstöðum í Ögurhreppi og eiga þau þijú börn. Steingrímur bjó á Hjöllum í 19 ár eftir að Pétur flutti til ísafjarð- ar. Hjallar eru nú í eyði. Stefanía kona Péturs lést þann 22. apríl 1972 eftir mikla van- heilsu, og var jarðsett í Ögurkirkju- garði þann 2. maí 1972. Einkenni- leg tilviljun getur það talist að dán- ardægur og jarðarfarardag þeirra beggja skyldi bera upp á sömu mánaðardaga. Má það í rauninni teljast táknrænt upp á sambúð þessara samhentu og samvöldu hjóna, sem jafnan stóðu saman í harðri lífsbaráttu. Það má nærri geta að hlutur húsfreyjunnar var stór á þessu barnmarga heimili, enda hefur uppeldi og forsjá barn- anna aðallega hvílt á hennar herð- um. Börn þeirra Péturs og Stefaníu eru hið mesta myndar- og atgervis- fólk, sem öll hafa komið sér vel áfram og reynst hinir nýtustu borg- arar. Þau hjón ólu upp einn dóttur- son, Pétur að mestu leyti, og oft áttu mörg barnabarna þeirra gott athvarf hjá afa og ömmu á Hjöllum. Afkomendur Péturs og Stefaníu munu nú orðnir 68. Með fráfalli Péturs á Hjöllum er horfinn af sjónarsviðinu mikill per- sónuleiki og minnisstæður maður, öllum sem honum kynntust. Hann var hispurslaus og ákveðinn, og sagði sína meiningu hreint út og var ekki að sleikja utan af hlutun- um. Hann var gæddur mikilli kímnigáfu, var alltaf léttur og ákveðinn í máli og engin lognmolla í kringum hann. Við nágrannar hans hér í Vigur höfðum af honum og fjölskyldu hans náin og margvísleg kynni. Oft stakk hann hér við stafni, þegar hann átti leið um, ýmist í sjóferð- um, kaupstaðarferðum eða annarra erinda. Gestrisni, hjálpsemi og greiðvikni var honum í blóð borin. Var hann því hér alla tíð aufúsu- gestur. Við sveitungar Péturs Finnboga- sonar þökkum honum samfylgdina og óskum honum góðrar ferðar til æðri heimkynna og góðrar heim- komu til vina og ættingja. Afkomendum þeirra hjóna óskum við alls velfamaðar. Baldur Bjarnason, Vigur t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN ÓLAFSDÓTTIR, Akurgerði 35, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 1. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, skal bent á líknarstofnanir. Guðbjartur Guðmundsson, Jónina Pétursdóttir, Linda Guðbjartsdóttir, Magnús Ársælsson, Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Erlendur Magnússon, Pétur Guðbjartsson, Svanfríður Hjaltadóttir, Jónína Guðbjartsdóttir, Kolbeinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg systir okkar og móðursystir, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skagnesi, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. júní kl. 1 5.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ólöf Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigrfður Jóna Clausen. Minning: Hermann Gíslason Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem) Þessar ljóðlínur komu upp f huga minn er vinur okkar hjónanna kvaddi þetta líf, fyrirvaralaust við starf sitt, 9. maí síðastliðinn og lá meðvitundarlaus þar til kallið kom að kvöldi 22. maí. Haddi, svo var hann ætíð kallað- ur, var mikill heimilisvinur okkar og nær sú vinátta yfir 40 ár. Nú heyrum við ekki lengur kunnugt fótatak né gamalkunnu orðin „sælt veri fólkið“, þegar hann kom í heim- sókn. Haddi var vinafastur og hlýr þeim sem hann kynntist og sást það best á vináttu hans við gamla skips- félaga, sem hélst fram að hinsta degi. Haddi var sjómaður frá unglings- aldri, lengst var hann hjá Eimskipa- félagi íslánds og síðast á Skeiðs- fossi uns hann var seldur úr landi. Þá kom hann í land og fékk vinnu hjá Eimskipafélaginu og þar kom hans hinsta andvarp. Haddi fór oft með okkur hjónum í stuttar veiðiferðir og þar fannst honum gott að komast frá ysi og skarkala borgarlífsins. Þar naut hann sín við kyrrðina og friðinn, sem fylgir því að vera með náttúr- unni við fallega á eða vatn. Haddi sagði stundum við mig, að hann saknaði þess alltaf að heyra ekki lengur niðinn frá skipsvélinni og eins þegar skipið klyfi öldurnar. Þessi hljóð voru honum svo kær eftir langa sjómennsku. Ég ætla ekki að hafa þessi orð of mörg, bara örstutta kveðju frá okkur hjónum og einnig frá börnutn okkar sem þakka honum góð kynni í gegnum árin. Við óskum þessum vini góðrar heimkomu á landi ljóss og friðar, hafí Haddi okkar þökk fyrir allt það góða sem hann skilur eftir í huga okkar. Börnum, stjúpbörnum, tengda- börnum og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þess að góður Guð verði með ykkur í þessari sorgarstundu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." (V.Br.) Inga og Þórir + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEINUNNAR JÓNASDÓTTUR frá Njarðvík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki og vistmönnum Garðvangs í Garði fyrir margra ára samveru. Hulda Einarsdóttir, Helga Egilsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Friðrik Valdimarsson, Ólafur H. Egilsson, Halla Jónsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför BALDVINS LÚÐVÍKS SIGURÐSSONAR frá Hælavík, Bergstaðastræti 43a, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki lungnadeildar Vífils- staðaspítala. Halldóra Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ..... .................. .1.1.11. .................

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.