Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.06.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 fclk í fréttum COSPER 1(15». Jenny Seagrove ásamt leikstjóranum og sambýlismanni sinutn Micha- el Winner. HROLLVEKJA COSPER Hafðu eng'ar áhyggjur.ég fékk prýðissæti Seagrove leikur djöf- ullega barnfóstru Morgunblaðið/Einar Falur Nýlega lauk leikstjórinn William Friedkin við kvikmyndina „The Guardian“ og er hún hroll- vekja af æsilegasta tagi. Fjallar myndin um barnfóstru sem fengin er til að gæta ungabams á sveita- setri nokkru og gengur konan vask- lega fram , enda reynist hún vera útsendari fallna engilsins Lúsifers og ræðir málin við hann í gegn um tré skógarins. Verður smám saman ljóst að ungfrúin ætlar sér að gleðja drottnara sinn með því að færa honum blóðfórn, nefnilega smá- barnið. Gengur síðan á ýmsu og er endirinn óvæntur sem gefur mynd- inni aukið gildi sem hrollvekju. Breska leikkonan Jenny Seagrove, sem lítið hefur borið á í seinni tíð, birtist nú aftur á hvíta tjaldinu og gerir púkanum frábær skil. Það kom mjög á óvart að Sea- grove skyldi valin í hlutverkið, eins að Friedkin skyldi enn taka til við hryllingsmyndir, en hann stjórnaði þeirri frægu hrollvekju „The Exorc- ist“ á sínum tíma. Friedkin gefur þá skýringu að hann hafi svo dæma- laust gaman af því að gera hryll- ingsmyndir. Um Seagrove segir hann að sig hafi vantað leikkonu sem gæti breyst eins og árstíðim- ar. Hann hefði munað eftir Sea- grove í hlutverki í kvikmyndinni „Local Hero“ árið 1983, er hún lék sjávarlíffræðing sem sást yfirleitt ekki nema í kafarabúningi. „Jenny er dulmögnuð, ég get ekki útskýrt það, en augun frysta mann gersam- lega, þau geta verið blíð og yndisleg eitt augnablikið, en síðan djöfulleg það næsta án þess að manneskjan hafí á nokkum hátt sjáanlega breyst. Margir, sem til þekkja, telja að ferill Seagrove hafi öðru fremur skapað þessa leyndardómsfullu per- sónu, hún hafi áram saman glímt við hugarsjúkdómana „anorexíu“ og „búlimíu", en fyrrnefnda fyrir- bærið er óbeit á mat, sjúklingurinn borðar því ekkert og horast niður úr öllu valdi án þess að merkja að neitt sé í ólagi. Búlimía er hins vegar framhaldsástand ef viðkom- andi neyðist einhverra hluta vegna til að neyta fæðu þrátt fyrir anorex- íuna. Þá er fyrst borðað af kappi en því næst er ætt fram á salerni og kastað upp. Þannig sýnast sjúkl- ingamir borða eðlilega, en þeir eru þó alls ekki að því. Fyrrum eigin- maður hennar, Madhav Sharma, kippti henni niður á jörðina ef þann- ig mætti segja, hjálpaði henni að ná heilsunni á ný og giftu þau sig 1984. Seagrove varð æ vinsælli í kvikmyndir og sjónvarpsþætti, en Sharma, sem einnig er leikari, sat eftir og eftir því sem Seagrove varð vinsælli þeim mun afbrýðissamari varð hann og á endanum gerði hann allt til að skemma fyrir konu sinni. Það er meira að segja sagt að hann hafí dáleitt hana í því skyni að eyði- leggja feril hennar. Hún sótti um skilnað, en Sharma reyndi með öll- um leiðum að koma í veg fyrir að það gengi eftir og gerði hann konu sinni enn lífið leitt 'a margan hátt. 1987 bar hins vegar saman fund- um Jenny Seagrove og kvikmynda- leikstjórans Michaels Winners er hún sótti um hlutverk í kvikmynd hans „Appointment with Death“. Skilnaðurinn við Sharma var nýaf- staðinn og þótt leikkonan væri þreklítil eftir atganginn, bar hún af að mati Winners sem réð hana þegar í aðalhlutverk myndar sinnar. Hann fór einnig á fjörurnar við hana með góðum árangri og búa þau nú saman í Lundúnum. m GQARa AU STURBÆ J ARSKOLINN Aftnælishátið með skruðgöngn Austurbæjarskólinn í Reykjavík hélt upp á 60 ára afmæli sitt fyrir skömmu og hófust hátíðahöldin með skrúðgöngu. Lúðrasveit Verkalýðsins fór fyrir göngunni um Þingholtin, þar sem margir af eldri nemendum skólans sló- gust í hópinn en göngunni lauk í skólap- ortinu. Það var Foreldrafélagið sem stóð að hátíðinni í samráði við starfsmenn skólans og að þessu sinni var ákveðið að breyta til og í stað kynningar á skóla- starfmu, var brugðið á leik og leiktæki fengin að láni hjá Iþrótta- og tómstunda- ráði. Boðið var upp á kaffí og með því og sáu starfsmenn skólans um kaffi- brauð. Auk þess voru seldar pylsur og myndskreyttir bolir til styrktar tækja- kaupum fyrir skólann. VISA NR. 139 Dags. 29.5.1990 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 4581 0960 3412 1589 4581 0912 3901 3970 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurkiippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.