Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 39

Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 39 VARNARSIGUR Úr veikind- um í hjóna- band Gamanleikarinn kunni Richard Pryor hefur einkum verið í fréttunum hin síðari misseri vegna heilsubrests, en gengið hefur fjöll- um hærra að hann gangi með MS- sjúkdóminn og fyrir skömmu fékk hann auk þess hjartaáfall sem hann hefur nú náð sér af. Nú hefur hann snúið vörn í sókn ef þannig mætti að orði komast, eða leiða í gleði, því íyrir skemmstu gifti kappinn sig. Gekk hann að eiga hina 26 ára gömlu Flynn Belain, en sjálfur er Pryor 49 ára gamall. Þau Belane og Pryor hafa gert aðeins betur en að þekkjast um all nokkurt skeið, því þau voru áður gift árið 1986, en skildu ári síðar. Þau eiga saman soninn Stephen, 5 ára, og dótturina Kelsey, 3 ára. Athöfnin fór fram í meiri og minni kyrrþey, heima hjá Pryor í Bel Air og voru örfáir nánir ættingjar og vinir bundnir þagnareiði um það sem fram skyldi fara. Litlu krakkarnir í leikskólanum i Ólafsvík undu sér vel í sveitinni. SUMARSTARF Leikskóli í sveitaferð Fyrir skömmu fóru börnin í leikskólanum í Ólafsvík ásamt starfs- fólki og nokkrum foreldrum í stutta en skemmtilega sveitaferð. Farið var að Syðri-Tungu í Staðarsveit þar sem Jónína Þorgrímsdótt- ir býr en hún var forstöðukona leikskólans í Ólafsvík í vetur. í sveit- inni skoðuðu börnin dýrin og vöktu lömbin að sjálfsögðu mesta at- hygli. Þá var öllum boðið upp á veitingar. Að lokum var lagið tekið áður en haldið var af stað heim. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 1.-7. júní kl. 09.00-18.00. Sýnishorn úr áfangalýsingu öldungadeildar: Bókfærsla, BÓK404 Að loknum þessum áfanga ætti nemandi að vera hæfur til að starfa við bókhald. Þá er áfanginn undirbúningur undir enn frekara bókfærslu- og reikningshaldsnám. Fyrirtækið, stjórnun þess og rekstur, FYR214 Farið verður í eftirfarandi efnisþætti: Viðskiptahugmyndina; áhættudreifingu í atvinnurekstri; markaðinn - söluáætlanir, söiuaðgerðir; tilboðagerð; verkefnastjórnun; reikningshald; ábyrgð og áhættu; . samskipti verkkaupa; frágang verkefna; greiningu ársreikninga, fyrirtækið og framtíð þess. Franska, FRA403 Ætlast er til að nemendur nái nokkurri leikni í framburði og lestri, geti lesið einfaldan texta sér til nokkurs gagns og svarað léttum spurningum skriflega (munnlega). Ennfremur hafi öðlast allgóða þekkingu á undirstöðuatriðum málfræði og stafsetningar og geti skrifað einfaldan texta. íslenska: ritun, ÍSL214 Markmiðið með áfanganum er að æfa nemendur í ritun íslensks máls við sem flestar aðstæður. Verslunarréttur, VER203 Almenn þekking, sem eflir réttar- og sjálfstæðis- vitund nemenda og skilning þeirra á lögum og reglum í viðskiptum. Námið er góóur undirbúningur fyrir störf á sviði verslunar og viðskipta og háskólanám í lögfræði, viðskiptafræði og námi því tengt. VESTUR^YSI^GÆÐAHJÖL 10 ÁRA ÁBYRGÐ iKVENMANNSREIOHJÓL meú öllum búnaúi: 28“ KVENM., 3gira. Litir: Vinrautt, svart, hvítt, rautt/hvitt, svart/blátt. Verð: kr. 19.910,- stgr. 26“ KVENM., 3gíra. Litir: Hvítt, hvítt/rautt, rautt/hvítt, rautt, vinrautt og mosagrænt. Verð: kr. 19.910,- stgr. 26“ KVENM., án gíra. Litir: Hvítt, svart. Verð: kr. 15.310,-stgr. 24“ STELPU, 3 gira. Litir: Hvitt, fjólubláttt/hvítt, hvítt/purp- urarautt. Verð: kr. 19.110,- stgr. 24“ STELPU, án gira. Litir: Hvitt, hvítt/purpurarautt, fjólu- blátt/hvítt. Verð: kr. 14.940,- stgr. 20“ STELPU, án gira. Litir: hvítt, hvítt/purpurarautt. Verð kr. 14.940,- stgr. 28“ KARLM., 3gira. Litur: Svart. Verðkr. 19.910,-stgr. 26“ KARLM., 3gíra. Litir: svart/silfur, svart/blátt. Verð kr. 19.910,- stgr. 'GÚWFJALLAJOL meú öllum öúnaði: KARLM., - full stærð, 18gíra. Litur: Svart, svart/silfur. Verð kr. 28.640,- stgr. KVENM., - full stærð, 18gíra. Litur: Rautt/svart. Verð kr. 28.640,- stgr. 24“, Wgíra. Litur: Gult/svart. Verð: kr. 22.640,- stgr. 20“, 5 gira. Litur: Gult/svart. Verð: kr. 17.210,- stgr. 28“ KARLM., 10gira. Litir: Svart, hvítt. Verð: kr. 20.630,- stgr. ÖRNINN Spitalastig 8 við Oóinstorg simar 14661,26888 SERVERSLUN I 65 AR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.