Morgunblaðið - 01.06.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990
45
Of langt gengið
lambakjöt
Til Velvakanda.
Ekki get ég borið á móti þvi
að lambakjöt er minn uppáhalds
matur en þó vildi ég gjarnan að
svo væri ekki. Þetta blessað
lambakjöt er nefninlega svo dýrt
að engu tali tekur. En ef dæmið
er skoðað er það ekki bændum að
kenna hversu hátt verðið er því
það sem þeir fá er ekki nema brot
af endanlegu útsöluverði.
Það er einkum tvennt sem kem-
ur til og hækkar verðið á lamba-
kjötinu fram út hófi - dýrir millilið-
ir og offramleiðsla. Auðvelt væri
að draga úr offramleiðslu með
framleiðslustýringu og er það
óskiljanlegt að það hafi ekki þegar
verið gert. Mikill geymslukostnað-
ur kemur á kjötið og að sjálfsögðu
fæst ekkert fyrir það lambakjöt
sem árlega fer á haugana. Að lok-
um tel ég að vel mætti skera það
niður sem milliliðirnir fá. Væri
tekið á þessum málum af festu
efast ég ekki um að lækka mætti
útsöluverða lambakjöts um allt að
því helming.
Ágæti Velvakandi.
Ég er einn af þeim er stunda
eigin atvinnurekstur af þeirri
ástæðu einni, að vilja véra minn
eigin herra.
Herradómurinn nær samt ekki
lengra en það að Morgunblaðið, sem
hirðir helming af tekjum fyrirtækis-
ins, en það gengur fyrir því að
auglýsa mikið, veki upp þá áleitnu
spurningu hjá manni um hver vinni
fyrir hvern í því sambandi.
Án þess að vilja kvarta þá finnst
mér hið ágæta Morgunblað ganga
heldur of langt þegar því finnst
ekki nóg að ráða mínum fjárhag
heldur fer að stjórna vinnutíma
mínum, en hingað til hef ég montað
mig af því að ráða því alfarið sjálfur.
Af minni alkunnu forsjálni setti
ég því í sunnudagsauglýsinguna 27.
maí: Símatími frá kl. 13-15, og
hellti mér í gleði kosninganæturinn-
Þessir hringdu .. .
Hressum upp á Grýtu
Ferðamaður hringdi:
„Litli góshverinn Grýta fyrir
ofan Hveragerði hefur margan
glatt um árin en mér finnst að
hann hafi ekki fengið að njóta
ar en þau yndislegheit stóðu fram
undir morgun.
Þetta fannst Morgunblaðinu fyrir
neðan allar hellur og breytti sam-
stundis auglýsingahandriti mínu í
kl. 11-15 og fyrst þetta stóð í blað-
inu þá varð hetjan að gjöra svo vel
að mæta bálvond og fúl á auglýst-
um tíma og vinna aðeins vegna
þess að Morgunblaðið vildi það.
Auðvitað var ekkert að gera fram
til kl. 13 enda fjarri' fólki að rífa
sig upp snemma eftir erilsama
kosninganótt.
Ekki af því að ég vilji kvarta
heldur af því að við teljum okkur
enn eiga fyrirtækið, þá vildi ég
auðmjúkast fara fram á það við
Morgunblaðið, að það starfi í nafni
lýðræðis og beri ákvarðapir sínar
undir okkur, og við reynum þá að
komast að samkomulagi.
Helgi Steingrímsson
verið skipulögð í grennd við stað-
inn. Ég hef mikið uppáhald á þess-
um stað enda var Grýta fyrsti
goshverinn sem ég sá gjósa. Vona
ég að ekki líði á löngu þar til
hresst verður upp á Grýtu og
umhverfið í nágrenninu."
Strigaskór
Hvítur barnastrigaskór af teg-
undinni Kangarous með rauðu
innleggi tapaðist fyrir nokkru,
líklega við Laugaveg. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í Kristínu í síma 44540 eða 35710.
Kettlingur
Fallegan 10 vikna kettling
þess. Lítið virðist hafa verið gert 'vantar gott heimili. Upplýsingar
fyrir hann og bílastæði hafa ekki í 667081.
Nú getur þú
komið oftar
á Mímisbar!
Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir
breytingarnár og þess vegna höfum við
ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður
-eðafjögurkvöld íviku: Fimmtudags-, föstudags-
laugardags- og sunnudagskvöld. Fáðu þér léttan
snúning á dansgólfinu undir tónlist Stefáns og Hildar
á föstudags- og laugardagskvöldum.
Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki
bregða!
SfMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
"WTTOp!
- j jýsí; i i i . i < i i ( j':)K,[i )
AUK/SlA k10d21-178