Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 165. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Reuter Heimsins stærsta limgerði snyrt Jim Freeman er hér að heij'ast handa við árlega snyrtingu á heimsins stærsta limgerði í Cirencester í Englandi. Limgerðið var gróðursett árið 1720 í garðj Bathhursts jarls. Það er 170 metra langt, 12 m hátt og 3,5 m breitt. Áætlað er að það taki 8 til 9 daga að klippa limgerðið. Viðræður um evrópskt efiiahagssvæði: Búast má við kröfii frá EB um frjálsari innflutning búvöru Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. EIVINN Berg, sendiherra Norðmanna hjá Evrópubandalaginu (EB), segir að þess megi vænta á síðari stigum viðræðna um evrópskt eftia- hagssvæði að EB krefjist þess að ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) dragi úr hömlum á innflutningi á „vissum tegundum unninnar landbúnaðarvöru". Berg segir hins vegar að fréttir um að EB krefjist frjáls innflutnings á landbúnaðarvöru til EFTA-ríkja séu úr lausu lofti gripnar. heimili fijálsan innflutning á land- búnaðarvörum og að Norðmenn opni fiskimið sin fyrir EB-ríkjum. Bæði stjórn og stjórnarandstaða í Noregi hafa borið brigður á þennan frétta- flutning. Eivinn Berg, sem er aðal- samningamaður Noregs í viðræðum við EB, segir það rétt að EB krefj- ist aðgangs að fiskimiðum EFTA- landanna í einhvetjum mæli í skipt- um fyrir fríverslun með fisk. Hiris vegar segist hann ekki skilja hvaðan fréttir um að EB krefjist frjáls inn- flutnings á landbúnaðarvöru til EFTA-ríkjanna séu komnar. Undanfarna daga hefur því verið haldið fram í norskum ijölmiðlum að EB krefjist þess í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði að EFTA Hæstiréttur Bandaríkjanna: Bush velur nýjan dómara Washington. Reuter. Morgunblaðið/Peter Kernp Forsætisráðherra kynnir sérgeitarækt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur verið á ferð um Skotland og var þessi mynd tekin þar. Á henni sést þegar ráðherrann skoðaði íslensk/skoska geit eins og segir í texta sem fylgdi myndinni. Þessar geitur eru ræktaðar til fram- leiðslu á kasmirull og fást gæði hennar með því að blanda saman mjúkri íslenskri ull og skoskri. Á myndinni eru auk Steingríms, Harry Sangster, frá Hills-rannsóknastofnuninni, og lengst til hægri Sir David Steel, þingmaður og fyrrum leiðtogi Fijáls- lynda flokksins, sem bauð forsætisráðherra í einka- heimsókn til Skotlands, að því er segir í myndatext- anum. Strax á föstudag varð vart tauga- veiklunar meðal þeirra sem versla með verðbréf vegna óttans við að vísitalan næði ekki að haldast við 3.000 stiga markið þar sem hún hefur verið að undanförnu. Á föstu- dag lækkaði Dow Jones-vísitalan um 34 stig. Sumir voru farnir að vona að 3.000 stigin yrðu nýtt lág- mark fyrir Dow Jones-vísitöluna en nú virðist ljóst að þar er fremur um óyfirstíganlegt hámark að ræða. „Þegar treglega gengur að bera brúðina yfir þröskuldinn þá veit maður að eitthvað er að hjónaband- inu,“ sagði Robert Brusca, hagfræð- ingur hjá Nikko Securities. Þessi skilyrði ollu því að menn vildu fremur selja en kaupa hluta- bréf í gærmorgun. Sjálfvirk tölvu- forrit hentu þessa þróun á lofti og gáfu þegar fyrirskipanir um að selja. Þegar þetta var ljóst ákváðu starfs- menn kauphallarinnar að grípa í taumana til þess að fyrirbyggja mikið hrun. Meðal annars voru fjár- festar beðnir að taka völdin af sjálf- virkum tölvuforritum sínum. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær að hann hefði valið David Souter til að fylla skarð Williams Brennans sem sagði af sér sem dómari í Hæsta- rétti Bandaríkjanna á föstudag. Afsögn Brennans kom nokkuð á óvart en hann þótti helsti talsmaður „vinstri" viðhorfa í störfum Hæsta- réttar Bandaríkjanna. Atkvæði hans hefur til dæmis oft ráðið úrslit- um um niðurstöðu mála er varða fóstureyðingar. Souter hefur að undanförnu starfað sem alríkisdómari en áður var hann ríkissaksóknari í New Hampshire-ríki. 1 gær neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um afstöðu sína til fóstureyðinga. Míklar sveiflur á gengi verðbréfa í Wall Street New York. Reuter. HLUTABRÉF snarlækkuðu í verði í Wall Street-kauphöllinni í New York í gærmorgun en hækkuðu er líða tók á daginn, m.a. vegna öryggisventla sem settir hafa verið á viðskipti í kauphöllinni til að fyrirbyggja keðjuverkandi verðhrun. Otti við að ekki komi til vaxta- lækkana, vonbrigði með lítinn hagnað að undanfornu og sölur sem tölvur fyrirskipa eru taldar hafa valdið verðliruninu í gærmorgun. Dow Jones-vísitalan, mælikvarð- I stig þegar kauphöllin í Wall Street inn á gengi verðbréfa, féll um 107 j var opnuð í gærmorgun. Þegar leið á daginn hækkuðu hlutabréf nokkuð í verði á ný. Samtals lækkaði Dow Jones-vísitalan um 56,44 stig í gær og var 2.904,70 við lokun. Margar ástæður eru taldar liggja til verðfallsins í gær. Fjárfestar höfðu af því áhyggjur að fyrirtæki hafa ekki sýnt mikinn hagnað að undanförnu. Einnig hafa menn vax- andi áhyggjur af því að seðlabanki Bandaríkjanna muni ekki lækka vexti á næstunni til þess að beijast gegn samdrætti í efnahagslífinu. Á það var einnig bent að Dow Jones- vísitalan hefur hækkað óslitið um nær 400 stig síðan í apríl og tíma- bært hafi verið að hún lækkaði á ný. Prentsmiðja Morgunblaðsins Búlgaría: 250.000 lýsa stuðningi við kommúnista Sófíu. Reuter. MEIRA en 250.000 Búlgarir gengu eftir götum Sófíu í gær til heiðurs Georgíj Dimitrov, komm- únistahetju sem lést árið 1949. Gangan þykir lýsa miklum stuðn- ingi við stjórn kommúnista í landinu. Lík Dimitrovs, föður búlgarsks kommúnisma, var smurt eftir dauða hans árið 1949 og haft til sýnis í sérstöku grafhýsi. Það var síðan brennt í síðustu viku í táknrænni athöfn um endalok eins flokks stjórnar í Búlgaríu. I ' broddi fylkingarinnar gengu Andrej Lúkjanov forsætisráðherra og Petar Mladenov, fyrrverandi for- seti. Sósíalistaflokkurinn vann stór- sigur í kosningum í síðasta mánuði en 'Mladenov neyddist til að segja af sér eftir að myndband var birt, sem sýnir hann fyrirskipa að skrið- drekum skuli beitt gegn fólki sem mótmælti stjórnvöldum í desember á síðasta ári. Raymond Keene. Skákmaður glíniir við morðgátu London. Reuter. RAYMOND Keene, hinn kunni breski skákmaður, telur sig hafa fúndið lausnina á morðgátu sem breska lögreglan hefúr glímt við að undanfíirnu. Lögregla kallaði Raymond Keene, sem skrifar um skák í breska dág- blaðið The Times , til liðs við sig eftir að tölvufræðingur, sem hafði verið handtekinn fyrir tölvusvindl, lét lögreglu vísbendingar í té um hvar lík konu nokkurrar væri niður komið. Vísbendingarnar voru á formi skákskýringarmyndar og leikjaraðar í skák. Konan, sem var auðug, hvarf frá heimili sínu í nágrenni Preston á Norður-Englandi í janúar og að sögn Keenes hefur tölvufræðingurinn við- urkennt að liafa grafið lík konunnar en neitar að segja hvar. Keene segist hafa notað skák- þekkingu sína, bækur Lewis Carr- olls, veðurkort af Bretlandi og inn- blástur úr bókum um Sherlock Holmes til að leysa gátuna. „Ég er sannfærður um að líkið sé grafið nokkra kílómetra norðvestur af Lim- erick á írlandi," segir Keene.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.