Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 4

Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 Viðbrögð við dómi Félagsdóms: Asmundur Stefánsson: Gerum kröfu um sömu hækkun og BHMR ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að samtökin muni gera kröfu um að laun félaga hækki um það sama og laun félaga í BHMR eða um 4,5%. Það sé ekki hægt að sættast á að afgreiðslufólk, iðn- verkafólk, Sóknarkonur og fisk- vinnslufólk hafi minni þörf fyrir launahækkanir en háskóla- menntaðir ríkisstarfsmenn, enda sé beinlínis kveðið á um það í fosendum siðustu kjarasamninga að launaþróun annarra hópa verði með sama hætti og sagt sé fyrir um í samningnum. Viðsemj- andinn þurfi hins vegar að sam- þykkja kauphækkunina og líklegt sé að hann muni ekki sam- þykkja hana nema að gengis- og verðlagsforsendur samningsins verði líka teknar til endurskoð- unar. „Það er auðvitað augljóst að ríkisstjórnin hefur haldið klaufalega á málinu og það sem er kannski stærsti klaufaskapurinn að átta sig ekki á því hvað þeir skrifðuð undir, sem virðist veíjast fyrir þeim,“ sagði Ásmundur aðspurður um þátt ríkisstjórnarinnar í þeirri stöðu sem nú er komin upp. „Við höfum bara sett fram eina einfalda kröfu í þessu efni og hún er að dragast ekki aftur úr öðrum og launamisréttið milli háskóla- manna á almennum markaði og láglaunahópanna innan ASÍ er miklu stærra ranglæti en hugsan- legur launamunur á milli háskóla- manna á almennum markaði og hjá ríkinu. Við værum algjörlega ábyrgðalaus ef við gerðum ekki til- kall til þess að okkar fólk njóti sömu hækkana og BHMR fólk.“ Hann sagðist ekki telja að það gæti komið til mikils ágreinings milli vinnuveitenda og ASÍ um að launahækkun ASÍ fólks sé óhjá- kvæmileg. Annars væri samningur- inn til almennrar endurskoðunar í nóvember og uppsegjanlegur ef ekki næðist samkomulag þá. „Ég held hins vegar að það yrði alvarleg- ur trúnaðarbrestur ef yrði stórfelld- ur ágreiningur um að við ættum rétt á sömu hækkunum," sagði Ásmundur. • • Ogmundur Jónasson: Samningar BHMR krafa um aukinn launamun „Það sem við eigum sameigin- legt með háskólamenntuðum mönnum er að við viljum bæta VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 24. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir Skotlandi er 1030 mb hæð en um 700 km suðvestan af Reykjanesi er 995 mb iægð sem þokast norðnorðaust- ur. SPÁ: Suðaustanátt, víðast kaidi eða stinníngskaidi. Rigning eða skúrir víða um fand, en síst þó á Norðausturlandi. Síðdegis iéttir til norðanlands, en áfram verður vætusamt um landið sunnanvert. Áfram verður fremur hiýtt í veðri. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVmUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustanáll og fremur hiýtt ( veðri, einkum é norðanverðu iandinu. Þurrt og sum- staðar iéttskýjað á Norðuriandi og Vestfjörðum en vætusamt um landið sunnanvert og á Austfjörðum. ) gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: \ Q I " Vindörin sýnir vind- 10 stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. / / r __ r r r / Rigning r r r * / * r * r * Slydda / * r * * * * * * * Snjókoma * * * OO 4 K J > VEBUR VI í; ÐA gr UM HEIM kl. 12:00 í\ ]ær httl að fsl. tíma veóur Akureyrí 18 skýjað Reykjavik 13 úrkoma Bergen 15 léttskýjað Helslnki 22 lóttskýjað Kaupmannahöfn 18 skruggur Narssarssuaq 9 súld Nuuk §!8f skýjað Ósló 18 skýjað Stokkhóimur 19 skýjað Þórshöfn 18 skýjað Algarve 28 helðskfrt Amsterdám 30 heiðskirt Barcelona 29 skýjað Berfln 17 skýjað Chicago 18 þokumóöa Feneyjar 29 þokumóða Frankfurt vantar Glasgow 18 skýjað Hamborg 17 skýjað Laa Paimas 29 léttskýjað London 21 léttskýjað LosAngeies 20 þokumóða Lúxemborg 22 helðsktrt Madrtd 28 heiðskírt Malaga 29 skýjað Mallorca 32 téttskýjað Montreal 18 rigning NewYork 26 þokumóða Orlando 26 léttskýjað Paris 26 skýjað Róm 30 þokumóða Vtn 24 Iétt8kýjað Washington 27 mlstur Winnipeg 11 hálfskýjað kaupmátt taxtakaups. Vandinn er sá að inn í þessa BHMR-samn- inga er byggð krafa um aukin launamun milli þeirra annars vegar sem hafa háskólapróf upp á vasann og hinna hins vegar og upp á slíkt munum við að sjálf- sögðu aldrei geta skrifað," sagði Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðspurður um niðurstöðu Félagsdóms. „Það sem við munum gera þegar kemur að endurskoðun samninga er að sjálfsögðu að krefjast þess að þær hækkanir sem verða látnar renna til þeirra muni einnig koma í okkar hlut, því við munum aldrei skrifa upp á aukið launamisrétti í hinu opinbera launakerfi. Mér finnst þetta sýna öðru fremur í hnotskurn nauðsyn þess að launa- fólk, að ekki sé minnst á taxta- vinnufólk hjá ríkinu, sé samstíga í sinni kjarabaráttu. Það þýðir ekki að ganga í tvær gagnstæðar áttir,“ sagði Ógmundur ennfremur. Hann sagði að það sem hefði vakað fyrir BSRB við samninga- gerðina í vetur öðru fremur hefði verið að tryggja það sem fengist í aðra hönd. Um tvennt hefði verið að velja, að semja um prósentur óverðtryggðar eins og verið hefði í tísku undanfarin ár eða leggja höf- uðáherslu á verðtrygginguna og sá kostur hefði verið valinn. Það væri höfuðatriði að það héldi sem samið væri um. Ögmundur sagði að inn í BHMR-samninginn væri byggt að samtökin fengju allar hækkanir sem BSRB kynni að semja um auk þessara leiðréttinga. Þó samtökin ættu það sameiginlegt að vilja bæta kaupmátt launataxtans, þá væru þau ekki sammála um hvernig launakerfið ætti að líta út og BSRB myndi aldrei sætta sig við aukið launamisrétti í hag þeirra sem hefðu háskólapróf, en það fælist í samningi BHMR og ríkisins. Ólafiir Ragnar Grímsson: Dómurinn virðist hafa sett vítis- vél óðaverð- bólgu í gang á ný „FÉLAGSDÓMUR telur greini- lega að ekki sé til efnahagslegur Veruleiki utan samningsins við BHMR. Dómurinn virðist hafa sett vítisvél óðaverðbólgu á Is- landi í gang á ný,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráð- herra um niðurstöðu Félagsdóms í máli því sem Félag náttúrufræð- inga höfðaði á hendur ríkissjóði vegna kjarasamninganna. Ráð- herrann segir að hækkanakeðja vegna dómsins geti auðveldlega þýtt um og yíír 70% verðbólgu á örfáum mánuðum. „Þessi niðurstaða kemur mér á óvart,“ segir Ólafur. „Sérstaklega sú afstaða Félagsdóms að telja óvíst að hækkun launa hjá aðildarmönn- um BHMR leiði til hækkunar hjá öðrum. Það sannast á næstu dögum hvort í gang fer stórfelld víxlverkun launahækkana með óðaverðbólgu. Nú vill BHMR 4,5% kauphækkun, næst biður ASÍ og BSRB um slíka hækkun, þá BHMR aftur og svo koll af kol]i.“ Þegar Ólafur er spurður hvort rétt sé að varpa ábyrgðinni þannig á dóminn segir hann að Félagsdóm- ur hafi fallist á þá skoðun BHMR að þeir muni einir fá hækkun. „Við vísuðum í ummæli aðila vinnumark- aðarins og mér sýnist allt útlit fyr- ir víxlverkun. Við töldum að í kjara- samningnum væru alveg skýr ákvæði um að ef hækkun raskaði almennu launakerfi í landinu gæti ekki orðið af henni.“ Fjármálaráðherra segir að þótt dómurinn eigi eingöngu við um náttúrufræðinga sjái hann enga ástæðu til að gera greinarmun á þeim og öðrum félögum BHMR. Ekkert bendi til annarrar niður- stöðu um þá. Ólafur segir ekkert tóm hafa gefist til að athuga hvort áfrýja megi þeirri ákvörðun dóms- ins, að hafna kröfu ríkisins um frá- vísun málsins. Ríkisstjórnin eigi eftir að ræða það atriði og fara yfir stöðuna alla með efnahagssér- fræðingum. „Ég vil ekkert tjá mig um það núna hvort samningnum verður sagt lausum í haust,“ segir fjár- málaráðherra aðspurður. „Hins vegar er alveg ljóst að þessi niður- staða Félagsdóms setur samninginn við BHMR í algerlega nýtt ljós.“ Páll Halldórsson: Leiðinlegt að Félagsdóm- ur þurfi að aðstoða ráð- herra við að lesa sinn eigin samning „Mér fannst forseti dómsins segja allt sem segja þurfti, en það er hins vegar leiðinlegt að það skuli þurfa að kalla til Félagsdóm til að aðstoða fjármálaráðherra við að lesa sinn eigin samning," sagði Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, í samtali við Morgunblaðið eftir uppkvaðn- ingu dóms Félagsdóms í gær. Aðspurður hvað gerðist næst hvað varðaði samninga ríkisins og BHMR sagði Páll að taka þyrfti upp þráðinn þar sem frá var horfið 12. júní, þegar ríkið ákvað einhliða að fresta framkvæmd samningsins á grundvelli 1. greinar hans. „Þetta hefur truflað alit starf sem fram átti að fara, en nú liggur það auðvit- að ljóst fyrir að við þurfum að vinna í samræmi við samninginn og það sem í honum stendur." Páll sagði að það hefði ekki ver- ið unnið nægjanlega að samanburði á kjörum háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og háskólamanna á almennum markaði og því væri ótímabært að skjóta því til úrskurð- arnefndar eins og ríkið hefði gert. Engar túlkanir væru til dæmis komnar fram hjá ríkinu á því hvert leiðréttingartilefnið væri eða hvern- ig ætti að meta hlunnindi ríkis- starfsmanna eða mát BHMR á þess- um hlunnindum. „Þannig að það er ekki kominn upp sá ágreiningur sem þessari nefnd, samkvæmt 9. grein, er ætlað að fjalla um. Mér þætti það í sjálfu sér best, en það var auðvitað ástæða til að ætla að öðruvísi gæti farið og því er ákvæð- ið um þessa nefnd, en ég vona að menn nái samkomulagi." — Nú getur hvor aðila um sig samkvæmt samningnum sagt hon- um upp með mánaðarfyrirvara frá 30. september. Áttu von á að ríkið grípi til þess ráðs? „Samkvæmt samningsréttarlög- um gildir gamall samningur þar til nýr hefur verið gerður og þó ég vilji ekkert fullyrða um framhald þessa máls þá reikna ég þó með því að við munum ekki gera lakari samning," sagði Páll Halldórsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.