Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
;
■
I
S
I
I
1
:i
B
I
OG FRAMANDI
í höfuðborginni Helsinki er hægt að njóta
nútímans út í ystu æsar. Þar er iðandi
manniíf, gróskumikið listalíf og skemmti-
legar verslanir. En ferðamenn þurfa ekki að
fara langt til þess að komast í snertingu við
aldagamla menningu Sama, kynnast finnskri
alþýðumenningu og upplifa hina stórbrotnu
náttúru landsins.
Akstur um skógi vaxið þúsund vatna landið
er ævintýri út af fyrir sig. Viðkoma í
sveitaþorpunum gleymist seint og finnsku
sauna-böðin eru ógleymanleg.
Því ekki að breyta til og kynnast fallegu
og framandi landi í sumar?
Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum um land allt
og ferðaskrifstofunum.
Finlandsí
ntTristbureau
FLUGLEIDIR
Þegar ferðalögin liggja í loftinu
eftirPál
*
Asgeirsson
Við íslendingar eigum ágæt börn
með gott upplag. En langt er frá
því, að öll börn á íslandi búi við
skilyrði sem tryggja þeim ákjósan-
legt líf og þroska. Það er ekki nóg
að börnin hafi gott upplag, „því að
mælt er að fjórðungi bregði til fóst-
urs,“ eins og segir í Brennunjáls-
sögu. Þar kveður höfundur sögunn-
ar upp um þann hluta atgervis
Skarphéðins, sem ekki sé kominn
til af góðum erfðaþáttum heldur
uppeldi. Ekki er víst að allir vísinda-
menn mundu sammála höfundi
Njálu um nákvæm prósentustig um
mikilvægi uppeldisins, en allir eru
sammála um að ummönnun barna
og atlæti þeirra hafi veruleg áhrif
á famtíð þeirra. Á þessum gömlu
og nýju staðreyndum byggja Barna-
heill starfsemi sína. Samtökin vilja
reyna að hafa áhrif á það, hvernig
íslendingar sinna sálar- og líkams-
heill barna sinna og bæta úr ýmsu,
sem þar fer miður.
Hagsmunir barnanna gleymast
oft
Margt má gera þeim börnum til
framdráttar, sem búa við óhagstæð
skilyrði. Þótt þeim hafi sumum ekki
hlotnast ákjósanlegar aðstæður til
þorska, getur samfélagið gert fjöl-
margt til þess að draga úr þeim
skaðlegu áhrifum, sem umhverfið
veldur. Því miður gleyma valdaaðil-
ar samfélagsins börnunum einatt
þegar verið er að skipuleggja
framtíð þjóðarinnar. Einnig gleym-
ist oft að taka tillit til barnanna
þegar lífsbarátta fjölskyldnanna
veldur því að ekki er hægt að full-
nægja öllum óskum. Lífið er erfítt
og í mörg horn að líta þegar skipta
á gæðunum milli hinna ýmsu þarfá
fjölskyldnanna.
Mesta böl hvers manns er ólán
barna hans
Samtökin Barnaheill, sem voru
stofnuð 24. október 1989 á degi
Sameinuðu Þjóðanna, ætla sér að
gera gangskör að því að gera þjóð-
ina meðvitaða um það hvar skórinn
kreppir í lífi barnanna okkar. Það
eru bæði einstaklingarnir og samfé-
lagið, sem þurfa að beina athygli
sinni að því, að besta flárfestingin
er fólgin í því að búa í haginn fyr-
ir framtíð barnanna. Þótt efnaleg
velgengni sé mikilvæg fáum við
ekki notið lífsgæðanna ef illa fer
fyrir afkomendunum. Mesta böl
hvers manns er ólán barna hans.
Við verðum að vera tilbúin til að
fórna ýmsu fyrir börnin, fresta að
leggja í kostnaðarsamar fram-
kvæmdir og nota fjármunina til að
börnin okkar skaddist ekki á fyrstu
árunum. Áhugamenn um hagsmuni
barna þurfa að taka höndum saman
við yfirvöld til að hið góða upplag,
sem flest börn hafa, spillist ekki.
Við verðum að gera okkar besta til
VBarnaheill
—
að fjórðungurinn, sem höfundur
Njálu talar um, hljóti eins gott at-
læti og ræktun og frekast er unnt.
Breyta þarf áherslum
þjóðarinnar börnum í hag
En hvemig ætla Samtökin
Barnaheill að vinna þetta mikla
verk og ná árangri í þágu barn-
anna? Er mögulegt fyrir samtökin
að breyta heilli þjóð, bæði stjórn-
völdum og einstaklingum? Já, um
það efumst við ekki. í lýðræðisþjóð-
félagi eru endalausir möguleikar til
áhrifa. Við vonumst meðal annars
til að stór hluti þjóðarinnar gerist
meðlimir í samtökunum og veiti
þeim þannig styrk til að verða at-
kvæðamikill málsvari barna og
áhrifaaðili í lífi þeirra. Samtökin
munu bæði reyna að fá aðila samfé-
lagsins til að sinna skyldum sínum
gagnvart börnunum og ætla sér auk
þess að taka að sér framkvæmd
einstakra verkefna í þágu barna,
sem aðrir taka ekki á.
iBamaheill
þjóðarheill
NÝTT!
FRÁ
9
COMBI
CAMP
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 84077
Nú geta allir
eignost tjaldvagn
Combi Camp Night Ftider er fjðlhæfasti
tjaldvagninn í ferðalagið, sumar, vetur,
vor og haust.
Hann er nettur, léttur (vegur aðeins
150 kg) og handhægur.
Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda.
Vagninn erfallega straumlínulagaður og
allur einangraður með polyurethan.
Hverjum vagni fylgir svefntjald, dýnur,
farangursgrind, geymsluhólf undir
svefnrými og á beisli.
Úrval aukahluta fáanlegt: Sklði,
thermo-svefntjald, pokahengi,
10m2 hliðartjald o.fl. o.fl.
KYNNINGARVERÐ
kr« 198*925 stgr.
COMBICAMP, TRAUSTUR 06 GÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ.
Páll Ásgeirsson
„ Yið viljum helst fá
meirihluta þjóðarinnar
í röð félagsmanna og
munum við á næstu
mánuðum reyna að
kynna samtökin og hin
ýmsu aðkallandi mál-
eftii barna, sem bíða
okkar.“
Ráðstpfnuhald
Hugarfarsbreyting þarf að verða
með þjóðinni. Nú þegar er ákveðið,
að Barnaheill haldi 3-4 ráðstefnur
árlega, sem vekja athygli á einstök-
um vandamálum í lífi barna og
hugmyndum um breytingar. Síðast-
liðið vor var fyrsta ráðstefnan hald-
in og fjallaði hún m.a. um það, að
íslendingar leggja meiri ábyrgð á
börnin sín en nágrannaþjóðir okk-
ar. Við látum börnin okkar sjá miklu
meira um sig sjálf og hvert annað
en þau hafa þroska til. í framhaldi
af ráðstefnunni er von á fyrsta tölu-
blaðinu af málgagni Barnaheilia þar
sem öll erindin og umræður ráð-
stefnunnar birtast almenningi. ^
En þetta er bara byrjun. Barna-
heill munu setja í gang ýmiss konar
áróðursherferðir þar sem bestu fjöl- i
miðlatækni verður beitt til að vekja
athygli foreldra og annarra forsjá-
aðila á þörfum barna.
Slys á börnum má hindra
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að íslensk börn verða fyrir
allt of mörgum og alvarlegum slys-
um. íslendingar hafa lægsta ung-
barnadauða sem þekkist í heimin-
um, en þeir missa síðan fjölda af
börnunum vegna ónógrar forsjár
með þeim utan heimilanna, skorts
á öruggri dagvist, sundurlauss
skóladags og ekki síst vegna langs
vinnutíma foreldranna. Samfélagið
getur haft áhrif á alla þessa þætti.
Slysin gerast einnig innan heimil- 1
anna. Börnin eru engan vegin óhult
þar. Þau detta, klemma sig, verða .
fyrir eitrunum, og álpast forstöðu- '
laus í hvers konar hættur, sem
geta bæði valdið örkumlum og
dauða. Foreldrarnir geta með auk- *
inni gát hindrað mikið af slíkum
slysum með því að breyta ýmsum
þáttum i daglegu lífi, húsbúnaði og
skipuiagi heimilanna. Barnaheill
ætla sér að ráðast að slysavandan-
um með ýmsum ráðum, ekki síst
ráðleggingum og fræðslu í sam-
vinnu við fleiri aðila, sem tengjast
meðferð slysa_ og slysasvörnum í
samfélaginu. í mars 1991 verður
haldin ráðstefna um barnaslys.
Börnin eru fórnalömb
ósamkomulags foreldranna
Á undanförnum tveimur áratug-
um hefur nánast orðið bylting í
samfélaginu hvað varðar fjögun j
hjónaskilnaða, með því að óvígð
sambúð hefur orðið miklu algengari
en fyrr auk þess sem teknar hafa |
verið upp ýmsar aðrar tegundir
sambúðar. Ekki er vafi á því að
þessi bylting hefur haft þau áhrif |
að mikill fjöldi barna, kannski helm-
ingur þeirra, lendir í verulegum
þrengingum þegar breytingar eru
að ganga yfir í fjölskyldum þeirra.