Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.07.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 19 Frá uppkvaðningu dóms í máli Félags íslenskra náttúrufræðinga gegn ríkinu í Félagsdómi í gær. Dómar- ar taldir frá vinstri: Þorsteinn A. Jónsson, Sigurður Reynir Pétursson, Garðar Gíslason, forseti Félags- dóms, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ragnar Hall. Samningurinn gilti fram til 31. desember 1994. Stefnandi kveður það hafa verið almenna túlkun á þessum samn- ingi, að til skamms tíma, þ.e. fram á mitt ár 1990 fæli hann ekki í sér verulega meiri hækkanir, en aðrir hópar í þjóðfélaginu hefðu samið um, en frá og með 1. júlí 1990 færði hann háskólamenntuðum mönnum í starfi hjá ríkinu veruleg- ar launahækkanir um fram það sem aðrir launþegar fengju. Þannig hafi leiðarahöfundur í Morgunblaðinu m.a. túlkað samninginn í blaðinu þann 20. maí 1989: „Ljóst er, að í samkomulaginu felst ákvörðun um að hækka laun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna verulega á næstu árum og verður fróðlegt að sjá, hvort aðrir opinberir starfsmenn sætti sig við það, án þess að fá sam- bærilegar hækkanir. Hefur ein- hver trú á því?“ Jafnframt kveður stefnandi að forsætisráðherra hafi látið fara frá sér sambærilega túlkun, að síðustu orðunum frátöldum, bæði í viðtali við Morgunblaðið 20. maí 1989, svo og í fréttatíma ríkisútvarpsins um þetta leyti. Stefnandi kveður rétt að benda á, að samningnum hafi fylgt bók- anir um ýmis atriði, sem lagt hafi samningsaðiljum á herðar skyldur til að vinna sameiginlega að því að endurskoða og breyta ýmsum veigamiklum kjaraatrið- um svo sem reglum um barns- burðarleyfi, veikindaforföll, tak- mörkun á svonefndum lausráðn- ingum, hækkun á örorkubótum, iðgjöldum til lífeyrissjóðs og end- urskoðun á lögum 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Stefnandi kveður snemma á samningstímanum hafi borið á því, að erfitt hafi verið að fá fulltrúa stefnda til þess að vinna að þeim málefnum, sem bókan- irnar mæltu fyrir um. Hafi BHMR ritað bréf til fjármálaráð- herra í desember 1989, þar sem yfir þessu var kvartað og beint áskorun til hans um að taka upp nýja og betri siði í samskiptum við fulltrúa BHMR, en ráðherra þessi hafi ekki sinnt bréfinu. Hafi þá verið ritað bréf til forsæt- isráðherra með svipuðu efni í janúar 1990, en það hafi heldur ekki borið árangur, þó að þessi ráðherra hafi sýnt meiri áhuga á málinu en fjármálaráðherra. Með bréfi formanns BHMR frá 3. maí 1990 kveður stefnandi að heildarsamtökin hafi óskað eftir því, að rædd yrðu nánar tilgreind atriði, sem lutu að nefndastarfi því, sem vinna átti samkvæmt reglum 1. kafla kjarasamnings- ins frá því 18. maí 1989, og lagt til að sérstök nefnd fjalli um þessi atriði. Af hálfu samninga- nefndar stefnda var ekki talin ástæða tii að fela sérstakri nefnd að fjalla um þessi atriði, slíkt yrði best gert í hinum tilgreindu nefndum, sem skipaðar voru samkvæmt kjarasamningnum. Stefnandi kveður að fyrir- svarsmenn BHMR hafi verið kvaddir á fund starfandi forsæt- isráðherra þann 12. júní sl., þar sem þeim var afhent bréf hans til stjórnar BHMR. í bréfi þessu er í upphafi rakið, að þeir kjara- ■ samningar, sem gerðir hafi verið á milli Alþýðusambands íslands (ASI) og Vinnuveitendasam- bands íslands (VSÍ) og síðar milli ríkisins og BSRB í febrúar hafi fyrst og fremst verið samið um lækkun verðbólgu, efnahags- legan stöðugleika, styrkingu kaupmáttar og önnur efnahags- leg markmið. Er síðan að sögn stefnanda rakið, að almenn sam- staða margra starfsstétta, sveit- arfélaga og stofnana þjóðfélags- ins væri um að tryggja að mark- mið samninga þessara næðust. Rakið er að einmitt nú sé sjáan- legur verulegur árangur þessara aðgerða. Síðan segi í bréfi þessu: „Ein af forsendum kjarasamn- ings ASÍ og VSÍ, sem aðrir kjarasamningar hafa tekið mið af, er að „launaþróun annarra verði sú sama og gert er ráð fyrir í samningi þessum“. Á það hefur verið lögð áhersla af hálfu forystumanna ýmissa verkalýðsfélaga og samtaka þeirra að annað væri óeðlilegt þar sem allir nytu ávinninga samningsins. í viðræðum við ríkisstjórnina og í fjölmiðlum hefur það viðhorf ítrekað kom: ið fram að hálfu ASÍ og VSÍ að sérstök hækkun til BHMR myndi raska forsendum þeirra kjarasamninga sem yfir 90% launafólks í landinu hefur þeg- ar gert. Jafnframt hefur það komið fram af hálfu fulltrúa þess launafólks, sem þegar hefur samið, að ef BHMR- félagar fengju almenna kaup- hækkun nú í sumar mundu þeir að sjálfsögðu sækja viðlíka hækkanir til handa sínum umbjóðendum. Þar með myndu verða að engu efna- hagsleg markmið og þeir þjóð- hagslegu ávinningar sem samningarnir frá því í febrúar 1990 fela í sér...“ Síðar í bréfi þessu segi: „Ljóst er af því, sem að framan segir, að breytingar á launakerfi háskólamanna munu við núver- andi aðstæður hafa í för með sér röskun á hinu almenna launa- kerfi í landinu og ógna þar með þeim efnahagslegu markmiðum og ávinningum sem að er stefnt samkvæmt þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir af hálfu þorra launafólks. Þar sem slíkir langtímasamningar, gerðir af yfir 90% launafólks, geta hvorki talist tímabundnar sveiflur eða sérstakar aðstæður á vinnumark- aði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fresta framkvæmd nýs launa- kerfís háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Sú ákvörðun er tekin á grundvelli ákvæðis 1. greinar kjarasamnings BHMR um að standa skuli „að umrædd- um breytingum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu al- menna launakerfi í landinu“.“ Tekið er fram, að lúka eigi því starfi í nefndum og að öðrum verk- efnum, sem kjarasamningurinn kveði á um. Stefnandi kveður bréfritara hafa séð ástæðu til að taka fram síðar í bréfinu, að ríkisstjórnin hafi stað- ið að fullu við 2. kafla samningsins. Ákvörðun þessari hefur verið harðlega mótmælt af háifu BHMR, og kveður stefnandi fulltrúa BHMR og ríkisstjórnarinnar hafa átt með sér marga fundi til að ræða mál þetta. Stefnandi kveður ríkisstjórnina hafa gert sérstaka samþykkt um málið þann 29. júní sl., en megin- efni þeirrar samþykktar er efnis- lega eins og bréfið frá 12. júní 1990. Er í samþykkt þessari enn lögð áherzla á að hinni sameigin- legu vinnu samningsaðilja verði lok- ið sem fyrst. Stefnandi kveður nú hafa brugð- ið svo við að kl. 16:00 þann 29. júní hafi fulltrúar BHMR verið boð- aðir á fund í kjarasamanburðar- nefnd og á þeim fundi lagt fyrir þá svonefnt lokaálit fulltrúa fjár- málaráðherra í nefndinni. Kl. 17:00 hafi þeir verið boðaðir á fund í ábyrgðarmatsnefnd þar sem svo- nefnt lokaálit fulltrúa fjármálaráð- herra hafi einnig verið lagt fram. Stefnandi kveður að ekki sé um nein lokaálit að ræða, enda sé tekið fram í hinu svonefnda lokaáliti full- trúa fjármálaráðherra í kjarasam- anburðarnefnd að öll ítarleg grein- ing á gögnum, sem safnað hefur verið sé eftir, auk þess, sem viða- mikil gagnasöfnun sé í gangi. Stefnandi kveður að hið sama megi segja um starfið í ábyrgðar- matsnefnd. Stefnandi kveður að Samninga- nefnd ríkisins hafi svo boðað full- trúa BHMR á fund sama dag kl. 18:00 og lagt fram bréf, sem þijár konur hafi undirritað fyrir hönd fjármálaráðherra, en bréfið er dag- sett hinn sama dag. í bréfi þessu sé í upphafi farið að fjalla um úrskurð- arnefndina samkvæmt 9. grein kjarasamningsins, án þess að til þess hafi verið sjáanlegt tilefni. I 2. mgr. bréfsins segi svo: „Eins og fram er komið er ágrein- ingur milli aðila um framkvæmd kjarasamanburðar og túlkun skv. 2. gr. kjarasamningsins og um fyrirkomulag og framkvæmd breytinga á grundvelli 5. gr., en það er álit ríkisstjórnarinnar að ákvæði 1. gr. samningsins sbr. 5. gr. leyfi engar breytingar á launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna að svo stöddu". Segi svo í bréfi þessu að hinum meinta ágreiningi verði vísað til áður umgetinnar úrskurðarnefndar. Stefnandi kveður engan ágrein- ing liggja fyrir um starf það, sem kjarasamanburðarnefnd var ætlað að vinna, enda sé starfi hennar frá- leitt lokið, eins og reyndar sé viður- kennt af hálfu stefnda. Kveður stefnandi að engum ágreiningi sé því hægt að skjóta til úrskurðar- nefndarinnar. Hins vegar sé ágrein- ingur um það, hvort skilja beri kjarasamning aðilja frá 18. maí 1990 svo, að stefnda sé skylt að greiða hinar umkröfðu launahækk- anir, eða hvort honum sé einhliða heimilt að fella niður efndir á þeim grundvelli, sem lýst er í bréfi starf- andi forsætisráðherra frá 12. júní 1990. Stefnandi kveður þann ágreining hér með borinn undir hinn rétta lögmælta úrlausnaraðilja, Félags- dóm, en tilraunir stefnda til þess að láta skila svonefndum lokaálitum í nefndunum tveimur séu einungis viðhafðar í þeim tilgangi að reyna að þyrla upp ágreiningi til þess að fá tilefni til að blanda úrskurðar- nefndinni inn í málið. Málsástæður stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að í framangreindum kjara- samningi aðilja hafi verið um það samið, að endurskoða skyldi launa- kerfi háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna og byggja þá endurskoðun á tilteknum kjarasamanburði og álitum frá námsmatsnefnd og ábyrgðarmatsnefnd. Stefnandi kveður sérstaklega hafa verið um það samið í 5. grein kjarasamningsins að launin skyldu hækka um einn launaflokk hið minnsta að meðaltali 1. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 1. júlí 1990, og ef kjarasamanburðarnefnd hafi ekki lokið störfum hafi verið um það samið að hækkunin skyldi vera '/2 launaflokki hærri, þ.e. hækka um 1 '/2 launaflokk hið minnsta að meðaltali. Skv. 3. mgr. 5. gr. hafi hækkun- in aldrei átt að vera minni en sem nemur einum launaflokki, og hafi þessi skilningur á samningnum ver- ið hinn almenni þegar hann hafði verið gerður. En hætta hafi verið talin á að starfið myndi dragast, og þess vegna hafi komið sérstakt viðurlagaákvæði í 6. mgr. 5. gr., eins og rakið hafi verið hér að fram- an. Stefnandi mótmæiir alfarið þeirri túlkun stefnda hér fyrir dómi, að framlagning áfangaskýrslu 1. mars 1990 hafi verið forsenda þess að viðurlagaákvæðið yrði virkt. Um slíkt hafi aldrei verið talað, og hvergi sé getið um tengsl þar á milli. Stefnandi kveður starfið í nefnd- um þessum ekki lokið, enda hafi þær ekki skilað lokaáliti og breyti hér engu aðferðir fulltrúa fjármála- ráðherra, sem að framan er lýst. Stefnandi kveður að stefnda hafi „ verið ljóst, að hækkanir ættu að koma til framkvæmda þann 1. júlí 1990 í fyrsta sinn, enda beri bréf starfandi forsætisráðherra frá 12. júní það glögglega með sér. Stefnandi kveður með öllu ósann- að að slíkar launahækkanir til handa háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum, sem þeir hafi samið um sér til handa 1. júlí, hafi ein- hver önnur áhrif nú en fýrirséð var þegar samningurinn var gerður á hið svonefnda almenna launakerfi í landinu nú, að stefndi geti einhliða fellt niður efndir af sinni hálfu. Stefnandi kveður að fráleitt sé að þessar hækkanir hafi önnur áhrif nú en fyrirséð var, er stefndi tókst á herðar skyldu til að inna þær af hendi í maí 1989. Stefnandi kveður þá ákvörðun stefnda að vísa hinum tilbúna ágreiningi til úrskurðamefndar sýna að niðurstaða nefndarstarfsins liggi ekki fyrir og það sé því stað- festing á að hin sjálfstæðu lág- marksákvæði 5. gr. kjarasamnings- ins, sem lýst er að framan eigi að koma til framkvæmda. Hefur því ítrekað verið lýst yfir af hálfu t.d. forsætisráðherra, að nauðsyn sé á því að halda nefndastarfínu áfram. Um frávísunarkröfu stefnda, sem byggist á því að nefnd skv. 9. gr. kjarasamningsins eigi að fjalla um mál þetta, tekur stefnandi fram, að úrskurðarvald nefndarinnar taki með engum hætti til þess ágrein- ings um skilning á kjarasamningn- um, sem hér sé lagður fyrir Félags- dóm. Nefndinni hafi verið ætlað að fjalla um sérstaklega tilgreind tæknileg atriði varðandi fram- kvæmd kjarasamanburðar eða túlk- un á niðurstöðum skv. 2. gr. eða fyrirkomulag breytinga skv. 5. gr., til þess að sérstakur úrskurðaraðili gæti án tafar rutt úr vegi slíkum málefnum meðan starfið væri í gangi. Slíkt ákvæði lúti þrengjandi lögskýringu, þegar samið sé undan dómstólameðferð. Nefnd skv. 9. gr. hafi alls ekki verið ætlað að fjalla um lögfræðilegan ágreining, eins og hér sé lagður fyrir Félagsdóm, og beri því að hafna frávísunar- kröfu stefnda. Lagarök stefiianda. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á þeim lagarökum, sem eru almenn lögfræðileg rök í samninga- rétti og kröfurétti að gerða samn- inga beri að efna samkvæmt orðum sínum. Stefnandi kveður að túlkun- arreglur, hvort heldur er á svið al- menna hluta samningaréttar eða vinnumarkaðsréttar, styðji kröfu- gerð sína. Stefnandi byggi á því að viðurlagaákvæði 6. mgr. 5. gr. samnings aðila eigi við í máli þessu. Verði á það fallist sé næsta spurn- ing, hvort stefndi geti einhliða fellt niður skyldur sínar til þess að greiða skv. því. í lögum sé eingöngu gert ráð fyrir forsendubresti, sem geti undanþegið skyldu. Hér sé ekki um breyttar eða brostnar forsendur að ræða, og vísi stefnandi tii dóms Félagsdóms 9. 12. 1939, þar sem heimsstyijöld hafi ekki verið talin breyta forsendum kjarasamnings. Stefnandi vísar í skýrslur þær sem teknar hafí verið hér fyrir dómi af Páli Halldórssyni formanni Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, Birgi Birni Siguijóns- syni framkvæmdastjóra þeirra sam- taka, Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra, Olafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra og Þor- steini Geirssyni ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. II Stefndi kveður málavaxtalýsingu frá hendi stefnanda í veigamiklum atriðum villandi. Sé því óhjákvæmi- legt að gera athugasemdir við hana og greina nánar frá einstökum þátt- um málavaxta eins og þeir horfí við stefnda. Vísar stefndi í skýrslur aðila og vitna hér fyrir dómi. Einu kröfugerðina fram að verk- falli, sem stefnda barst vegna stefn: anda, sé að fínna í skjali dags. í febrúar 1989, en hún hafí verið sett fram af hálfu BHMR í nafni aðildarfélaga þess. Á grundvelli þessarar ófullburða kröfugerðar hófust síðan verkföll ýmissa aðild- arfélaga BHMR hinn 6. apríl 1989. Samningaviðræðum við BHMR megi til einföldunar skipta upp í þijú tímabil. Fyrsta tímabilið nái til 9. maí er óvænt kom í ljós að þeir fulltrúar úr samninganefnd BHMR sem þátt tóku í þessum viðræðum, reyndust ekki hafa samningsumboð aðal- samninganefndar samtakanna um þann grundvöll að kjarasamningi, sem aðilar höfðu sett mikla sameig- inlega vinnu í 6.-9. maí. Stefndi geti ekki samsinnt þeirri framsetn- ingu stefnanda um þetta tímabil, þar sem látið er að því liggja að þau samningsdrög, sem þá komu fram, væru formleg tilboð ríkisins. Hið rétta sé að þau voru árangur sameiginlegrar vinnu aðila á þess- um tíma og orsök þess að þeim lyktaði ekki með samningi þá var að því er virtist sambandsleysi full- trúa í viðræðunefnd BHMR við eig- in samninganefnd, eins og endurrit úr fundargerðarbók ríkissáttasemj- ara beri með sér. Annað tímabil samningavið- ræðna nær til 17. maí. Á því tíma- bili tóku nokkrir ráðherrar auk fjár- málaráðherra þátt í viðræðum við fulltrúa BHMR. Þorkell Helgason prófessor var þeim til aðstoðar. Því lauk með fundi aðfaranótt 17/5 um athugasemdir BHMR við samnings- drög er fólu í sér lokatilboð ríkis- stjórnarinnar. Athygli sé vakin á því að í bréfi forsætisráðherra er skýrt tekið fram að í tilboðinu komi fram viðleitni til að koma til móts við sjónarmið BHMR í veigamiklum atriðum án þess að valda röskun á launakerfinu í landinu. Fyrirvari l. gr., er fól í sér að framkvæmd end- urskoðaðs launakerfís gæti ekki náð fram að ganga, ef það ylli rösk- un á vinnumarkaði og efnahagsleg- um kollsteypum, stóð því efnislega óhaggaður er ráðherranefndin skildi við málið, með afdráttar- lausara orðalagi en áður var. Þeim skilningi og þessu skilyrði af hálfu ríkisins fyrir endurskoðun á launa- kerfi háskólamanna hafði ítrekað SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.