Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 22
22
Bretland
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
Þvottavélar
Eldavélar
Örbylgjuofnar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMfTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Kvikmynd um Salm-
an Rushdie bönnuð
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BRESKA kvikmyndaeftirlitið ákvað um helgina að banna dreifingu
pakistanskrar kvikmyndar, þar sem sagt er frá hörmulegum örlög-
um „illmennisins" Salmans Rushdies. Talsmenn múhameðstrúar-
manna hafa mótmælt úrskurðinum og sömuleiðis Salman Rushdie
sjálfur. Eigandi dreifingarréttarins hefur ákveðið að höfða mál
fyrir dómstólum gegn kvikmyndaeftirlitinu.
Breska kvikmyndaeftirlitið
ákvað, að höfðu samráði við lög-
fræðinga sína og Scotland Yard,
að banna dreifingu myndarinnar
Alþjóðlegir hryðjuverkamenn.
Scotland Yard taldi hana myndu
efla andúð gegn rithöfundinum
Salman Rushdie, sem enn fer
huldu höfði 17 mánuðum eftir að
Khomeini, erkiklerkur af íran,
dæmdi hann til dauða, og tefla
lífí hans í enn meiri hættu en orð-
ið er. Lögfræðingar kvikmyndaeft-
irlitsins sögðu myndina varða við
meiðyrðalöggjöf landsins.
Myndin er gerð í Pakistan og
hefur verið sýnd þar við miklar
vinsældir. í henni segir frá ill-
menninu Salman Rushdie, sem er
hryðjuverkamaður á mála hjá Isra-
elsmönnum og Indveijum. Hann
vinnur hvert illvirkið á fætur öðru
í myndinni, en fær makleg mála-
gjöld í lokin, þar sem svífur yfir
honum hin helga bók, Kóraninn,
og elding lýstur hann til bana.
Salman Rushdie gaf út yfirlýs-
ingu sl. sunnudag, þar sem hann
mótmælti banninu og taldi, að
eðlilegra væri að allir, sem vildu,
fengju að sjá hana. Síðan yrði að
koma í ljós, hvort myndin varðaði
við meiðyrðalöggjöfina. Talsmenn
múhameðstrúamianna sögðu nið-
urstöðu kvikmyndaeftirlitsins
byggða á hræsni og fordómum í
garð múhameðstrúarmanna. Það
væri eðlilegt, að sama gilti um
bókina og kvikmyndina. Þeir
sögðu líka, að það væri ranglátt,
að meiðyrðalöggjöfin vemdaði ein-
vörðungu einstaklinga, en ekki
hópa eða samfélög eins og múha-
meðstrúarmenn í Bretlandi.
Eigandi dreifingarréttarins,
sem er myndbandafyrirtæki í
Lundúnum í eigu Pakistana, hóf
málarekstur sl. mánudag gegn
kvikmyndaeftirlitinu til að reyna
að hnekkja úrskurðinum.
Reuter
Fólk fyrir utan kvikmyndahús í Rawalpindi í Pakistan þar sem ver-
ið er að sýna myndina „Alþjóðlegir skæruliðar", sem Ijallar um
hörmuleg örlög „illmennisins“ Salmans Rushdies, höfundar Söngva
Satans. Myndin hefur verið bönnuð í Bretlandi.
Austur-Þýskaland;
Hart deilt um kosninga-
lög í stjórn de Maizieres
Forsætisráðherrann reynir að sundra andstæðingum Kristilegra demókrata á þingi
A-Berlín. Reuter, Daily Telegraph, dpa.
Samsteypustjórn Austur-Þýskalands riðaði til falls um helgina eftir
heiftarlegar deilur um framkvæmd kosninganna í desember en á sunnu-
dag náðist bráðabirgðasamkomulag um að fresta ákvörðunum til mán-
aðarloka. Stjórnarflokkar jafnaðarmanna og Frjálslyndra demókrata
vilja að sameiningin taki gildi 1. desember en þá myndu v-þýsk kosn-
ingalög gilda í báðum ríkjunum daginn þingkosningunum sem verða
jafnt austan megin sem vestan daginn eílir. Kristilegir demókratar
Lothars de Maizieres forsætisráðherra hafa nauman meirihluta á þingi
með stuðningi lítils bændaflokks en til að taka ákvarðanir úm sfjórnar-
skrárefni þarf tvo þriðju hluta meirihluta. A fostudag brá svo við að
kristilegir felldu tillögur jafnaðarmanna og frjálslyndra, sem hvorir-
tveggja hafa hótað að segja sig úr sljórn, og naut de Maiziere við at-
kvæðagreiðsluna stuðnings kommúnista. Þeir eiga á hættu að falla út
af þingi ef tillögur andstæðinga forsætisráðherrans hljóta samþykki.
Sjö flokkar eiga aðild að stjórn
A-Þýskalands. Mikill hiti var í deil-
unni og m.a. sagði einn af andstæð-
ingum de Maizieres að forsætisráð-
herrann hlyti að vera „með steypu í
hausnum" ef hann breytti ekki um
stefnu. Að lokum var samþykkt með
miklum meirihluta tillaga de Maizier-
es um að sérstakar nefndir á þingum
beggja ríkjanna fjölluðu um málið
og reyndu að ná samkomulagi.
Frjálslyndir sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna og hyggjast í dag, þriðju-
dag, ræða hvort þeir yfirgefa stjórn-
ina.
New York. Reuter.
TILBÚIN höfundarlína var skrif-
uð fyrir frétt í einu af virtustu
blöðum heims, New York Times,
á lostudag og er tölvukerfinu
kennt um.
Fréttin var frá Los Ebanos í
Texas, um feiju sem siglir um fljót-
ið Rio Grande og heyrir brátt sög-
unni til þar sem brú tekur við hlut-
verki hennar. í einni af útgáfum
blaðsins var eftirfarandi höfund-
arlína: „Eftir F'ake Byline (tilbúna
höfundarlínu), skrifað sérstaklega
Samkvæmt v-þýskum kosninga-
lögum þarf flokkur að hljóta minnst
5% fylgi til að fá þingsæti. Kristileg-
ir vilja að ríkin sameinist eftir kosn-
ingarnar 2. desember og kosið verði
í A-Þýska!andi án þess að ákvæðið
um fimm prósent lágmarksfylgi gildi.
Þá aðeins geta kommúnistar og aðr-
ir smáflokkar, sem flestir eru vinstri-
sinnaðir, vænst þess að fá einhver
sæti á þingi sameinaðs Þyskalands.
Kristilegir bera fyrir sig að heppi-
legra sé að hafa kommúnista innan
þings en utan og einnig sé rétt að
smáflokkarnir fái einhvern tíma til
fyrir New York Times“. Talsmaður
blaðsins sagði að nýr og óvanur
starfsmaður þess hefði valdið mis-
tökunum. Tölvuforrit blaðsins væri
þannig úr garði gert að höfund-
arlína hefði þurft að fylgja fréttinni
en gert var ráð fyrir því að hún
yrði tekin í burtu áður en blaðið fór
í prentun. Það fórst hins vegar fyrir.
Þannig lauk stuttum blaða-
mannsferli F'ake Byline, nema við-
vaningur í framleiðsludeild blaðsins
endurtaki glappaskotið.
að öðlast fótfestu. Ljóst er að það
kemur langstærsta flokknum, Kristi-
legum, mjög til góða að andstæðing-
arnir á vi-nstri kantinum séu klofnir
í sem flesta flokka og slíkt kraðak
gæti tryggt Helmut Kohl, leiðtoga
Kristilega demókrataflokksins í V-
Þyskalandi, að hann verði fyrsti
kanslari sameinaðs Þýskalands eftir
stríð.
Sterk staða Kohls
Reyndar virðist staða Kohls nú
sterkari en nokkru sinni. Ný skoð-
anakönnun Wickert-stofnunarinnar
gefur til kynna að 58,4% kjósenda
vilji að Kohl verði kanslari en fram-
bjóðandi helsta stjómarandstöðu-
flokksins, jafnaðarmanna, fær aðeins
31% fylgi. Kohl og de Maziere verða
þó að fara varlega þar sem leiðtogar
samstarfsflokks Kohls, Fijálslyndra
demókrata, eru sammála flokks-
bræðmm sínum í A-Þýskalandi í
deilunni um kosningalögin.
Deilt um hermál
Fleiri snurður hafa hlaupið á þráð-
inn varðandi sameiningarmálin.
Jafnaðarmaðurinn Markus Meckel,
utanríkisráðherra A-Þýskalands,
gagnrýndi Kohl fyrir að semja við
Sovétstjórnina án þess að taka tillit
til stjórnarinnar í Austur-Berlín.
Aðalráðgjafi Kohls í utanríkismálum,
Horst Teltschik, brást reiður við og
sagði að ávallt hefði verið haft sam-
ráð við stjórn de Maizieres og það
væri ekki Bonn-stjóminni að kenna
ef Meckel fylgdist ekki nógu vel
með. Stjórnvöld í Bonn vilja að fækk-
að verði í þýskum heijum einfaldlega
með því að austur-þýski herinn verði
lagður niður. Teltschik vísaði á bug
hugmyndum Meckels er vill að sjálf-
stæður her A-Þýskalands gegni
áfram nokkm hlutverki eftir samein-
inguna þar til síðustu sovésku her-
mennirnir yfirgefa A-Þýskaland eftir
fáein ár. Teltschik segir að einungis
einn her verði í Þýskalandi og þar
verði ekki hlutverk fyrir austur-
þýska herforingja, með kommúnista-
hugarfar sitt og flekkaða fortíð frá
einræðisámnum.
A-þýski varnarmálaaráðherrann
Rainer Eppelmann, úr hægriflokkn-
um Lýðræðisvakningu, er sammála
Meckel varðandi hermálin og segir
að sameiningin gangi of hratt fyrir
sig. „í gamla daga gáfum við okkur
lengri tíma til að kynnast svolítið
áður en við ákváðum að sænga sam-
an,“ segir ráðherrann. í viðtali við
vikuritið Der Spiegel segist hann
andvígur hugmyndum ráðamanna í
Bonn um hvernig beri að framfylgja
samningum við Sovétmenn um fækk-
uh í heijunum. Að sögn fjölmiðla er
einnig deilt um hvort áfram skuli
gilda austur-lög um fóstureyðingar
sem leyfa meiri frelsi en samsvar-
andi v-þýsk.
Hiti í Frakklandi;
Fimm látnir
og hundruö
manna lögð
á sjúkrahús
París. Reuter.
FIMM menn a.m.k. hafa beðið
bana af voldum hitabylgju sem
nú geisar í Frakklandi og mörg
hundruð manns varð að leggja
inn á sjúkrahús um helgina. Veð-
urfræðingar segja að ekki verði
lát á hitunum út þessa viku.
Mestur hefur hitinn verið í suð-
vesturhéruðum Frakklands og hef-
ur hitastig ekki mælst hærra frá
því mælingar hófust. Hæst varð það
á laugardag í bænum Nerar sem
er skammt frá Toulouse eða 39,2
gráður og á sunnudag fór það í 40
stig. Að sögn frönsku veðurstofunn-
ar var hitastig almennt um 10 gráð-
um hærra en í meðalári.
New York Times:
Blaðamennsku Fake Byline
lýkur á snubbóttan hátt