Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1990
27 .
Kemur ekki til greina að
verða við kröfum banda-
rískra stj órnvalda
- segir Ignaz Kiechle, landbúnaðarráðherra Þýskalands
um kröfiir Bandaríkjamanna í GATT-viðræðunum
: : ' ' -
"O > S ; '4 ->:v. f'
„MÉR SÝNIST meira gert úr
kröfugerðum en raunverulegri
stöðu mála. Nú er hálfleikur í
viðræðunum og ekki útséð um
það hvernig þær fari,“ segir
Ignaz Kiechle, landbúnaðarráð-
herra Þýskalands um GATT-við-
ræðurnar um afnám tolla og
landbúnaðarstyrkja. Kiechle var
nýlega staddur hér á landi í
boði Steingríms Sigfússonar
landbúnaðarráðherra til að end-
urgjalda heimsókn hans til
Þýskalands fyrir ári. Á fúndi
sinum ræddu ráðherrarnir al-
þjóðaviðskiptamál með landbún-
aðarvörur, GATT, EFTA- OG
EB- viðræðurnar og svo sam-
skiptamál íslands og Vestur-
Þýskalands. Einnig ræddu þeir
sjávarútvegsmál og hvalveiðar
þar sem Kiechle fer jafiiframt
með sjávarútvegsmál.
Á blaðamannafundi ráðher-
ranna sagði Kiechle að þeir hefðu
í meginatriðum verið sammála um
þau mál sem þeir ræddu. Lagði
hann áherslu á að Þjóðvetjar
myndu styrkja málstað íslendinga
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
19. júlí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 104,00 77,00 88,08 14,521 1.279.087
Þorskur(st.) 104,00 81,00 77,103 0,865 77.103
Ýsa 89,00 17,00 85,10 15,923 1.355.041
Karfi 35,00 35,00 35,00 2,048 71.707
Ufsi 34,50 23,00 32,23 5,549 178.820
Steinbítur 84,00 70,00 71,14 1,802 128.210
Langa 42,00 42,00 42,00 0,884 37.143
Lúða 305,00 205,00 258,64 0,246 63.625
Koli 54,00 41,00 49,78 2,405 119.735
Keila 15,00 15,00 15,00 0,052 780
Smáufsi 30,00 30,00 30,00 3,467 104.019
Smáþorskur 52,00 42,00 23,36 2,082 94.456
Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,092 14.720
Samtals 70,57 49,939 3.524.446
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 101,00 62,00 79,69 120,709 9.619.749
Ýsa 97,00 69,00 90,15 38,447 3.465.913
Ufsi 27,00 20,00 34,30 16,950 581.374
Undirmál 62,00 15,00 27,37 2,947 80.662-
Blandað 45,00 10,00 40,70 0,171 6.960
Grálúða 30,00 30,00 30,00 0,032 960,00
Karfi 38,00 31,00 36,74 13,821 507.849
Keila 24,00 24,00 £4,00 0,523 12.552
Langa 44,00 43,00 43,10 1,428 61.545
Lúða 300,00 200,00 233,10 0,709 165.265
Lýsa 15,00 15,00 15,00 0,079 1.185
Skata 82,00 82,00 82,00 0,026 2.132
Skarkoli 50,00 44,00 44,43 2,272 100.934
Skötuselur 375,00 150,00 219,71 0,345 75.800
Sólkoli 75,00 70,00 71,29 1,999 142.545
Steinbítur 75,00 50,00 63,99 6,273 401,399
Samtals 375,00 10,00 73,65 206,734 15.226.825
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 108,00 74,00 85,74 48,672 4.173.106
Ýsa 70,00 50,00 57,22 1,513 86.577
Karfi 40,00 36,00 37,61 10,309 387.743
Skarkoll 60,00 60,00 60,00 0,010 600
Lýsa 14,00 14,00 14,00 0,034 476
Humar stór 1.515 999,00 1.512 0,075 113.438
Humar smár 795,00 795,00 795,00 0,150 119,250
Keila 33,00 5,00 27,70 0,074 2.050
Sólkoli 65,00 65,00 65,00 0,009 585
Undirm.fiskur 55,00 46,00 51,82 0,684 35.447
Ufsi 50,00 23,00 30,99 6,329 196.120
Skata 68,00 67,00 67,21 0,214 14.383
Langlúra 16,00 16,00 16,00 0,153 2.448
Koli 39,00 39,00 39,00 0,036 1.404
Blálanga 33,00 33,00 33,00 0,351 11.583
Blandað 35,00 35,00 35,00 0,435 15,225
Skötuselur 390,00 155,00 346,88 0,178 61.745
Lúða 280,00 225,00 264,48 0,592 156.575
Hlýri/Steinb. 60,00 60,00 60,00 0,618 37.080
Hlýri 60,00 60,00 60,00 0,055 3.300
Grálúða 60,00 60,00 60,00 1,240 74.426
Steinbítur 56,00 56,00 56,00 0,548 30.688
Langa 53,00 18,00 39,73 1,406 55.858
Öfugkjafta 22,00 10,00 16,08 0,353 5.678
Samtals 75,44 74,038 5.585.785
| Selt var úr Erni VE og humarbátum.
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
SKIPASÖLUR í Bretlandi 16. til 20. júlí.
Þorskur 145,66 372,470 54.254.393
Ýsa 152,15 118,465 18.023.912
Ufsi 61,50 28,155 1.731.521
Karfi 75,16 7,370 553.937
Koli 121,10 0,895 108.385
Grálúða 144,31 17,305 2.497.231
Blandað 96,83 11,216 1.086.025
Samtals 140,78 555,876 78.255.407
16. júlí var selt úr EMMU VE 219. 18. júlí var selt úr NÁTTFARA HF 185 og
I 19. júlí var selt úr GARÐEY SF 22, GULLVER NS 12 og PÁLI ÁR 401.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 9. til 13. júlí.
Þorskur 144,11 308,060 44.395.558
Ýsa 158,26 157,107 24.863.720
Ufsi 68,45 16,728 1.145.000
Karfi 88,25 17,392 1.534.805
Koli ' 126,42 128,020 16.184.863
Grálúða 135,28 6,180 836.003
Blandað 140,78 93,821 13.208.565
Samtals 140,47 727,310 102.168.529
í viðræðum sem eru og munu verða
í gangi um EFTA og Evrópubanda-
lagið. Sagði ráðherrann hvalveiðar
erfitt og viðkvæmt mál og afstaða
Þjóðveija í því yrði tekin á vísinda-
legum grunni. Þá gladdist Kiechle
yfir því að vera komin-til íslands
í fyrsta skipti og kvaðst hlakka til
að skoða landið, hann myndi eftir
því frá barnsaldri er hann las bæk-
urnar um Nonna og Manna.
Þýski ráðherrann var spurður
hvað að myndi gerast innan EB
og þá sérstaklega Þýskalands ef
styrkir til landbúnaðar yrðu lækk-
aðir eins og Bandaríkjamenn hafa
sett fram kröfur um á fnndi sjö
helstu iðnríkja heims fyrir
skömmu. Sagði hann að ef farið
yrði að óskum Bandaríkjamanna,
myndi stærstur hluti bænda í Evr-
ópu og þá sérstaklega Þýskalandi
flosna upp og bandarískir bændur
bjóða sínar vörur á evrópskum
markaði. Þar sem evrópskir bænd-
ur gætu ekki keppt við bandarísku
framleiðsluna, hefði þetta alvarleg-
ar afleiðingar; landflótta og að
landsins gæðum yrði stefnt í hættu
þar sem íbúarnir myndu hætta að
hugsa um að yrkja jörðina. Því
komi ekki til greina að verða við
óskum Bandaríkjamanna en reynt
Morgunblaðið/Börkur
„Bandaríkjamenn hafa ekki rétt fyrir sér í GATT-viðræðunum,“ seg-
ir þýski landbúnaðarráðherrann, Ignaz Kiechle, sem hér er ásamt
íslenskum starfsbróður sínum, Steingrími Sigfússyni.
verði að finna milliveg sem báðir
aðilar geti sætt sig við.
Lagði Kiechle áherslu á að taka
yrði tillit til fleiri sjónarmiða en
viðskiptalegra; nefndi hann heil-
brigðissjónarmið, sjúkdómavarnir,
öryggisþætti sem lytu að því að
hafa matvælaframleiðslu innan
landamæranna og byggðasjónar-
mið. „Evrópubandalagið er reiðu-
búið að losa heimsmarkaðinn und-
an umframframleiðslu aðildarland-
anna og þannig minnka þrýsting-
inn á heimsmarkaðinn og hafa
þegar gert það í sambandi við
mjólkurframleiðslu.“
Þá var ráðherrann inntur eftir
því hvort hann væri trúaður á að
GATT-viðræðurnar skiluðu ein-
hveijum árangri.
„Þjóðveijar hafa mikinn áhuga
á því að árangur náist í þessum
viðræðum, en það skilur á milli í
stórum og veigamiklum atriðum.
Engu að síður er nauðsynlegt að
finna einhveija lausn. En væri far-
ið að kröfu Bandaríkjanna væri
um það að ræða að helmingur
bænda í Evrópubandalagslöndun-
um myndi flosna upp og það hefði
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Svo
má nefna að Þjóðverjar kaupa -
helmingi meira af landbúnaðarvör-
um af Bandaríkjamönnum en
öfugt. Bandaríkjamenn hafa þvi
ekki rétt fyrir sér í GATT-viðræð-
unum og eru ekki sanngjarnir,“
sagði ráðherrann.
' I lok fundarins færði hann
Steingrími Sigfússyni að gjöf þijár
tegundir fræja til að sýna hug sinn
til þess starfs sem væri unnið hér-
lendis í landgræðslu.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
20. - 23. júlí 1990.
72 ökumenn voru kærðir fyrir
of hraðan akstur, 10 fyrir akstur
gegn rauðu ljósi, 9 fyrir brot á
stöðvunarskyldu, 8 fyrir van-
rækslu á skoðun, 11 fyrir að
leggja ólöglega og 9 fyrir önnur
umferðarlagabrot. 5 ökutæki
þurfti að fjarlægja með kranabif-
reið vegna varhugaverðrar stöðu,
einn ökumaður var réttindalaus í
umferðinni og 15 ökumenn eru
grunaðir um að hafa verið undir
áhrifum áfengis við akstur um
helgina. 4 þeirra höfðu lent í
umferðaróhöppum. Það telst til
tíðinda að ekkert umferðarslys
var tilkynnt til lögreglunnar á
þessu tímabili. Hins vegar var til-
kynnt um 15 umferðaróhöpp.
Skráð úmferðarslys í Reykjavík
6 fyrstu mánuði ársins eru 84. í
þeim slösuðust 111 manns. Á
sama tímabili síðastliðins árs voru
slysin 90 og í þeim slösuðust 129.
Það hafa því 18 færri slasast í
umferðinni í ár, en þrátt fyrir
lægri heildartölu slasaðra hafa
fleiri ökumenn bifhjóla og bifreiða
slasast nú, eða 6 fleiri. Þá slösuð-
ust hins vegar 16 alvarlega í
fyrra, en nú eru þeir 11. Átta
færri gangandi vegfarendur hafa
slasast í ár og 15 færri farþegar
í bifreiðum. Einn vegfarandi hefur
látist í umferðarslysi það sem af
er árinu, en 2 höfðu látist á sama
tímabili í fyrra.
Lögreglan opnaði 24 bifreiðar
og 6 íbúðir fyrir fólk um helgina.
92 þurfti að sinna tilvikum
vegna ölvaðs fólks, auk 16 tilvika
þar sem um var að ræða ölvun
og hávaða, 1 vegna heimilisófrið-
ar, 2 vegna ágreiningsmála og 5
vegna líkamsmeiðinga. M.a. var
maður barinn svo illa í Aðalstræti
skömmu eftir miðnætti á laugar-
dag að hann þarf að líkindum að
gangast undir augnaðgerð.
46 gistu fangageymslurnar um
helgina. Þar af óskuðu 6 einstakl-
ingar sjálfir gistingar þar sem
þeir áttu ekki í önnur hús að
venda. 11 voru færðir fyrir dóm-
ara að morgni vegna undanfar-
andi ölvunarólæta, fyrir að reyna
að hindra lögreglu við skyldu-
störf, fyrir að óhlýðnast fyrirmæl-
um lögreglu og fyrir ósæmilega
framgöngu. Þeim var gert að
leggja fram 6-10 þúsund krónur
í sáttagreiðslu.
Tilkynnt var um 8 innbrot og
8 þjófnaði, 1 búðarhnupl, 8
skemmdarverk og 6 rúðubrot.
Innbrotin og þjófnaðirnir voru
minniháttar. Skemmdarverkin
voru flest framin á bifreiðum. 2
bifreiðum var stolið, en þær fund-
ust heilar nokkru síðar.
Tilkynnt var um 5 slys. Stúlka
festist í taurullu á Hrafnistu á
föstudag, kona féll við í Kringl-
unnþ á laugardagsmorgun,
íþróttaslys varð í KR-heimilinu á
laugardag, maður skarst á hendi
í Hollywood á laugardagsnótt og
ölvaður maður gerði sér upp
meiðsli á veitingahúsi á sunnu-
dagsnótt.
5 sinnum þurfti að hafa af-
skipti af mönnum vegna afbrigði-
legrar hegðunar. Nakinn maður
var á gangi á Laugarnesvegi.
Nakinn maður var á ferli við Mi-
klubraut, kona var að sýna mynd-
ir af sér fáklæddri í Austur-
stræti, 3 menn voru staðnir að
því að kíkja á glugga í íbúð og
öðruvísi sinnaður maður olli usla
á hálfopinberum stað.
Tveir menn voru handteknir í
Mæðragarðinum eftir að þeir
höfðu látið reiði sína þitna á tijá-
gróðrinum engu síður en hvor
öðrum.
I bifreið, sem stöðvuð var í
umferðareftirliti á laugardags-
morgun, fannst nokkuð magn
flugelda. Ökumaðurinn kvað fé-
laga sinn hafa fundið þá á ösku-
haugunum daginn áður og hann
ákveðið að taka þá með sér.
Lögreglan þurfti að loka
skemmtistaðnum Tunglinu að-
faranótt laugardags. Þar höfðu
þá farið fram áfengisveitingar, en
leyfi staðarins til áfengisveitinga
hafði verið afturkallað á grund-
velli umsagnar heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur og matsnefndar
áfengisveitingahúsa, en þar segir
m.a. að veitingahúsinu hafi verið
lokað vegna sóðaskapar, slæmrar
umgengni og ófremdarástands
alls húsnæðis. 5 lögreglumenn
sinntu því verkefni að loka hús-
inu, en það var tiltölulega fá-
mennt innan dyra. í framhaldi af
vanvirðu við bannið var skemmt-
analeyfi fyrir staðinn afturkallað
á laugardag.
■JÝTt SÍMANÚMER
PRENTMYNDAGERÐAR:
m Systir okkar og mágkona, t-
SVANFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR
lést 22. júlí.
Petra Hakonson, Pála Sveinsdóttir, Camilla Sveinsdóttir, Sigurður B. Finnbogason,
Björg Sveinsdóttir, Halldór Guðmundsson.