Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 28
i Verslun Miklagarður kaupir IBM4684 ÞRÖSTUR Ólafsson, í'ramkvæmdasljóri Miklagarðs hf. og Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM undirrituðu í síðustu viku samninga um kaup á búðakassakerfinu IBM 4684. í samningunum felst að settir verða upp búðakassar sem lesa strikamerkingar í öllum verslunum Miklagarðs, alls 53 kassar. Fyrstu kassarnir verða teknir í notkun 1. september nk. og þeir síðustu um miðjan nóvember. Búðakassakerfið IBM 4684 byggir á alíslenskum hugbúnaði frá Hugbúnaði hf. í Kópavogi sem hefur vakið mikla athygli erlendis. Kassarnir lesa strikamerkingar og færa birgðabókhald samstundis. I fréttatilkynningu frá Miklagarði segir að kassinn geti ekki lesið rangt og ekki þurfi að slá neinar tölur inn í hann. Kassinn getur lesið greiðslukort, skráð viðskiptin og fengið úttektarheimild eftir beinu tölvusambandi ef með þarf. í fréttatilkynningunni segir að þetta nýja sölukerfi gefi Mikla- garði færi á að auka þjónustu við viðskiptavini og auðvelt verði að hanna ýmis sértilboð verslunarinn- ar. Til dæmis verði hægt að bjóða hverjum hundraðasta kaupanda tiltekinnar vöru afslátt, hafa sér- verð í gildi á einhverjum ákveðnum tíma dags eða bjóða afsiátt ef keyptar eru fleiri en t.d. tvær ein- ingar af sömu vöru. Einungis þarf að gefa viðeigandi skipun inn á netið og sjá kassarnir síðan um framkvæmdina. Kerfinu fylgir hreyfanlegur skjár með stórum stöfum sem auðveit er fyrir viðskiptavini að lesa á. Strimill gefur greinargóðar upplýsingar, þar á meðal sundur- liðaðan virðisaukaskatt og greiðslukortanúmer ef við á. Það er Sameind hf. sem sér um upp- setningu og lagnir, þjálfar starfs- fólk Miklagarðs og aðstoðar við AUGLÝSANDI í sainlesnuiii auglýsinguni á Rás 1 og 2: • Nærðu eyrum þorra þjóðarinnar. Þar með þínum markhópi. • l'ú gelur valið úr 15 auglýsingaLímum á vlrkum dögum. • Auglýsingarnar birtast samdægurs. • Auglýsingaféð nýtist vel. (Snertiverð er hagstætt) Auglýsing í samlestri á Rás 1 og 2 ber árangur hvort sem hún er ein stök eða hluti af herferö. Auglýsingadeildin er opin: Kl. 08-18 virka daga. Kl. 08-12 laugardaga. Kl. 10-12 sunnudaga. Starfsfólk auglýsingadeildar er þér innan handar - hringdu! Síminn cr 693060. #Mfl# RÍKISÚTVARPIÐ AUGLÝSINGADEILD SÍMI693060 gerð nýrrar sérhannaðrar vöru- skrár. Fólk Guðmundur ■ GUÐMUND- UR Karlsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdasljóri Umbúðamið- stöðvarinnar. Guðmundur er véla- og rekstrar- verkfræðingur. Hann tekur við af Agnari Friðriks- syni sem gegnir nú stöðu forstjóra IFPL, dótturfyrirtækiá’ Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby. Guðmundur starfaði sem rekstrarráðgjafi og við stjórnun hjá ýmsum fyrirtækjum eftir að hann útskrifaðist frá Háskóla Is- Iands. Síðustu árin hefur hann starfað sjálfstætt við verkfræðir- áðgjöf, nú síðast við Nesjavalla- virkjun. Guðmundur er 38 ára og kvæntur Sigrúnu K. Siguijóns- dóttur viðskiptafræðingi. USÆMUNDUR Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SÍS frá 1. september nk. Sæmundur mun auk þess að vera fulltrúi framkvæmdastjóra hafa yfirumsjón með sölu- og markaðs- málum. Hann tekur við af Bene- dikt Sveinssyni, sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra deild- arinnar. Sæmundur er 39 ára. Hann lauk prófi fisktæknis árið 1976 og hóf störf sama ár sem frystihússtjóri hjá fiskvinnslustöð KEA í Hrísey. Hann hóf störf árið 1979 í Sjávarafurðadeild, þar sem hann starfaði í upphafi við vöruþróun, en fluttist síðan yfir í söludeild og gerðist sölu- stjóri fyrir Asíulönd. Miklar breyt- ingar urðu á þessum árum á vinnslu með tilkomu frystitogara sem kölluðu m.a. á aukið sölustarf í Asíu. Sæmundur var mjög virkur í uppbyggingarstarfi sem því fylgdi. Fyrri hluta árs 1989 réðst hann til Iceland Seafood Corpor- ation, dótturfyrirtækis Sam- bandsins í Bandaríkjunum og hefur starfað þar síðan sem inn- kaupastjóri. Sæmundur er kvænt- ur Solveigu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! y Sæmundur Mbr, MORGUNBLAÐIÐ VIÐSMFTI AMNNULÍF þriðjudagur 24. júlí 1990 BÚÐARKASSAKERFI — Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs hf., situr hér við afgreiðslustörf við einn af hinum nýju búðakössum sem Mikligarður er að kaupa af IBM. Fyrsti viðskiptavinurinn er Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM. € I í a Fdðu þér Storno 440 larsíma aðeins 8U88 hrónur með vsk. Veröið er hreint ótrúlegt, 83.788 kr. (stgr. m/vsk) tilbúið í bíl og 99.748 kr. (stgr. m/vsk) bíla- og burðartæki. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt HADEGIS- TILBOÐ ALLA DAGA r I daq: Klúbbsamloka oq franskar kr. 395.- Djúpsteiktur fiskur, salat (eða sósa) og franskar kr. 390.- Tilboðið gildir frá klukkan 11:30 til 13:30. UU/ larllnn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.