Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 30
"30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
Brúðhjón á bifhjóli
Morgunblaðið/Jón Páll Vilhelmsson
Þessi hamingjusömu brúðhjón, sem séra Þórhallur
Höskuldsson gaf saman í Akureyrarkirkju á laugar-
daginn, kusu að aka frá kirkjunni á þessum renni-
lega farskjóta. Hjónin nýgiftu, Sveinn Guðmundsson
og Sigrún Stefánsdóttir, eru meðlimir í vélhjóla-
klúbbnum Sniglunum. Mótorhjólið er af gerðinni
Honda Gold-Wing 1500, og er'í eigu Hjartar Guð-
bjartarsonar.
Ferðamálafrömuðir skora á umhverfisnefnd:
Nefindin geri átak
í því að hreinsa
o g fegra miðbæinn
Skipin á T orfanesbryggju til vansa,
segir Þorleifiir Þór Jónsson
ÞORLEIFUR Þór Jónsson, ferðamálafulltrúi Iðnþróunarfélags Eyja-
Qarðar, hefur ritað bréf til umhverfisnefndar þar sem skorað er á
hana að gera átak í fegrun miðbæjarins. A fundi sem aðilar í ferða-
þjónustu efhdu til urðu fundarmenn sammála um að útlit miðbæjar-
ins væri til vansa fyrir bæjarbúa. ímynd sú sem skipin við Torfunes-
bryggju gæfu af útgerðarmálum
Ferðamálafulltrúi gerir sérstaka
sínu.
„Skip þessi óprýða miðbæinn
verulega, sérstaklega þar sem um-
ferð farþega skemmtiferðaskipa fer
að miklu leyti um þessar sömu
bryggjur. Því skorar fundurinn á
umhverfisnefnd að beita sér fyrir
því að skipum þessum verði fundið
annað legupláss," segir í bréfi Þor-
leifs til umhverfisnefndar.
Ferðamálafulltrúi hefur einnig
ritað hafnarstjóra bréf þar sem
hann skorar á þann síðarnefnda að
hætta að nota bryggjurnar fyrir
Akureyrar væri röng og villandi.
athugasemd við skipin tvö í bréfi
skip sem ekki eru í notkun. „Slíkt
gefur gestum bæjarins alranga
mynd af stöðu útgerðarmála hér í
bæ, sem eins og allir vita hefur að
geyma tvö best reknu útgerðarfyr-
irtæki landsins," segir í bréfinu.
I svari hafnarstjórnar kemur
fram að hún telji eðlilegt að nota
Torfunesbryggju fyrir skip sem
ekki eru gerð út. Þau eigi sinn þátt
í auknum aflakvóta bæjarbúa. Að-
stöðu við Austurbakka eigi að nýta
fyrir skip sem eru í rekstri.
íslandsmeistarar Þórs í 6. flokki:
Jónatan Þór Magnússon hægri kantur, Ragnar Már Konráðsson og
Hörður Rúnarsson varnarmenn.
Jónatan Þór. Hann leikur sem hægri
kantur og kveðst ekki hrifinn af því
að þurfa sífellt að'blaupa í vöm. „Ég
þoli ekki að spila í vörn,“ segir hann.
Hörður og Ragnar, sem eru báðir
varnarmenn, segjast þó kunna ágæt-
lega við sig í þeirri stöðu.
Þremenningarnir segjast hafa
brennandi áhuga á knattspyrnu og
ætla langt í þeirri íþrótt. Ragnar
Már kveðst hiklaust setja stefnuna
á landsliðið. Aðspurðir um hvaða
íslenskan knattspyrnumann þeir telji
bestan segjast piltarnir ekki eiga
neitt átrúnaðargoð í þeirra hópi, en
þjálfari 1. deildarliðs Þórs, Luka
Kostic, skari framúr í íslensku knatt-
spyrnunni.
Þeir segjast hafa horft af athygli
á leiki í heimsmeistarakeppninni á
Ítalíu sem lauk fyrir skömmu. „Ég
hélt með Vestur-Þjóðveijum frá upp-
hafi,“ segir Hörður og félagar hans
taka undir. Liðið leiki einfaldlega svo
góða knattspyrnu og hafi verið vel
að sigrinum komið. Og Jiirgen Klins-
mann ásamt Andreas Breme eru í
mestum metum hjá þeim félögum
um þessar mundir.
Piltamir æfa nú af kappi fyrir
KEA-mótið sem fram fer á Arskógs-
strönd og Akureyrarmót, þar sem
Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar
leiða saman hesta sína.
AKUREYRI
Til sölu er grunnur
að þessu húsi við Aðalstræti.
Upplýsingar hjá Fasteignasölunni,
Brekkugötu 4, Akureyri,sími 96-21744.
Framarar voru ekki kát-
ir þegar Ragnar skoraði
Rætt við þrjá liðsmenn um Pollamótið
FORELDRAR og stuðningsmenn 6. flokks knattspyrnudeildar Þórs
fognuðu ákaft þegar fótboltaliðið kom til Akureyrarflugvallar á sunnu-
dagskvöld. Piltarnir urðu íslandsmeistarar í A-flokki, eftir Pollamót
Eimskipa og KSÍ sem firam fór á Valsvelli um helgina. Báru þeir sigur-
orð af Fram í úrslitaleik mótsins. Liðin voru jöfn eftir venjulegan
leiktíma, en eftir framlengingu skoraði Ragnar Már Konráðsson sigur-
mark Þórs úr vítaspyrnu. „Framarar voru nú ekki mjög hrifnir þegar
Ragnar skoraði markið,“ sögðu tveir félaga hans, Jónatan Þór Magnús-
son og Hörður Rúnarsson, þegar blaðamaður ræddi við þá í gær.
Lögregla:
Ölvun og óspektir um helgina
LÖGREGLÁ á Akureyri hafði í nógu að snúast um helgina, vegna
ölvunar og eija í miðbænum. Fimm gistu fangageymslur aðfaranótt
laugardags. Einn var fluttur á slysadeild vegna meiðsla eftir slagsmál
á laugardagskvöld, en þau reyndust ekki alvarleg.
Bíll valt í Vaglaskógi á þriðja
tímanum aðfaranótt laugardags.
Ökumaður er grunaður um ölvun.
Farþegi hans var fluttur á slysa-
deild, því hann kvartaði undan verkj-
um í hálsi og hrygg.
Á laugardag stöðvaði lögreglan
ökumann sem sviptur hefur verið
ökuskírteini. Þá voru þrír ökumenn
gripnir á ólöglegum hraða. Einn
mældist á 144 km hraða við Síla-
staði, annar á 114 km hraða á sömu
slóðum og sá þriðji á 80 km hraða
í bænum. Tveir fyrrnefndu voru
sviptir ökuskírteini.
Viðmælendur blaðamanns eru
sammála um að lið Fram hafi verið
erfiðustu keppinautarnir á mótinu.
A-lið Þórs lék fjóra leiki á Valsvellin-
um þá tvo daga sem mótið stóð yfir.
unnu þeir KR 4-0, Austra 11-0,
Aftureldingu 5-1 og loks Fram 2-1.
Þórsarar slá ekki slöku við og
voru piltarnir mætti til æfingar á
síðdegis á mánudag. Þeir æfa alla
virka daga á sumrin. Undirbúningur
fyrir íslandsmeistaramótið hófst 1.
júní, þegar þeir færðu sig út á gra-
sið eftir veturinn. Strákarnir sögðu
að æfingar væru fjölbreyttar, ýmist
væri skipt í lið, æfð skot eða víta-
spyrnur.
Tuttugu drengir komast í A- og
B-lið 6. flokks. Mikið er sótt í að
komast í liðin og þurfa margir að
sætta sig við að ná ekki þeim áfanga.
Gísli Bjarnason þjálfari hefur á orði
að þessi árgangur sé einstaklega
sterkur og sérstaklega sé ríkur
keppnisandi í piltunum. Þeir bók-
stafiega þoli ekki að tapa.
„Við höfum spilað saman í liði
síðan við byrjuðum að æfa saman
þegar við vorum sex ára,“ sagði
Þórsliðið fagnar sigri á Akureyrarflugvelli á sunnudagskvöld.
Morgunblaðið/Rúnar Þór