Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
31
Veruleikinn fyrir
sjálfstætt fólk
eftir Rafh Geirdal
Hér á íslandi býr sjálfstætt fólk.
Ég þekki marga sem hafa lagt hálfa
öld af vinnu í að byggja yfir sig
þakið. Þeir hafa unnið hörðum hönd-
um, greitt sínar skuldir og sína
skatta. En í stað þess að njóta af-
raksturs ævistarfs síns og fá að
hreiðra um sig í friði og njóta sinna
síðustu daga, þurfa ekkjur, ekklar
og eldri húseigendur að búa undir
afskiptum ríkisvaldsins, sem vill enn
meira fé. Mikið vill meira.
Ríkisvaldið er orðið að gráðugum
þurs, sem sí og æ heimtar meira.
Það er eins og höfuðlaus skepna sem
emjar eftir meira blóði. Og búkurinn
stækkar stöðugt, skrifræðisveldi sem
þekkir engin mörk. Ef engin aðgát
er höfð, lendum við á verri stað en
ráðstjórnarríkin, sem eru nú í óða
önn að varpa af sér hinum hræðilega
hrammi skrifræðisins.
Besta leið ríkisstjórnarinnar er að
skera niður embættisveldið og hafa
einfalda stjórn á ríkisvaldinu. Annars
er allt fé landsmanna étið upp í papp-
írsvinnu embættismanna. Og besta
leiðin til uppbyggingar lands okkar
og þjóðar er sameining allra þeirra
sem vilja bót á því hvernig við kjós-
um að lifa hér á landi. Þjóð sem vill
sameinast um æðri stefnumið er
besta þjóðin. Stefnumið sem ná upp
fyrir hin veraldlegu og inn á hin
andlegu, allt þetta sem ekki sést, en
flnnst í hjarta okkar. Það sem ég
er að tala um er andleg ræktun okk-
ar sem æðsta stefnumið og kjarni
mannræktar og heilsuræktar. Því
heilsurækt án andlegrar ræktar er
snauð af innihaldi, svipað og skepna
án skynbragðs.
Það vantar meira innihald í líf
okkar. Það er nauðsynlegt fyrir
þegna þessarar þjóðar að öðlast hug-
arkyrrð, læra ýmsar gerðir hug-
leiðslu og ýmsar gerðir slökunar. Það
er nauðsynlegt fyrir þegna okkar
lands að læra að hreinsa tilfinninga-
líf sitt og samskipti. Það er nauðsyn-
legt að læra að skynja líkama sinn
á ríkari hátt, með heildrænu nuddi,
jóga og margvíslegum aðferðum.
Það er nauðsynlegt að hreinsa líf
sitt og viðhorf og umbreyta for-
gangsröðinni í lífi okkar. Aðeins
þannig getum við skapað nýja þjóð
á fornum grunni. Öðruvísi er það
ekki hægt. Það er sem sagt með
gagngerum æfingum sem endurnýja
okkur, svo að vilji okkar til betra lífs
nái alla leið í gegn.
Ég legg því til að við öll sem þjóð
einsetjum okkur að skapa betra og
fagurra mannlíf hér á landi og nota
allar þær leiðir sem þarf til að gera
það. Þessar leiðir þurfa allar að
ganga út á að skapa innihaldsríkara
líf fyrir okkur sem fólk, og síðan að
umraða öllum efnislegum gæðum í
kringum það. Þess vegna sé ég fyrir
mér uppbyggingu heilsulinda, bæði
í borg og sveit. Ég sé einnig fyrir
mér uppbyggingu á mannrækt-
arklúbbum sem hafa með samstuðn-
ing fólks að gera, sem síðan vindur
upp á sig og tekur á sig sterkara
form. Og ég sé einnig fyrir mér hlut-
deild ríkissjóðs i þessari þróun, því
hvar er til betri fjárfesting en í fólki
sem vill byggja sig upp? Menningin
byggist á fólki sem er lifandi, virkt
og leggur eitthvað gott fram til lífs-
ins. Það er þannig sem þessi menn-
ing vex og dafnar og innan skamms
getum við myndað fordæmi fyrir
aðrar þjóðir heimsins, sem geta sótt
í þekkingu okkar á gagngerri upp-
byggingu þjóðfélagsþegna.
Það er ekki aðeins að við byggjum
hreint land með hreinu lofti og
vatni. Hér býr þjóð sem er tilbúin
að byggja sig upp og hefur einstak-
lega sterkan sameiginlegan vilja,
sem kemur mjög skýrt fram hvenær
sem eitthvað bjátar á. Og það er
þessi samhjálp og samstuðningur
sem fleytir okkur áfram og við getum
nú virkjað til æðri vegar. íslending-
ar, tökum saman höndum og byggj-
Rafn Geirdal
„íslendingar, tökum
saman höndum og
byggjum okkur upp,
sem ein þjóð í einu
landi, stolt norrænna
þjóða, og sýnum heim-
inum hvers við erum
megnug!“
um okkur upp, sem ein þjóð í einu
landi, stolt norrænna þjóða og sýnum
heiminum hvers við erum megnug!
Höfundur er skólastjóri.
Nýi
vetrarlistinn kominn.
Pöntunarsími 52866.
HRADLESTRARNÁMSKEIÐ
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 31. júlí nk.
„Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?“
„Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?“
Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrarhraða
sinn, en hafa ekki tíma til þess ó veturna
Ath. Sérstakur sumarafsláttur.
Skráning í dag og næstu daga í síma 641091
m Hraólestrarskólinn 1
Súkkulaði Sælkerans
- Hárlos
- Kláði
- Flasa
- Litun
- Permanent
MANEX
vítarriín
sérstaklega fyrir
hár, húð og neglur.
" ........n
Jóna Björk
Grétarsdóttir:
Ég missti megnið af hár-
inu 1987 vegna veikinda.
Árið 1989 byrjaði hárið
fyrst að vaxa aftur, en
það var mjög lélegt; það
var svo þurrt og dautt
og vildi detta af.
Síðan kynntist ég Manex
hársnyrtilínunni og það
urðu mjög snögg um-
skipti á hári mínu til hins
betra. Eftir 3ja mánaða
notkun á Manex prótein-
inu, vítamíninu og
sjampóinu er hár mitt
orðið gott og enn í dag
finn ég nýtt hár vera að
vaxa.
Fæst í flestum apótekum
hárgreiðslu- og rakara-
stofum um land allt.
MANEXsjampó
MANEX næring
Dreifing:
s. 680630. ambrosia