Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 36
36
MORGIJNliLAÐH) [>KIUJUI)AGl'K 24. JÚLÍ 1990
Trausti Sigur-
laugsson - Kveðja
Fæddur 19. júlí 1934
Dáinn 30. júní 1990
Góður félagi og fyrrum sam-
starfsmaður minn er fallinn frá svo
snöggt. Þegar ég hlakkaði að
morgni 1. júlí til þess að fara niður
á LækjartQrg seinni hluta dagsins
og taka á móti verðlaunum vegna
íþróttahátíðar ÍSÍ vissi ég ekki að
Trausti væri dáinn en stuttu áður
en ég fór til að vera við verðlaunaaf-
hendinguna fékk ég að vita að hann
væri allur. Tilhlökkunin breyttist í
sorg. Ég heyrði ekki í þrestinum
sem söng um sól og bjarta daga
og dirrindí lóunnar sem vappaði um
móa, var sem í órafjarlægð. Já,
„kvöldið veit margt sem morguninn
óraði ekki fyrir“. Ég kynntist
Trausta fyrir meira en 25 árum
þegar ég fór að fikra mig áfram út
í lífið á ný eftir margra ára endur-
hæfingu er ég hóf störf á skrifstofu
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra sem þá var til húsa á Bræðra-
borgarstíg 9. Ég var óörugg og
kvíðin að hefja störf úti í atvinnulíf-
inu en Trausti sýndi mér strax
skilning og traust og hjálpaði mér
yfir erfiðasta þröskuldinn. Trausti
var maður ákveðinn og skjótur til
svars, stundum virkaði hann frá-
hrindandi, en innst inni var hann
hlýr og alltaf var stutt í bros og
hiátur. Við stofnun íþróttafélags
fatlaðra í Reykjavík var Trausti
meðal þeirra sem ruddu brautina,
hann var ekki mjög íþróttalega
sinnaður en alla tíð fylgdist hann
vel með okkur og studdi okkur með
góðum ráðum og var ætíð tilbúinn
að aðstoða. Hann var m.a. einn
besti fundarstjóri sem við höfum
haft á aðal- og félagsfundum okk-
ar. Var hann síðast með okkur á
aðalfundi félagsins 12. júní sl.,
B*tZ%St0fa
FnÖjinm
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tiiefni.
Gjafavörur.
m
hress, kátur og stjórnsamur. Hann
var hamingjusamur í einkalífínu
með eiginkonu sinni, Helgu Her-
mannsdóttur, og dótturinni Ester
Ósk. „Góðleiki er mál sem mállaus-
ir geta mælt og daufir heyrt og
skilið", það mál skildi Trausti vel.
Ég kveð Trausta og þakka honum
samvinnuna og vináttuna. Helgu,
Ester Ósk og öðrum aðstandendum
hans sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Elsa Stefánsdóttir
Svo misjafnir sem mennirnir eru,
jafn margvíslegar eru ástæðurnar
fyrir því að fólk tengist vináttu-
böndum. Hvað var það sem tengdi
þijá unga menn jafn náið og þá
Trausta, Dalla og Sigga? Sami ald-
ur, uppruninn, umhverfið eða var
það kannski að enginn þeirra gekk
líkamlega heill til skógar? Svarið
skiptir ekki máli heldur hitt, hve
vináttan var náin og einlæg. Reynd-
ar var bernskan liðin og ungdóms-
árin gengin í garð er kynnin hóf-
ust. Kynnin er leiddu til hins órjúf-
anlega þríhyrnings, uns landfræði-
lega varð vík milli vina. Eftir það
önnur bönd þótt ekki væru jafn
náin.
Tíminn er afstæður. Tvítugir eiga
menn heiminn og hafa engar
áhyggjur af morgundeginum. Allt
sem gerðist og allt sem átti að gera.
Jafnvel þijátíu og fimm ár, sem
síðan hafa runnið úr stundaglasinu,
megna ekki að deyfa minningarnar.
Ferðalagið þar sem þríhyrningurinn
lagði land undir fót, allir eins klædd-
ir frá toppi til táar, hefði þess vegna
„Guð gef mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til að greina
þar á milli."
Mig langar til Qð skrifa nokkur
kveðju- og minningarorð um Gunn-
laugu Rósalind Einarsdóttur. Hún
lést þann 9. júní í sviplegu bílslysi.
Þar létust líka systir hennar,
Nanna, og mágur, Siguijón. En ein
systirin, Herdís, lifði þetta af. Er
hún tengdamóðir mín. Þegar dauðs-
föll bera svona brátt að, þá trúir
maður því ekki strax. Það tekur
flesta tíma að átta sig á því að
——
getað gerst í gær. Þó vorum við
alla tíð þess meðvitaðir, að það yrði
aldrei endurtekið.
Sumarið áttatíu og átta var svo
til fastmælum bundið að hittast á
Felli hjá Dalla. Nú skyldi ferðin
góða upplifuð í andanum. Atvikin
hlóðust þó á þann veg upp, að
Trausti gat ekki komið. En það
gerði ekkert til. Við höfðum nægan
tíma, eða svo töldum við að minnsta
kosti. Á björtu sumarkvöldi, aðeins
tveimur árum seinna, stöðvast
tíminn andartak. Við hefðum betur
hist, við höfðum ekki nægan tíma.
Trausti var dáinn.
Hinn 19. júlí 1934 fæddist þeim
hjónum Karitas Rósinkarsdóttur og
Sigurlaugi Sigurlaugssyni þriðji
sonurinn. Trausti varð nafn hans
og var hann fjórði í röðinni í sex
systkina hópi. Æskuár Trausta
voru í sjálfu sér ekkert frábrugðin
æskuárum annarra barna á ísafirði
á þessum árum. Börnum þess tíma
var ekki smalað saman í réttir líkt
og nú er talið nauðsynlegt í bæjum
er rísa vilja undir nafni. Leikvang-
urinn var því .allt umhverfið þ.m.t.
þetta er raunveruleikinn og ég er
varla farin að trúa því ennþá að
raunveruleikinn geti verið svona
miskunnarlaus. En dauðinn kveður
dyra og fer ekki í manngreinarálit.
Eitt sinn skal hver maður deyja,
er sagt. Þar sem ég hef misst áður
hefur það hjálpað mér að líta á
dauðann sem ferðalag til betri stað-
ar og ég trúi því að ég eigi eftir
að hitta hana Laugu mína aftur.
Lauga fæddist 9. janúar 1922 á
Bakka í Bakkafirði. Foreldrar henn-
ar voru Ólöf Stefanía Davíðsdóttir,
fædd 7. júní 1902, dáin 2. febrúar
1945, og Einar Ásmundur Hogard,
LEGSTEINAR
GunnlaugR. Einars-
dóttir — Minning
&
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsíngar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
I
" S.HELGAS0N HF
STEINSSUÐJA
SKEMMUVEGI43. SIMI7B677
MOSAIK H.F.
Hamarshöf ða 4 — sími 681960
Til greinahöfimda
Minningarorð — ræður
Aldrei hefur meira aðsent
efni borizt Morgunblaðinu en
nú og því eru það eindregin
tilmæli ritstjóra blaðsins til
þeirra, sem óska birtingar á
greinum, að þeir stytti mál sitt
mjög. Æskilegt er, að greinar
verði að jafhaði ekki lengri en
2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hverja línu.
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð1 inni í textanum. Ef
mikill fjöldi greina berst blaðinu
um sama einstakling mega höf-
undar og aðstandendur eiga von
á því að greinar verði látnar bíða
fram á næsta dageða næstu daga.
bryggjurnar og fjaran og sá heimur
er henni og návistinni við sjóinn
fylgdi. Þetta mótandi umhverfi kom
áreiðanlega fram síðar í skapfestu
og viljastyrk Trausta Sigurlaugs-
sonar.
Trausti var ekki gamall er sá
mannlífsþáttur er lífsreynsla kallast
barði að dyrum. í hjarta ísafjarðar-
kaupstaðar, hvar nú stendur hið
glæsta stjórnsýsluhús, stóð Fell,
stórt og mikið timburhús. Þar bjó
fjölskylda Trausta ásamt fleirum.
Síðla nætur í júníbyijun 1946 stóð
bernskuheimilið í ljósum logum og
að morgni var ijúkandi rúsin það
eina er eftir var. Þarna varð
mannskaði. Tveimur árum seinna
gekk Akureyrarveikin er svo var
nefnd. Hún lék margan grátt. Eftir
þá hildi gekk Trausti aldrei heill til
skógar. Þetta var mikið áfall ungum
dreng, fullum lífskrafti og áhuga
fyrir leikjum og íþróttum.
En það samrýmdist ekki lundar-
fari Trausta að leggja árar í bát.
Kjarkurinn og ákveðnin jukust við
mótlætið. Handfæraveiðar sumar-
langt á Valnum og reknetaveiðar
að hausti með Sigga Gumma á
Pólstjörnunni telst vart hentug at-
vinna fyrir fatlaðan ungling. En
ákveðnin yfirvann allar hindranir.
Um tíma var Trausti smyijari á
öðrum nýsköpunartogara Isfirðings
hf., en áður hafði hann sótt vél-
stjóranámskeið.
Eftir brunann á Felli flutti fjöl-
skyldan á Tangagötu 15. Þar var
ætíð gott að koma og undirritaðir
ávallt aufúsugestir. Þar, Tangagötu
10, hjá Dalla, og í Smiðjugötunni
réðum við ráðum okkar í stóru sem
smáu. Þarna var ferðin eina afráðin.
Enginn vafi er, að afleiðingar
Akureyrarveikinnar urðu síðar
meiri áhrifavaldur í lífi Trausta Sig-
urlaugssonar og á annan veg en
nokkum óraði fyrir. Fatlað fólk tók
höndum saman. Við stofnun Sjálfs-
bjargar var hann strax tilkvaddur
f. 20. maí 1900, dáinn 1. ágúst
1966.
Lauga var þriðja í röð 10 alsystk-
ina og eru þau fædd í þessari röð:
Elsa 1919, Herdís 1920, Gunnlaug
9. janúar 1922, dáin 9. júní 1990,
Jón 1923, Davíð 1924, Friðrik
1926, Ásgeir fæddur 24. maí 1930,
dáinn 14. júní 1930, Nanna fædd
9. maí 1931, dáin 9. júní 1990,
Pálína fædd 1936 og Svava 1937.
Af þessari upptalningu sést að það
var oft ár á milli systkina og eru
þau tengd hvort öðru sterkum bönd-
um. Lauga átti einnig tvo hálfbræð-
ur frá seinna hjónabandi föður
hennar. Þeir heita Matthías, fæddur
1952 og Þorsteinn, fæddur 1950.
Lauga fékk alltaf ljóma í augun
þegar hún talaði um bernsku sína
og bernskuslóðir á Bakkafirði. Það
var auðséð að hún átti góðar minn-
ingar þaðan. Þess vegna hélt ég sem
bam að þetta hlyti að vera falleg-
asti og skemmtilegasti staður á
landinu. Árið 1971 fór ég, 13-14
ára gömul, með Laugu, Þórarni og
fjölskyldu að skoða staðinn. Þá sá
ég að þetta var ósköp venjulegt
íslenskt sjávarþorp. En í Laugu
augum var þetta besti staður í
heimi, því minningarnar um bernsk-
una voru góðar. Þó veit ég að for-
eldrar hennar vom ekki efnamikil
af veraldlegum gæðum.
og forustuhlutverk fengið. Þar með
voru örlög ráðin. Allar götur síðan
og til hinstu stundar helgaði hann
fötluðum krafta sína. Þeir urðu
skjólstæðingarnir sem hann bar
fyrir bijósi. Hin margvíslegu störf
í þeirra þágu munu um ókomin ár
halda minningu hans á lofti. Ekki
er ástæða til að rekja þá sögu hér.
Bæði er að aðrir, er betur til þekkja,
hafa gert þriggja áratuga ferli hans
innan samtakanna það verðug skil
að við fáum þar ekki um bætt, og
eins hitt, að með þessum fáu orðum
viljum við fyrst og síðast minnast
hans sem félaga og vinar.
Sagt er að maðurinn einn sé ei
nema hálfur, en með öðrum sé hann
meiri en hann sjálfur. Það fór aldr-
ei á milli mála, að kjölfestan í lífi
Trausta var eiginkonan, Helga Her-
mannsdóttir. Fleiri orð eru óþörf
þar um. Þó má ætla, að þá fyrst
hafi myndin verið fullgerð er sólar-
geislinn, dóttirin Ester Osk, kom inn
í líf þeirra Helgu og Trausta. Með
orðum, sem ein og sér segja minna
en hugurinn á bak við þau, er þeim
mæðgum, aldraðri móður, öðrum
ættingjum og venslafólki vottuð
samúð. Við erum þess vissir, að
með hjálp þess er öllu ræður muni
minningin um góðan dreng ná að
sefa hinn sára harm er fram líða
stundir.
Það kom margt í hugann við
útför vinar okkar. Og margt hefur
leitað á síðan. Þegar við kvöddumst
að henni lokinni og hvor fór til síns
heima vorum við sammála um að
ákveða ekki neitt. En verði okkur
gefinn nægur tími og berum við
gæfu til að nýta hann, munum við
hittast síðar og líkt og þríhyrning-
urinn væri að leggja af stað munum
við upplifa ferðina einu eins og
ekkert hafi breyst.
Marías H. Björnsson
Sigurður J. Jóhannsson
Lauga giftist Þórarni Magnús-
syni 1942. Eignuðustþau þijú börn,
Olöfu Járnbrá, fædd 8. október
1951, dáin 5. maí 1984, Sigurð
Gísla, fæddur 1953, kvæntur Krist-
björgu og eiga þau tvö börn; Ás-
mund Jón, fæddur 1959, kvæntur
Birnu. Þau eiga tvær dætur. Ólöf,
dóttir hennar, lét eftir sig tvö börn
er hún lést, þau Rósalind og Emil
Þór og tóku Lauga og Þórarinn
alfarið við uppeldi þeirra.
Við Lauga kynntumst 1970 er
ég var send í sveit til þeirra hjóna
í Reykholt í Biskupstungum. Þau
tóku mér strax vel. Milli okkar
Laugu skapaðist sérstök vinátta og
ég gat talað við hana um allt milli
himins og jarðar. Þessi vinátta mín
við þau hjónin hefur haldist fram á
þennan dag. Ég dvaldi hjá þeim tvö
sumur, einn vetur og oft í páska-
og jólafríum. Seinna fluttu þau til
Vestmannaeyja og kynntist ég eig-
inmanni mínum hjá þeim, en hann
er systursonur Laugu.
Lauga var ákaflega vinnuglöð
og morgunhress manneskja. Hún
var líka félagslynd og vann fyrir
nokkur félög í Eyjum og má þar
nefna verkakvennafélagið Snót en
þar starfaði hún af sannri hugsjón.
Þau hjónin voru ákaflega gestrisin
og stóð heimili þeirra ávallt opið
gestum og gangandi. Þau voru
ávallt með aukafólk á heimilinu, til
lengri eða skemmri dvalar. Það eru
margir sem hafa leitað til þeirra
og notið góðs af.
Mig langar um leið og ég þakka
Laugu samfylgdina, að þakka Þór-
ami og fjölskyldu þann tíma sem
ég fékk að dvelja hjá þeim. Ég og
fjölskylda mín sendum þeim og
börnum Nönnu og Siguijóns, okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur öll.
Ég kveð hana Laugu mína með
þessari tilvitnun:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, >
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Solla