Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 39
39
ákaflega samhent og hjálpuðust að
við hvað sem að höndum bar, hvort
sem það var viðhald heimilisins eða
ýmislegt sem snýr að hinum mann-
lega þætti.
Sigga mat fjölskyldu sína og vini
mikils, er þar helst að nefna Agn-
ete Simson, kölluð Dídí, og eigin-
mann hennar, Magnús Guðmunds-
son, en Sigga og Dídí ólust upp í
sama húsi á ísafirði og voru sem
systur alla tíð og bestu vinkonur.
Einnig ber að nefna Ingibjörgu
Petersen, kölluð Ebba, og eigin-
mann hennar, Óskar, en hann lést
fyrir fáeinum árum, um aldur fram.
Góða og trygga vini átti Sigga þar
sem Katrín Jónsdóttir og Magnús
Guðmundsson, læknir, voru.
Við yngstu systur Siggu minn-
umst hennar helst fyrir þá um-
hyggju sem hún sýndi okkur frá
unga aldri. Við dvöldum hjá henni
í lengri eða skemmri tíma, oft mán-
uðum saman, og var þá oft í koti
kátt með öllum börnunum hennar,
sem við höfum alltaf litið á sem
yngri systkini okkar. Jafnframt vilj-
um við riíja upp þætti úr lífi einnar
af hvunndagshetjum okkar tíma.
Hún barst aldrei neitt á, né heldur
gumaði hún af afrekum sínum, sem
þó voru mörg. Hún kom sex börnum
til manns og átti með þeim listrænt
menningarheimili þrátt fyrir
vinnuálag. Var unnandi sígildra
bókmennta og klassískrar tónlistar,
var listræn og skapandi og fyrirtaks
húsmóðir.
Við, ásamt eiginmönnum og
börnum, þökkum elsku Siggu sam-
fylgdina og biðjum Guð að blessa
minningu hennar.
Elsku Mamma, Molly, Bjarki,
Jón, Laufey, Árni, Axel, Dídí, Eirík-
ur, Balli, ömmubörn og langömmu-
bam, Guð gefi ykkur styrk.
Kristín og Brynja.
Fregnin um lát vinkonu okkar
og samstarfskonu, Siggu Axels,
kom eins og endranær þegar slys
ber að líkt og reiðarslag. Kynni
okkar hófust fyrir góðum tveimur
áratugum á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri. Sigga var þá frá-
skilin sex barna móðir að koma
út á vinnumarkaðinn eftir að hafa
haft börn og heimili að aðalstarfi
langa hríð. Innan heilbrigðisstét-
tanna eru framfarir hraðar og oft
erfitt að setja sig inn í hlutina
enda einkennist vinna við fólk af
hlýju og nákvæmni. Siggu tókst
þetta ásamt því að vaka stöðugt
yfir velferð barna sinna. Eitt af
einkennum Siggu var hversu kær-
leiksrík og notaleg hún var við
skjólstæðinga sína. Sigga var líka
sérlegur unnandi listar og kom það
ef til vill mest fram í þvi hve hún
var sí og æ að fegra og bæta
heimili sitt. Börn hennar bera
smekkvísi hennar gott vitni.
Við viljum með þessum kveðju-
orðum þakka Siggu fyrir frábær
kynni og sendum börnum hennar
og fjölskyldum þeirra þá huggun
í harmi sem okkur er fær.
Hrafnhildur Ingólfsdóttir,
Sólveig Knútsdóttir,
Jóhanna Þorsteinsdóttir.
Sigríður Axelsdóttir byijaði að
vinna á Öldrunarlækningadeild
Landspítalans í febrúarmánuði
1986 og ávann sér þegar traust og
virðingu þeirra sem með henni unnu
og ekki síður þeirra sem hún hjúkr-
aði. Sigríður var fáskiptin og ræddi
ekki um einkahagi sína né annarra,
en þó höfðum við orðið þess vör
að henni hafði fyrir skömmu auðn-
ast að festa kaup á húsi ásamt
syni sínum og hugði gott til að búa
þar í nábýli við hann. Föstudaginn
13. þ.m. kvaddi hún glöð í bragði,
hafði komið vinnu sinni þannig fyr-
ir að hún gat verið burtu tvo daga
svo að hún gæti brugðið sér til
Akureyrar til að vera við brúðkaup
systurdóttur sinnar. En á skammri
stund skipast veður í lofti, Sigríður
lenti daginn eftir í slysi og dó mið-
vikudaginn 18. þ.m.
Við munum lengi minnast Sigríð-
ar Axelsdóttur og mannkosta henn-
ar og sendum ástvinum hennar
hugheilar samúðarkveðjur.
Slarfsfólk á Öldrunar-
lækningadeild Landspítalans.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
+ Bróðir minn, GUÐMUNDUR HELGASON, Reynimel 72 lést á heimili sínu 21. júlí. F.h. ættingja, Gunnar Helgason.
+ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRIR ÁSDAL ÓLAFSSON, Glaðheimum 22, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 22. júlí. Elvíra H. Ólafsson, * og börn.
+ Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, LIUA BJÖRK EINARSDÓTTIR, lést þann 14. júlí. Útförin hefur farið fram. Hafsteinn Pétursson, Orri Hafsteinsson, Magnea Edilonsdóttir, Jóhannes Hellertsson, Edilon Þór Hellertsson.
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILHELMÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Háteigsvegi 15, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 24. júlí, kl. 10.30. Guðrún Egilsdóttir, Elín Egilsdóttir, Anna Sigurþórsdóttir, Hilmar Sigurþórsson, Steinar Bragi Norðfjörð, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR REYNIR ANTONSSON vélstjóri, Einilundi 8a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Árnina Guðjónsdóttir.
+ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR MARÍU KRISTINSDÓTTUR fyrrverandi bankafulltrúa, Hringbraut 112, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Edda Svava Stefánsdóttir, John S. Magnússon, Hafsteinn Þór Stefánsson, Bryndfs Guðjónsdóttir, Jón Baldvin Stefánsson, Sif Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Útför JÓNS JÓNSSONAR frá Þjórsárholti, Bakkagerði 7, fer fram frá Stóra-Núpi, fimmtudaginn 26. júlí kl. 14. Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson, Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Árnason, Bergþóra Jónsdóttir, og systrabörn.
+ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR, Seljalandsvegi 18, ísafirði. Þuriður Jónsdóttir Edwald, börn, tengdabörn og barnabörn.
1 Faðir okkar, tengdafaðir og afi, m
GEORG ÓLAFSSON,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. júlí kl.
13.30.
Sigríður Georgsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Einar Heiðarsson,
Halldóra Georgsdótir, Sigurður Halldórsson, Baldur Thorsteinssen,
Ólafur Georgsson, Margrét Georgsdóttir, Georg Georgsson,
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG GUÐMUIMDSDÓTTIR,
Austurgerði 10,
Reykjavík,
er lést á Hrafnistu 13. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á líknarstofnanir.
Ellen Jónsson,
Geir Jónsson,
Arnbjörg Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Bjarni Jónsson,
Jónas Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ingunn E. Stefánsdóttir,
Sólveig Ölvusdóttir,
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HARALDAR HAIMNESSONAR
formanns Starfsmannafélags Reykjavikurborgar,
Bakkagerði 2,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 13.30.
Jarðsett verður að Stóra-Núpi, Grtúpverjahreppi, kl. 18.00 sama dag.
Sveinbjörg Georgsdóttir,
Ólöf Haraldsdóttir, Stefán Aðalsteinsson,
Einar Haraldsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Jóna Jóhannsdóttir,
Heigi Már Haraldsson,
Magnús Þór Haraldsson, Þórey Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför
STEINUNNAR DAVÍÐSDÓTTUR
frá Stóru-Hámundarstöðum.
Árni M. Rögnvaldsson,
Hákon Árnason, Bertha Sigtryggsdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir, Hrafn Bragason,
Gerður Arnadóttir, Stefán Ólafsson,
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
RAGNARS ÓLAFS ÓLAFSSONAR,
Austurbrún 6.
Jónína Ólafsdóttir,
Kristján E. Þórðarson,
Unnur Oddsdóttir,
Oddur Þórðarson.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
HANSÍNU ÖNNU JÓNSDÓTTUR
frá Keisbakka,
Skógarströnd.
Ásta og Jósef Reynis,
Hulda F. Magnúsdóttir, Svavar Edilonsson,
Arína Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum hjartanlega hluttekningu og
auðsýnda samúð vegna fráfalls sonar,
okkar, bróður og mágs,
ARNAR ARNDALS EÐVARÐSSONAR,
Silfurgötu 46,
Stykkishólmi.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Ólöf Kristjánsdóttir,
Anna Lára Eðvarðsdóttir,
Guðni Eðvarðsson,
Eyþór Eðvarðsson,
Kristján Arndal Eðvarðsson,
Þórdfs Ásgerður Arnfinnsdóttir,
Eðvarð Lárus Árnason,
ívar Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Rannveig Harðardóttir,
Kristín F. Jónsdóttir,
Gylfi Jónsson.