Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 41

Morgunblaðið - 24.07.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 41 HEIÐUR Norðmaður sæmdur riddarakrossi Yigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur sæmt Norðmanninn Arnfinn Straume riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu íslenska ullariðnaðarins. Á myndinni sjáum við Vigdísi Finnbogadóttur, Arnfinn Straume og Angelu Straume, eiginkonu hans. TÍSKA Vorsýning í Vínarborg Það var mikið um dýrðir á vor- sýningu Modeschule der Stadt Wien fyrir skömmu. Tísku- sýning fór fram utan við skólann og innandyra gat að líta teikning- ar, hattahönnun og fleira. Á nemendasýriingunni voru meðal annars sýndir tveir samkvæmiskjólar, undirfatnaður og kápur eftir íslenska stúlku sem hefur sitt fimmta og lokanámsár við skólann í vor. Valgerður Melstað heitir þessi stúlka en þess má geta að hún hannaði einnig veggspjald fyrir sýninguna. Að auki hefur V algerður hannað servíettur, poka og ýmsa smáhluti fyrir skólann. Vorsýningin stóð yfir í tvær vikur. FÁLKAORÐAN Norskur prófessor heiðraður Edvard Befring, fyrrum rektor Statens Spesiallærerhöyskole í Ósló, var nýlega sæmdur fálkaorð- unni. Með því eru honum þakkaður sá stuðningur, sem hann hefur veitt íslendingum, er hafa stundað nám við Spesiallærerhöyskole, það er skóla þar sem kennarar geta lært að stunda sérkennslu. Harald- ur Kröyer sendiherra afhenti honum orðuna hinn 4. júlí síðastliðinn. Dr. Edvard Befring prófessor með fálkaorðuna í barminum. Frá vorsýningu Modeschlule der Stadt Wien. Ekki eyða sumarfríinu á salerninu, taktu Symbioplex með í fríið! Með breyttum matarvenjum sem oft fylgja ferðalögum getur meltingin farið illilega úr skorðum. SYMBIOPLEX sem er blanda frost- þurrkaðra meltingargerla, byggir upp heil- brigða þarmaflóru og stuðlar að bættri melt- ingu. Virkar og er fyrirbyggjandi gegn harð- lífi, uppþembu, andremmu og niðurgangi. SYMBIOPLEX —góður ferðafélagi Fæst í apótekum og í verslun okkar. HREYSTI m 1I 'M ,133» SKEIFAN 19 • SlMI: 681717 K Dags. 24.7. 1990 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4100 0001 6254 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 6544 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND Tvöfaldur raki ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.