Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 45 * Þessir hringdu . . . Tillitsleysi ökumanna Kona hringdi:. „Ég var ásamt manninum mínum að koma úr strætisvagni við Bústaðaveginn í síðustu viku þegar framhjá okkur ók bíll á fullri ferð. Bíllinn keyrði í drullu- poll og skvettust gusurnar yfir okkur svo við urðum rennandi blaut, það fór á andlit, hár og fatnað. Ég náði ekki númerinu á bílnum en mig langar til að benda bílstjórum á að taka þarf tillit til gangandi vegfarenda, bæði fullorðinna og barna. Auk þess sem þeir gætu verið vinsam- legri og hleypt fólki sem er með burðarpoka úr verslunum yfir götumar." Skila fatnaði Maður hringdi: „Það var kona sem spurði um hvert væri hægt að fara með fatnað í blaðinu á föstudaginn. Ég hef oft farið með fatnað í klaustrið í Hafnarfirði og koma nunnurnar fatnaðinum áleiðis á rétta staði.“ Poki með viðlegubúnaði í óskilum Á Hjólbarðaverkstæði Vestur- bæjar var skilinn eftir poki með viðlegubúnaði, meðal annars tjald, föt og veski. Eigandi getur vitjað pokans á verkstæðinu eða hringt í síma 23470. Dúnsveínpoki tapaðist Grænn dúnsvefnpoki í græn- um hlífðarpoka týndist í Vest- mannaeyjum í lok Tommamóts- ins. Svefnpokinn fór út á flug- völl laugardaginn 30. júní og hefur ekki enn komið í leitirnar. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 678024. Páfagaukur týndur Hvítur páfagaukur, blár á baki, týndist af Nesinu. Þeir sem hafa orðið fuglsins varir hringi í síma 612316. Reiðhjól tapaðist Rautt telpnareiðhjól tapaðist frá Samtúni. Hjólið sem er 3ja gíra heitir Kildemoef og er númerið á því BK31679Z. Þeir sem vita um það hringi í síma 21151. í Þakstál með stíl Plannja dí> þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns, Fteyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Pór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja jsakstál með mattri litaáferð, svartri eðatígulrauðri. í SVOR UF. Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur. Pósttxjx: 435, 202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Nú dagar aftur í austri Til Velvakanda. Fyrir rúmum fjörutíu árum dró ský fyrir sólu í Austur-Evrópu. Járntjald mikið var dregið fyrir þvert yfir mið Evrópu, og lokuðust þannig inni lönd öll austan járn- tjalds er lutu Rússaveldi. Meðan sólmyrkvinn stóð yfir bjó almenn- ingur við drungaleg og dapurleg lífskjör, en ótti og tortryggni héldu jafnframt innreið sína. Glaðværðin hvarf. Listir, bók- menntir og menning öll var fótum troðin. Fátækt og örbirgð urðu hlut- skipti auðugustu og blómlegustu menningarríkja Evrópu. Já, kommúnisminn var kominn með sitt vopnavald, og fallbyssu- kjaftarnir og skriðdrekarnir skyldu hér eftir sjá til þess að aga fólkið, og kenna því hvað því var sjálfu fyrir bestu. Milljónir manna týndu lífi. Tug- milljónir flosnuðu upp frá góðum heimilum og voru rekin út á gadd- inn. Tilgangurinn helgaði meðalið, og engin fórn'var of stór að mati þeirra sálufélaga Leníns og Stalíns, til að koma á alræði kommún- ismans. En lífíð reyndist enn einu sinni sterkari en dauðinn. Menn eins og Maleter og Zhakarof, og þeir er höfðu hugrekki til að fylgja frelsis- hugsjónum þeirra, börðust ekki til einskis. Nú dagar aftur í austri. Roða slær á himininn. Það brakar í ryðg- uðu járntjaidinu. Þjóðir Austur Evr- ópu hafa vaknað af löngum dvala. Hlekkirnir hrökkva einn og einn. Fangabúðirnar halda ekki lengur hinu frelsishungraða fólki. Hvern skyldi hafa órað fyrir þessu fyrir aðeins 3-4 ánim? En við Vesturlandabúar samgleðjumst ykkur vissulega. Fagnandi bjóðum við allar frelsis- unnandi þjóðir velkomnar í hóp ríkja lýðræðis og jafnréttis. Við heilsum þeim með gamla herópi hinna ánauðugu sem nú bergmálar um heim allan. Húrra- (frelsi) Húrra (frelsi) Húrra (frelsi) Húrra (frelsi). Richardt Ryel Þakkir vegna sólar- landaferðar Til Velvakanda. Við fórum tvær vinkonur í sólar- landaferð 26. júní sl. til Mallorka, Santa Ponsa, á vegum Samvinnu- ferðar-Landsýn. Við viljum þakka farastjórum frábæra þjónustu og skemmtilegar stundir. Kær kveðja. Bára og Helga STfÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. VESTFIRÐINGAR! Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi í fjárveitinganefnd Alþingis, verður staddur á Vestfjörðum sem hér segir: Hólel Flókalundur í kvöld, þriðju- daginn 24. júlí, kl. 20-21. Hólel ísaffjöróur, miðvikudaginn 25. júlí, kl. 20-21. Komið og spjallió við þingmanninn yfir kaffibolla. M0BLER FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK REGENT REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI Það dettur engum í hug lengur að kaupa hjónarúm án þess að skoða úrval okkar fyrst og síðast. Víð bjóðum yður úrvals rúm - regluleg þægindi i svefnherbergíð - val úr 40 tegundum setta. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.