Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 46
»46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990
Siiorrastefha hefet
í Odda á morgun
Stofnun Sigurðar Nordal gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Frá París
norræna goðafræði og Snorra-Eddu, svonelhdri Snorrastelhu, dag-
ana 25.-27. júlí. Ráðsteíhan fer fram í Odda, hugvísindahúsi Há-
skóla íslands, stofú 101. Hún hefst í fyrramálið kl. 9.
Goðafræðin lifír
Morgunblaðið/Einar Falur
Snorrastefiian kynnt á blaðamannafundi í gær. Talið frá vinstri:
Francois-Xavier Dillmann, Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofn-
unar Sigurðar Nordal og Olga Smirnickaja.
Fyrir seinni heimsstyijöldina
voru þýskumælandi fræðimenn
einna mest áberandi í rannsóknum
á norrænni goðafræði. Nasistar
eignuðu sér síðan norrænu goða-
fræðina, í þeirri túlkun sem þeim
hentaði best, með þeim afleiðing-
um að rannsóknir á Snorra-Eddu
lágu nánast niðri á árunum eftir
stríð. Alltaf hafa þó einhveijir
haldið áfram að grúska í þessum
gömlu fræðum og síðasta áratug
má sjá lifandi og vaxandi áhuga á
norrænni goðafræði um heim all-
an.
Markmiðið með Snorrastefnu er
að stefna saman erlendum og inn-
lendum fræðimönnum sem eru að
vinna á sama fræðasviði og kynna
almenningi það sem þeir eru að
hugsa og skrifa. Ráðstefnan er
þrískipt: Fjallað verður um goða-
fræði Snorra-Eddu, um skáldskap-
armál Snorra og loks verður Ijallað
um áhrif Snorra-Eddu á síðari tíma
skáld og fræðimenn. Fluttir verða
Ijölmargir fyrirlestrar og gestir
ráðstefnunnar koma sumir langt
að.
Frá Noregi og Danmörku
Frá Noregi, Oslóarháskóla,
koma Gro Steinsland og Else
Mundal. Gro Steinsland er trúar-
bragðafræðingur. Hún varði dokt-
orsritgerð í Osló í fyrra, um goð-
söguleg brúðkaup í Eddukvæðun-
um þar sem guðinn giftist jötna-
meyjunni eins og Freyr Gerði í
Skírnismálum. Gro tók skörulega
upp hanskann fyrir jötnameyjarnar
og hafði margt athyglisvert að
segja um hlutverk þeirra og þýð-
ingu í Eddukvæðunum. Gro flytur
fyrirlestur um þetta á miðvikudag
25. júlí, kl. 10.30-12.00.
Else Mundal er prófessor í nor- '
rænum fræðum og er að skrifa bók
um Völuspá. Kenningar Elsu munu
væntanlega þykja tíðindum sæta
þegar þar að kemur. Hún er eins
og Svava Jakobsdóttir í Gunnlað-
arsögu, gagnrýnin á túlkun Snorra
á mörgum af þeim dularfullu goð-
sögum sem Eddukvæðin sjálf end-
urspegla. Else talar um Snorra og
Völuspá á fimmtudag 26. júlí, kl.
10.30 og næstur á eftir henni talar
Preben Meulengracht Sörensen
sem er prófessor í norrænum fræð-
um við háskólann í Árósum. Pre-
ben hefur skrifað mikið um íslen-
skar fornbókmenntir og goða-
fræði, síðast þýddi hann Gunnlað-
arsögu á dönsku.
Frá Moskvu
Olga Smimickaja kemur alla
leið frá Moskvu á Snorrastefnu.
Hún hefur aldrei komið út fyrir
Sovétríkin áður og það er vel við
hæfi að fyrsta landið sem hún
heimsækir sé ísland. Vegna þess
að Olga, sem er prófessor í norr-
ænu máli og fornbókmenntum við
Moskvuháskóla, hefur skrifað mik-
ið um fornnorræna bragarhætti og
þróun gömlu bókmenntagrein-
anna, auk þess sem hún hefur
þýtt nokkrar íslendingasögur og
Snorra-Eddu sjálfa á rússnesku.
Það kom fram á blaðamannafundi
Stofnunar Sigurðar Nordal að Olga
hefur þýtt töluvert af dróttkvæðum
á rússnesku. Hún sagði að það
hefði ekki verið mikill vandi, verra
væri að spyijast til vegar á nútím-
aíslensku í Reykjavík.
Olga Smirnickaja ætlar að tala
um skáldskaparfræði Snorra, um
það hvernig hann notar hugtakið
„kenning“. Hún flytur sinn fyrir-
lestur á fimmtudag kl. 9.00-10.15.
Francois-Xavier Dillmann hefur
líka þýtt Snorra-Eddu, en á
frönsku. Þýðing hans kemur út hjá
hinu virta forlagi Gaimard í janúar
1991.
Francous-Xavier Dillmann er
prófessor í París og ætlar að tala
um textafræði og goðafræði og
þörfína á betri útgáfu á Snorra-
Eddu. Hann segir að þær klassísku
útgáfur sem mest hefur verið
byggt á séu hreint ekki nógu vand-
aðar, Afleiðingin sé sú að mikil-
vægar goðsögur fari forgörðum,
séu ekki skildar til fulinustu í útg-
áfunum eða skilað á viðunandi
hátt. Um þetta ætlar hann að tala
á fimmtudag kl. 13.00-15.00.
Frá Astralíu, Englandi
og Islandi
Margaret Clunies Ross kemur
alla leið frá Ástralíu og Rory
McTurk frá Englandi. Þau halda
sína fyrirlestra á föstudagsmorgun
kl. 9.00-10.15 og ætla að tala um
goðafræði Snorra-Eddu sem sjálf-
stætt bókmenntaverk eða skáid-
verk.
Auk þeirra sem hér hafa verið
nefnd munu margir fleiri þekktir,
erlendir fræðimenn flytja erindi og
íslendingar munu náttúrlega ekki
iáta sitt eftir liggja. Guðrún Nord-
al heldur fyrsta erindi Snorra-
stefnu og talar um höfðingjann
sjálfan, Snorra Sturluson. Jónas
Kristjánsson, Jón Hnefill Aðal-
steinsson, Svavar Sigmundsson,
Einar Gunnar Pétursson og Sveinn
Yngvi Egilsson halda líka erindi
þá þijá daga sem ráðstefnan stend-
ur.
Ný augu
Islendingar voru ákaflega al-
þjóðlega hugsandi á miðöldum.
Þau fræði sem hér voru saman
sett af skynsamlegu viti, eru ekki
okkar „eign“ heldur alls heimsins.
Hins vegar hafa íslendingar for-
réttindastöðu gagnvart Eddu-
kvæðunum og Snorra-Eddu í því
að við varðveitum málið sem þessi
gömlu fræði eru skrifuð á. Útlend-
ingarnir verða að læra það sem
fyrir þeim er erlent mál til að geta
lesið texta sem við skiljum fyrir-
hafnariaust. Eða hvað?
Hver veit nákvæmlega hvað
nafnið „Heimdallur" þýðir? Hver
var Loki? Um það er nú býsna
margt og mótsagnakennt sagt í
goðafræðinni. Og hvað með Snorra
og konurnar? Gyðjur og þursa-
meyjar?
Smám saman hafa nýjar aðferð-
ir til að skoða Eddukvæðin verið
að skjóta upp kollinum; saman-
burðargoðfræði, samanburðartrú-
ffæði, og miðaldaheimspeki er
skoðuð auk hugarfarssögu. Nýjar
og umdeildar kenningar um munn-
lega geymd kvæðanna hafa komið
fram, menn eru meira að segja
ekkert feimnir lengur við að nota
nútímabókmenntafræði til að rýna
í þessa gömlu texta. Öllu þessu
ber að fagna á meðan árangurinn
er lifandi umræða og fijóar túlkan-
ir á menningararfinum.
Fyrsta Snorrasteftian
Stofnun Sigurðar Nordal var
ætlað að vera samræmingaraðili,
upplýsingabanki, og standa fyrir
kynningu á því sem er að gerast
í rannsóknum íslenskra fræða
heima og erlendis. Snorrastefna
er fyrsta ráðstefnan sem Stofnun
Sigurðar Nordal stendur fyrir um
goða- og skáldskaparfræði Snorra
Sturlusonar. Hugmyndin er að þær
verði fleiri. Það hefði vissulega
glatt hjarta Sigurðar Nordal hefði
hann verið á meðal vor.
Þegar hafa 80 manns skráð sig
á ráðstefnuna, en hún er öllum
opin.
-dk.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skálholtskirkja var þétt setin á Skálholtshátíð á sunnudaginn, þrátt fyrir slæmt veður á Suðurlandi.
Skálholtshátíð:
Sýning á Biblíum í tilefiii af af-
mæli Hins íslenska Biblíufélags
^SKÁLHOLTSHÁTÍÐ var haldin á sunnudaginn. Hátíðin var fjölsótt.
Minnst var 175 ára afmælis Hins íslenska Biblíufélags og efndi félagið
til sýningar á Biblíum og Nýja testamentum í dómkirkjunni í Skalholti.
Messa var í Skálholtskirkju á
sunnudag. Þar prédikaði sr. Jón Ein-
arsson og herra Ólafur Skúlason
biskup, sr. Jónas Gíslason vígslubisk-
up, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og
sr. Tómas Guðmundsson þjónuðu
yfyrir altari.
Síðdegis á sunnudag var haldin
samkoma í kirkjunni, þar sem meðal
annars var minnst dr. Róberts A.
Ottósonar og konu hans frú Guðríðar
Magnúsdóttur.
Að sögn herra Ólafs Skúlasonar
fór Skálholtshátíð að mestu leyti
fram með hefðbundnum hætti. Þó
hafi að þessu sinni einnig verið
minnst 175 ára afmælis Hins
íslenska Bibiíufélags, sem stofnað
var í Reykjavík 10. júlí 1815. Hald-
inn hafi verið hátíðarfundur á laugar-
daginn af því tilefni og sendiherra
íslendinga í London, Helgi Ágústsson
og starfandi sendiráðsprestur, séra
Jón Þorsteinsson, hafi lagt blómsveig
á leiði Ebenezers Henderson, sem
átti frumkvæði að stofnun félagsins.
Afgreiðsla skipa í Vestmannaeyjum:
Viðræður um hvert
Sambandið og Ríkis-
skip muni snúa sér
VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli skipaafgreiðslu Gunnars Ólafssonar
og co. í Vestmannaeyjum, Ríkisskipa og skipadeildar Sambandsins.
Síðarneftidu aðilarnir tveir ræða jafnframt við Eimskipafélagið sem
nýlega keypti Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja. Enn er því ekki ljóst
til hvaða fyrirtækis í Vestmannaeyjum Ríkisskip og SÍS beina viðskipt-
um í framtíðinni.
Gísii Guðlaugsspn framkvæmda-
stjóri Gunnars Ólafssonar segir
Vestmanneyinga títa svo á að Eim-
skipafélagið sé að fara inn á svið
sem heimamenn hafi áður annast
með kaupunum á Skipaafgreiðslu
Vestmannaeyja. „Við höfðum umboð
fyrir Eimskip frá árinu 1914 og þar
til í fyrra. Skipaafgreiðslan hefur
hins vegar þjónustað Ríkisskip og
Skipadeild sambandsins. Við af-
greiðum þó enn skip Eimskipafé-
lagsins og geymum vörur þess.“
Eimskipafélagið gerði í vetur
kaupleigusamning við Landsbank-
ann um hús Saltsölunnar í Vest-
mannaeyjum, að sögn Þórðar Magn-
ússonar framkvæmdastjóra flár-
málasviðs Eimskips. Hann segir
samninginn gera ráð fyrir að félagið
hafi rétt til að kaupa húsið að leig-
utíma Ioknum eftir um tíu ár. Eim-
skip hefur haft hluta hússins á leigu
í rúmt ár en í því er einnig brett-
asmíði.
Eimskipafélagið á lóðina við hlið
hlið Saltsölunnar. Félagið á enn-
fremur næstu lóð fyrir vestan, þar
< sem Skipaafgreiðslan er.
Enn mokveiði
úr Rangánum
Veiðimenn halda áfram að
moka laxi upp úr Rangánum. Um
helgina veiddust samtals 83 laxar
í Ytri- og Eystri Rangá. Yfir 400
laxar eru komnir á land síðan
árnar opnuðu fyrir mánuði.
Flestir laxanna um helgina veidd-
ust í Ytri Rangá, eða 61. Þá veidd-
ist einnig þyngsti lax sumarsins til
þessa í Árbæjarfossi, 14,8 pund, á
flugu, sem heitir Clint Eastwood og
er hnýtt af Jóni Ársælssyni.
Búfiskur hf. hefur mestan hluta
Rangánna á leigu. Þess má geta að
heigarveiðin, 83 laxar, er einum laxi
meira en veiddist allt síðasta sumar
á veiðisvæði Búfisks.
i