Morgunblaðið - 28.07.1990, Side 2
2
'MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990
Formaður FII:
Ekki ástæða til að fella
jöfiiunargjald á iðnað-
arvörum niður núna
Skemmdarverk í kirkju-
gariðinum við Suðurgötu
í vikunni hafa ljót skemmdar-
verk verið unnin á þremur leiðum
í gamla kirkjugarðinum við Suð-
urgötu. Einum leiðiskrossi var
velt og hann brotinn, annar kross
var brotinn af legsteini og mol-
vaður í fimm hluta. Lcks tóku
skemmdarvargarnir engilsmynd
úr marmara og brutu í þúsund
mola. Lögreglunni hefur ekki
tekizt að ná til spellvirkjanna.
Telur Stöð 2 því ekki eiga meirihluta
JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri DV, sem er minnihlutaeigandi í Sýn,
telur hiuthafafund sem haldinn var í fyrirtækinu í fyrrakvöld ólögleg-
an. Því sé sú ákvörðun sem þar var tekin, að minnka hlutafé í fyrir-
tækinu í 108 milljónir að nýju, ómerk. „Hlutafé Stöðvar 2 er því
ekki yfir 50%, eins og haldið hefiir verið fram, heldur um 30%,“
segir Jónas.
Á hluthafafundi Sýnar í vetur
var tekin sú ákvörðun að auka
hlutafé úr 108 milljónum í 184
milljónir. Nýlega var svo annar
hluthafafundur haldinn og var for-
kaupsréttur fyrri hluthafa gagnvart
hinu nýja hlutafé þar afnuminn.
Þennan fund telur Jónas einnig
ólöglegan. Að síðustu var svo hald-
inn hluthafafundur í fyrrakvöld, svo
sem fyrr er frá greint.
„Samkvæmt hlutafélagalögum
skulu allir hluthafar boðaðir á hlut-
hafafund, og boðun á fundinn skal
vera með vissum hætti. Þetta var
alls ekki raunin hvað þessa tvo fundi
varðar. Á þennan síðasta fund voru
hluthafar ekki einu sinni boðaðir,"
sagði Jónas. Hann vildi ekki segja
til um hvort hlutaðeigandi aðilar
myndu sækja fyrrurji meirihiutaeig-
endur Sýnar til saka vegna þessa.
„Fyrst verður að koma í ljós hver
framtíð fyrirtækisins verður. Stefna
þess hefur um langa tíð verið allt
of reikul. Það er meðal annars
ástæðan fyrir því að við höfum
ekki komið nálægt stjórnun fyrir-
tækisins undanfáma 3 mánuði.
Okkar sjónarmið hafa ætíð verið
ljós; við teljum að hægt sé að reka
þessa sjónvarpsstöð, sé stakkur
sniðinn eftir vexti.“ Áðspurður um
hvernig Fijáls fjölmiðlun myndi
taka í hugsanlegt tilboð Stöðvar 2
í hlutféð í Sýn sagði hann of fljótt
að segja til um slíkt. „Umfram allt
þarf að koma stöðu fyrirtækisins á
hreint. Þá fyrst er hægt að spá í
framtíðina."
Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hvíta hússins, sem
ásamt 12 öðrum einstaklingum á
tíu prósent í Sýn, sagðist lítið vita
meira en að þessir þrír aðilar hefðu
selt Stöð 2 sinn hluta. Stöð 2 hefði
ekki enn falast -eftir kaupum á
þeirra hlut, en honum skildist að
samþykkt hefði verið yfirlýsing af
hálfu Stöðvar 2 þess efnis að þeir
myndu gera öðram hluthöfum Sýn-
ar sambærilegt tilboð. Aðspurður
um hvort slíku tilboði yrði tekið
sagði hann að of snemmt væri að
segja til um það. „Hins vegar leyfir
maður sér að draga í efa að þessi
kaup gangi eftir fremur en annað
sem þessir menn hafa gert.“
Samgönguráðuneytið úthlutaði
Sýn á sínum tíma leyfi til að nota
rás á hinu svonefnda UHF-kerfi
fyrir útsendingar stöðvarinnar. Að
sögn Áma Þórs Sigurðssonar, deild-
arstjóra í samgönguráðuneytinu,
eru leyfi af þessu tagi almennt ekki
framseljanleg heldur bundin við
þann lögaðila sem fékk rásinni út-
hlutað. Það færi því eftir því hvaða
form yrði á sameiningu Stöðvar 2
og Sýnar hvort Sýn héldi rásinni.
Almennt mætti segja að ef Stöð 2
innlimaði Sýn og eftir yrði bara
Stöð 2 hefði Stöð 2 ekki leyfi til
að nota hina úthlutuðu rás. Ef Sýn
yrði aftur á móti rekin áfram sem
sjálfstætt fyrirtæki horfði málið
öðra vísi við. Ámi Þór lagði hins
vegar áherslu á að þetta mál hefði
enn ekki verið rætt innan ráðuneyt-
isins og því hefði ekki verið kynnt
áform þessara aðila.
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda,
segir iðnrekendur ekki sjá ástæðu til þess að fella niður jöfiiunar—
gjald á iðnaðarvöru nú þegar. Enn eigi eftir að eyða uppsöfiiuðum
söluskatti í fjárfestingu iðnfyrirtækja og áður en það hafi verið
gert beri að halda jöfiiunargjaldinu þó að vel megi lækka það.
Eldsins varð vart er reykjar-
bólstrar fóra að koma út um úttak
loftræstikerfis hússins. Loftræsti-
kerfið var í gangi, og dældi reykn-
um út, þannig að litlar reyk-
skemmdir urðu á efri hæðum húss-
ins. Talsverðar skemmdir urðu hins
vegar í kjallaranum, en þar er rek-
inn pizzastaður.
Ákvörðun um að minnka
hlutafé í Sýn hf. ólögleg
„Við eram í fyrsta lagi enn að
bíða eftir því að ríkisstjórnin standi
við skuldbindingar sínar við
íslenskan útflutningsiðnað hvað
jöfnunargjaldið varðar," sagði
Víglundur Þorsteinsson. „Þetta
gjald var sett á til að endurgreiða
útflutningsiðnaðinum uppsafnaðan
söluskatt í söluskattskerfinu en við
bíðum enn eftir greiðslu vegna
síðari helmings ársins 1989. Alls
er þarna um 2-300 milljónir króna
að ræða.“
Hann sagði það hins vegar vera
pólitíska ákvörðun hvenær jöfnun-
argjaldið yrði afnumið. Jöfnunar-
skattstilefnið hefði ekki horfið þeg-
ar virðisaukaskatturinn var tekinn
upp þar sem framleiðslufyrirtækin
á Islandi myndu sitja áfram næstu
árin með söluskattsuppsöfnun í
sinni fjárfestingu sem enn hefði
ekki verið eytt. Mest væri uppsöfn-
unin í fasteignum fyrirtækjanna
og mætti reikna með að hún næmi
10% af fasteignaverði. „En þó að
við teljum ekki tímabært að fella
niður jöfnunargjaldið nú í einni
svipan eram við þeirrar skoðunar
að það megi lækka það, til dæmis
niður í 2,5-3%, en síðan þrepa það
út á nokkram misseram þangað
til söluskattsuppsöfnuninni hefur
að fullu verið eytt.“
Lögreglan hvetur til aðgæslu
Morgunblaðið/BAR
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær þá ökumenn
sem leið áttu um Suðurlandsveg, við Lögberg. Ekki
var það til að finna að aksturslaginu, heldur til að
dreifa bæklingi, sem í er að finna ýmis heilræði til
ferðalanga. Lögreglan notaði einnig tækifærið og
kannaði bílbeltanotkun og ef marka má ánægjusvip
lögreglumannanna á myndinni var ekkert athuga-
vert hjá ferðalöngunum sem þeir höfðu stöðvað.
íslandsbanki krefst 210 króna
þj ónustugj alds af millifærslum
IPgWáW
@ Si H m luj ® ig; iLj I*] @ Hj [1] 0 ®
Vegna sumarleyfa fylgir
Lesbók ekki blaðinu í dag. Les-
bók kemur næst út laugardag-
inn 18. ágúst.
Skref í þá átt að selja þjónustuliði, segir Ragnar Önundarson
krafist þjónustugjalds fyrir
gagnaleit og telefaxþjónustu. Að
síðustu hefur bankinn lækkað
innheimtukostnað á skuldabréf.
ISLANDSBANKI mun framvegis
kreQast 210 kr. þjónustugjalds
af millifærslum viðskiptavina
sinna yfir á reikninga í öðrum
bönkum. Ekki verður þessa
gjalds þó krafist af þeim sem eru
í föstum viðskiptum við bankann
og millifæra aðeins endrum og
eins. Þá mun framvegis verða
Vatnsleiðsla sprakk
og hélt eldi í skeflum
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík slökkti eld í kjallara Laugavegar 28
um hálfiiíuleytið í gærmorgun, en þar hafði kviknað í út frá pizza-
ofiii. Svo heppilega hafði viljað til að er eldurinn læsti sig í ofiiinn
og umgjörð hans, sprakk vatnsleiðsla, sem síðan dældi vatni á eld-
inn og hélt honum þannig í skefjum þar til slökkviliðið kom.
Ragnar Önundarson fram-
kvæmdastjóri fjármála- og verð-
bréfaviðskiptadeildar íslandsbanka
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi gjöld væra skref í þá átt
að selja einstaka þjónustuliði í stað
þess að velta kostnaði út í vaxta-
muninn.
„Vissir þjónustuliðir hafa hingað
til verið seldir gegn litlu eða engu
gjaldi, og sá kostnaður sem við þá
skapast verið látinn bitna á sparifj-
áreigendum og lántakendum. Það
er einnig svo að ætíð er sótt í þjón-
ustu sem kostar lítið eða er ókeyp-
is og á þennan hátt teljum við okk-
ur geta haft áhrif á dreifingu kostn-
aðar við rekstur bankans," sagði
Ragnar. „í kjölfar kjarasamning-
anna í vetur minnkaði vaxtamunur
bankans, og í framhaldi af því var
tekin ákvörðun um þessi gjöld, þar
sem við töldum almenna gjaldskrár-
hækkun ekki veijandi á tímum
sparnaðar og þjóðarsáttar.“
Þjónustugjald vegna gagnaleitar
er nýlunda hérlendis. Gjaldið verður
til dæmis innheimt þurfi viðskipta-
vinir bankans að fá ljósrit af yfir-
Iiti yfir reikninga sína. Ekki er þó
tekið gjald fyrir aukayfirlit. Einnig
verður þjónustugjald innheimt þurfi
viðskiptavinir að láta leita uppi fyr-
ir sig tékka sem þeir hafa gefið út
á reikninga sína. í slíku tilfelli er
gjaldið 200 kr. á hvem tékka.
Friðrik Halldórsson forstöðumað-
ur áætlunardeildar Islandsbanka
sagði í samtali við Morgunblaðið
að gagnaleit gæti verið afar tíma-
frek og umfangsmikil og því hafi
verið ákveðið að grípa til þess að
leggja á hana þetta gjald. Áð sögn
Friðriks er ekki mjög mikið um að
fólk millifæri af reikningum sínum
í íslandsbanka yfir á reikninga í
öðram bönkum. „Þó kemur fyrir
að sama fólkið lætur millifæra fyrir
sig æ ofan í æ,“ sagði Friðrik.
Hann sagði að yfírmenn útibúa
myndu hveiju sinni ákveða hvort
þjónustugjald skuli innheimt af
millifærslum eður ei.
Innheimtukostnaður á skulda-
bréf sem innheimt eru með árangri
hefur bankinn lækkað úr 750 krón-
um í 710 krónur. Verði hins vegar
ekki árangur af innheimtunni verð-
ur gjaldið 510 krónur, en var 750
áður.
Jónas Kristjánsson: