Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.07.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 11 Gautaborg, trúar- doktor í trúarbragða- bragðafræðingur og fræði og prófessor við kennir við háskólann í Háskólann í Ósló. Uppsölum. greinilega fram bæði í indverskum og norrænum goðsögnum. Gro: Mér finnst það spennandi sem Britt-Mari segir um eina gyðju, en á hinn bóginn höfum við heimild- ir um dýrkun á eðlisólíkum kvenleg- um dularöflum hjá gyðjum, völvum, nornum, gýgjum, dísum, valkyijum o.fl. Lotte: Ég trúi ekki að til hafi verið ein, mikil eða almáttug gyðja. Um það fjallar að hluta til bók sem ég er að skrifa um kvenmyndir í eddukvæðum og íslendingasögum. Ég held að upphaflega hafi hvert þorp og hver sveit átt sínar gyðjur sem voru staðbundnar, bundnar ákveðnum náttúrufyrirbærum. Fólk ákallaði eða bað þær um hjálp í ákveðnum erfíðleikum og það var beint samband á milli fólksins og dularaflanna. Svo þegar þorpin urðu að borgum bytjuðu prestar, fræði- menn og heimspekingar að flokka sveitaguðina og -gyðjurnar og skipa Else Mundal er norsk, búsett í Ósló, prófess- or i norrænuin mið- aldabókmenntum við háskólann í Ósló. þeim til sætis við háborð og lág- borð, og þá fáum við upp allar ætt- ar- og ástarsögurnar sem við þekkj- um úr grísku goðafræðinni. Og líka í norrænu goðafræðinni sem er há- þróað kerfi og enginn sveitaátrúnað- ur. En allt það er seinni tíma tilbún- ingur, því í upphafi var trúin, svo kemur goðsögnin. Þannig held ég nú að þetta hafi verið. Jötnameyjar Gro: Ég er á öndverðum meiði við Britt-Mari í því að Gerður og Skaði hafi verið gyðjur. Þær voru ekki gyðjur heldur jötnameyjar. Þetta var eitt af því sem ég lagði áherslu á í doktorsritgerð minni, þ.e.a.s. að Gerður í Skírnismálum er EKKI gyðja. Menn hafa löngum verið upp- teknir af ætt og uppruna goðanna, og í því sambandi hafa menn heldur reynt að draga fjöður yfir hinn „lága“ uppruna Gerðar. En hann er sjálfur kjarni málsins, og í andstæð- unum á milli hennar og Freys, í andstæðunum milli guðs og jötun- meyjar verður til dýnamikk, orka, nýsköpun. Fræðimenn hafa löngum verið hálfvandræðalegir gagnvart jötnameyjunum, en það er þeirra vandamál, ekki textanna. Jötnamey- jarnar skapa spennu sem gerir eddu- kvæðin svo rík af mannviti. Else: Hornaugað sem menn hafa gefið jötnameyjunum stafar að ein- hveiju leyti af hugmyndum kristn- innar um hið „góða“ og hið „illa“ og ábyrgð konunnar á syndafallinu og ýmsu öðra. Gro: Já, en þá fer jafnframt for- görðum krafturinn og hreyfingin sem fylgir þessum konum. Þær eru nefnilega ekki bara „fagrar og illar“ heldur búa þær yfir nauðsynlegri kunnáttu og eiga góða gripi sem goðin verða að fá. Svo það eru gagn- kvæmir hagsínunir eða samspil sem á milli þessara afla. Dagný: Er Hel jötunmey? Er hún kona yfir höfuð? Og hvaða hags- muni hafa menn af samskiptunum við hana? Gro: Já, hún er kona, jötunmey, og ræður yfir ríki hinna dauðu. Það er áberandi erótík bundin Hel í text- unum. Það að deyja felur í sér að maðurinn fer til ástarfundar við Hel, í faðm Heljar og þetta kemur líka fram í kenningum um hana. Helheimum er lýst sem hræðilega dapurlegri vistarveru í kristnu heim- ildunum, sem kvalastað. Það leggst einhver helvítisfnykur yfir ríki Heljar í lýsingu Snorra. En svona lýstu gömlu skáldin þessu ekki. Það er alls ekki víst að Helheimar hafi ver- ið svo dauflegir í augum heiðinna manna. Kannski hafa hugmyndir manna um Hel og ríki hennar verið meira í ætt við lýsinguna á Valhöll? Dagný: Ef ég hef skilið fyrirlestur þinn rétt, Lotte, varstu á þeirri skoð- un að hinar miklu gyðjur eins og Freyja sameinuðu einmitt andstæður eins og líf og dauð, þær gæfu og tækju líf, byggðu upp ogeyðilegðu. Lotte: Ég held að hið eyðileggj- andi hlutverk gyðja eins og Isthar og Freyju hafi verið nátengt vernd- arhlutverki þeirra. Þær vernduðu einstaklinga, líka hermenn og tengd- ust þannig stríði og dauða. Þannig held ég raunar að valkytjan hafi orðið til. Og ég held ekki að valkyij- an hafi orðið að breytast í karl til að beijast fyrir sinni hetju, það gátu konur alveg gert án þess að verða einhvers konar kynskiptingar. Gyðj- urnar voru skapmiklar og létu engan vaða yfir sig. Gullöld? Dagný: Nú má ég til með að spytja ykkur um það hvort tími hinna máttugu gyðja hafi ekki verið gullöld fyrir konur. Haldið þið að mæðraveldið hafi verið til? Gro: Nei. í allra elstu trúarbrögð- um sem við þekkjum eru andstæð- urnar, bæði kynin, karl og kona, saman á ferð. Britt-Mari: Sem trúarbragðafræð- ingar vitum við líka full vel hve lítið við vitum um uppruna trúar og hve mikið vantar upp á þekkingu okkar á fornum trúarbrögðum og þróun þeirra. Fyrir hundrað árum töluðu menn fullum fetum um „mæðraveld- ið“ forna en þeim kafla er lokið í trúarbragðafræðinni. Við getum aldrei fengið nein svör við spurning- um okkar um þetta. Else: Ég er bókmenntafræðingur og fyrir mér er það meginatriði að við höldum okkur við textana sjálfa og rannsökum á gagnrýninn hátt þær fornu, skráðu heimildir sem við þó höfum. Það er langt frá því að því sé lokið. Dagný: En þó að við förum nú ekki lengra aftur en til Snorra- Eddu. Hvernig gat það gerst að þessar spennandi völvur og jötna- meyjar og gyðjur sem við höfum talað um skruppu saman í þær gyðj- ur sem við hittum fyrir hjá Snorra? Og hvenær misstu þær völd og áhrif sín? Og hvers vegna? Gro: Það gerist náttúrlega við kristnitökuna þegar við fengum al- gjörlega nýja trú og ný trúarmynst- ur hér á Norðurlöndum. Hin nýja trú er byggð á hugsun og skipulagi feðraveldisins og þar er hlutverk konu lítið bæði í kenningunni og guðsþjónustunni. Britt-Mari: Kaþólskur siður hafði þó stærra pláss fyrir heilagar konur en tekið var verklega fyrir það allt saman við siðaskiptin. Gro: Já, en þó að kaþólskan hafi haft Maríudýrkunina sem eins konar sárabætur fyrir fólk, þá er það at- hyglisvert að það er fyrst á elleftu öld sem María byijar að koma inn í kenningar skáldanna. Og hinzar heilögu meyjar, dýrlingarnir, höfðu kannski ekki dulúð og dýptir kven- myndanna í guðakvæðum Eddu. Dagný Kristjánsdóttir Lotte Motz er þýsk, doktor í germönskum fræðum, búsett í Ox- ford og vinnur við rit- störf. Myndlist og galdratölur eftirNínu Gautadóttur Listfræðingar setja sig í þá stöðu að skrifa um myndlist. Ann- aðhvort skrifa þeir það sem er kallað gagnrýni eða þá ganga hreinlega fram og skrifa bækur. Þegar þeir skrifa um myndlistar- sýningar tjá þeir sig svo lengi sem frelsi þeirra annaðhvort innanfrá eða utanfrá leyfir þeim. Sumir skrifa þykkar skruddur veglega skreyttar myndum meistara þeirra sem þeir vilja kryija til mergjar. Það er sennilega ósk flestra þeirra. En þegar þessir hugsuðir missa ímyndunarafliðpg fara að einblína á smáatriði sein þeir telja trufla sig í einbeitingunni, þá geta fleiri farið að hugsa. Hvers vegna þurfa sumir gagnrýnendur endilega, að því er virðist, að ganga að ein- hveiju alveg fyrirfram ákveðnu, einhveiju sem þeir kannast við og finna sig örugga í, heima hjá sér? Af hveiju geta þeir ekki reynt að fylgja hugsunum listamannsins eftir eins og spurulu barni í stað- inn fyrir að vera hræddir um að gatan gæti verið holótt og þeir dottið? Alla vega, barnið stendur upp grátandi og segist hafa meitt sig en hinir sem duttu þóttust ekki hafa fundið til. Hetjurnar, sem ekki þora að segja að þær hafi meitt sig, eru ef til vill bara innilokaðar verur sem þora ekki að tjá sig og eru að reyna að segja sannleikann sem þeim var kennt að segja. En hvar er sannleikur- inn? Er hann ef til vill hættuleg- ur? Þá fara hetjurnar út í tölur og upphæðir. í firru hættunnar og óþekkjanleikans er það bara „En við undirbúning og framkvæmd slíkrar sýningar eru engin smástrik á ferð heldur galdratölur.“ hentugt að svara fyrir sig í milljón- um og „kvart“. Hvernig líður þeim manni Sem stendur (eða situr eða liggur) og horfir á málverk og hugsar í tölum? Nú gæti sumum fundist tilfinninganæmið vera far- ið að dofna. Og ef hann stendur upp aftur gæti hann rétt úr bak- inu, strokið hár sitt og reynt að bera sig vel. Milljónirnar, sem maðurinn sá á málverkinu, voru hyllingar. Hann virðist vera ráð- villtur. Hyllingar geta verið hættu- legar og í eyðimörkinni era þær auðsæjar. En í sýningarsal Kjarv- alsstaða er lítil hætta á slíkum hyllingum. Þegar listgagnrýnend- ur fara að tala um tölur og pen- inga í umfjöllun sinni á málverk- um, þá gæti manni dottið ýmislegt í hug. Listfræðingurinn ætti að Ályktun BSRB: Agreining'ur verði leyst- ur með sam- komulagi - Á FUNDI fulltrúa aðildarfélaga BSRB sl. fimmtudag var samþykkt eftirfarandi ályktun: BSRB leggur áherslu á að sú launahækkun sem ber að greiða fé- lagsmönnum BHMR samkvæmt samningi og úrskurði Félagsdóms komi einnig til allra f élagsmanna BSRB ella eykst launamisræmi á meðal opinberra starfsmanna. BSRB fer fram á að viðræður um fram- kvæmd þessa verði teknar upp þegar í stað. BSRB hefur jafnan lagt áherslu á að ágreiningur um kjarasamninga verði leystur með samkomulagi. Þess vegna ber ríkisstjóminni og BHMR að axla ábyrgð á því að leysa með samkomulagi víxlverkunarákvæði samninga sem felast í kjarasamningi þessara aðila. BSRB leggur áherslu á að ekki verði hvikað frá þeim markmiðum kjarasamninga BSRB sem fela í sér aukinn mátt kauptaxta. Höfundur er myndlistarmaður, búsettí París og er með sýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. sleppa sínum íjármálahugleiðing- um því þær koma málinu ekkert við. En við undirbúning og fram- kvæmd slíkrar sýningar eru engin smástrik á ferð heldur galdratölur. Nína Gautadóttir Nám með starfi fyrir háskólamenntað fólk VIÐSKIPTA- OG REKSTRARNAM á vegum Endurmenntunarnefndar Háskóla fslands haustið 1990 Frá því að Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands hóf starfsemi árið 1983 hefur stöðugt betur komið í Ijós þörfin fyrir heildstætt nám í rekstri fyrirtækja og stofnana, fyrir starfandi háskólamenn. Nám, sem hægt væri að stunda með starfi. Nám á háskólastigi, þar sem gerðar væru miklar kröfur, bæði til nemenda og kennara. Endurmenntunarnefnd hefur frá síðustu áramótum boðið upp á þriggja missera nám fyrir aðra en viðskipta- og hagfræðinga. í þessu námi eru tekin fyrir helstu undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar og þess freistað að gera þeim betri skil en hægt er á styttri námskeiðum. Forgang hafa þeir, sem lokið hafa háskólanámi og eru einungis um 8 pláss laus á haustmisseri. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarnefndar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HÍ. Helstu efnisþættir námsins eru: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, verkefnastjórnun, framleiðni og framleiðniaukandi aðgerðir, upplýsinga- tækni í rekstri og stjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og við- skiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing, stefnumótun. Viðbót eða val fyrir þá sem þess æskja: Framleiðslustjórnun. Kennarar m.a.: Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur og stundakennari HÍ, Bolli Héðinsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ, Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og stundakennari Hl’, Jóhannes L.L. Helgason, lögfræðingur og framkvæmdastjóri HHl, Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri „Gott fólk", Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ, Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands, Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent HÍ, Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafaverkfræðingur. Kennslutími er þrisvar sinnum 120 klst. eða 360 klst. auk heimavinnu. Þetta samsvarar um 19 eininga námi á háskólastigi. Kennd er ein námsgrein í einu og henni lokið með prófi eða verkefni áður en sú næsta hefst. í lok námsins fá þátttakendur prófskírteini er vottar þátttöku og frammistöðu þeirra í náminu. Allar nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsóknareyðublöðum (sendist inn fyrir ágúst 1990), er hægt að fá hjá: Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands, -Tæknigarði - Dunhaga 5,107 Reykjavík, Símar: 694923/24/25 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.